Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 14

Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján BRÆÐURNIR Vilhelm, Skúli og Birgir Ágústssynir eigendur Hölds ásamt Guðmundi Stefánssyni formanni Atvinnumálanefndar, fyrir framan listaverk eftir Margréti Jónsdóttur sem „Fyrirtæki ársins" á Akureyri fékk að gjöf. Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar Höldur „Fyrirtæki ársins“ á Akureyri HÖLDUR ehf. var útnefnt „Fyrir- tæki ársins" á Akureyri fyrir árið 1996 en um það var tilkynnt í hófi á Hótel KEA í gær, en það er At- vinnumálafnefnd Akureyrar sem veitir viðurkenninguna. Guðmundur Stefánsson formaður nefndarinnar sagði að við veitingu viðurkenningarinnar væri m.a. framlag viðkomandi til uppbygging- ar og nýsköpunar í atvinnurekstri í bænum haft í huga, sem og árangur á sviði vöruþróunar og markaðssetn- ingar. Leitað var til fjölmargra aðila áður en ákvörðun var tekin, fyrir- tækja, stofnana, almennings og verkalýðsfélaga. „Kennedýamir" Höldur var stofnað 1. apríl 1974 en stofnendur þess eru bræðumir Birgir, Skúli og Vilhelm Ágústssyn- ir. „Nokkur ljómi hefur ávallt síðan leikið um þá bræður og þeir oft nefndir í gamni og alvöru „Kennedý- amir“. Ég hygg að báðir megi vel við þá nafngift una, þeir bræður og hinir eiginlegu Kennedyar," sagði Guðmundur m.a. í ávarpi sínu er hann rakti sögu fyrirtækisins sem raunar nær aftur til ársins 1966 er Skúli hóf útleigu á bílum í smáum stíl. Bflamir sem fyrirtækið rekur eru nú orðnir yfir 300 og útibú á tíu stöðum víðsvegar um landið. Þá reka þeir þijár bensínstöðvar og veitinga- hús þeim tengd, bifreiðaverkstæði, bæði á Akureyri og í Reykjavík, tvær bílasölur á Akureyri, fyrir nýja og notaða bfla, dekkjaverkstæði, kjúklingastaðinn Crown Chicken og verslunina 66° Norður og þá á Höld- ur helmingshlut í versluninni Blómaval sem rekin er í svonefndu glerhúsi við Hafnarstræti. Fyrirtæk- ið hóf afskipti af flugreksti 1976, rak um skeið flugskóla en árið 1992 stofnaði fyrirtækið ásamt fleiram flugfélagið íslandsflug og á nú um 40% hlutafjár í því félagi. Starfsfólk fyrirtækisins er um 160 talsins og verða um 200 næsta sumar, þannig að það er með stærstu fyrirtækjum á Akureyri. „Eigendur Hölds hafa ávallt kosið að starfa í „kyrrþey" ef svo mætti að orði komast, að rekstri sínum. Þeir hafa lítt flíkað rekstrartölum og í raun er lítið vitað um innviði fyrirtækisins annað en að þeir era traustir. Verkin hafa talað og von- andi verður svo áfram,“ sagði for- maður Atvinnumálanefndar í ávarpi sínu. Gott starfsfólk Skúli Ágústsson sagði viðurkenn- inguna hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Fyrirtækið hefði ávallt borið gæfu til þess að hafa einstak- lega gott og samheldið starfsfólk í vinnu og ætti það sinn þátt í vel- gengninni. Shanghai-gengið í Borgarbíói KÍNVERSKA myndin Shanghai- gengið verður sýnd í Borgarbíói á vegum Kvikmyndaklúbbs Akureyrar sunnudaginn 9. febrúar kl. 17 og mánudaginn 10. febrúar kl. 18.30. Þetta síðasta samstarfsverkefni kínversku listamannanna Zang Yumou leikstjóra og leikkonunnr Gong Li er ljóðræn frásögn af and- stæðunum sígildu sekt og sakleysi. Myndin segir frá fjórtán ára dreng sem er af ráðamestu ættinni í undir- heimum Shanghai-borgar, hann ger- ist einkaþjónn söngkonu, nýjustu frillu yfírmanns glæpamanns ættar- innar. Brátt verða átök í undirheim- um og þau flýja i athvarf á eyju undan ströndinni en tímar gerast viðsjálir. OIL-FREE PLUS FOUNDATION Olíulaust meik frá MARBERT - matt allan daginn. Þyrla sótti ný- bura á FSA Einstök tilfinning með þessu nýja olíulausa meiki sem inniheldur A, C og E vítamín. Húðin fær eðlilega og matta áferð. MARBERT - og þú lítur vel út. Komdu við og fóðu prufur. Libia Mjódd. Nana Hólagaríi. Holtsapótek Glæsibæ. Spes Hóaleitisbraut. Evíta Kringlunni. Bró Laugavegi. Bylgjan Kópavogi. Snyrtihöllin Garðobæ. Sandra Hafnorfirði. Galley Förðun Kelfavík. Krismo ísafirði. Tara Akureyri. Apótekið Húsavík. Apótek Vestmannaeyjo. MÁRBERT oil-free nus foundation 01 liahi B«ig« ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF- LÍF fór sjúkraflug til Akureyrar snemma í gærmorgun, sótti nýbura og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan lenti á Akureyrarflugvelli kl. 04.00 en flutti sig síðan upp á þyrlupallinn við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um 07.00 og lenti þar með aðstoð lögreglu. Þar var nýburinn tekinn um borð og strax haldið til Reykjavíkur. ------........—- Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á laugardag, 8. febrúar kl. 11 í Sval- barðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkur- kirkju. Kyrrðar- og bænastund í Sval- barðskirkju á sunnudag, 9. febrúar Gífurlegur samdráttur hjá fóðurverk- smiðjunni Laxá á síðasta ári Útflutning- ur lagðist nánast af GÍFURLEGUR samdráttur varð í framleiðslu og sölu fiskafóðurs hjá fóðurverksmiðjunni Laxá á Akur- eyri, milli áranna 1995 og 1996. Fóðurframleiðsla fyrirtækisins var um 2.700 tonn í fyrra en um 7.000 tonn árið áður. Sala innanlands jókst um 4% milli áranna ’95 og ’96 en útflutningur lagðist nánast af í fyrra og var aðeins um 5% af útflutningi ársins ’95. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Laxár, segir að Nor- egur hafi verið langmikilvægasti markaður fyrirtækisins en vegna aðstæðna þar hafi ekkert verið selt þangað á síðasta ári. „Þótt áfram verði fóðurkvóti í Noregi er gert ráð fyrir um 15% aukningu í fóðursölu á þessu ári og við von- umst eftir að fá einhver verkefni þar. Þessi mikli samdráttur í fram- leiðslu og sölu hefur m.a. haft þær afleiðingar í för með sér að við höfum fækkað starfsfólki og öll umsvif hafa minnkað. Nú starfa hér um 10 manns en voru um 20 þegar mest var árið 1995.“ Nýrra markaða leitað Guðmundur segir að þrátt fyrir allt hafi fyrirtækinu tekist að laga sig að breyttum aðstæðum, auk þess sem lögð hefur verið áhersla á að leita annarra verkefna fyrir verksmiðjuna. „Við höfum bæði leitað fyrir okkur á öðrum mörkuð- um fyrir fiskafóður og eins leitað á önnur mið og gert tilraunir með framleiðslu á katta- og hunda- fóðri. Þá er unnið að úrbótum á verksmiðjunni, með það að markmiði að efla fóðurframleiðsl- una. Við erum aðeins að tala um eitt ár og fyrirtækið er ágætlega í stakk búið til að mæta þessu „áfalli" og við erum fullir bjartsýni varðandi framtíðina. Þessi 15% aukning í fóðursölu í Noregi þýðir t.d. um 60-70.000 tonn og við erum einmitt á leið þangað í næstu viku til að kanna markaðinn.“ Um 250 miUjóna króna minni velta Guðmundur segir að gera megi ráð fyrir, í kjölfar samdráttar í framleiðslu og sölu, að velta fyrir- tækisins hafi dregist saman um 250 milljónir króna milli síðustu tveggja ára, eða um 60%. Þau 200 tonn, sem fóru til útflutnings á síðasta ári, voru seld til Kanada og Danmerkur en sala innanlands nam um 2.600 tonnum. Morgunblaðið/Hólmfriður Nægar olíubirgðir Grímsey. Morgunblaðið OLÍUSKIPIÐ Stapafell lagðist að hafnargarðinum í Grímsey á ellefta tímanum í gærmorgun. Skipið losaði 140 þúsund lítra af olíu svo nægar olíubirgðir eru til í eynni. Á þriðjudag voru stakir jakir á reki 10 mílur norðaustur af Grímsey, en aðfaranótt miðviku- dags snérist vindur til suð- austanáttar svo ekki rak ísinn nær í bili. Norðanátt er í spánni fyrir föstudag en suðlægar áttir aftur um helgina svo ef til vill eru eyjarskeggjar lausir við ís- inn um stund. Sjómenn réru í gær og fiskuðu þokkalega enn ekki urðu þeir varir við neinn ís. Tónlistarskólinn á Akureyri Bolludags- tónleikar HINIR árlegu Bolludagstón- leikar Blásarasveitar Tón- listarskólans á Akureyri verða haldnir í Gryfju Verk- menntaskólans á Akureyri sunnudaginn 9. febrúar kl. 15.30. Fram koma blásarasveit, blokkflautusveit og harmon- ikkuleikarar, auk þess sem boðið verður upp á fleiri at- riði. Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta á tónleik- ana og á staðnum verður til sölu kaffi og meðlæti. I i I \ \ I i I i I I i I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.