Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lúðra- sveit IRáð- húsinu LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 8. febr- úar. Stjómandi sveitarinnar er Jó- hann Ingólfsson tóniistarkennari, sem stjórnað hefur síðastliðna tvo vetur. Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð 1922 og er því elsta starf- andi lúðrasveit á landinu. í tilefni 75 ára afmælis sveitar- innar í ár ætlar lúðrasveitin að halda afmælistónleika þann 12. apríl í Ráðhúsinu. Valkyrjan í Norræna húsinu RICHARD Wagner félagið á ís- iandi mun á sunnudag 9. febrúar kl. 15 halda áfram sýningum á Niflungahring Richards Wagner í Norræna húsinu. Á sunnudaginn kemur er röðin komin að Valkyijunni, sem tekur um fjóra tíma í flutningi. Uppfærsl- an sem sýnd verður gekk í Bayre- uth á árunum 1988-1992. í helstu hlutverkum í Valkyijunni eru John Tomlinson, Poul Elming, Matthias Hölle, Nadine Seeunde og Anne Evans. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. Undir pari Síðasta sýning- arhelgi Renne Langhorst UM helgina er síðasta helgi á sýningu Renne Langhorst í sýn- ingaraðstöðunni Undir pari, Smiðjustíg 3, og næstu helgi eða 16. og 18. febrúar verður uppá- komuhelgi í Undir pari. Dagskrá verður auglýst síðar. Opið er í Undir pari fimmtu- daga-laugardaga kl. 20-23. Sýning á síð- ustu verkum Hrings lýkur SÝNINGU sem undanfarið hefur staðið yflr í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg á síðustu verkum Hrings heitins Jóhannessonar lýkur sunnu- daginn 9. febrúar. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá ki. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SAGA Jónsdóttir, Ásdís Skúladóttir, Bryndís Petra Bragadótt- ir og Soffía Jakobsdóttir sýna „Frátekið borð“ á Hótel Örk. „Frátekið borð“ á Hótel Örk Hveragerði - Tvær sýningar á einþáttungnum „Frátekið borð“ eftir Jónínu Leósdóttur eru fyrir- hugaðar á Hótel Örk, Hveragerði.. „Frátekið borð“ er örlagaflétta um tvær miðaldra konur sem seij- ast við sama borð á veitingastað. Konumar þekkjast ekki en í ljós kemur að það er engin tilviljun að einmitt þær tvær sitja við þetta borð. Örlögin hafa leitt þær saman, með dyggri aðstoð veraldlegra afla, og í sameiningu rekja þær sig áfram þar til sannleikurinn kemur í ljós. Leikstjóri sýningarinnar er Ásdís Skúladóttir en með hlutverkin fara Bryndís Petra Bragadóttir, Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir. Leikþátturinn er upprunninn úr höfundasmiðju Leikfélags Reykja- víkur o g var sýndur á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu við góðar undir- tektir. Ennfremur hefur sýningin verið sett upp á Akureyri og Sauð- árkróki og hvarvetna hlotið góðar mótttökur. Fyrri sýningin á Örkinni verður sunnudaginn 9. febrúar, en sú seinni miðvikudaginn 12. febrúar. Báðar sýningamar munu hefjast klukkan 21. Innifalið í miðaverði er kaffl og veitingar. Málþing „Staða rann- sókna á sviði átjándu aldar fræða“ FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskrift- ina „Staða rannsókna á sviði átj- ándu aldar fræða“ laugardaginn 8. febrúar í Þjóðarbókhlöðu, fyrir- lestrarsal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13 og því lýkur um kl. 16.30. Á málþinginu verða flutt fímm stutt erindi um stöðu rannsókna í einstökum fræðigreinum á sviði átj- ándu aldar fræða. Erindi og flytj- endur eru sem hér segir; Guðmund- ur Hálfdánarson, dósent í sagnfræði við Háskóla íslands flytur erindi um sagnfræði. Vésteinn Olason prófess- or í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands flytur erindi um bókmenntir. Gísli Sigurðsson sér- fræðingur við Stofnun Áma Magn- ússonar á Islandi flytur erindi um þjóðfræði. Svavar Sigmundsson dósent í íslensku fyrir erlenda stúd- enta við Háskóla Islands flytur er- indi um málfræði. Inga Huld Há- konardóttir, sagnfræðingur, flytur erindi um kvennafræði. Að erindunum loknum verða pallborðsumræður sem fyrirlesarar taka þátt í og auk þeirra Gunnar Harðarson lektor í heimspeki við Háskóla íslands. Veitingar verða fáanlegar í kaffl- stofu í Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Fundarstjóri verður Sveinn Yngvi Egilsson, bókmenntafræðingur. Kínversk mál- verk í Perlunni LU Hong heldur sýningu á kín- verskum málverkum á Kínadögum 97 í Perlunni dagana 7.-9. febrúar. Sýningin verður opin alla helgina. Lu Hong hóf skipulagt myndlist- amám 1972, þá 15 ára gömul og varð hún fyrsta konan til að ljúka námi úr Listaháskólanum í Peking, eftir það hóf hún störf hjá Lista- safni Pekingborgar. Árið 1986 hélt hún til Tókýó í Japan og lagði stund á japönsku og japanska myndlist um fjögurra ára skeið. Lu Hong kom til íslands 1990. Hér settist hún að og hefur síðan ferðast um landið, kynnst þvi og túlkað það sem hún hefur séð með aðferðum hefðbundinnar kínver- skrar landslagsmálunar og notar hún eingöngu hefðbundin kínversk verkfæri við vinnu sína. Lu Hong hefur haldið og tekið þátt í jjölda sýninga í Kína, Japan og á Islandi. Höggmyndir í Gerðarsafni HELGI Gíslason myndhöggvari opnar sýningu á höggmyndum í vestursal Gerðarsafns í Kópavogi laugardaginn 8. febrúar kl. 15. A sýningunni eru sjö höggmyndir unn- ar í gifs og íjórar mannlýsingar úr bronsi og gifsi. Einnig mynda þijár stórar kolateikningar sem vísa til fyrri verka listamannsins eins konar ramma utan um sýninguna. Manns- líkaminn er meginviðfangsefnið í verkum Helga að þessu sinni. Þetta er 14. einkasýning Helga en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlend- is. Útilistaverk eftir Helga eru víða um land. Einnig vann hann mörg verk í Fossvogskirkju þegar hún var endurgerð að innan 1990. Helgi Gíslason hefur fengið ýmsar viður- kenningar fyrir list sína, þar á meðal bjartsýnisverðlaun Bröstes árið 1991. Sýningunni lýkur 2. mars og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18. „Milli tveggja heima“ SÝNINGU Eiríks Smith, „Milli tveggja heirna", lýkur sunnudaginn 9. febrúar. Verkin á sýningunni eru frá árunum 1963-1968. Á sýningunni eru bæði olíu- og vatnslitamyndir, samtals 65 verk. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er kaffi- stofa safnsins opin á sama tíma. Magnea Ásmundsdóttir Það er síminn til þín „Á Mokka ríkir alltaf ró og næði. Engin tónlist, ekkert stafrænt áreiti, aðeins malið í kaffíkvöminni, skvaldrið í gest- unum, skijáfið í dagblöðunum. Dagsetning þeirra er það eina sem virðist minna okkur á nálægð nýrrar aldar enda hefur Mokka ekki breyst frá dögum mód- emismans. En nú hringir loksins síminn. Listamaðurinn Magnea Ásmundsdóttir hefur hengt upp 24 síma til að ná betra sambandi við áhorfendur. Þetta er svar við kalli tímans", segir í kynningu. Gestir staðarins geta að sögn bókstaflega rætt við verkið um hvað sem er. Símamir hanga á veggjum umhverfís salinn og getur fólk hringt og rætt við gestina í síma 5619080, gestir staðarins á milli borða og jafnvel út í bæ. Klukkan 15 á þriðjudögum, fímmtudögum og laugardögum verða listamenn á beinni línu inn á staðinn og taka föstum tökum á ýmsum málum í mynlistarlífinu. Ráðamenn í mennta- og menningarmálum munu sitja fyrir svörum og er umræðunni útvarpað í sal á Mokka í gegnum ráðstefnukerfí Pósts og síma. Ásdís Sigur- þórsdóttir í Gerðarsafni ÁSDÍS Sigur- þórsdóttir opn- ar myndlistar- sýningu í vest- ursal Lista- safns Gerðar Helgadóttir í Kópavogi laug- ardaginn 8. febrúar kl. 15-18. Þetta er fímmta einka- sýning Ásdísar og hún sýnir þar rúmlega 30 mynd- ir sem hún hefur málað á síðasta ári._ Ásdís hóf ferii sinn sem grafíker og vann aðallega með silkiprent en hefur á síðari árum fært sig alveg^yfir í málverkið. í myndunum sem Ásdís sýnir nú leitast hún við að sameina málverk og skúlptúr en hún mótar myndir sínar úr bó- mullarpappír á tréfjalir og málar með akrýl- og olíulitum og vaxi. Að sögn Ásdíar leitast hún við að ijúfa kyrrstöðu hins tvívíða flatar málverksins með náttúrulegri áferð og formum sem samspil ljóss og skugga draga fram. Asdís útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1980. Hún stundaði framhaldsnám í Toronto veturinn 1994-1995 og lauk þar prófí í málun. Ásdís hefur haldið einkasýningar í Gallerí Langbrók 1982, Gallerí Borg 1985, Gallerí Gangskör 1987 og í Menningar- og listamiðstöð Hafnaríjarðar 1994. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum, m.a. Ungir mynd- listarmenn á Kjarvalsstöðum 1983, Krakov Biennalnum í Póllandi 1984, Kirkjulistasýningu á Kjar- valsstöðum, Listahátíð kvenna á Kjarvalsstöðum 1986, Kaffí með Kristi á Mokkakaffi 1994 og sam- sýningu kvenna í Toronto 1995. Ásdís rekur vinnustofu að Ála- fossi í Mosfelisbæ, jafnframt stundakennsku við Myndlistaskóla Kópavogs. Grænjaxlar í Tjarnarbíói FÚRÍA Leikfélag Kvennaskólans frumsýnir í dag föstudag í Tjarn- arbíó leikritið Grænjaxlar. Leikritið var skrifað fyrir 20 árum og var á sínum tíma sýnt um land allt í grunn- og framhaldsskólum og svo í Þjóðleikhúsinu. I uppfærslu Fúríu taka um 40 manns þátt og eru allt að 30 manns á sviðinu í einu, sem er frábrugðið hinum eldri uppfærslum þar sem fjórir Ieikarar léku allt leikritið í gegn. Tónlist og dansar eiga stóran þátt í sýningunni og voru fengnar stelpur úr listdansskóla íslands til að dansa með í sýningunni. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Tónlistin er samin af Spilverki þjóð- anna og var gefín út á geisladisk. Platónskar ástir prófessora KVTKMYNPIR Stjörnubíó TVÖ ANDLIT SPEGILS (THE MIRROR HAS TWO FACES) ★ ★ 'A Leikstjórí Barbra Streisand. Hand- ritshöfundar Richard LaGravenes, hyggt á handritinu Le Miroira Deux Faces eftir Andre Cayette og Gerard Oury. Kvikmyndatökustjóri Andrzej Bartkowiak. Tónlist Marvin Hand- isch. Aðalleikendur Barbra Streis- and, Jeff Bridges, Lauren Bacall, Mimi Rogers, George Segal, Pierce Brosnan, Brenda Vaccaro. 126 mín. TriStar 19%. ROSE (Barbra Streisand), pró- fessor i bókmenntum við Columbia háskólann í New York, er komin vel yfír táningsárin og tekin að örvænta í ástamálum. Síðasta kjaftshöggið veitti hin undurfagra Claire (Mimi Rogers) systir hennar. Stakk undan henni glæsimenninu Alex (Pierce Brosnan). Annars staðar á Manhatt- an eyju harmar Gregory Larkin (Jeff Bridges) örlög sín í kvennamálum. Lætur „veikara kynið“ hafa sig að fífli. í stuttu máli skerast leiðir þess- ara einfara og enda með giftingu. Larkin, langþreyttur á tilfinninga- og ástasamböndumm vill platónskt hjónaband, byggt á gagnkvæmri vináttu og virðingu. Rose tekur fús- lega undir en vill fljótlega meira og verður dauðástfangin og hefur lík- amsrækt og grænmetisát til að kveikja í karlinum. Hvað skyldi koma út úr því? Getið einu sinni. Nýjasta myndin hennar Barbru Streisand fjallar semsagt um gam- alkunn vandamál í miðri lífsbarátt- unni; ástina, einmanaleikann, hafa aldrei notið gagnkvæmra ásta og hitt kynið sem lokuð bók. Þetta eru örgrunnar pælingar. Tvö andlit spegils er léttmeti, rómantísk gam- anmynd með kynferðislegu og mið- aldravandamála ívafi. Þó, framar öllu öðru, vettvangur fyrir fjöl- skrúðuga hæfileika leikarans- /söngvarans/framleiðandan- s/leikstjórans. Streisand er megin- kostur myndarinnar og -galli. Hún geislar af hæfíleikum, er það sem kallað er á vondri íslensku „fallega ljót“, á enn verri „sjarmerandi". Eigum við ekki að segja misfríð? Hrífandi persóna með afar sterka útgeislun og nærveru. Og ekki skemma fyrir henni fótleggimir. Á hinn bóginn getur hún verið lítið annað en nefið og fötin. Þetta veit enginn betur en Barbra sjálf og gengur myndin mikinn hluta út á hamskipti prófessorsins. Gallinn er sá að við vitum það frá upphafí að hverju stefnir. Ljóta andarunga gervið hennar Streisand er fjári gegnsætt. Bridges er of myndarlegur til að reynast trúverð- ugur. (Þarf ekki annað en að fara í bol og gallabuxur til að verða hinn kynþokkafyllsti). Gáfnaljós á borð við þau prófessorana, hljóta að vita betur. Náttúrulaust hjónaband hæf- ir þeim ekki frekar en flestum öðr- um. Lokakaflinn alltof langur og væminn. Á þessum bæ er borin mikil virð- ing fyrir Streisand, hún er eitt kraftmesta kvenljónið í kvikmynda- heiminum og gerir margt gott, gustar af henni í leik og stjórn. Bridges er einnig í miklu uppáhaldi og hann skilar sínum undarlega bókmenntafræðingi með láði. En það lýsir ekki langt ástarbálið sem á að blossa á milli þeirra. Leikarar í minni hlutverkum er skemmtilegur og vel valinn hópur. Engin betri en Lauren Bacall, sem vísast fær Ósk- arinn á vordögum. Segal, Rogers og Vaccaro falla laglega inn í mynd- ina, það gerir Brosnan líka, en af öðrum ástæðum. Vönduð mynd, ljúf, lipur og metnaðarfull afþreying en glassúr langhundsháttur og yfir- borðskennd skaða hana undir lokin. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.