Morgunblaðið - 07.02.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.02.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1997 41 MINNINGAR + Hildur Sólveig Arnoldsdóttir (Hilde S. Henckell) fæddist í Hamborg í Þýskalandi 6. ág- úst 1939. Hún lést á Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 4. febrúar. í júlí 1945 sneri ung kona frá Akureyri, María Bjamadóttir Henckell, heim til ís- lands eftir að hafa lifað hörmungar síðari heimsstyijaldarinnar í Þýskalandi ásamt dætrum sínum tveimur, Helgu Guðrúnu og Hilde Sólveigu. Um af- drif eiginmannsins, Amolds, sem hafði vitaskuld verið kallaður í her- inn, var ekki vitað. Um haustið bár- ust þau gleðitíðindi að hann væri á lífi, en heim til konu sinnar og dætra komst hann þó ekki fyrr en 1947 og eftir það var ísland heimaland hans. Kannski þarf heila heimsstyijöld til að skerpa sýn manna á því að eina raunverulega keppikeflið f iífinu er kærleikurinn, a.m.k. hefur mér það oft til hugar komið þegar ég hugsa um þau Maju og Amold, það fór jafnvel ekki fram hjá mér ungri að á heimili þeirra var það kærleikur- inn sem réði ferð, kærleikur og heið- arleiki. Og nú, við ótímabært fráfall yngri dóttur þeirra, Hildar, hrannast mynd- brotin upp í huganum frá rúmlega §órum áratugum ævi minnar sem hafa á maigan hátt verið svo samof- in Hildí og hennar fólki. Raunar hlaut Hildl nafriið Hildur Sólveig þegar hún fékk íslenskan ríkisborgararétt, en f mínum augum var hún alltaf Hildf. Kynni okkar Hildfar í þriðja bekk í mennta- skóla, hún svo róleg og með sitt ábyrgðarfulla gildismat, ég hálfgert reiðileysistrippi með það eitt að markmiði að bjarga mér fyrir hom - hvað sem það kostaði. Tvær andstæður sem löðuðust hvor að annarri og bundust ævarandi vináttuböndum. Við Hildí á þeim fræga stað Laugavegi 11, horfandi opin- mynntar af aðdáun á fastagesti, sem við héldum að hlytu að vera mestu gáfu- menn þjóðarinnar. Fengum meira að segja einu sinni að upplifa að sjálfur Kjarval, sem hafði setið við næsta borð við okkur og var annars sjaldséður á gáfumannastaðnum, borgaði kaffið okkar með þeim um- mælum að það hefði verið sér mikil ánægja að fá að hlusta á svo skemmtilegar stelpusamræður. Laugavegur 11 svo freistandi að við skrópum í skólanum, ég tek að mér að hringja og tilkynna okkur veikar. Allt kemst upp, Maja og Amold taka okkur á beinið og láta jafnt yfir báðar ganga, vissu sem var að enginn annar yrði til að siða vinkonuna. Aðalafbrotið í þeirra augum var þó ekki að skrópa f skól- anum heldur það að skrökva til um veikindi. Við Hildí að lesa saman 5. og 6. bekk fyrir utanskólastúdents- próf við MR, ég með son á fyrsta ári. Hildí mun viðkvæmari fyrir táraflóði drengsins unga þegar honum fannst hann afskiptur og jafnframt hald- andi vinkonu sinni við efnið, sem var sannfærð um að þetta myndi bara „reddast" hvort eð er. Hildí, með þýsku sem annað móð- urmál, hefur munnlega prófið f þýsku með því að tilkynna að hún kunni enga málfræði. I hennar aug- um er það bara eðlileg hreinskilni, kennari og prófdómari taka því sem móðgun. Vinkonan, sem kann hana enn sfður, en hefur kynnst því að blekking er yfirleitt vænlegri til framdráttar en hreinskilni, fær þó a.m.k. tækifæri til að klóra í bakk- ann. Harmleikurinn hræðilegi þegar Helga Guðrún systir hennar ferst f flugslysi svo ung og efnileg, stóra systir sem Hildí dáði. Sár sem aldrei grær til fullnustu, ég f fyrsta sinn f þeirri aðstöðu að geta aðeins grynnkað á skuld minni með því að reyna að hugga og styrkja. Vináttu- böndin þróast í systrabönd. Vík á milli vina, ég I námi í Prag og síðar búsett í Vfn. Hiidf kemur til Vínar. Hræðilegur músagangur f íbúðinni minni. Það smellur í gildr- unum á nóttunni og á morgnanna ber herramaðurinn á heimilinu, son- ur minn 9 ára, fenginn úr gildrunum út f tunnu. Þetta verður tilefni til heimspekilegra umræðna, Hildí harmar örlög músanna og heldur því fram að í raun séu dýrin bara að leita að því sama og við mennim- ir, skjóli og öiyggi. Ég hlýt að fall- ast á það en ber þvi við að svo margar mýs geti ég ekki hýst á mfnu heimili. Lokaniðurstaða að þama væri um slíkt offiölgunar- vandamál að ræða að aðgerðir mfnar mætti afsaka með illri nauðsyn. Hildf er að hugsa sinn gang þenn- an tíma, hún hefur kynnst mannin- um sem hún telur þann rétta, en það er fjarri henni að flana að neinu. Hildf fer heim og svo fæ ég brúð- kaupsmyndimar. Eiginmaðurinn, Siguijón Helgason, reynist sá rétti. Hjónaband þeirra svo farsælt og kærleiksríkt, í anda þeirra Maju og Amolds. Þau eignast tvö böm, Helgu Guðrúnu og Hjalta, arfinum góða skilað áfram ti! þriðju kynslóðar. í erfiðum veikindum sonar míns reynist Hildf mér stoð og stytta. Ég HILDUR SÓLVEIG ARNOLDSDÓTTIR + Asta Magnús- dóttir var fædd í Garði á Akureyri 2. ágúst 1902. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. jan- úar síðastliðinn. Faðir hennar var Magnús Jónsson, frá Hamarkoti við Ak- ureyri, og móðir hennar var Sigríður Margrét Sigurðar- dóttir, frá Hálsi f Fiyóskadal. Systkin hennar voru Viktor, Aðalsteinn, Sigur- steinn, Anna, Þóra, Unnur og hálfsystir samfeðra Ida, öU látin. Árið 1929 giftist Ásta Bjarna Valdimar Guðmundssyni, hér- Tengdamóðir okkar, Ásta Magn- úsdóttir, verður jarðsett í dag frá Fossvogskirkju. Hún ólst upp í for- eldrahúsum á Akureyri á meðan foreldra hennar naut við, en móðir hennar féll frá þegar Ásta var sjö ára, en faðir hennar þegar hún var á 14. ári. Hún þurfti því snemma að sjá sér farborða, og um tvftugs- aldur sneri hún sér að þjúkrunar- námi á sjúkrahúsinu á Akureyri. Tuttugu og fimm ára réðst hún að sjúkraskýlinu á Brekku í Fljótsd- al, þar sem þá var einnig læknisset- ur og kynntist hún verðandi eigin- manni sínum, Bjama Guðmundssyni lækni. Þar beið hennar ærið verkefni þar sem hún starfaði sem forstöðu- kona sjúkraskýlisins, hjúkrunar- kona, húsmóðir stórs og umsvifa- mikils sveitaheimilis, og móðir bama þeirra hjóna. Á Brekku var á þessum tíma sím- stöð sveitarinnar, og varð það mjög til að auka gestagang, enda sími þá mjög óviða á bæjum. Ferðalög voru oft erfið, og allir aðdrættir og flutningar ýmist á bát- aðslækni, f. 11. júní 1898, f Önundar- holti í Villingaholts- hreppi. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 15. mars 1929, gift Sig- urði Jónassyni, sem lést 1986. 2) Sigríð- ur, f. 15. mars 1929, gift Sveini Þor- valdssyni. 3) Guð- mundur, f. 6. októ- ber 1930, maki Bergdís Kristjáns- dóttir. 4) Þóra Mar- grét, f. 2. mars 1940, gift Jóni Sverri Dagbjartssyni. Útför Ástu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. um eftir Leginum, eða á hestum. Þó ekki sé lengra en þetta um liðið, voru allar aðstæður gjörólíkar því sem nú er, og útilokað að koma bráð- veikum sjúklingum á stærra sjúkra- hús til meðferðar. Því var ekki um annað að ræða en að bjargast við það sem nærtækt var, eftir bestu getu. Eftir nokkurra ára dvöl á Brekku, fluttu þau svo til Ólafsfjarðar, þar sem þau störfuðu í íjögur ár, og flytia þá enn, og nú vestur á Flateyri. Á báðum þessum stöðum ráku þau sjúkraskýli að kalla innan heimilis- ins, og gefur að skilja að oft hefur þar verið erilsamt. Þá kom sér vel einstök vinnusemi, röskleiki og reglusemi húsfreyjunnar. Á þessum árum gáfu þau hjón sér þó tíma til ýmiss konar félagsstarfsemi, m.a. á sviði hljómlistar, en bæði voru þau tónelsk og söngvin. Árið 1942 fluttu þau til Patreksfjarðar, þar sem Ásta vann við hjúkrun á sjúkrahúsinu, auk þess að annast að verulegu leyti afgreiðslu í apótekinu, sem þá til- heyrði héraðslækninum. Að tólf árum liðnum kvöddu þau svo góða vini á Patreksfirði og fluttu til Selfoss. Voru þau þá komin í fæðingarsýslu Bjama. þar sem þau undu vel hag sínum. Ásta sinnti eft- ir þetta eingöngu störfum innan heimilisins. Sem fyrr var heimili þeirra á Sel- fossi með miklum myndarbrag og miðstöð fiölskyldunnar, þangað sem uppkomin böm þeirra og þeirra fiöl- skyldur sóttu mjög og nutu rausnar foreldra sinna. Ekki hugnaðist þeim hjónum að setjast í helgan stein þegar Bjami lét af embætti 70 ára gamall, heldur fluttu vestur á Þingeyri og síðan í Búðardal, þar sem hann gegndi hér- aðslæknisstörfum til dauðadags, 75 ára að aldri. Eftir það bjó Ásta hjá yngstu dóttur sinni og hennar fjölskyldu, en nú allra seinustu árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Að skilnaði þökkum við góðri tengdamóður og eftirminnilegri konu fyrir lærdómsríka og ljúfa sam- fylgd. Tengdaböm. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Elsku langamma. Guð blessi þig og geymi. Isak Jarl, Reginn, Eva Rögn og Agla Þóra. ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR fer I þýðingabransann, Amold ætíð reiðubúinn til að hjálpa mér á refil- stigum þýskrar tungu og opna fyrir mér heim þýskrar menningar. Hann leysir ekki aðeins með mér flókin þýðingarvandamál, heldur leggur hann sig líka fram við að útskýra fyrir mér staðbundin og aðstæðu- bundin áhrif á málfar viðkomandi persóna, sem er ekki síður spenn- andi viðfangsefni. Við Hildí í hefðbundnum jólaferð- um okkar f kirlq'ugarðinn í Foss- vogi, alltaf um tíuleytið á aðfanga- dagsmorgun. Venjulega a.m.k. um hálftímabið í bflnum á heimleiðinni vegna umferðarteppu. En það er líka hluti af hefðinni, samverustund í næði, mitt f jólaönnunum. í fyrra bætist eitt leiði við, Amold fellur skyndilega frá á nýársdag. Júlí f sumar þegar Hildí greinist með sjúkdóm þann sem nú hefur dregið hana til dauða. Kvöldstund- irnar okkar saman áður en sjúk- dómurinn tekur að heija á fyrir al- vöru. Hver hversdagshlutur hefur fengið nýtt gildi. Við ræðum um trúmál. Og verðum sammála um að heilladrýgst sé að leggja þann skilning f heimsslitaboðskap Krists að þar sé um þau heimsslit að ræða sem em okkar eðlilegi endir hvort eð er og að málið sé að finna guðs- ríki innra með sér með því að lifa sáttur við sjálfan sig og samferða- mennina og reyna að láta gott af sér leiða. Þetta voru Hildí svo sem engin ný tíðindi, samkvæmt þessu hafði hún hvort eð er alltaf lifað og það formúlulaust. Vinkonan er enn að reyna. Myndbrotin hrannast upp og erf- itt að horfast í augu við að nú er bara eftir að raða þeim saman í púsluspil minninga um kæra vinkonu sem sárt verður að lifa án. Og koma þvf svo heim og saman við ráðgát- una miklu sem kallast lff. Ég þakka Hildí allt það sem hún var mér á samleið okkar hér á jörðu og ég vil líka nota þetta tækifæri til að þakka föður hennar, Amold, ómetanlegan stuðning hans. Megi algóður Guð styrkja ástvini hennar f þeim mikla harmi sem enn á ný er að þeim kveðinn. Jóhanna Þráinsdóttir. Hún Hildur Amoldsdóttir hefur kvatt þessa jarðvist. Rúmt ár er síð- an hún kenndi sér meins og gekkst undir stóra skurðaðgerð. Fyrir um það bil fimm mánuðum kom svo bakslag. Þá tók við lyQameðferð með öllum sfnum aukaverkunum. Hildur barðist hetjulega í veikindum sfnum. Þessi fíngerða smábeinótta kona var svo sterk. í tuttugu og tvö ár höfum við búið í sama stigagangi og hefúr samgangur verið nær daglega. Þegar eitthvað stóð til, svo sem «« að halda uppá afmæli eða að fagna áfanga, var Hildur komin, fyrst til að aðstoða við undirbúning, sfðan til að fagna með okkur. Eins ef eitt- hvað bjátaði á, þá átti hún holl ráð og ómælda umhyggju. Hún passaði Sigurð Narfa fyrir mig þegar hann hætti á bamaheim- ili og var að byija í skóla. Það mátti aldrei borga fyrir pössun. Hún Hild- ur var mér sem systir. Við bröiluðum svo margt saman, áttum svo margt sameiginlegt, sömu áhugamál, fórum saman út að versla, hittumst í sumarfríum, í Ranakoti, Ölfusborgum, á Akureyri, sumarhúsi á Flúðum o.fl. o.fl. Hildur, Helga Jóns og ég áttum margar yndislegar stundir saman. Þegar verið var að klippa hár og krulla var margt skrafað og skegg- rætt, yfír fingurbjörg af líkjör eða sherry. Minningamar streyma fram ein af annarri, dýrmætar, ógleym- anlegar. Ég þakka Hildi fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig, bömin mín og bamaböm. Ég votta Siguijóni, Helgu Guðrúnu, Hjalta, Maríu Henc- kell og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Ég kveð kæra vinkonu. Blessuð sé minning hennar. Helga Sigurðardóttir. t GUÐMUNDUR EINARSSON frá Syðstu-Grund, Eyjafjöllum, Kirkjuvegi 41, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Vandamenn. t Hjartkærir foreldrar okkar og tengdaforeldrar. KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR og VALDIMAR F. GÍSLASON kaupmaöur, Stangarhofti 24, verða jarðsungnir frá Frikirkjunni í Reykjavík i dag, föstudaginn 7. febrúar, kl. 13.30. Ólafur Þ. Jónsson, Anna M. Ólafsdóttir, Magnea Valdimarsdóttir, Guðni Skúlason, Valdimar Þ. Valdimarsson, Valgerður Marinósdóttir, Þórkatla Valdimarsdóttir, Svavar R. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. f 1 Lokað Vegna jarðarfarar VALDIMARS F. GÍSLASONAR, kaupmanns, og KRISTJÖNU ÞORSTEINSDÓTTUR, konu hans, verður lokað í dag, föstudaginn 7. febrúar. Valdimar Gíslason hf., Skeifunni 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.