Morgunblaðið - 07.02.1997, Page 45

Morgunblaðið - 07.02.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 45 Sól mótmælir ummæl um iðnaðarráðherra EINN af vinning'shöfum, Helga Rún Hjaltested, með foreldrum sínum að prófa nýja þríhjólið, hjálmurinn er enn í kassanum. Fengu þríhjól og öryggishjálm SAMTÖKIN óspillt land í Hvalfírði (Sól) héldu stjórnarfund miðviku- daginn 5. febrúar og sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu að honum loknum: „Fundurinn andmælir máflutn- ingi iðnaðarráðherra að undanförnu þar sem hann heldur áfram yfírlýs- ingum um að álver muni rísa á Grundartanga áður en umhverfís- vernd Alþingis hefur skilað áliti sínu, engir samningar verið undir- ritaðir eða starfsleyfið gefíð út. Þá er síenduteknum ummælum iðnað- arráðherra um að mótmæli Kjós- verja hafi komið seint fram harð- lega mótmælt. Hið rétta í málinu er að hreppsnefnd Kjósarhrepps sendi bréf 4. mars 1996 til Skipu- lagsstjórnar ríkisins „þar sem þess er farið á leit við Skipulagsstjóm ríkisins að samþykkt deiliskipulag á Grundartanga sem og breyting á aðal- og svæðisskipulögum verði frestað." Og „að skipuð verði nefnd hlutlausra aðila eins og gert var í Fossvogsbrautarmálinu og hags- munir málsaðila skýrðir og reynt að fínna lausn sem allir aðilar geti sætt sig við.“ Stjórnin fagnar viðleitni stjóm- valda við að skapa ný atvinnutæki- færi og auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu en bendir á að gæta Hverfafundir borgarstjóra á næstu vikum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafundi með íbúum Reykjavíkur á næstu vikum. Fyrsti fundurinn verður í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar kl. 20 með íbúum Graf- arvpgshverfa. Á fundinum ræðir borgarstjóri m.a. um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátt- töku fundarmanna og embættis- manna borgarinnar. Á öllum fund- unum verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt ýmsu fróðlegu og myndrænu efni sem íbúar í viðkom- andi hverfi kunna að hafa áhuga á. Næstu fundir á eftir fundinum í Grafarvogi verða mánudaginn 24. febrúar í Félagsmiðstöðinni Árseli með íbúum í Árbæjar-, Ártúnsholts- og Seláshverfi og 27. febrúar verður hverfafundur í Langholtsskóla með íbúum Laugarnes-, Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni. Hverfafundir borgarstjóra verða síðan í Breiðholtshverfum 3. og 10. mars fyrst í Gerðubergi með íbúum efra Breiðholts og síðan í Öldusels- skóla með íbúum Bakka-, Stekkja-, Skóga- og Seljahverfis. Fundur með íbúum Háaleits-, Smáíbúða-, Bú- staða-, Múla- og Fossvogshverfís verður haldinn 13. mars í Réttar- holtsskóla. Tveir síðustu hverfafundirnir að þessu sinni verða í Ráðhúsinu þ.e. mánudaginn 24. mars með íbúum Túna-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfís og með íbúum vestan Snorrabrautar 7. apríl. í tengslum við hverfafundina mun borgarstjóri heimsækja stofnanir borgarinnar og fyrirtæki í viðkom- andi hverfum. Ræða hval- veiðar og áhrif þeirra SJÁVARNYTJAR, félag áhuga- manna um hvalveiðar við ísland, gangast fyrir fundi um hvalveiðar laugardaginn &. febrúar nk. Verður fundurinn haldinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst hann kl. 13.30. Á fundinum fjallar Árni R. Árna- son, formaður hvalveiðinefndar Al- þess að slíkt sé ekki of dýru verði keypt. í þessu sambandi má benda á að hvert starf í fýrirhuguðu ál- veri muni kosta u.þ.b. 200 millj. kr. Samtökin óska eftir sundurliðun iðnaðarráðherra á kostnaði Col- umbia Ventures vegna undirbún- ings byggingar álvers á Islandi. Þá skora samtökin á ríkisstjórn og landbúnaðar- og umhverfisráð- herra að gerð verði rannsókn á áhrifum stóriðju á landbúnað beggja vegna Hvalfjarðar. Samtökin fagna þeim mikla og almenna stuðningi sem málstaður andmælenda álves á Grundartanga hefur fengið á síðustu vikum. Hann sýnir að hér er ekki um ómálefna- lega tilfínningaumræðu að ræða. Samtökin benda iðnaðarráðherra að kynna sér á málefnalegan hátt ályktanir Ferðamálaráðs, Náttúru- vemdarþings, Bændasamtaka ís- lands og margra fleiri. Að lokum skal á það bent að mengunarmörk á fyrirhugðu 180.000 tonna álveri eru rúm og mun rýmri en í nálægum löndum. Þetta mun orsaka að yfír svæðið milli Skarðsheiðar, Akrafjalls og Esju munu dreifast 10,4 til 13,8 tonn af brennisteinstvíoxíði á dag, 0,3 tonn af flúoríði á hvetjum degi og 0,5 tonn á dag af svifryki." þingis, um störf og hugmyndir nefndarinnar um hvalveiðar en hún mun væntanlega skila formlegum tillögum sínum í málinu í næstu viku að því er segir í fréttatilkynningu. Einnig tala tveir erlendir gestir á fundinum, þeir Bmce Galloway frá Bandaríkjunum og Helge Lund frá Noregi. Bmce Galloway er stjórnar- formaður veitingahúsakeðjunnar Arthur’s Treachers, en hún starf- rækir á annað hundrað skyndibita- staði með fiskrétti í Bandaríkjunum. Mun Bmce Galloway ræða um vænt- anleg áhrif hvalveiða íslendinga á Bandaríkjamarkaði en því hefur oft verið haldið fram að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á sölu íslenskra afurða þar í landi. Helge Lund kemur frá Útflutn- ingsráði Noregs og mun hann fjalla um hvaða áhrif tilraunir öfgasinn- aðra umhverfísverndarsamtaka til að koma höggi á norskan útflutning höfðu eftir að Norðmenn ákváðu að hefja hvalveiðar á ný. Þá flytja þeir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, Gísli Víkingsson frá Hafrannsóknastofnun og Magn- ús Guðmundsson, kvikmyndagerð- armaður, ávörp á fundinum. Stein- grímur ræðir viðhorf sjávarútvegs- nefndar til málsins, Gísli íjallar um ástand hvalastofnanna hér við land og Magnús ræðir um baráttu þá sem umhverfisverndarsamtök em að hefja gegn fiskveiðum, segir í frétta- tilkynningu. Allir áhugamenn um hvalveiði- málin eru velkomnir á fundinn. Námskeið í Þelamerkur- sveiflu FERÐAFÉLAGIÐ efnir til nám- skeiðs í Þelamerkursveiflu á skíðum nú á sunnudaginn, 9. febrúar. Leið- beinandi er Hallgrímur Magnússon og námskeiðið er haldið í Bláfjöll- um. Mæting er við Mörkina 6 kl. 10 og er búist við heimkomu um kl. 18. Skráning er á skrifstofu Ferðafé- lagsins. Þetta námskeið er fyrir vant skíðagöngufólk og þátttaka er takmörkuð. Tvær ferðir verða farnar kl. 10.30 á sunnudaginn, skíðaganga yfir Kjöl eða á Mosfells- heiði eftir aðstæðum og strand- ganga í Hvalfirði, farið á Hvalfjarð- areyri og hugað að baggalútum. Úm helgina er einnig farin fjöl- menn þorraferð í Öræfasveit með gistingu og þorrablóti í Freysnesi. TILBOÐ fyrir neytendur Gerber barnamats þar sem þeim var boðið að senda inn strikamerki af barnamatnum og fá i staðinn ýmsa nytjahluti fyrir ungbörn stóð yfir síðastliðið ár. Tilboðinu lauk um sl. áramót og í byrjun janúar var dregið um þrjá vinn- inga úr innsendum seðlum. Amber Harris í Kefas, kristnu samfélagi AMBER Harris, predikar í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi, laugardaginn 8. febrúar. Ámber Harris kemur frá Banda- ríkjunum og hefur predikað víðs- vegar um heiminn. Amber Harris semur lög og syngur þau Guði til dýrðar. Samkoman hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. Birting úr sam- ræmdum próf- um til bóta STJÓRN Heimilis og skóla hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er ánægju með þá stefnu mennta- málaráðuneytisins að niðurstöður úr samræmdum prófum skuli birtar opinberlega enda fylgi slíkum upp- lýsingum nauðsynlegar útskýring- ar. Birting upplýsinga af þessu tagi er eðlilegur þáttur nútímastjórn- sýslu og opnari umræða stuðlar væntanlega að auknum metnaði bæði hjá sveitarfélögum, skóla- mönnum, nemendum og foreldrum, segir í ályktuninni. „Hins vegar er varað við að al- hæfa um gæði skóla eingöngu út frá niðurstöðum samræmdra prófa. Við mat á niðurstöðunum og gæð- um skólastarfs þurfa jafnframt að liggja fyrir upplýsingar um ýmsa þætti sem væntanlega eru tengdir góðum námsárangri, s.s. menntun kennara og skólastjórnenda, nýting skólasafns, tölvunotkun, skólanám- skrá, samstarf kennara innbyrðis og við foreldra svo og ýmsa þjóðfé- lagslega þætti. Þess vegna er brýnt að safna upplýsingum um annan árangur og fleiri þætti í skólastarfi og birta samtímis því sem niðurstöður sam- ræmdra prófa liggja fyrir. Má þar nefna kennslu í verk- og listgrein- um, tjáningu, frumkvæði og sjálf- stæðum vinnubrögðum. Atriði sem snerta félagslegan þroska og vellíð- Vinningamir eru Winther þrí- hjól ásamt Met Skylite öryggis- hjálmi frá Eminum. Eftirtalin börn hlutu vinningana: Amanda Mist Pálsdóttir, Múlasíðu 9a, Akureyri, Helga Rún Hjaltested, Frostafold 22, Reykjavík, og Skafti Þór Albertsson, Grettis- götu 29, Reykjavík. an nemenda í leik og starfi svo og aðbúnaður í skóla og á skólalóð, mataraðstaða, tíðni eineltis, félags- líf nemenda og foreldrastarf vega líka þungt þegar foreldrar meta gæði skóla. Landssamtökin Heimili og skóli hyggjast leita samráðs við kennara- samtökin um hvernig standa megi að öflun slíkra upplýsinga um skóla- starf,“ segir í ályktun-stjómarinnar. Biskup við vígslu nýs erki- biskups Svía NÝR erkibiskup Svía verður settur inn í embætti sitt laugardaginn 8. febrúar nk. Hinn nýi erkibiskup heitir Karl Gustav Hammar og hef- ur verið biskup í Lundi. Hann tekur við af Gunnari Weman, sem lætur af störfum. Hátíðarguðsþjónusta er í dóm- kirkjunni í Uppsölum og er biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, meðal þeirra gesta sem taka þátt í athöfninni. Nú er ensku biskupa- kirkjunni boðið að senda biskup til þátttöku en með undirritun hins svokallaða Porvoo samkomulags vaxa samskipti og samstarf milli kirkna Norðurlanda og Bretlands- eyja. Rætt um kirlqulegt starf íslendinga í frétt frá biskupsstofu segir: „í ferð sinni til Svíþjóðar heimsækir Ólafur biskup söftiuðinn í Gauta- borg og ræðir við forystumennina um framtíð kirkjulegs starfs þar. En eins og kunnugt er hverfur sr. Jón Dalbú aftur til starfa hér heima og tekur við prófastsembætti í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt sóknarprestsstarfi í Laugar- neskirkju. Þarf að hafa þær breytingar í huga, sem verða á prestþjónustunni í Gautaborg við það, að nú hefur með samningi við Ríkisspítalann danska verið ákveðið að líffæra- flutningar íslenskra sjúklinga fær- ist þangað frá Sahlgrenska sjúkra- húsinu. Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt hluta af prestlaunun- um.“ Rökræða um hugarfar og hagvöxt FRAMTÍÐARSTOFNUN boðar til rökræðu um hugarfar og hagvöxt mánudaginn 10. febrúar kl. 20.15 í Norræna húsinu. Stefán Ólafsson, prófessor, gerir grein fyrir þróun og einkennum hug- arfars nútímamanna og reifar horfur til framtíðar á grundvelli bókar sinnar Hugarfar og hagvöxtur sem út kom á síðastliðnu ári. Gerð verður grein fyrir vexti veraldlegrar lífs- skoðunar, það er raunhyggju, ein- staklingshyggju, markaðshyggju, neysluhyggju, velferðarstefnu og öðrum þáttum efnishyggjunnar sem öðru fremur einkennir hugarfar nú- tímamanna. Spurt verður m.a. hvort efnishyggjan eða hagvaxtartrúin sé líkleg til að verða áfram ríkjandi á næstu áratugum eða hvort önnur lífsgildi, svo sem félagsleg, sálræn, menningarleg eða umhverfisleg markmið, muni þoka efnishyggjunni úr sessi. Þá verður einnig rætt hvort efnishyggjan hljóti að grafa undan mannlegu samfélagi eins og margir gagnrýnendur hennar hafa haldið fram, segir í fréttatilkynningu. Að loknum framsöguerindum munu nokkrir einstaklingar rök- ræða efnið. Þeir eru Þórður Frið- jónsson, forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands, Vilhjálmur Ámason, dósent í heimspeki, Margrét Bjömsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla ís- lands, og Gylfí Arnbjörnsson, hag- fræðingur ÁSÍ. Páll Skúlason, prófessor, for- stöðumaður Framtíðarstofnunar, stjómar rökræðunni. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfír. Rætt um spírit- isma og kirkju BRÆÐRAFÉLAG Fríkirkjunnar í Reykjavík er með hádegisverðar- fund laugardaginn 8. febrúar kl. 12 í safnaðarheimilinu að Laufás- vegi 13. Gestur og ræðumaður fundarins verður sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, prestur og fyrrum forseti Sálarrannsóknarfé- lagsins, og mun hann fjalla um spíritismann og kirkjuna. Léttur málsverður verður fram- reiddur á meðan á fundi stendur. Þátttökugjald er 800 kr. og era gestir velkomnir. Lýst eftir bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni JI249 sem er Nissan Pat- hfinder jeppi árgerð 1988, grár að lit. Bifreiðinni var stolið frá húsi við Holtsgötu 2. febrúar sl. Þeir sem kynnu að vita hvar bifreiðin er nú niðurkomin láti lögreglu vita. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri sem varð laugardaginn 1. febrúar sl. á Bústaðavegi-Háaleitisbraut. Þar rákust saman Peugeot með skrán- ingarnúmerið TP 519 og Honda með númerið G5812. Ökumönnum grein- ir á um stöðu umferðarljósanna. - ti il 22.00 d Í LYFJA J Lágmúla 5 Sími 533 2300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.