Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 56

Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 56
ÖÖ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 gyiYNPBOtyP/ICWIICSyiYgyPiÍt/UTWJIlP-SJONWJÍÍIP MORGUNBLAÐIÐ Furðuveröld Dexters litla MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Bert (Bert) •kirVi Holur reyr (HollowReed) kkk lllt eðli (Natural Enemy) k'h Sérsveitin (Mission Impossible) kkk Bréfsprengjuvargurinn (Unabomber) k'h í leit að sannleikanum (Where Truth Lies) k Fjölskyldumál (A Family Thing) kkk Sólarkeppnin (Race the Sun) k'h Engin undankomuleið (No Exit) Leiðin að gullna drekanum (The Quest) k k Lífhvolfið (Bio-Dome) 'h Háskaleikur (The Final Cut) k Loforðið (Keeping the Promise) kk'h Ráðgátur: Tunguska (TheX-files: Tunguska) k k'h SYSTKININ Dexter og DeeDee elda grátt silfur saman. heppilega vildi til að á sama tíma vaknaði teikni- myndaiðnaðurinn til lífsins með myndunum „Who Framed Roger Rabbit" og „An American Tail“. Ekki einskær illmennska Þegar Tartakovsky út- skrifaðist var hann ráð- Hann er einn af yngstu stjórn- endum teiknimynda í Hollywood, margverðlaunaður og var nýlega valinn af Variety sem einn af fimm- tíu sem vert væri að fylgjast með í skemmtanaiðnaðinum í framtíð- inni. Ekki illa af sér vikið miðað við að hann ólst upp við sovéskar teiknimyndabækur og hafði ekki hugmynd um að hægt væri hafa lifíbrauð af slíkri listsköpun. Hvað þá að hann ætti eftir að leggja Hollywood að fótum sér. „Eg var aðeins á réttum stað á réttum tíma,“ segir hann sjálfur og er hógværðin uppmáluð. Teiknimyndir vakna til lífsins Tartakovsky fluttist til Bandaríkj- anna þegar hann var sjö ára og ólst upp í Chicago. „Ég hef haft gaman af teiknimyndum og mynda- bókum alveg frá því ég man eftir mér,“ segir hann. „í skólanum pár- aði ég sitt lítið af hverju." Hann hóf nám í teiknimyndagerð í Columbia-háskóla í Chicago á níunda áratugnum og við það opn- aðist fyrir honum nýr heimur. Þetta þótti heldur óhagnýtt nám vegna þess að ekkert var um að vera á teiknimyndamarkaðnum. Engu að síður fór hann í fram- haldsnám í Los Angeles og svo ÞAÐ GETUR haft skelfilegar afleiðingar þegar DeeDee blandar sér í uppfinningar Dexters. inn til Spánar til að færa nýjan þrótt í nýjan teiknimyndaflokk um Leðurblökumanninn og þegar hann kom til baka var nóg framboð á verkefnum. Hann vann við „2 Stupid Dogs“, „The Critic" og „Tiny Toons“- myndir Stevens Spielbergs þar til hann fékk sitt stóra tækifæri, að stjórna gerð þáttanna um unga uppfínningamanninn. Skýringin á velgengni þáttanna felst meðal annars í því að þeir höfða ekki aðeins til barna og unglinga heldur einnig full- orðinna: Bernsk- uglöp systk- inana vekja upp minningar hjá eldri kynslóðinni og þótt systkinin eldi grátt silfur saman er það ekki sprottið af einskærri illmennsku eins og virðist vera raunin í teikni- myndum á borð við Beavis og Butt- head. DEXTER litli er undrabarn vísindanna. Hann getur hrist tímavélar, vél- menni og furðuverur fram úr erminni eins og ekkert sé. Engu að síður fær hann ekki að vaka lengur en til átta á kvöldin og missir þess vegna alltaf af sjón- rj»arpinu. DeeDee, eldri systir hans, er al- gjör andstæða hans og veldur hon- um sífelldu hugarangri. í fyrsta lagi er hún alltaf að blanda sér í tilraunir hans, oft með hryllilegum afleiðingum, í annan stað er hún á gelgjunni og síðast en ekki síst fær hún að horfa á sjónvarpið á kvöldin. Þetta eru aðalsögupersónur bandaríska teiknimyndaflokksins Ungur uppfínningamaður eða „Dexter’s Laboratory", sem sýndur er á föstudögum í Sjónvarpinu. Variety fylgist með „Ætli mér svipi ekki til þeirra beggja,“ segir Tartakovski, 26 ára .rftússi sem er hugsuðurinn á bakvið teiknimyndirnar. „Ég er pínulítið eins og Dexter og pínulítið eins og DeeDee." MYIMPBÖIMP Næsta lýtalaust kvikmyndaverk Vopnahléið (Nothing Personal)_________ Drama ★ ★ ★ 'h Leikstjóri: Thaddeus O’Sullivan. Handrit: Daniel Mornin (eftir eigin sögu). Kvikmyndataka: Dick Pope. Tónlist: Philip Appleby. Aðalhlut- verk: Ian Hart, John Lynch, James ^Frain, Michael Gambor. 85 mín. írsk/bresk. Channel Four/Mynd- form. 1995. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Útgáfudagur 4. febrúar. KVIKMYNDAGERÐ á Bret- landseyjum hefur upp á síðkastið verið að rísa, svo um munar, upp úr þeim öldudal sem hún var í á 9. áratugnum. Hvert meistaraverk- ið á fætur öðru hefur litið dagsins ljós og greina má að enn séu kvik- myndagerðarmenn frá þessum slóð- um orðnir manna færastir í gerð raunsæismynda. Vopnahléið, sem gerð er í samvinnu Ira og Breta, rennir enn frekari stoðum undir þá staðhæfíngu því hún lýsir á afburð- ar skýran og heiðarlegan máta hin- um blákalda veruleika sem íbúar Belfastborgar hafa búið við undan- farna áratugi. Myndin á sér stund árið 1975 þegar viðræður standa yfir um vopnahlé milli stríðandi afla, mót- mælenda og kaþólskra. Einstæður kaþólskur faðir (John Lynch) slas- ast illa í götubardaga við mótmæl- endur og rankar við sér að honum loknum á yfirráðasvæði andstæð- inganna. Þar fær hann læknisum- önnun og húsaskjól hjá góðhjart- aðri ungri konu en þegar hann þarf að snúa til baka til bama sinna tveggja þá er hann handsamaður af skæruliðum úr flokki mótmæl- enda, til yfírheyrslu. Forsvarsmaður þeirra (James Frain) er farinn að efast um réttmæti baráttuaðferða sinna og ofbýður samviskuleysið og ofbeldisheiftin sem gripið hefur fé- laga hans (Ian Hart). Hann sér aumur á fanganum og greinir hon- um frá því að samkomulag hafí náðst um vopnahléið og hyggst láta hann lausan. Hann gerir sér hins- vegar grein fyrir að það geti hann ekki án mótþróa félagans óstýrláta. Vopnahléið er afar áhrifamikil og næsta lýtalaust kvikmyndaverk þar sem hæst rís framúrskarandi frammistaða leikaraliðsins. Ian Hart sannar hér enn og aftur að hann er orðinn einn allra fremsti leikari Englendinga og John Lynch sýnir fádæma næmi en samt er það þó nýliðinn James Frain sem stelur senunni og sýnir hæfileika sem án efa eiga eftir, áður en langt um líð- ur, að gera hann að stjörnu. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.