Morgunblaðið - 09.02.1997, Page 1

Morgunblaðið - 09.02.1997, Page 1
96 SIÐUR B/C/D 33. TBL. 85. ÁRG. • • Oryggisráð- herra í gíslingu STJÓRN Tadjikistans greindi í gær frá því að skæruliðar hefðu tekið ör- yggisráðherra landsins, Saidamir Zukhurov, í gíslingu. Þeir hafa þegar í haldi fjóra gísla úr starfsliði flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og fjóra rússneska blaðamenn, sem voru teknir fyrir rúmri viku. Sagt var að Zukhurov hefði verið tekinn í gíslingu síðla föstudags. Hann var í nefnd, sem stjórnin hafði sent til að semja við skæruliða um lausn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Mannræningjarnir börðust eitt sinn fyrir islömsku stjórnarandstöðuna, en ekki er ljóst hver málstaður þeirra er nú utan hvað þeir krefjast þess að vopnabræður þeirra í Afganistan fái að snúa óhindrað aftur til Tadjikistan. Boða sólarhrings lestaverkfall SÓLARHRINGS lestaverkfall átti að hefjast á Italíu klukkan átta í gær- kvöldi og var búist við að samgöngur í landinu myndu lamast að miklu leyti. Starfsmenn járnbrautarlestanna eru óánægðir með áætlanir Romanos Prodis forsætisráðherra um að skipta lestafyrirtæki landsins í tvennt fyrir lok þessa árs auk þess sem tillaga um að þeir og fjölskyldur þeirra fái ekki lengur að ferðast endurgjaldslaust með lestum á Ítalíu fer fyrir brjóstið á þeim. Segja Fergie skuldlausa BRESK slúðurblöð sögðu í gær að hertogaynjan af Jórvík, Sarah Fergu- son, eða Fergie eins og hún hefur verið kölluð, væri nú skuldlaus og hefði greitt 4,2 milljóna punda (um 420 milljóna króna) yfirdrátt í banka sínum með tekjum af samningum um auglýsingar, bókarskrifum og að koma fram i fjölmiðlum. „Þetta hefur ekki i för með sér að ég geti tekið lífinu með ró,“ hafði dagblaðið The Sun eftir hertogaynj- unni, sem þótti koma bresku konungs- fjölskyldunni í hin mestu vandræði með íburðarmiklum lífsstíl og eyðslu- semi. „Enn á ég enga peninga, þetta hefur allt farið í yfirdráttinn.“ Hertogayiyan skildi við Andrew prins á síðasta ári eftir 10 ára hjóna- band og var hermt að hún hefði heit- ið að greiða allar skuldir sínar á inn- an við ári. „Fjárreiður „hertogaynjunnar" eru alfarið hennar mál,“ sagði talsmaður Elísabetar Bretadrottningar í Buck- ingham-höll. SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter. LENNOX Lewis varð í gær heimsmeistari Heimshnefaleikasambandsins (WBC) í þungavigt þegar dómarinn úrskurðaði að hann hefði sigrað með tæknilegu rothöggi vegna þess að andstæðingur hans, Oliver McCall, hefði ekki viljað berjast. Viðureign Lewis og McCalls var öll hin undarlegasta. McCall virtist úti á þekju og í fjórðu lotu reyndi hann aðeins tvisvar að reiða til höggs og einu sinni í þeirri fimmtu, en dómarinn stöðvaði viðureignina Brast í grát og hætti að berjast þegar 55 sekúndur voru liðnar af henni. Talið er að McCall hafi fengið tauga- áfall og hafa íþróttayfirvöld í Nevada, þar sem viðureignin fór fram, lýst yfir því að Fjöldamorð fram- ið á Nýja-Sjálandi Wellington. Reuter. VOPNAÐUR maður gekk berserksgang í bænum Raurimu á Norðurey á Nýja-Sjálandi í gær og myrti sex manns og særði fímm. Þetta er fimmta fjöldamorðið, sem framið er á þessum áratug á Nýja-Sjálandi. Lögregla handtók mann, sem talinn er hafa framið verknaðinn, skömmu síðar og hefur hann verið ákærður. Hann fannst nakinn og óvopnaður skammt frá staðnum þar sem morðin voru framin. Að sögn lögreglu er hinn grunaði 24 ára gamall og gæti verið að hann væri skyldur einhverju fórnarlambanna. Ekki er talið að hann sé aðkomumaður. Þyrluflug- maður, sem flutti særða á braut, sagði að aðkoman hefði verið „eins og á vígvelli í Víet- nam“. Nýja-Sjáland hefur orð á sér fyrir að vera friðsælt og fallegt land, en atburðir undanfar- inna ára hafa varpað skugga á þá ímynd. Árið 1990 myrti ungur maður 13 manns í þorpinu Aromana. Lögregla skaut hann til bana eftir umsátur. í maí 1992 skaut og stakk 64 ára gamall bóndi sex manna fjölskyldu sína til bana og fyrirfór sér síðan. Mánuði síðar myrti 25 ára gamall, atvinnulaus maður sjö ættingja sína, þar af fimm börn, í Master- ton, kyrrlátu sveitaþorpi. 1994 voru faðir, móðir og þijú börn þeirra myrt. hann muni ekki fá þær þijár milljónir dollara (rúmlega 200 milljónir króna), er sá sem tapaði viðureigninni átti að fá í sinn hlut, fyrr en málið hafi verið rannsak- að. McCall neitaði að setjast niður eftir þriðju lotu og ráfaði um hringinn. Eftir fjórðu lotu var hann í slíku uppnámi að tárin runnu niður vanga hans. í lotunum varðist hann vart og hljóp jafnvel undan Lewis eins og sést á myndinni. Skipskaði við Noreg Ósló. Reuter. GRÍSKT flutningaskip sökk undan ströndum suðvesturhluta Noregs í miklu óveðri í gær. 20 Pólveijar voru í áhöfn skipsins og kváð- ust leitarmenn ekki hafa séð nein merki um að þeir hefðu komist af. Skipstjóri skipsins sendi neyðarkall um klukkan sjö í gærmorgun og sagði að gat væri á stefni og skipið væri að fyllast af vatni. Sambandið rofnaði í miðju samtali við stjómstöð björgunarmanna. Skipið fórst skammt frá Stafangri og kváðust leitarmenn aðeins hafa séð loftbólur á yfirborði sjávar og tvo tóma björgunar- báta. Sagt var að ölduhæðin hefði verið sex metrar þar sem skipið fórst. Um var að ræða 22 þúsund tonna flutningaskip, sem var á leið frá Murmansk í Rússlandi til Póllands með jám. Ofbirta í augiim Umræðan um nasistagull tendrar gyðingahatur Alvegaðná 24 takmarkinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.