Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 12

Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 12
12 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT í innsta hríng í hálfa öld Pamela Harríman setti svip sinn á sögu tuttugustu ald- arínnar og var ferill hennar kórónaður þegar hún varð sendiherra Bandarílqanna í París. Hún lést í liðinni viku eftir viðburðaríka ævi. Pamela Harriman BRÚÐKAUPSDAGURINN: Brúðurin ásamt Winston og Randolph Churchill. PAMELA Harriman, sem lést af heilablóðfalli í París á miðvikudag 76 ára að aldri, hafði skapað sér mjög sérstæða stöðu í bandarískum stjóm- málum. Hún átti stóran þátt í að hjálpa til við að endurreisa Demó- krataflokkinn á níunda áratugnum. Tímaritið New York kallaði hana drottningarmóður stjómar Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta, sem skipaði hana sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi árið 1993. Hún hugðist láta af embætti í sumar. „[Harriman] var meðal óvenjuleg- ustu og hæfileikaríkustu manna, sem ég hef hitt,“ sagði Clinton þegar hann frétti af andláti hennar. „Hún var framúrskarandi sendiherra Banda- ríkjanna ... hún vann sér traust leið- toga [Frakklands] og aðdáun þjóðar- innar.“ Clinton kvaðst oft hafa fengið góð ráð hjá henni og treyst á dóm- greind hennar. Harriman, sem hét fullu nafni Pa- mela Digby Churchill Hayward Harri- man, lifði viðburðaríku lífi og giftist og var í tygjum við nokkra af auðug- ustu og valdamestu mönnum heims. Hún fæddist 20. mars árið 1920 inn í breska aðalsætt, sem mátti muna fífíl sinn fegri. Hún giftist Randolph Churchill 4. október 1939, þá 19 ára gömul, eftir aðeins eitt stefnumót og i upphafí voru þau á faraldsfæti milli herbúða. Nokkmm mánuðum síðar fór eigin- maðurinn að beijast í heimsstyijöld- inni síðari, en Pamela bjó í London og var bæði trúnaðarvinur og gest- gjafí tengdaföður síns, Winstons Churchills. Hún flutti forsætisráð- herranum helsta slúðrið í London og spilaði við hann á spil fram á nótt þegar hann var andvaka. Churchill kjmnti hana fyrir fjölmiðlarisanum Max Beaverbrook, sem varð lærifaðir hennar, og W. Averell Harriman, yfir- manni láns- og leiguaðstoðar Banda- ríkjamanna við bandamenn, sem varð elskhugi hennar og 30 árum síðar þriðji eiginmaður hennar. í stríðinu bjó hún á Grosvenor-torgi í London. Averell Harriman borgaði brúsann. Heit ást á Agnelli Þegar stríðinu lauk flutti hún til Parísar. Þá var hún fráskilin og átti einn son, Winston Spencer Churchill. í París sló hún um sig og átti Church- ill-nafnið ekki lítinn þátt í að koma henni á framfæri. Þar kynntist hún ítalska iðnjöfrinum Gianni Agnelii og varð ástfangin af honum. Sam- band þeirra stóð í fimm ár og hún gerðist meira að segja katólsk að því er sumir sögðu til þess að verða gjaldgengur erfingi Fiat-auðsins. Agnelli sagði hins vegar við hana að hann mundi aldrei verða einnar konu maður og hún mundi aldrei sætta sig við lífsstíl hans eins og ítölsk eiginkona mundi gera. Eftir að upp úr slitnaði milli hennar og Agnellis varð hún hjákona Elies de Rothschilds baróns. Kona Roth- schilds var í háum metum í París og litu ýmsir Pamelu hornauga. „Mér hefur verið legið á hálsi fyr- ir að hafa átt vini,“ sagði Harriman í fyrra. „Og auðvitað fleiri vini en ég hef nokkurn tíma átt. Karlmenn að vinum. Allur sá fjöldi fólks, sem ég á að hafa sofíð hjá, en hef aldrei sofíð hjá, er ótrúlegur." Síðar flutti hún til Bandaríkjanna og giftist Leland Hayward, þekktum framleiðanda og umboðsmanni í leik- húslífinu á Broadway. Hittir Averell Harriman á ný Fimm mánuðum eftir að Hayward lést árið 1971 hitti hún W. Averell Harriman aftur eftir þijátíu ár og eftir stutt tilhugalíf gengu þau í hjónaband. Harriman hafði erft mik- inn auð og hafði einnig verið virtur stjómarerindreki. Pamela gerðist bandarískur ríkisborgari og tileinkaði sér áhuga eiginmannsins á Rússlandi og Demókrataflokknum. Á áttunda áratugnum hélt hún veislur til að afla fjár fyrir demó- krata, en það var ekki fyrr en Ron- ald Reagan var kjörinn forseti 1980 að hjónin ákváðu að blása til sókn- ar. Áttu þau stóran þátt í að blása nýju lífi í Demókrataflokkinn á níunda áratugnum og stofnuðu þau sérstakt pólitískt ráð, Demókratar á níunda áratugnum, til að safna og veita fé til flokksins. Til stuðnings demókrötum Hún safnaði í kringum sig ráðgjöf- um og skrifaði greinar á leiðarasíður The New York Times og The Was- hington Post. Veislur Harriman á heimili hennar voru eftirsóttar og fólk var reiðubúið til að greiða nokk- ur þúsund dollara til að fá að sitja við hlið þingmanna og forsetafram- bjóðenda. Averell Harriman lést árið 1986, 94 ára að aldri. Hún erfði rúmlega 100 milljónir dollara (um sjö milljarða króna) eftir mann sinn og áttu dætur hans og böm þeirra að erfa það sem eftir væri að henni liðinni. Averell hafði hins vegar falið umsjá sjóða sinna William nokkrum Rich, sem hann taldi forsjálan í fjárfestingum. Fjölskylda Harrimans hélt því hins vegar fram að Rich hefði gerst hinn mesti glanni og tapað stórkostlegum fúlgum. Erfmgjamir hugðust í upp- hafí sækja bætur til Pamelu og sóttu hana til saka árið 1994 fyrir að hafa hvatt Rich til vafasamra fjárfestinga. Pamela Harriman kvaðst hins vegar aldrei hafa skipt sér af fjármálunum. Hún náði samkomulagi við erfíngjana árið 1995 og var ekki látið uppi hversu mikið fé hefði skipt um hendur þar. Tóku þau síðan höndum saman um að sækja Rich til saka. Tveimur árum eftir andlát eigin- mannsins var gengið til forsetakosn- inga í Bandaríkjunum. Harriman leist best á A1 Gore af frambjóðend- um demókrata árið 1988, en Michael Dukakis hlaut útnefningu flokksins. Ákvað hún að styðja framboð hans þótt hún teldi það vonlaust. Árið 1992 velti hún frambjóðend- um demókrata vandlega fyrir sér áður en Clinton varð fyrir valinu. Clinton hafði verið í stjórn fjáröflun- arráðs hennar og henni hafði fundist hann skýr í hugsun og skipulagður. Þegar Gore var valinn varaforseta- frambjóðandi með Clinton var hún endanlega sannfærð og studdi fram- boð þeirra með öllum ráðum. Sendiherra í París Á lokaspretti kosningabaráttunn- ar gegn George Bush 1992 safnaðist demókrötum meira fé en repúblikön- um í fyrsta skipti í áratugi og var það að miklu leyti rakið til starfa Harriman. Hún fékk líka þá umbun, sem hún sóttist eftir. Hún hafði lengi haft augastað á sendiherraembætti. Clinton sýndi þakklæti sitt fyrir stuðninginn með því að gera hana að sendiherra í Frakklandi. Frakkar kunnu að meta Harriman og í þeirra hugum kom ekki að sök að hún var kona með fortíð. Vinnu- dagurinn var langur í sendiherra- embættinu og hún hafði afskipti af ýmsum málum, allt frá ástandinu í Bosníu til stækkunar Atlantshafs- bandalagsins og alþjóðaviðskipta. Þegar Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, minnt- ist hennar á miðvikudag sagði hún: „Pamela Harriman var ein af lykil- persónum í sögu þessarar aldar.“ Heimildir: Reuter, The New York Times og Life of the Party eftir Christopher Ogden. Sýrlendingar vilja meiri fjár- festingar er- lendis frá Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir SÝRLENDINGAR eru að breyta ímynd sinni eftir langt timabil stöðnunar. Frá Damaskus. Jóhanna Kristjóns- dóttir fjallar um við- leitni Sýrlendinga til að ijúfa einangrun landsins. SÝRLENDINGAR leita nú erlendra fjárfesta og beina sjónum ekki aðeins að ara- baríkjunum heldur hafa áhuga á að fá einnig í leikinn ríkar þjóðir Evrópu og Asíu. Þeir benda á að sérstök lög kveði á um skatt- leysi fyrirtækja og einstakra fjár- festa í allt að níu ár. Þetta hafi þegar borið árangur og laðað til Sýrlands erlent fjármagn, um 8,6 milljarða dollara (um 593 milljarða íslenskra króna), á tiltölulega skömmum tíma. Mohammad Saraqbi, forstjóri Fjárfestingarstofnunar Sýrlands, hefur sagt í viðtali við dagblaðið Jordan Times að síðasta ár hafí verið hagstætt og Sýrlendingar vonist eftir áframhaldandi grósku. Hann talaði einkum um að lifnað hefði yfir arabískum fyrirtækjum og burtfluttum Sýrlendingum en nefndi einnig til sögunnar Þjóðveija og að Japanir litu hýru auga til landsins. Ekki trúlegt að hryðjuverk á dögunum stöðvi framvindu mála Saraqbi sagði að frá því þessi lög voru sett hefðu fjárfestar af 35 þjóðemum ákveðið að koma með fé inn í landið og þar af væm að- eins 11 arabískir. Hann sagði að pólitískur stöðugleiki ríkti í landinu sem byggi yfir miklum mannauði og dijúgum auðlindum, landfræði- leg staða væri ákjósanleg á mótum þriggja heimsálfa og Sýrlendingar gætu því státað af hagstæðu fjár- festingammhverfi. Vera kann að ekki séu allir sam- mála um að í Sýrlandi sé pólitískur stöðugleiki og dræm ganga þess í lýðræðis og frelsisátt getur verið hemill á að menn sjái sér hag í að leggja peninga sína í sýrlensk fyrir- tæki eða opna þar alþjóðleg fyrir- tæki. En þrátt fyrir óróleika, sem takmarkaðar fregnir berast af vegna strangrar ritskoðunar, og sprengjutilræðis í Damaskus ný- lega, spá sérfræðingar því að for- ystumenn margra stórfyrirtækja muni ekki láta slíkt aftra sér frá þátttöku. Þessi lög, sem áður eru nefnd, munu vera allfrjáls og er m.a. ekki krafíst að fjárfestir þurfi að vera í samstarfi við sýrlensk fyrirtæki. Að sögn Saraqbi er Sýrland eina ríkið í Miðausturlöndum sem gerir það ekki að skilyrði. Þá er gert ráð fyrir að fjárfestar séu undanþegnir lögum um gjaldeyrisskilagerð og þeim er frjálst að taka allt sitt fj'ár- magn á brott ef þeir ákveða að hætta við innan sex mánaða. Höf- uðstól og hagnað má flytja frá Sýr- landi óskertan að liðnum fimm árum. Það sem hefur gert Sýrlending- um erfiðast um vik er að tryggja næga orku og fullkomin fjarskipti. Á þessu er nú að verða mikil breyt- ing til hins betra og þýska fyrirtæk- ið Siemens er með risasamning við sýrlensku stjórnina sem á einkum og sér í lagi að tryggja að fjar- skipti við umheiminn vérði með því besta sem gerist. Hingað til hefur síma- og telexþjónusta verið afar ófullkomin og það er ekki fyrr en á síðasta ári að faxþjónusta var leyfð í landinu. Ekki er vafi á því að Flóastríðið 1991 og varfærin aðild Sýrlendinga að fjölþjóðahemum gegn írak átti magnaðan þátt í að hleypa af stað þessum breytingum. Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Damask- us sagði í viðtali við mánaðarritið The Middle East, sem er gefið út í Bretlandi, að innflutningur á tækj- um og búnaði til fjarskipta hefði að líkindum verið um 1,18 milljarð- ar dollara (rúmlega 81 milljarður króna) á nýliðnu ári miðað við t.d. 80 millj. dollara (um 5,5 milljarðar króna) árið 1994. Þá hefur Seðlabanki Sýrlands nýlega lagað gengi sýrlenska pundsins, sem hafði verið óbreytt í fjölda ára. Það var 42 pund gagn- vart dollar og var breytt í 43,5 pund gagnvart dollar, en á svarta markaðnum er gengið frá 49 til 51 pundi á dollarann. Einnig hefur verið breytilegt tollgengi á pundinu gagnvart dollar eða 23. Fjármálas- érfræðingar vinna nú að því að kippa alls konar atriðum af þessum toga í liðinn og stefna að einu og sömu upphæðinni því fjárfestar hafa krafist þess að gengið sé skráð í samræmi við raunverulegt mark- aðsverð og hafna því að stjórnvöld geti ráðskast með gjaldmiðilinn að eigin geðþótta af því þau séu ófáan- leg til að horfast í augu við breytt- an veruleika. Farsímar gætu farið að birtast í Sýrlandi Það er óneitanlega margt sem bendir til að Sýrlendingar séu á fljúgandi ferð að ijúfa þá einangrun sem J)eir hafa mátt búa við hvað viðkémur fjarskiptum við aðrar þjóðir. Með breyttu alþjóðlegu við-. horfi og aukinni menntun er ekki stætt á því lengur og stjórnmála- menn eru ekki alveg afhuga að sinna því þar sem það gæti átt dijúgan þátt í að fá menn til fjár- festinga og leitt Sýrlendinga til langþráðra framfara. Nú stendur yfir samningagerð varðandi aðgang að Álnetinu (Inter- net) og svo gæti farið að ekki liði á löngu uns farsímar verði leyfðir í Sýrlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.