Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugmyndir BHM Persónu- afsláttur nýttur ítíuár MIÐSTJÓRN Bandalags há- skólamanna samþykkti í gær stefnu í skattamálum sem m.a. gerir ráð fyrir að skatt- kerfið taki tillit til þess að menntun styttir starfsævi og þar með ævitekjur. BHM vill að vannýttur persónuafsláttur verði millifæranlegur að fullu á milli tekjuára í allt að 10 ár. BHM leggur til að dregið verði úr skattbyrði með því að lækka tekjuskattshlutfall um 5%, frítekjumark verði óbreytt og hátekjuskattur óbreyttur. Krafa er gerð um að al- mennar bamabætur verði hækkaðar og verði eins og þær voru þegar staðgreiðslukerfí skatta var tekið upp 1988, þ.e. fari úr rúmlega 9.000 kr. í 35.000 kr., en bamabótaauki verði afnuminn. * Forsætisráðherra Tékklands eftir fund með forsætisráðherra Islands Viss um að ísland styð- ur aðild okkar að NATÓ VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, kom ásamt eiginkonu sinni og fylgdarliði í opinbera heimsókn hingað til lands í gær. Hann ræddi um samskipti íslend- inga og Tékka og fyrirhugaða stækkun Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í austur á fundi með Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra. Að því loknu ávarpaði hann ráðstefnu um markaðs- og einkavæðingu, sem haldin var á vegum Einkavæðingarnefndar rík- isstjórnarinnar í Perlunni. A blaðamannafundi, sem hald- inn var eftir fund þjóðarleiðtog- anna, lýstu Klaus og Davið yfír ánægju með viðræðurnar. Þeir ræddu meðal annars um hugsan- lega stækkun NATÓ til austurs en Tékkar hafa mikinn áhuga á að gerast aðilar að bandalaginu sem fyrst. „Ég held að íslenski forsætis- ráðherrann hafi góðan skilning á þeirri stöðu sem Tékkar eru í og eftir fundinn með hon- um hef ég góða tilfinn- ingu fyrir þessu máli. Ég er viss um að ís- lendingar styðja aðild okkar að NATÓ,“ sagði Klaus. Stækkun sögulegt tækifæri Davíð tók undir með Klaus og sagðist telja að stækkun NATÓ væri einstakt sögulegt tækifæri fyrir heiminn og Evrópubúa, sem þeim bæri skylda til að grípa. „Það væru söguleg mistök ef við notuðum þetta tæki- færi ekki til stækkun- ar bandalagsins." Davíð og Klaus ræddu einnig um hugsanlega stækkun Evrópusambandsins í austurveg og sögðust hafa gagnkvæman skilning á mismunandi stöðu þjóðanna tveggja. Klaus sagði að núverandi staða gæti hentað íslending- um en Tékkar byggju við allt annað um- hverfi, bæði í efna- hags- og öryggismál- um. „Við gerum okkar besta til að fullnægja þeim skilyrð- um, sem sett eru um aðild, og Morgunblaðið Ásdís VACLAV Klaus flytur ræðu sína í Perlunni í gærkvöldi. vonum að við fáum inngöngu í ESB sem fyrst.“ í ávarpi Klaus á ráðstefnu Einkavæðingarnefndar í Perlunni lýsti hann því í stuttu máli hvernig Tékkar hefðu staðið að einkavæð- ingu þeirri, sem átt hefur sér stað í landi þeirra á síðastliðnum árum. Hann sagði að margir hefðu talið þjóðina ráðast í of víðtæka einka- væðingu á of skömmum tíma en nú hefði það sannast að það hefði venð hið eina rétta. í stuttu máli mætti lýsa tékk- nesku einkavæðingunni þannig að einn helsti upphafsmaður einka- væðingar á Vesturlöndum, Margaret Thatcher, hefði einka- vætt 3-4 ríkisfyrirtæki á ári en Tékkar hefðu ákveðið að einka- væða 3-4 ríkisfyrirtæki á dag og staðið við það. Morgunblaðið/Golli Hensel ófús að skrifa undir NÆRRI fjögur hundruð manns sóttu baráttu- og styrktartón- leika Samtakanna óspillt land, SÓL í Hvalfirði, í Borgarleik- húsinu í fyrrakvöld. „Það var ágæt stemmning á fundinum og við erum hæstánægð með fund- inn,“ sagði Ólafur M. Magnús- son, formaður samtakanna. Athygli vakti að aðstoðarfor- stjóri Columbia Venturies, James Hensel, mætti á sam- komuna. „Við spurðum hann hvort hann væri kominn til að hjálpa okkur að færa álverið en hann svaraði að það væri ekki á hans valdi heldur stjórn- valda,“ sagði Ólafur. Hensel afþakkaði kurteislega áskorun Ólafs og Bergþóru Andrésdóttur um að taka sér penna í hönd og skrifa nafn sitt á undirskriftalista samtak- anna. Ólafur segir að næstu skref í baráttunni yrðu að gera snarpt átak til að ljúka söfnun undir- skrifta gegn álveri á Grundar- tanga og undirbúa ýmsar lög- formlegar aðgerðir. Tengsl milli launa bankaráða og bankasljóra rofin VIÐSKIPTARAÐHERRA hefur tekið ákvörðun um það að tengsl milli launa bankaráðsmanna og bankastjóra ríkisbanka verði rofín. Þetta kom fram á Alþingi í gær í svari ráðherra við fyrirspum Marð- ar Arnasonar, varaþingmanns þingflokks jafnaðarmanna. Launakjör bankastjóra eru ákveðin af bankaráðunum, en sam- kvæmt ákvörðun viðskiptaráð- herra frá árinu 1987 er þóknun bankaráðsmanna 12% af launum bankastjóra. Ráðherrann sagði að hann hefði fyrr um daginn skrifað ríkisbönkunum bréf þar sem ákvörðunin frá 1987 væri dregin til baka. í framhaldi af því mun viðskiptaráðherra taka ákvörðun um launakjör bankaráðsmanna, en í framtíðinni verður það í höndum aðalfunda bankanna. Viðskipta- ráðherra sagði einnig að hann teldi eðlilegt að bankastjórar hættu að taka laun fyrir stjómarsetu í fyrir- tækjum á vegum bankanna. Ýmsir þingmenn gagnrýndu harðlega launakjör og launahækk- anir bankastjóra síðastliðin ár og sagði þau illa samrýmast þjóðar- sáttarstefnunni og þeim boðskap ríkisstjómarinnar að ekki sé svig- rúm til 70 þúsund króna lágmarks- launa eins og krafíst hefur verið við kjarasamninga. Laun ekki í samræmi við ábyrgð Fyrirspyijandinn, Mörður Arna- son, benti á að laun bankastjóra væru mun hærri en annarra hátt- settra ríkisstarfsmanna, meðal annars hæstaréttardómara og yfir- manna Húsnæðisstofnunar. Hann sagði launin í engu samræmi við ábyrgð, því þrátt fyrir mikið útlán- atap ríkisbanka hafi engum þeirra verið sagt upp störfum. Sumir þingmanna, meðal annars viðskiptaráðherra og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksi, töldu að Alþingi bæri sjálft ábyrgð á hvernig komið væri, enda skipaði það bankaráðsmenn. Loksins loksins! 6 Select AUTAF FERSKT Andlát STEFÁN ÓLAFSSON STEFÁN Ólafsson læknir lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. febrúar sl. 80 ára að aldri. Stefán fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1917. Foreldrar hans voru Ólafur Þorsteins- son læknir og kona hans Kristín Ingveldur Guðmundsdóttir. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1936 og cand.med prófí frá Háskóla íslands 1943. Framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum stundaði Stefán í Bandaríkjunum 1943 -1948. Að loknu námi hóf Stefán lækningar í sinni sérgrein. Árið 1951 var hann ráðinn til starfa við Landspít- alann og jafnframt tók hann að sér kennslu við læknadeild Há- skóla íslands. Hann varð dósent við lækna- deild 1959. Eftirlifandi eigin- kona Stefáns er Kolbrún Ólafsdótt- ir. Þau eignuðust þrjú börn. 2,5 milljón- ir íbætur BÆTUR, sem konu voru dæmdar vegna slyss í leikfimi- tíma í Iðnskólanum árið 1986, nema um 2,5 milljónum króna. Eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær var konan met- in 10% öryrki árið 1995 og var örorkan rakin til slyssins. Hún höfðaði mál í fyrravor og komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að vanræksla leikfimikennarans væri meginorsök slyssins. Kon- unni voru dæmdar 1.350 þús- und krónur, með vöxtum frá slysadegi haustið 1986. Sigurður Guðmundsson, lög- maður konunnar, sagði í gær að vextirnir miðuðust í þessu tilviki við sparisjóðsvexti og væri bótaupphæðin framreikn- uð nálægt 2,5 milljónum króna. i I ) > l i fe fc f I I. í I i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.