Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 29
„Á undanförnum árum hef ég kynnst Brian Tracy gegnum bækur hans, myndbönd
og hljóðsnældur. Hann er tvimælalaust í hópi hæfustu manna á sviði sjálfsþekkingar,
timastjórnunar og þjálfunar til árangurs." -ThomasMöllerframkvæmdastjóri
Aðalskipulag í ógöngum
Á FUNDI borgar-
stjórnar Reykjavíkur
6. febrúar sl. var
samþykkt að auglýsa
tillögu að endurskoð-
uðu aðalskipulagi
Reykjavíkur 1990 -
2010, sem samþykkt
var í borgarstjórn i
desember 1991 og
staðfest af ráðherra í
febrúar 1992. Tillag-
an að endurskoðuðu
aðalskipulagi og
framsetning hennar
ber vott um fagleg
og vönduð vinnu-
brögð starfsmanna
Borgarskipulags og
um mörg stefnumarkandi atriði
virðist vera full samstaða í
borgarstjórn. Á hinn bóginn er
verulegur ágreiningur milli borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og
R-listans um mikilvæga skipu-
lagsþætti er varða framtíðar-
byggðarþróun og landnotkun á
Geldinganesi svo og skipulag og
uppbyggingu hluta stofnbrauta-
kerfis borgarinnar.
Það er einkum tvennt sem ein-
kennir framlagðar tillögur að end-
urskoðuðu aðalskipulagi Reykja-
víkur. í fyrsta lagi er um afar
ómarkvissa stefnumörkun að ræða
hvað varðar landnotkun og skipu-
lag stofnbrauta. Þetta kemur fram
í tillögu að breyttri landnotkun að
Geldinganesi og umferðarskipulagi
Miklubrautar, m.a. gatnamótúm
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar. I öðru lagi er greinargerð
að endurskoðuðu aðaiskipulagi
víða hlaðin innantómum fullyrð-
ingum, sem eiga sér engan grunn
í aðgerðum og framkvæmdum R-
listans. Þar að auki fylgir engin
framkvæmdaáætlun þeim tillögum
sem lagðar eru fram sem sýnir á
hvern hátt eigi að framkvæma
þær.
Marklausar yfirlýsingar
Andstaða margra borgarfulltrúa
R-listans við starfrækslu Reykja-
víkurflugvallar og kröfur um að
hann yrði lagður niður og starf-
semin flutt til Keflavíkur er fokin
út í veður og vind. Deiliskipulag
Reykjavíkurflugvallar, sem Sjálf-
stæðismenn höfðu forystu um og
samþykkt var 1986 í mikilli and-
stöðu við vinstri flokkana í borgar-
stjórn, þ.á m. nokkra núverandi
borgarfullrúa R-listans, s.s. Guð-
rúnu Ágústsdóttur, formann skipu-
lagsnefndar, er nú lagt fram
óbreytt.
R-listinn reynir að gefa til kynna
að í tillögum þeirra að endurskoð-
uðu aðalskipulagi Reykjavíkur fel-
ist ný stefnumörkun og breyttar
áherslur í umhverfis- og útivistar-
málum. Eins og víða á sér stað í
greinargerðinni með aðalskipu-
lagstillögunum eru þessar fullyrð-
ingar algjörlega órökstuddar og
oft og tíðum einungis um orðskrúð
að ræða. Gefið er til kynna með
margvíslegum fullyrðingum að um
einhver nýmæli sé að ræða eða
einhveijar setningar settar á blað,
sem í raun eru merkingarlausar
sem slíkar.
Slíkar yfirlýsingar er að finna
víða í greinargerð með aðalskipu-
lagsstilögunni, m.a. eftirfarandi
setningu: „í þessari endurskoðun
eru settar fram nýjar áherslur í
samgöngumálum sem lúta að vist-
vænni samgöngum, umferðar-
öryggi og vistlegu umhverfi".
Hvorki í greinargerð né landnotk-
unarkorti er að finna rökstuðning
fyrir þessum fullyrðingum. í sömu
greinargerð er einnig að finna
þessa setningu: „í samræmi við
markmið um að draga úr óheftri
aukningu umferðar einkabíla eru
áætlanir aðalskipulagsins um um-
bætur á aðalgatnakerfi borgarinn-
ar smærri í sniðum en eldri áætlan-
ir“. Þetta eru innan-
tómar fullyrðingar og
eiga sér enga stoð,
hvorki í tillögum til
breytinga né sýnt fram
á það á landnotkunar-
korti aðalskipulagsins.
Græn svæði dragast
saman
Eftirfarandi stað-
reyndir liggja fyrir
varðandi umhverfis-
þáttinn í tillögum að
endurskoðuðu aðal-
skipulagi Reykjavíkur:
1. Græn svæði í
borgarlandinu dragast
saman frá því sem er
í gildandi aðalskipulagi Reykjavík-
ur. M.a. á það sér stað á Geldinga-
nesi, Grafarholti og í Hólmsheið-
inni. Auk þess er gert ráð fyrir
að skerða Miklatún vegna breikk-
unar á Miklubraut.
2. Eitt fegursta útivistarsvæði
í Reykjavík og hentugusta fram-
tíðarbyggingarland undir íbúðar-
byggð, Geldinganesið, er gert að
athafna- og iðnaðarsvæði. Þar er
einnig gengið á svæði í borgar-
vernd.
3. í greinargerð með tillögum
að breyttu aðalskipulagi Reykja-
víkur kemur fram að haldið er
áfram þeirri stefnu sem sjálfstæð-
ismenn mörkuðu í útivistarmálum,
holræsamálum, gerð göngu- og
hjólreiðastíga og fegrun og ræktun
í borgarlandinu. Þær tillögur sem
nú liggja fyrir fela ekki í sér nein-
ar sérstakar breytingar frá því
aðalskipulagi sem nú er í gildi.
Sú stefnumörkun um
landnotkun á Geldinga-
nesi, sem kemur fram í
tillögum R-listans, telur
Yilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, vera ein-
staka í íslenskri skipu-
lagssögu.
Ómarkviss stefna í
umferðarmálum
R-listinn heldur því fram að í
tillögum þeirra að endurskoðuðu
aðalskipulagi Reykjavíkur felist ný
stefnumörkun í umferðarmálum.
Þessi stefnumörkun R-listans virð-
ist einkum felast í þeirri yfirlýsingu
sem fram kemur í greinargerð með
tillögunum, að dregið verði úr
óheftri aukningu umferðar einka-
bíla. Helstu merki þess að sporna
eigi gegn óheftri umferð einkabíla
virðist vera að velja ekki vönduð-
ustu kosti í skipulagi og uppbygg-
ingu stofnbrauta í Reykjavík, m.a.
Miklubrautar.
Sem dæmi má nefna að R-listinn
hefur ákveðið að hverfa frá tillög-
um um gerð mislægra gatnamóta
á mótum Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar sem eru tvímæla-
laust hættulegustu og þyngstu
gatnamótin í Reykjavík. Umferð-
arsérfræðingar hafa bent á að
gerð mislægra gatnamóta stuðli
að meira umferðaröryggi en planfrí
gatnamót og að greiðari umferð.
Sú tillaga sem R-listinn hefur valið
er ekki góð framtíðarlausn og mun
valda því að þjónustustig þessara
gatnamóta mun versna verulega.
Auk þess verður niðurstaðan sú
að um meira umferðarálag verður
að ræða í nærliggjandi íbúðahverf-
um. Benda má á þá staðreynd að
75 þúsund bílar fara daglega um
þessi gatnamót og um helmingur
allra Reykvíkinga sækir atvinnu
sína vestan Kringlumýrarbrautar.
Ný flugstöð fyrir innanlands-
flugið er fyrirhuguð suðaustan við
Hótel Loftleiðir. Ný gata, Hlíðar-
fótur, myndi auðvelda umferð að
miðbænum og nýrri flugstöð og
jafnframt draga úr umferð á
gatna mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar, en tillagan
gerir ráð fyrir því að Hlíðarfótur
falli niður.
Geldinganesið fyrir
íbúðarbyggð
Við samþykkt aðalskipulags
Reykjavíkur fyrir skipulagstíma-
bilið 1990-2010 í október 1991,
sem sjálfstæðismenn höfðu forystu
um, var um það fullt samkomulag
í borgarstjórn að Geldinganesið
sem er u.þ.b. 220 hektarar að
stærð yrði að mestu tekið undir
íbúðabyggð. Gert var ráð fyrir 30
hektara athafnahverfi í Geldinga-
nesi í tengslum við fyrirhugað
hafnarsvæði í Eiðsvík.
í maí 1990 voru kynntar tillögur
úr hugmyndasamkeppni um íbúða-
byggð á Geldinganesi sem sýndu
fram á, að þar mætti koma fyrir
4.000-5.000 manna byggð. Dóm-
nefnd keppninnar sem meðal ann-
arra átti sæti í núverandi borgar-
stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
var sammála um að tillögur höf-
unda undirstrikuðu hversu sérstakt
nesið væri sem byggingarland og
að þær sýndu ennfremur fram á
margvíslega möguleika til að
skapa fjölskrúðugt mannlíf og
öflugt atvinnulíf á þessu fallega
svæði í borgarlandinu. Það var
einnig mat dómnefndar að Eiðið,
frábært útsýni og nálægð við sjó-
inn staðfestu enn frekar þau um-
hverfisgæði sem til staðar eru á
Geldinganesi.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
mikla áherslu á að áfram verði
haldið þeirri stefnu að byggja
íbúðabyggð meðfram ströndinni á
svæðum sem til þess henta. Þess
vegna beittu sjálfstæðismenn sér
fyrir því í borgarstjórn 1983 að
svæði sem áður voru ætluð undir
iðnaðar- og atvinnustarfsemi, m.a.
þar sem nú er Hamrahverfi, Húsa-
hverfi og Borgarhverfi, yrði breytt
í svæði fyrir íbúðarbyggð. Mikil-
vægt er að landnotkun sem sýni
íbúðarbyggð á stærstum hluta
Geldinganess komi skýrt fram á
aðalskipulagsuppdrætti. Sú
stefnumörkun um landnotkun á
Geldinganesi, sem kemur fram í
tillögum R-listans, er einstök í ís-
lenskri skipulagssögu.
Geldinganes er í næsta nágrenni
við Viðey og byggðina í Grafar-
vogi. Það væri meiriháttar skipu-
lagsslys út frá umhverfis- og
byggðarsjónarmiðum að taka
stærstan hluta Geldinganessins
undir atvinnu- og iðnaðarstarfsemi
eða e.t.v. stóriðju.
Höfundur er borgarfulltrúi í
Reykjavík.
TILBOÐ
• Bók Brian Iracy -
HÁMARKS ÁRANGUR
hefur fengid frábærar
móttökur.
• Fyrsta upplag er nú
UPPSELT hjá okkur.
Annað upplag er nýkomið.
• Yid höf iiin ákveðið að bjóða sérstakt
tilboð fram til páska.
Áður kr.Jí49Í IYú kr. 2.790
Fæst hjá: Bókabúðuin Máls og menningar, Bókabúðum Pennans
og Eymundsson, Betra Líf, Bókabúðinni Hlemmi, Bókabúðinni í
Mjódd, Bókabúðin Suðurströnd, Bókabúð Árbæjar, Bókbær, Veda
Kópavogi, Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði, Bókabúð Keflavíkur,
Bókav. Jónasar, ísafirði, Tölvutæki — Bókval, Akureyri.
LEIÐARLJ^S ehf.
Leiðandi í útgáfu sjálfsræktarefnis.
Okkar markmið er...
að hjálpa þér að ná þínu!
Dreifingarsfmar: 567 3240 og 896 1240.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson