Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vörður Traustason og Ester Jacobsen kölluð til Fíladelfíu Finnum að við eigum að taka við nýju starfi Morgunblaðið/Kristján ESTER Jacobsen og Vörður Traustason hafa verið kölluð til starfa til að veita hvítasunnusöfnuðinum Fíladelfíu í Reykjavík forstöðu, en þau hafa undanfarin 17 ár verið í forsvari fyrir hvítasunnusöfnuðinn á Akureyri. VÖRÐUR Traustason forstöðu- maður hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og eiginkona hans, Est- er Jacobsen, hafa verið kölluð til starfa til að veita hvítasunnu- söfnuðinum í Reykjavík forstöðu. Aðalsafnaðarfundur safnaðarins sem haldinn verður í byrjun maí næstkomandi þarf að samþykkja köllun þeirra. Þau taka við af Hafliða Kristinssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin 9 ár en heldur nú til náms til Banda- ríkjanna. Theodór Birgisson for- stöðumaður hvitasunnukirkjunn- ar á Isafirði hefur verið kallaður til starfa á Akureyri. Vörður og Ester hafa búið á Akureyri í 20 ár og veitt söfnuði hvítasunnumanna í bænum for- stöðu í 17 ár, utan eitt ár er þau störfuðu í Noregi þar sem þau unnu á vegum kirkjunnar m.a. við aðhlynningu og meðferð fíkniefnasjúklinga. Vaxandi starfsemi Þegar þau tóku við starfinu fyrir 17 árum voru um 35 manns í söfnuðinum, en starfseminni hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá þeim tíma. Starfið fór fram í húsnæði safnaðarins við Lundargötu. Vörður sagði að árið 1982 hefði söfnuðurinn ráðist í hús- byggingu við Skarðshlíð, fjórum árum síðar var starfsemi safnað- arins flutt í nýja húsnæðið og árið 1988 tók leikskólinn Hlíðar- ból, sem Hvítasunnukirkjan rek- ur, til starfa. Þar er pláss fyrir 80 börn. Um og eftir 1990 kom margt nýtt fólk til starfa innan safn- aðarins, m.a. mikið af fjölskyldu- fólki. Nú starfa um 130 manns með hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri og í nágrenni, en minni söfnuðir eru starfandi á nokkr- um stöðum á Norðurlandi, Vopnafirði, Húsavík, í Hrísey, á Ólafsfirði, Siglufirði og Skaga- strönd.„Þetta hefur verið mjög gefandi starf,“ sagði Vörður. ,.Það eru vissulega blendnar til- finningar sem fylgja því að yfir- gefa söfnuðinn hér, innan hans er mikill kærleikur og maður finnur sterkt til þess að fólki þykir vænt um mann. En við finnum að við eigum að fara, taka við nýju starfi. Ég veit það verður erfitt og örugglega eril- samara en hér fyrir norðan enda söfnuðurinn stærri. Við vonum hins vegar að við getum látið gott af okkur leiða.“ „Það verð- ur heilmikil breyting á lífi okkar en við hlökkum til að takast á við ný verkefni,“ sagði Ester. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins MÓSAMBÍK Fátækt land með framtíð Mósambík er eitt fátækasta land heims og illa leikið eftir langvinnar styrjaldir og alræðisstjórn. En þetta stóra Afríkuríki er engu að síður land möguleikanna. Ýmsar líknar- og hjálparstofnanir hafa verið að leggja landsmönnum lið við að bæta lífskjörin. Á meðal þeirra eru Hjálparstofnun kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Islands. Þorkell Þorkelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, ferðaðist nýverið um Mósambík og fylgdist meðal annars með brunnagerð og jarðsprengjuhreinsun, auk þess sem hann beindi linsum sínum að litskrúðugu mannlífinu. í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru í ferðinni. Sýningin hefst á morgun, föstudaginn 21. febrúar, og lýkur föstudaginn 7. mars. Hún er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN Morgunblaðið/Kristján VETRARÍÞRÓTTIR setja svip sinn á Dekurdaga sem hefjast á Akureyri á morgun og standa í rúma viku. Gera má ráð fyrir að líf og fjör verði bæði í Hlíðarfjalli, þar sem þessir snjóbretta- kappar voru að gera sig klára, en einnig verður mikið um að vera á á skautasvellinu. Dekurdagar á Akureyri DEKURDAGAR hefjast á Akur- eyri á morgun, föstudag, en um er að ræða átak sem Upplýsinga- miðstöðin í samstarfi við ferða- þjónustu, veitingastaði og verslan- ir á Akureyri standa að og er ætlað að beina athygli að fjöl- breyttri afþreyingu og skemmtun- um í bænum yfir vetrartímann. Mikill áhugi Guðmundur Birgir Heiðarsson forstöðumaður Upplýsingamið- stöðvarinnar sagði að þetta væri í annað sinn sem efnt væri til Dekurdaga á Akureyri. í fyrra var veður ekki hagstætt þegar dag- amir stóðu yfir en útlitið virðist betra nú. „Við verðum vör við mikinn áhuga sem við merkjum m.a. á fleiri pöntunum í flugi,“ sagði Guðmundur Birgir, en benti á að dagarnir væru ekki síður til þess haldnir að skemmta bæjarbú- um og nærsveitarmönnum. „Við leggjum áherslu á það sem er að gerast í bænum, hér er alltaf líf- legt, bæði á sviði menningar og afþreyingar.“ Vetraríþróttir setja svip sinn á dekurdagana og má nefna að di- skótek verður á skautasvellinu annað kvöld frá kl. 19 til 23 og skíðaunnendur geta rennt sér nið- ur brekkurnar í Hlíðarfjalli fram til miðnættis, en þar verður opið frá kl. 21 til 24 annað kvöld. Tónleikar og sýningar Á menningarsviðinu má nefna að vígslutónleikar nýs konsert- flygils verða á laugardag, Frey- vangsleikhúsið frumsýnir gaman- leik annað kvöld og Leikfélag Akureyrar sýnir verkin Undir ber- um himni og Kossa og kúlissur. Á Listasafninu á Akureyri standa yfir tvær sýningar. Á skemmti- stöðunum verður einnig ýmislegt um að vera. Alla næstu viku og helgina þar á eftir verða einnig margvíslegir viðburðir, má m.a. nefna langan laugardag í verslunum með útsöl- um og tilboðum. Bikarmót í snjó- krossi verður haldið sem og snjó- brettamót og skíðatrimm á göngu- skíðum. I i i I Hjálpum Herdísi • STUÐNINGSFÓLK Herdísar Hauksdóttur, Einholti 2a á Akur- eyri, hafa opnað bankareikning í Landsbanka íslands, Brekkuaf- greiðslu, kjörbók nr. 63100. Kjör- orð söfnunarinnar er Hjálpum Herdísi. Hjördís er 27 ára gömul og hefur allt frá barnæsku átt við veikindi að stríða, en þau hafa ágerst nú síðari ár. Fram kemur í frétt frá stuðningsfólkinu að hún sé ein af þeim mörgu sjúklingum sem fáir vita af, en hún hefur reynt að lifa lífinu eins og aðstæður leyfa þrátt fyrir veikindi sín. Fyrr í þess- um mánuði fór hún til Kaup- mannahafnar ásamt foreldrum og eldri systur. Þar gengust systurnar undir aðgerð, þar sem sú eldri gaf Herdísi annað nýra sitt, því nýru i & » + Dómaranámskeið Hlaupadeild Skautasambands íslands heldur dómaranámskeið í listhlaupi dagana 2. og 3. mars í Reykjavík og á Akureyri 4.-6. mars. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. Innritun og upplýsingar í síma 552 9620 (Jóhanna) milli kl. 19-21 í kvöld og annað kvöld. hennar eru nánast óstarfhæf. Stuðningsfólk vill létta Herdísi • og fjölskyldu hennar fjárhagsbyrð- ina sem af veikindunum hefur hlotist og leitar því til almennings um fjárframlög. ------» ♦------- Samvera eldri j borgara i SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, föstudag- inn 21. febrúar og hefst hún klukkan 15. Samveran byggist upp á helgistund, upplestri, söng og að lokum verða bornar fram kaffiveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.