Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 46

Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ég kom með hundinn minn Já, hann er ekta hundur, Einhverjar fleiri Nei, við útbýtum ekki vegna skýrslunnar minnar í nei, þetta er ekki lítill spurningar? ókeypis blöðrum! dag. krakki í hundafötum, nei, hann talar ekki, hundar tala ekki. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Fæðingarorlofið er of stutt Frá Fríðu Björk Másdóttur: ÞEGAR kona fer í fæðingarorlof þá kynnist hún sínu nýja barni, sem hún bar undir belti í 9 mánuði. Að sjálfsögðu þarf barnið að kynnast foreldrum sínum og öðrum ættingj- um. En allt í einu eftir 6 mánuði þarf konan að láta barnið frá sér vegna þess að svo segja lögin. Móðir og barn tengjast sterkum böndum strax við fæðingu barnsins og kynnast þörfum hvors annars. Bijóstagjöf er ein sú mesta unaðs- stund sem móðir og barn eiga sam- an, en að vísu eru ekki öll börn á brjósti, aftur á móti eru önnur mjög lengi. En eins og lögin segja verður þú, kona góð, að klippa á þennan unaðsgjafa eftir 6 mánuði og láta einhvern annan aðila úti í bæ sjá um uppeldið á þínu bami á meðan þú vinnur úti. Misjafnt er hvað konur hafa í laun á mánuði, en setjum það upp þannig að þau séu í kringum 60- 62.000 á mánuði sem eru lág- markslaun. Hvað kostar svo dagm- amma fyrir barnið allan daginn? Það eru um 30.000 en Reykjanes- bær greiðir niður um 11.000 á mánuði þannig að eftir standa kannski 44.000. Er þetta hægt? Þriðjungur barna í Reykjanesbæ voru á biðlista inn á leikskóla í desember sl. eða um 275 börn. Mikill skortur er á fagfólki á leik- skólum í Reykjanesbæ og eru að- eins 18 leikskólakennarar af 102 starfsmönnum. Hlutfall faglærðs starfsfólks á leikskólum Reykjanes- bæjar er því 23,2%. Börn í Reykjanesbæ eiga rétt á leikskólavist frá 2ja ára aldri en biðlistarnir sýna það og sanna að börn komast yfirleitt ekki að fyrr en 3ja ára gömul. Ekkert er laust hjá dagmæðrum í Keflavík eins og er, samkvæmt samtali mínu við starfsmann bæjar- skrifstofunnar í Keflavík sem sér um dagvistun barna hjá dagmæðr- um, en það losnar væntanlega með sumrinu. Af hveiju á ég að láta einhveija konu úti í bæ, þótt hún sé hæf, sjá um og taka ábyrgð á mínu barni þegar ég get séð um það sjálf? Sagt er að börn byiji á hinum og þessum hlutum um og yfir 6 mán- aða aldri, t.d. flest börn læra að sitja örugglega milli 7-9 mánaða aldurs, þau byija vanalega að skríða milli 6 og 12 mánaða. Sum börn byija að standa milli 7 og 9 mánaða. Ég gæti talið upp miklu meira en læt það ógert. Af hverju megum við foreldrarnir ekki fá að njóta með barninu okkar þessara mestu framfara lífs þess? Ég myndi vilja vera heima hjá mínu barni alla vega til 2ja ára aldurs svo að ég geti notið þess að hugsa um það, búa um það af ást og umhyggju vegna þess að ég efast um að 6 mánaða gamalt barn sé tilbúið að fara úr sínu umhverfi í annað bróðurpartinn úr deginum. Hvort vilja yfirvöld að konur misnoti atvinnuieysisbæturnar eða fái lengra fæðingarorlof? Ég skora á yfirvöld að hugsa málið og leyfa okkur foreldrum að annast barnið okkar sjálf. — Á full- um launum auðvitað. FRÍÐA BJÖRK MÁSDÓTTIR, Hringbraut 136, Keflavík. Austur yfir fjall Frá Eysteini Sigurðssyni: ÁRNI Johnsen alþingismaður skrif- aði grein 15. febr. hér í Mbl. um nauðsyn þess að raflýsa þjóðveginn yfir Hellisheiði. Ég er honum hjart- anlega sammála um nauðsyn þess- arar lýsingar strax og efni þjóðar- búsins leyfa, en ég er honum jafn ósammála í því að í fyrirsögn grein- arinnar og margoft í henni síðar talar hann um leiðina „austur fyrir Fjall“. Fyrir það fyrsta held ég að rangt sé að skrifa „fjall" hér með stórum staf. Fjallið, sem um ræðir, er Hell- isheiðin, og orðið er ekki stytting á sérnafni heldur samheitið sem not- að er um þúsundir fjalla um allt land. í öðru lagi er það málvilla að tala um að fara „austur fyrir ijall“. Réttara er að fara „austur yfir fjall“. Þetta kenndi mér ungum móðir mín, Þóra Eyjólfsdóttir, bor- inn og bamfæddur Reykvíkingur, en hún og hennar fólk fullyrtu að í sínu ungdæmi hefði þessi leið frá Reykjavík alltaf heitið austur yfir fjall. Síðan hef ég aukheldur fengið það staðfest að þetta er rétt með því að skoða gömul dæmi úr rit- heimildum. Það segir sig líka sjálft að þetta er rökréttara, sé miðað við gömlu þjóðleiðina. Hún lá hér upp með Sandskeiði, hjá Draugatjörn og Kolviðarhóli, upp Hellisskarð og síð- an sem leið lá austur Hellisheiðina og niður Kamba. Þá leið fóru menn hér áður fyrr fótgangandi eða hrossríðandi yfir fjallið, og má enn sjá menjar hennar í vörðum og sæluhúsarústum. Aftur á móti voru menn „fyrir austan fjall“ þegar austur var komið, og af því orða- lagi er, held ég, hið nýrra dregið með einfaldari áhrifsbreytingu. Ef til vill á stuðlasetning líka hér ein- hvem hlut að máli (f:f). En meðan við fylgjum þeirri stefnu að halda íslenskunni hreinni ættum við öll, held ég, alþingismenn sem aðrir, að temja okkur að nota orðalagið austur yfir fjall um leiðina yfír Hellisheiðina okkar. Fyrir okk- ur bíleigendur er raflýsing hennar hið mesta þarfamál. Ég er reiðubú- inn að vera harður stuðningsmaður Árna Johnsen í því máli, en með því fororði að hann vilji í reynd lýsa upp leiðina yfír fjallið. EYSTEINN SIGURÐSSON, íslenskufræðingur og kennari við Stýrimannaskólann og Vélskólann. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.