Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 27 manns á dag, ekki eingöngu vegna góðs útsýnis yfir borgina frá þak- inu. Hann taldi sem fyrrum ritstjóri listatímaritsins Siksi að samstarf í listum bæri ávöxt, nú væru kunn- ustu listatímaritin í heiminum farin að geta norrænnar listar, helstu sýninga og listviðburða. Norrænu löndin væru sterk saman. Anarkismi og veggjakrot Steen Cold menningarstjóri í Kaupmannahöfn sem var einn helsti skipuleggjandi menningarársins þar í fyrra lýsti nauðsyn þess að skapa eitthvað nýtt, nýjungar væru betri en eitthvað „fínt“. Mætti hann skipuleggja nýtt menningarár í Kaupmannahöfn hygðist hann ekki styðjast við klisjur heldur leggja sig fram um að sprengja klisjur. Cold kvaðst veikur fyrir anarkisma. Einn helsta viðburð menningarársins liðna nefndi hann íslensku óperuna í slippnum. Beate Sydhoff menningardag- skrárstjóri í Stokkhólmi hélt fram ,jaðarstarfsemi“ hvers konar, und- irheimalist eins og til að mynda veggjakroti. Hún sagði að menning- arnefndin í Stokkhólmi ætlaði ekki að sýna eingöngu í hefðbundnum söfnum heldur leigja herbergi í söfn- um af ýmsu tagi og sjá um sýning- ar í þeim. Á Hanaholmen sem er rétt utan við Helsingfors er menningunni sinnt allt árið. Svíar og Finnar reka stofnunina í sameiningu. Þar var áður forstjóri Ann Sandelin sem stýrði Norræna húsinu um tíma en er nú starfandi hjá Norrænu ráð- herranefndinni í Kaupmannahöfn. Við stjórnvölinn er nú Anna-Maija Marttinen og ferst henni það vel. Hún er staðráðin í að blása lífi í menningarumræðuna og saknaði fulltrúa frá íslenskum menningar- stofnunum sem boðið var á ráðstefn- una. Einn fulltrúi kom frá Bergen. Svíinn Bengt Skoog menning- arforstjóri frá Malmö vakti máls á því að aukinn kostnaður vegna rekstrar sjúkrahúsa gæti haft áhrif á minnkandi framlag til menningar. Jafnvel í Noregi dygði olían ein varla til þegar greiða þyrfti gríðar- mikinn kostnað helibrigðiskerfisins norska. Hann sagði að fólk sem sinnti menningu safnaðist á stóra staði, helst stórar borgir til þess að eiga auðveldara með að fjármagna starfsemina. Hann var áhugasamur um samvinnu borganna Malmö og Kaupmannahafnar, en þrátt fyrir nálægð borganna hefur ekki alltaf tekist að stilla strengi saman. Und- antekning er djassinn sem á marga áhangendur beggja vegna sundsins. um sínum og göllum. Þannig hafa áhugamál stúdenta löngum fylgt hræringunum í þjóðlífinu og pólit- ískum sviptingum í heiminum. Stúdentaráð hefur verið forskóli verðandi leiðtoga í stjórnmálum og menntalífi. Stjórnmálaflokk- arnir hafa átt þar sína fulltrúa sem tekist hafa á af engu minni hörku en beitt er í alvörupólitík- inni. Hæst risu þessar öldur þegar námsmannahreyfinganna gætti hvað sterkast á áttunda áratugn- um. Þótt stúdentaráð væri engin valdastofnun reyndu stórveldin hvað þau gátu að efla þar áhrif sín, meðal annars með boðsferð- um. Þannig var togast á um sál- irnar. Margir munu þó hafa skip- að sér í flokk þar sem þeir töldu hag sínum best borgið og frama- líkur mestar. Fyrir flesta íslenska stúdenta skiptu alþjóðamál litlu þótt þeir hefðu auðvitað ákveðnar skoðanir á þeim málum en aðalat- riðið var að komast út fyrir land- steinana á annarra kostnað og hafa gagn og gaman af, segir höfundur. Sem að líkum lætur verður höfundi tíðrætt um hagsmunamál stúdenta svo sem húsnæðis- og lánamál, jafnrétti til náms og þar fram eftir götunum. Minna ræðir hann um almenna nýting náms- ins. En þá hlið málanna hefði Bræður í stríði KVIKMYNDIR Laugarásbíó JARÐARFÖRIN (THE FUNERAL) ★ ★ Leiksljóri Abel Ferrara. Handrits- höfundur Nicholas St. John. Kvik- myndatökustjóri Ken Kelsch. Tónlist Joe Delia. Aðalleikendur Christoph- er Walken, Chris Penn, Vincent Gallo, Benicio Del Toro, Annabeila Sciorra, Isabella Rossellini. Banda- rísk. 98 mín. October Films 1996. B-MYNDA leikstjórinn Abel Ferrera (Bad Lieutenant, King of New York), hefur jafnan haft mikið dálæti á ofsafengnu ofbeldi í mynd- um sínum um skálka og bófa. Að þessu sinni situr hann að mestu á strák sínum, Jarðarförin er drama- tísk mynd um þijá bræður, Ray (Christopher Walken), Chez (Chris Penn) og Johnny (Vincent Gallo) sem eiga í striði við nágrannamafí- ósann Gaspare (Benicio Del Toro). Það ber fátt á góma sem ekki hefur oftlega sést áður en myndin er engu að síður hin laglegasta á að líta og sviðsmunir og leiktjöld sem eiga að endurskapa New York á fjórða áratugnum eru sannfær- andi. Ferrera veltir fyrir sér spurn- ingunni um siðferði glæpamanna án þess að komast að merkilegri niðurstöðu. „Galli á glæpamanni er ótrúverðugleikinn, Ef veröldin er vond er við hana að sakast?“ segir höfuð ættarinnar, Ray. Þá er hlutur eiginkvenna mafíósa nokkuð stór, undirstrikaðar þjáningar þeirra og böl, þeim pælingum lýkur einnig án umtalsverðra ályktanna. Leikhópurinn hjálpar. Walken heldur sig á mottunni (aldrei þessu vant) í aðalhlutverkinu, Chris Penn er jafnvel betri sem miðbróðirinn og nýliðinn Vincent Gallo, sem kunnastur er fýrir að fylla útí galla- buxur í auglýsingum Calvin Klein, stendur sig vonum framar. Bestur er þó leikarinn með hið stórbrotna nafn Benecio Del Toro, hann er háll andstæðingur bræðranna og hefur til að bera fágæt einkenni úrvals skúrka á borð við meistara einsog A1 Lettieri, Cagney og Rob- inson. Þó svo að allt renni bærilega áfram fær maður ekki nokkra sam- úð með persónunum, þær eru ein- faldlega of bragðdaufar og einhæf- ar. Sæbjörn Valdimarsson hann gjarnan mátt skoða betur. Alkunna er að gegnum tíðina hefur fjöldi stúdenta horfið próf- laus frá námi, stundum eftir margra ára setu á skólabekk og þannig sóað til einskis dýrmæt- ustu árum ævinnar. Sennilega hefur þeim, sem stúdentsprófi ljúka, aldrei verið kynnt háskóla- nám sem skyldi áður en þeir völdu sér grein og hófu námið. Skemmtanalíf stúdenta þótti líf- legt á árum áður og fóru margar sögur af því. Garðsböllin voru snar þáttur í félagslífi unga fólksins í höfuðstaðnum. Af orðum höfundar má ráða að þess háttar gleðir telj- ist nú til liðna tímans. Orsökin er að sjálfsögðu breyttur tíðarandi. Skóli, hverju nafni sem hann nefn- ist, er ekki lengur sá miðdepill í hugskoti og tilfinningalífi unga fólksins sem hann áður var. Yfir heildina litið er bók þessi bæði fróðleg og áhugaverð. Heim- ildaskrár af ýmsu tagi fylla upp undir hundrað síður svo allmikil vinra liggur á bak við þetta! Nokk- uð ber á endurtekningum en hvergi til stórlýta. Prentvillur eru hins vegar margar og fjölskrúðug- ar og miklu fleiri en unnt sé að sætta sig við í akademísku fræði- riti. Og umbrotið hefur brenglast á tveim stöðum að minnsta kosti. Erlendur Jónsson Þú munt ekki trúa þínum eigin augum1 Nýttfrá ESTÉE LAUDER: Pure Velvet Dramatic Volume Mascara Augnahðrin virðast lengri og þéttari en samt eðlileg, ekki eins og þú hafir notað stífan maskara. Virknin er tvöföld, því með einni góðri stroku verða augnhórin 36% þéttari, en samt aðskilin og mjúklega sveigð upp ó við ó augabragði. Flauelsmjúkur liturinn dofnar ekki eða klessist, heldur helst jafn og eðlilegur fró morgni til kvölds meðan innbyggð rakagjöf nœrir og verndar augnhórin. Verð kr. 1.460. Líttu inn I nœstu ESTÉE LAUDER verslun og sjóðu sjólf. Maskarinn fæst í litunum Black Velvet Brown Velvet og Blue Velvet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.