Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 15
Morgunblaðið/Benjamín
TVEIR af aðalleikurunum í
sýningu Freyvangsleikhúss-
ins, þau Stefán Guðlaugsson
og Elísabet Friðriksdóttir, í
hlutverkum sínum.
Freyvangsleikhúsið
frumsýnir gamanleik
„Með
vífið í
lúkunum“
FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frum-
sýnir gamanleikinn „Með vífið í lúk-
unum“ (Run for Your Wife) eftir
breska leikritaskáldið Ray Cooney í
þýðingu Árna Ibsen næstkomandi
föstudagskvöld. Leikstjóri er Hákon
Waage.
Hér er á ferðinni bráðfyndið verk
þar sem feluleikir, ósannindi og mis-
skilningur fléttast saman í ótrúlega
atburðarás, sem sífellt vindur upp á
sig þar til komið er að suðumarki.
Óhætt er að segja að þessi sýning á
eftir að vekja mikinn hlátur og kátínu
ef marka má undirtektir þeirra sem
fengið hafa að gægjast í heimsókn
á æfíngar.
Leikendur í verkinu eru átta tals-
ins, en að auki leggja fjölmargir fé-
iagar Freyvangsleikhússins hönd á
plóg, jafnt bak við tjöldin sem fram-
an þeirra. Með aðalhutverkin fara
þau Stefán Guðlaugsson, Valþór
Brynjarsson, Helga Agústsdóttir og
Elísabet Friðriksdóttir.
Freyvagnsleikhúsið hefur getið sér
gott orð fyrir metnað og dirfsku í
verkefnavali og er skemmst að minn-
ast þess þegar það vann samkeppni
áhugaleikfélaga um athyglisverðustu
sýninguna og sýndi Kvennaskólaæv-
intýri Böðvars Guðmundssonar tvisv-
ar sinnum fyrir fullu húsi í Þjóðleik-
húsinu.
Má telja víst að fjöimargir eigi
eftir að leggja leið sína í Eyjafjarð-
arsveit, á þessa sýningu Freyvangs-
leikhússins og hressa sálina með
ærlegum hlátri.
-----»-»-♦----
KAá
alnetið
KNATTSPYRNUFÉLAG Akureyrar
hefur opnað heimasíðu á alnetinu en
í framtíðinni mun hver deild innan
félagsins auk aðalstjómar hafa sitt
afmarkaða svæði.
Handknattleiksdeildin hefur opnað
sitt svæði nú þegar og er þar tölu-
vert efni, m.a. saga félagsins, leik-
menn, leikjahæstu menn, árangur,
KA-menn í landsliði, stjórn, leikskrá
og dagbók. Aðrar deildir munu fylgja
í kjölfarið innan tíðar. Netfangið er
http://www.est.is/ka.
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli laugardaginn 22.
febrúar kl. 11 í Svalbarðskirkju
og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju.
Kyrrðar- og bænastund í Sval-
barðskirkju á sunnudagskvöld
kl. 21.
Fyrirlestur við Háskólann á Akureyri
Evropusambandið og
hlutverk Þýskalands
DR. LUDGERS Kúhnhardt heldur
fyrirlestur við Háskólann á Akur-
eyri á morgun, föstudaginn 21.
febrúar, og hefst hann kl. 14. Fyr-
irlesturinn verður fluttur í húsnæði
háskólans við Þingvallastræti, í
stofu 24, og er öllum opinn.
Fyrirlestur sinn nefnir hann The
construction of the European Union
and the role of Germany.
Dr. Kuhnhardt hefur gefíð út
mörg rit og skrifað fjölda greina í
þýsk og alþjóðleg blöð og tímarit.
I doktorsritgerð sinni fjallaði hann
um mannréttindi og er hún m.a.
notuð sem kennslubók í lögfræði.
Við sameiningu Þýskalands
beindi hann sjónum að endurskoð-
un þýsku stjórnskrárinnar og
tengdum málefnum. Á síðustu
árum hefur hann beint rannsókn-
um sínum að þýska stjórnkerfinu,
einkum lagt áherslu á að skoða
samstarf Evrópuríkja og tengsl
þeirra inn á við og út á við, sérstak-
lega tilvonandi stækkun Evrópu-
sambandsins og Atlantshafsbanda-
lagsins til austurs og hvaða afleið-
ingar hún kann að hafa á sam-
starf Þýskalands og annarra Evr-
ópuríkja við bandamenn sína í
Norður-Ameríku.
HELENA RUBINSTEIN
Kynnum vorliíina
í dag og ó morgun.
Skemmtileg snyrtibudda
ósamt vöru tylgir þegar keyptir
eru tveir eða fleiri litir úr nýju
litalínunni. Komdu og fóðu
prufu af nýja „Softwear"
farðanum.
H Y G E A
jnyrtivöruvcrdlun
Austurstrœti, s. 511 4511
<SNYRTIVÖRuVE£S1.UNIN
GLÆS®Æ s. 568 5170,
SIEMENS - AEG - GRUNDIG - BRAUN - SAMSUNG
PANASONIC - JVC - PHIUPS - SONY - VESTFROST
PHILIPS
Raftækjaverslun Islands hf. hefur nú gengið til
liðs við Expert, stærstu heimilis- og
raftækjaverslunarkeðju í Evrópu og getum viö því
boðið hágæða tæki á veröi sem ekki hefur
sést hérá landi áöur
Ef |3etta er ekkt kjarabot, þa vitum við ekki hvað
J
9J//J
j
Uppþvottavelar
Straujam
Sionvörp \
Kaffikönnur
Útvörp
Hárblásarar
Krullujárn
Eldavélar
Purrlrarar
Brauðristar
Ryksugur^-^
Myndbandstæki
Örbylgjuofhar^.
Wð
erum
i næsta húsi v/ð
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
RflFTfEKMUERZLUN Í5LÍII1DSH
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
PHILIPS og Panasomc
v Myndbandstæki v
Heimabio
WVestfrost
Isskápar í miklu úrvali
Danskir gæöaskápar
á frábæru veröi!