Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR arnir biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Blessuð sé minning vinkonu okkar Sigríðar Kristínar Kristjánsdóttur. Fyrir hönd æskuvinanna, Ujördís Kröyer. Fyrir 36 árum var okkur hjónun- um boðið til brúðkaupsveislu upp á Akranes, þar sem gefin voru saman í hjónaband Sigríður Kristín Krist- jánsdóttir og Jón Otti Sigurðsson frændi minn og vinur okkar hjón- anna. Þetta hjónaband var upphaf mikillar gæfu þeirra og okkar sem áttum Nonna og Siddý að vinum. Við ótímabært fráfall Siddýjar leita á hugann minningar liðinna ára. Það ríkti mikil gleði þegar þeim fæddist einkasonurinn Sigurður Jón árið 1961, alnafni föðurafa. Það var af dugnaði og fyrirhyggju sem þau reistu sér hús í Safamýri 19, ásamt Helga og Erlu, þar sem þau bjuggu til 1993, er þau fluttu í Birkihæð 2 í Garðabæ. Heimili þeirra hefur aila tíð verið rómað fyrir einstaka smek- kvísi og hlýju til þeirra sem þangað hafa komið. Unaðsreit áttu þau sér við Langá á Mýrum í landi Anabrekku, en þar reistu þau sér sumarhús á rúmgóðu landi, en bústaðinn nefndu þau Sig- ríðarstaði, þar fengu þau útrás fyrir sína grænu fingur og ekki spillti að á góðum degi blasti við þeim Snæ- fellsjökull en hann skipaði hjá þeim heiðurssess af öllum íjöllum. Við hjónin eigum margar ljúfar minning- ar frá árlegum heimsóknum okkar að Sigríðarstöðum, þaðan sem við skoðuðum nágrennið með gönguferð- um milli fjalls og fjöru og ekki spillti sólin á Grímsstaðamúla fyrir, en þar skín hún oftar en annars staðar. Glæsileiki og fegurð voru einkenni Siddýjar alla tíð og ekki var innri fegurðin síðri þeirri sýnilegu, það þekkja allir sem_ voru svo lánsamir að þekkja hana. Á kveðjustund þökk- um við hjónin ásamt börnum okkar Siddý fyrir árin sem við áttum með henni, nú hefur hún gengið til feðra sinna og skilið eftir hjá okkur ljós- geislann sem alltaf fylgdi henni. . Góður guð blessi minningu Sigríð- ar Kristínar Kristjánsdóttur og veiti Jóni Otta og afkomendunum þeirra huggun í þeirra miklu sorg. Þórunn og Sverrir. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðm.) Okkur langar hér að minnast vin- konu og starfssystur okkar Sigríðar Kristjánsdóttur er lést sl. laugardag langt um aldur fram. Sigríður greindist með krabbamein fyrir ári, en sl. áratug hafði hún notað starfs- RAOAUGÍ YSINGAR Sölufólk Óskum eftir að ráða sölufólk til starfa. Upplýsingar í síma 581-4472 eftir kl. 15.00. Bakari Óskum að ráða bakara á brauðvakt. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 557 3655. Breiðholtsbakarí, Völvufelli 13. A KÓPAVOGSBÆR Forfallakennarar óskast að Snælandsskóla Vegna forfalla vantar kennara frá 1. mars til loka skólaársins. Um er að ræða almenna kennslu á miðstigi, tölvukennslu og bók- færslu. Sömuleiðis vantar kennara vegna til- fallandi forfallakennslu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 4911. Starfsmannastjóri. Sjúkrahús Akraness Röntgentæknir óskast til starfa frá og með 1. apríl nk. Gæti hafið störf fyrr. Framtíðarstarf, 100% staða, 50% vaktir. Upplýsingar gefa yfirröntgentæknir eða skrif- stofustjóri í síma 431 2311. Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Boðað er til aðalsafnaðarfundar í Hjallasókn í Kópavogi sunnudaginn 23. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn í Hjallakirkju að aflokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningur liggur frammi á skrifstofutíma kirkjunnar kl. 10.00-17.00. Sóknarnefnd. KYNNINGARMIÐSTÖÐ m EVRÓPURANNSÓKNA RANNIS Mun ný samskiptatækni breyta viðskiptaháttum í sjávarútvegi? Fundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna og Rannsóknarráðs ís- lands, föstudaginn 21. febrúar kl. 16.00 f Borgartúni 6. Uppboðsmarkaðir á vörum (commodity ex- change) hafa lengi verið hornsteinn viðskipta með málma og ýmsar nýlenduvörur, eins og kaffi, kakó og te. Með tilkomu almennrar tölvu- notkunar og internetsins er þessi viðskipta- máti að færast inn á ný svið, eins og kjöt og grænmetisviðskipti, þar sem geymslutími vöru er skemmri og gæðamat ekki einhlítt. Með rafeindavæddum vörumörkuðum ná miklu fleiri kaupendur og seljendur saman, markaðurinn verður gagnsær, sveiflur á mörkuðum jafnast, viðskipti verða hraðari og milliliðir færri. Ný vídd færist inn í viðskiptin, m.a. framvirk sala á fiskafurðum. Mun þessi viðskiptatækni ryðja sér til rúms í fiskviðskiptum? DAGSKRÁ Setning fundar. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvst. Rannsóknarráðs íslands. INFOMAR-ESB-verkefnið um rafræn við- skipti. Susan Holmes, verkefnisstjóri INFOM- AR, frá Vega Group Plc í Bretlandi. Uppbygging alþjóðlegs rafræns viðskipta- kerfis með fisk. Luc Schelfhout, fram- kvæmdastjóri SCS í Belgíu, sýnir viðskipta- kerfi fyrir grænmeti og ræðir almennt um sér- stöðu fiskafurða. SCS á stærsta hlutdeild í rafrænum uppboðsmörkuðum fyrir sjávarút- veg í Evrópu. Miðlun á fiskikörum (karabankar) og skil- greining gæða f viðskiptum með ferskan fisk. Fulltrúar frá íslandsmarkaði, Reiknistofu fisk- markaðanna og Umboðsmiðlunar. íslensk þátttaka f INFOMAR. Gylfi Aðal- steinsson, framkvst. Marstar ehf. Umræður. Uppboð Neðangreind bifreiö verður boðin upp á framhaldsuppboði fyrir utan Hafnarbraut 14 (Vélsmiöjan Vík), Hólmavík, föstudaginn 28. febrúar 1997 kl. 14.00 að kröfu Húsasmiðjunnar hf. 0-8597, fast nr. AR-267 Mercedes Benz, árg. 1969. _____________________________£__________________________ Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hólmavík. Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldir lausafiármunir verða boðnir upp við lögreglustöðina, Vesturgötu 17, Ólafsfirði, föstudaginn 28. febrúar kl. 14.00: Al 793. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Ólafsfirði, 19. febrúar 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. Opinn fundur um orkumál í Reykjaneskjördæmi Morgunverðarfundur Landsmálafélagsins Fram verður í Sjálfstæðis- húsinu, Hafnarfirði, sunnudaginn 23. febrúar kl. 10.30. Þingmenn og nokkrir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórnum í kjördæminu hefur verið sérstaklega boðið til þessa fund- ar, auk sérfræðinga frá Orkustofnun og Hitaveitu Suðurnesja. Komið og kynnið ykkur hvar möguleikar okkar í orkumálum liggja! Landsmálafélagið Fram, Hafnarfirði. B Landsvirkjun Útboð Dreifispennar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í dreifispenna fyrir Kröflustöð í samræmi við útboðsgögn KRA-05. Verkið felur m.a. í sér deilihönnun, efnisút- vegun, framleiðslu, samsetningu og prófun á tveimur 3.15 MVA dreifispennum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 20. febrúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 m. vsk. fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnunar 3. mars 1997 kl. 11.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opn- unina. Landsst. 5997022019 VII I.O.O.F. 5 = 1782208 = Br. FERÐAFÉIAG ^ ÍSIANDS I.O.O.F. 11 =1782208'/2=9.ll. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði MÓRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 14.-16/2 Tindfjöll á fullu tungli og góuferð í Þórsmörk. Miðar á skrifstofu. Ferðafélag Islands. Félagsvist í kvöld, fimmtudags- kvöldið 20. febrúar. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. I kvöld kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur og vitnar. Allir hjartanlega velkomnir. XT—7 / KFUM V Aðaldeild KFUM Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Skírnin. Umsjón: Sr. Sigurður Pálsson. Upphafsorð: Henning E. Magn- ússon. Allir karlmenn velkomnir. Dagsferðir 22. febrúar Kl. 10.30 Skiðagöngunámskeið. Kennd verða undirstöðuatriði í skíðagöngu. Kl. 20.00 Kvöldganga á fullu tungli. Dagsferð 23. febrúar Kl. 10.30 Raðganga Útivistar, 4. áfangi. Ósabotnar-Sandvík. Helgarferðir 21 .-23. febrúar Kl. 20.00 Góuferð í Bása. Spennandi ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Gönguferðir og kvöld- vaka. Kl. 20.00 Tindfjallajökull. Ferð fyrir vant göngufólk um stórbrot- ið landslag Tindfjalla. Helgarferð 22.-23. febrúar Kl. 10.00 Jeppaferð á Fimm- vörðuháls. Ævintýraferð þar sem allra veðra er von. netslóð: http://www.centrum.is/utivist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.