Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 41 svo yrði, enda virtist hún vera vel á sig komin andlega og líkamlega, meðvituð um holla lifnaðarhætti í einu og öllu og full af bjartsýni og baráttuvilja. Fjölskyldu og vinum til sárra von- brigða tók hinn illvægi sjúkdómur sig upp stuttu eftir að hún hafði hafið störf að nýju. Aftur hóf hún baráttuna með viijastyrk og jákvæðu hugarfari. Það var ekki til í hennar kokkabókum að gefast upp, þvílíkur var kjarkurinn og viljinn. Ef til vill hefur hún ekki gert sér grein fyrir því, að nú að þessu sinni hafði hún hitt oíjarl sinn, sláttumanninn mikla, sem fer sínu fram og hlustar ekki á mótbárur, hvað þá málamiðlun. Við hann verður ekki samið, þegar stundin rennur upp. Siddý er komin af góðu og greindu fólki á Akranesi og höfum við hjónin átt því láni að fagna, að kynnast fjöl- skyldu hennar nokkuð náið. Leyfi ég mér að fullyrða, að samheldni og fjöl- skyldubönd geti vart verið traustari og gæti reyndar verið öðrum til eftir- breytni. Siddý heitin lét ekki sitt eft- ir liggja að treysta þau bönd og rækta, enda þótti henni afar vænt um fjölskyldu sína og sýndi sínu fólki alla þá umhyggju sem hún bjó yfír. Um ættir hennar mun ég ekki fara fleiri orðum, það munu aðrir gera, sem betur þekkja til. Hún var töfrandi persónuleiki, greind og vel máli farin, iífsglöð og skemmtileg, samviskusöm og mild í orðum og athöfnum. Hún lauk prófí frá gagnfræðaskólanum á Akranesi, en fór svo utan til Englands í fram- haldsnám, aðallega í hagnýtum skrifstofustörfum, sem nýttust henni vel í starfi. Hún hafði gott vald á enskri tungu og var eftirsótt og frambærilegur starfskraftur, enda fljót að tileinka sér þau störf, sem henni var trúað fyrir, hveiju sinni. Vann hún m.a. sem einkaritari hjá innflutningsfyrirtæki, Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna o.s.frv. Þó kom það á daginn síðar, að starfsleg uppfylling virtist liggja á allt öðru sviði. Hún hefur trúlega verið komin nálægt fertugu, þegar hún lærði röntgentækni. Þótti henni afar vænt um starf sitt og gegndi því af natni og samviskusemi eins og reyndar öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Vann hún í fyrstu á röntgendeild Landakotsspítala og síðan hjá Leit- I arstöð krabbameinsfélagsins. Hún * kynntist ung eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Otta Sigurðssyni, ein- staklega fáguðum ungum manni úr vesturbænum í Reykjavík. Þekkti ég Jón Otta sem dreng, en kynntist honum þó ekki náið fyrr en síðar. Hann er hinn mesti mannkostamað- ur, enda hafa þau verið mjög sam- taka og lánsöm í fjölskyldulífi. Það j er eins og æðri máttarvöld hafí bein- j línis Ieitt þau saman á sínum tíma j svo lík voru þau að mörgu leyti í I fasi og framkomu, bæði ljúf og hjartahlý. Meira að segja höfðu þau að miklu leyti sömu áhugamál. Sælu- reit einn áttu þau í landi Ánabrekku á Mýrum, þar sem þau komu sér upp sumarbústað fyrir u.þ.b. 20 árum. Hlaut hann nafnið Sigríð- arstaðir eftir húsmóðurinni. Bústað- urinn stendur á undurfögrum stað, j í kjarrivöxnu landi, með útsýni yfir Langá. Þau byggðu og innréttuðu J bústaðinn að mestu sjálf ogber hann I smekkvísi þeirra merki, eins og reyndar heimili þeirra í Garðabæ. Flestum frístundum sínum á sumrin hafa þau eytt þar, notið tilverunnar, dyttað að bústaðnum, gróðrinum eða spilað golf á Hamarsvelli. Siddý, og þau reyndar bæði, nutu samveru- stunda og útiverunnar við að spreyta sig á þeirri margslungnu en þó heill- | andi íþrótt. ; Við hjónin heimsóttum þau yfir- Ileitt einu til tvisvar sinnum á sumr- in. Yfirleitt spiluðum við golf við þau, fórum í gönguferðir, gufubað eða sund. Kvöldin voru unaðsleg og oft var orðið býsna framorðið, þegar gengið var til náða, því ekki skorti umræðuefni. Siddý og Jón Otti voru afar gestrisin, enda gestagangur mikill, bæði á heimili þeirra í Garðabæ og í sumarbústaðnum. i „Sælla er að gefa en þiggja“ segir 4 máltækið og breyttu þau hjón svo Jj sannarlega í samræmi við það. Það hefur sjálfsagt komið fyrir okkur öll, að hafa velt fyrir okkur tilgangi lífsins og þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Eitt er okkur öllum sameiginlegt, en það er löngunin til að lifa hamingjusömu lífi. Sumir, því miður, hlaupa allt sitt líf eftir hamingjunni, en höndla hana aldrei, einfaldlega af því þeir vita ekki hvar hana er að finna. Hamingjuna finnum við í sjálfum okkur og víðar, t.d. í konunni og börnum okkar. Ég er þess fullviss að Siddý lifði lánsömu og hamingjuríku fjölskyldu- lífí. Þau Jón Otti eignuðust einn son, Sigurð Jón, sem er raftæknifræðing- ur að mennt. Hann var alla tíð umvaf- inn kærleika og ástúð foreldra sinna, enda góður drengur og fyrirmyndar fjölskyldufaðir. Synir Sigurðar Jóns og Guðnýjar, eiginkonu hans, þeir Jón Otti yngri og Pálmar, voru auga- steinar Siddýjar ömmu. Von er á þriðja barninu nú einhvern daginn og veit ég að amman hafði nýlokið við að prjóna eitthvað nytsamlegt á ófædda bamið. Þessarar góðu konu er nú sárt saknað af fjölskyldunni, enda var hún einstök eiginkona og móðir og beinlínis umvafði sonar- börnin ástúð sinni. Ótai og endalausar minningar koma upp í huga mér tengdar vin- konu minni, allar af hinu góða. Ég minnistt.d. aprílmánaðar 1976, þeg- ar okkur hjónum datt í hug að skreppa til Kanaríeyja, reyndar í fyrsta sinn, og tengdumst við í þess- ari ferð þeim hjónum, Jóni Otta og Siddý, ákveðnum vináttuböndum, sem ekki hafa verið rofin. Þau ein- faldlega voru þarna í flugstöðinni og reyndust búa á sama hóteli og við. I þá daga fór maður-fyrst og fremst í frí til þess að sleikja sólina og njóta hlýrra loftslags. Veðrið var köflótt, eins og stundum vill verða, jafnvel þó maður þykist vera kominn í sólskinsparadís. Sumir, guði sé lof, eru ekki að gera sér grillur út af veðrinu. Hjá slíku fólki er alltaf sól- skin, þótt úti sé rigning og rok. Siddý var ein þeirra, sem lét veðrið ekki á sig fá. Hún sá bara jákvæðu hlutina og í hennar hjarta skein alltaf sól. Á rigningardögum spiluðum við t.d. yatzy og einhveiju sinni, um miðjan dag, sagði þessi annars hófsemdar- kona upp úr þurru „Ég býð bara upp á „Cointreu", og það var gert. Frá þeim degi hefí ég aldrei mátt heyra Cointreu-líkjör nefndan öðruvísi en minnast Siddýjar. Frá því að við byijuðum að spreyta okkur á golf- inu, sem í reynd á sér ekki langa sögu, höfum við átt saman ógleym- anlegar stundir á Flórída. Siddý gekk í Oddfellowregiuna á íslandi, stúkuna nr. 4 Sigríði, haust- ið 1977 og hefur því verið virkur félagi í mannúðarstarfi reglunnar í 20 ár. Við ótímabært fráfall Siddýjar brast hlekkur í systrabandi Rebeíck- ustúkunnar, ekki sá fyrsti og áreið- anlega ekki sá síðasti. Skarðið verð- ur sennilega fylit, því lífíð heldur áfram, eins og lögmál þess. Hún var í stjórn sinnar regludeiidar og gegndi þar mikilvægu lykilhlutverki. Stjórn- armunstrið verður hins vegar ekki það sama, þar sem menn eru jafn misjafnir, eins og þeir eru margir. Við sem eftir lifum minnumst góðra eiginleika þessarar sérstæðu konu og virðum þau sérkenni sem hún ein hafði. Megi góður Guð styrkja og vernda eiginmann hennar og ástvini. Blessuð sé minning Sigríðar Kristjánsdóttur. Reynir Jónasson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verld var gjðf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þannig minnumst við vinkonu okkar Sigríðar Kristínar Kristjáns- dóttur, sem kvatt hefur okkur alltof fljótt. Það er ótrúlegt, en fyrir að- eins fjórum vikum sátum við heima hjá þér og ræddum um að nú væri kominn tími til að ferðaklúbburinn drifí sig í stutta ferð til útlanda. Ýmislegt fer öðru vísi en ætlað er og nú er Siddý farin í ferðina löngu, sem bíður okkar allra. Siddý og Nonni kynntust 1959 og minnumst við vel þegar Nonni var að kynna Siddý fyrir okkur, hann ljómaði allur af stolti, en hann var síðastur úr KK 8-hópnum, sem festi ráð sitt. Strákarnir voru með spilaklúbb en við saumaklúbb og féll Siddý strax vel inn í hópinn. Fjölskyldurnar stækkuðu, hús- byggingar tóku meiri tíma og hver hafði sín áhugamál, en vináttu- tengslin og samheldnin rofnaði aldr- ei. Börnin fluttu að heiman og nýtt tímabil í Iífinu hófst. Árið 1980 stofnuðu félagarnir ferðaklúbb og farið var í fyrstu utan- landsferðina 1981 og síðan nokkrar eftir það. Gönguklúbbur varð til 1988 og var gengið um Stór-Reykja- vík og farið í helgarferðir. Síðasta helgarferðin var farin að Laugar- vatni í lok október sl. Og gaf Siddý okkur ekkert eftir í göngum þá. Siddý og Nonni áttu sælureit í Borgarfirði, en þar byggðu þau sér sumarbústað, Sigríðarstaði, þar sem þau nutu þess að dvelja, og var ávallt jafn ánægjulegt að heimsækja þau þangað. Sonarsynirnir tveir, Jón Otti og Pálmar, voru stoit hennar og gleðigjafar. Elsku Nonni, Sigurður, Guðný, Jón Otti og Pálmar, við æskufélag- SJÁ NÆSTU SÍÐU. + Útför hjartkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, CECILÍU CAMILLU HELGASON, Lindarhvoli í Þverárhlíð, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Kveðjuathöfn verður í Norðtungukirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Jón Guðbjörn Guðbjörnsson, Guðrún Ása Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Guðrún Jóhannesdóttir, Þröstur Leifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓH ANNESDÓTTIR, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumb- aravogi þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Jóhannes Sigmundsson, Hrafnhildur S. Jónsdóttir, Kristjana Sigmundsdóttir, Brynjólfur G. Pálsson, Sólveig Ólafsdóttir, Sigurður Sigmundsson, Sverrir Sigmundsson, Anna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + FANNEY INGJALDSDÓTTIR, er andaðist á Vífilsstaðaspitala 13. febr- úar sl., verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju á morgun, föstudaginn 21. febr- úar kl. 10.30. Magnús Ingjaldsson, Ólöf Ingjaldsdóttir, Sigriður Ingjaldsdóttir, Guðmundur Ingjaldsson, Ingirtður Ingjaldsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Hilmar Ingjaldsson, Svandis Ingjaldsdóttir og aðrir vandamenn. + Elskuleg dóttir mín, stjúpdóttir, systir, unnusta, sonar- og dótturdóttir, EYRÚN BJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR, Traðarstfg 2, Bolungarvik, Krókahrauni 10, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, á morgun, föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Heilaverndar. Guðfinnur G. Þórðarson, Elísabet S. Þórðarson, Andrés Pétur Guðfinnsson, ívar Bergþór Guðfinnsson, Þórður Gísli Guðfinnsson, Tómas Halldórsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð Yið andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, HRÓARS JÓHÖNNUSONAR, Álfaheiði 30, Jóhanna Guðjónsdóttir, Haligrímur Pétursson, Vigdís L. Viggósdóttir, Vigfús Hallgrímsson, Sigrfður Þórisdóttir, Regfna Hallgrfmsdóttir, Pétur Hallsson, Hrönn Hallgrfmsdóttir, Árni Guðjón Vigfússon og systkinabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGFÚSAR BERGMANNS VALDIMARSSONAR sjómannatrúboða, Pólgötu 6, ísafirði. Guðbjörg S. Þorsteinsdóttir, Hermann Sigfússon, Ósk Óskarsdóttir, Sigrfður Sigfúsdóttir, Björn Gfslason, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Jón Víðir Njálsson, Þorsteinn Sigfússon, Rósa Kjartansdóttir, Jóhann Sigfússon, Svanfríður Arnórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR RÖGNU VALGEIRSDÓTTUR, Miðtúni 48, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfóki Sjúkrahúss Reykjavíkur á deild 3B og einnig Vinafélaginu Bergmáli. Hjörtur Guðjónsson, Þórveig Hjartardóttir, Sveinbjörn Benediktsson, Pálína H. Hjartardóttir, Grétar Sigurðarson, Valgeir G. Hjartarson, Valdís Harðardóttir, Guðjón Hjartarson, Kristjana Jensdóttir, Kristján M. Hjartarson, Ingibjörg Höskuldsdóttir, Signý I. Hjartardóttir, Hjörtur R. Hjartarson, Nanna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.