Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Danmörk Fangar sluppu í skotárás Kaupmannahöfn. Reuter. FLUGSKEYTI sem smíðað var til að granda skriðdreka var skotið að fangelsi í Holbæk á Sjálandi í Dan- mörku, 50 km vestur af Kaup- mannahöfn, aðfaranótt sl. þriðju- dags. Sprengjuvarpa fannst í garði skammt frá fangelsinu og fullyrti lögreglan að liðsmenn mótorhjóla- gengja hefðu verið að verki. Flugskeytið sprakk ekki er það lenti á vegg fangelsisins og varð það föngum í tveimur klefum líklega til lífs. Fór skeytið í gegnum veggi á klefunum og lagði þá í rúst. Annar fanganna tveggja er tengd- ur mótorhjólagenginu Bandidos, sem átt hefur í átökum um yfirráð við annað gengi, Vítisengla. Hafa átta manns beðið bana í átökum gengj- anna á Norðurlöndum undanförnum þremur árum, eða frá í febrúar 1994. Stríðið færðist mjög í aukana er Vítisengiar sátu fyrir liðsmönnum Bandidos við Kastrup-flugvöll í mars í fyrra, drápu einn og særðu þijá. Hefur flugskeytum verið beitt í ijölda árása síðan. Skeytið sem skotið var á fangels- ið í Holbæk var smíðað í Austur-Evr- ópu. Sprengjuvarpan er keimlík þeim sem notaðar hafa verið í fyrri tilræð- um af þessu tagi, sem ýmist hafa beinst gegn fangelsum eða félags- heimilum mótorhjólagengja. -----» ♦ ♦----- Indónesía 300 manns bíða bana í átökum þjóðflokka Jakarta. Reutcr. UM 300 manns hafa beðið bana í átök- um milli þjóðflokka i héraðinu Vestur- Kalímantan á Bomeó-eyju, að sögn talsmanns hersins í Indónesíu í gær. Átökin hófust í lok desember og þau héldu áfram þar til í byijun febr- úarmánaðar. Þau hófust þegar hópur ungra dajaka, sem er frumstæður þjóðfiokkur í innhémðum Bomeó, og innflytjenda frá Madura-eyju, tóku að slást um stúlku á tónleikum í Sang- gau Ledo, um 95 km norðan við Pont- ianak, höfuðstað héraðsins. Átökin breiddust síðan út til annarra byggða í Vestur-Kalímantan. íbúar héraðsins segja að hermenn séu enn á varðbergi í nokkmm bæj- um þótt smám saman hafí dregið úr spennunni. Herinn bar til baka fréttir um að rúmlega þúsund manns hefðu beðið bana í átökunum. Yfir- maður hersins sakaði „vonda menn frá Austur-Java“ um að hafa komið til héraðsins í því skyni að etja þjóð- flokkunum saman. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 21 r/ Paugát 406 Frábærir dómar! „Með Peugeot 406 hafa menn milli handanna vandaðan grip og traustvekjandi. Hann er fjölhæfur, rúmgóður fjölskyldubili, lipur i þéttbýli og líður yfir þjóðvegina á hljóðlátan og þægilegan hátt." Jóhannes Tómasson í Morgunblaðinu 26. janúar 1997. Girnilegur staðalbúnaður: 1600 cc, 90 hestöfl, fransktpaté, vökva- og veltistýri, loftpúði í stýri, fjarstýrðar samlæsingar, Le Figaro, rafdrifnar rúður að framan, hæðarstillt öryggisbelti, Camembert, öryggisbelta- strekkjarar, þrjú þriggja punkta öryggisbelti i aftursætum, croissant fyrirtvo, stiglaus hraðastilling á miðstöð, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, frönsk orðabók, bensínlok opnanlegt innan frá, klukka, aurhlífar, útvarp og segulband. . Þúfærð 100.000 króna afsiátt ef þú lætur engan bíl upp í kaupin á nýjum Peugeot406. Verd: 1.480.000 kr. Afsláttur: 100.000 kr. 2 greiðfaerar leiðir sem kaupendur á nýjum Peugeot406 geta valið um Ef þú lætur notaðan bíl upp í nýjan Peugeot 406, fylgja með bílnum: Sumardekk, geíslaspilari, 4 hátaiarar og mottur. Heildarverð: 1.480.000 kr. Pé-e-u-gé-e-o-té! Stafreýndir sem tala sínu máll ~ —- Nýbíiasýning í dag frá kl. 12 til 18 að Nýbýlavegi. Greiðslukjör við allra hæfi! Nýbýiavegi 2, Kópavogi, sími 554 2600 Aukabúnaður á myndum: Þokuljós að framan og afturrúðuþurrka. * TilboS A 09 B gilda til Imars 1997 Umboðsmenn um alltland ______________________✓ .TÖlVLlkjÖr Ævintýrafólk athugiö! Við bjóðum ykkur með til Bagdad í kvöld bjóðum við allt áhugafólk um flug og flugherma sérstaklega velkomið. Við kynnum vinsælustu flugforritin og flugleikina sem gefa þér ni.a. Itost á að fljúga á ‘raunverulega' flugvelli um allan heim. Líttu við hjá okkur og fljúgðu þangað sem þig langar til. 'Back to Bagdad' USNAVY fighters' Microsoft flughermir ) Allir bestu flugleikirnir Fræðsla & fjör í Tölvukjör - öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00 oll fimmtudagskvöld ! Fræðsla & fjör i Tölvukjör fra klukkan >m tii tíu 1 NYHERJI GEPE ■ Faxafeni 5 HjH 108 Reykjavík INk Sími 533 2323 Fax 533 2329 HylwRi tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00 Hii Oplabtra! / GSP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.