Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 25 LISTIR SÆNSKA leikkonan Bibi Anders- son stendur á krossgötum. í lok þessa leikárs yfirgefur hún Dram- aten í Stokkhólmi, þar sem hún hefur starfað í áratugi og reynir fyrir sér með óháðum leikhópum, helst konum, segir hún sjálf í við- tali við Politiken. Hún hefur leikið á sviði og í kvikmyndum, verið virk í stjórnmálum en nú er hún komin á byijunarreit. Andersson er 59 ára og í vetur var samningur hennar við Dram- aten, þar sem hún hefur starfað með hléum frá 1954, ekki end- urnýjaður. Hún kennir því um að hún hafi verið talsmaður leikar- anna þegar mótmæla þurfti því sem miður fór og að hún fái nú að kenna á því, „Því miður höfum við engin verkefni fyrir þig á næsta leikári," stóð í uppsagnar- bréfinu. Bibi Andersson segist vilja spreyta sig með leikhópum, helst konum. Ein hugmyndin er að skrifa verk þar sem hópur kvenna hittist í París í lok heimsstyijald- arinnar síðari og horfir í framtíð- ina. „A meðal áhorfenda í leikhúsi er jafnan fjöldinn allur af konum, 60 ára og eldri, sem eru komnar á „menningaraldurinn". Hvers vegna ekki að leika beint fyrir þær?“ segir Andersson en hún hefur nú þegar samið eitt verk sem hún segir ekki síst höfða til þessa hóps. Það var sýnt á leiklist- arhátíð í Stokkhólmi sl. haust og fjallar um þijár eiginkonur Aug- usts Strindbergs, sem hittast og skiptast á reynslusögum. Einna þekktust er Andersson líklega fyrir leik sinn í kvikmynd- BIBI Andersson er 59 ára og Dramaten í Stokkhólmi Um Ingmars Bergmans en sú hefur ekki lengur þörf fyrir starfskrafta hennar. reynsla var ekki átakalaus. í end- Bibi And- ersson á kross- götum urminningum sínum rifjar hún upp hversu mjög samstarfið gat tekið á taugarnar en yfirlýsing Bergmans: „Bibi grætur. Það tek- ur að minnsta kosti klukkutima. Matarhlé!“ er gott dæmi um það. Engu að síður voru þau góðir vin- ir og áttu árangursríkt samstarf. Segist Andersson telja að fáum hafi tekist eins vel upp við að lýsa konum og Bergman. Hún segist ekki horfa á gömlu kvikmyndirn- ar sem hún Iék í. Segist þó hafa séð Persona fyrir skemmstu og fundist eigin frammistaða ágæt, þó að hún skilji myndina til fulls fyrst nú. Sarajevo-listinn Fyrir þremur árum hellti Bibi Andersson sér út í stjórnmál. Hvatinn að því var ferð hennar til Sarajevo og fleiri bæja og borga í Bosníu. Heimsóknin hafði svo mikil áhrif á hana að hún stofnaði samtök, Sarajevo-listann, sem hafði það eitt að markmiði að opna aftur leiðina til Sarajevo, sem þá var einangruð vegna stríðsátaka. Listinn var í framboði í þingkosningum en kom ekki manni inn á þing. Eftir silja Andersson og aðrir forsvarsmenn, skuldugir upp fyrir haus. En hún starfar áfram í sljórnmálum, m.a. er hún félagi í Helsinki-mannr éttindanefndinni og á vegum hennar hélt hún fyrir skömmu til Belgrad, þar sem hún hitti námsmenn og aðra stjórnar- andstæðinga að máli. Þrýst á sorgarhnappana Bibi Andersson hefur ferðast alloft til Bosníu, síðast í október. Hún segir að eftirminnilegast sé fólkið, ekki eyðileggingin. Hún nefnir leikarann Nermin Tulic, sem sakaði hana um að vera á „stríðssafaríi". Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að afsanna orð hans og tókst að útvega leikflokki hans fjármagn til að setja upp sýningar og koma til Svíþjóðar. Það tókst. Nú segir hún Sarajevo breytta. Þar hafi ummerki vestrænnar „menningar" skotið upp kollinum; hamborgarastaðir, verslana- keðjur og tölvuverslanir. Geysilegu fjármagni sé veitt til landsins en hún komi ekki hinum allslausu til góða. Nýjasta hlutverk hennar er í harmleik Evrípídesar um Trójudætur, þar sem hún túlkar fórnarlamb stríðsátaka. Hún segist þó ekki sælya þá reynslu til stríðsins í lýðveldum gömlu Júgóslavíu. „Þegar maður túlkar sorg á sviði getur maður ekki nýtt sér sorg annarra. Þá verður maður að ýta á eigin sorgar- hnappa.“ Málþing haldið um tónlist á nýrri öld „ÍSLENSK tónlist á nýrri öld“ nefn- ist málþing sem haldið verður í FÍH- salnum, Rauðagerði 27, kl. 11-17. á iaugardaginn. Málþingið er ókeyp- is. Dagskrá málþingsins verður á þessa leið: Tönlist eftir pöntun - Music on demand (MOD). Heiðar Jón Hannesson frá SKYRR kynnir þró- unarverkefni sem SKÝRR hefur unn- ið að ásamt erlendum fyrirtækjum með styrk frá ESB. Starfssvið tönlistarstjórans. Magnús Einarsson, tónlistarstjóri Rásar 2. Tölvan velur tónlistina. Ágúst Héðinsson, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni, fiallar um notkun forrita til að velja tónlist til spilunar á út- varpsstöðvum. Það sem íslendingar geta lært af Svíum. Hans Lindström, fram- kvæmdastjóri AMI, samtaka listflytj- enda í Svíþjóð, ræðir um sænsk sjón- Bíósalur MÍR „Farðu og sjáðu“ RÚSSNESKA kvikmyndin „Farðu og sjáðu“ (Ídí í smotrí) sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudag- inn 23. febrúar kl. 16. Mynd þessi var gerð 1985 og fjallar um ógnarverk þýska innrás- arhersins í Hvíta-Rússlandi árið 1942. Sagt er frá örlögum íbúa þorpsins Perekhody, eins af nær 700 þorpum í Hvíta-Rússlandi sem Þjóðveijar jöfnuðu við jörðu. Aðalpersónan í kvikmmyndinni er drengurinn Flera sem finnur riffii og gengur til liðs við skæru- liða. Leikstjóri er Elem Klimov. Með aðalhlutverk fara Alexei Kravts- enko, Olga Mironova og Ljudbom- iras Lauciavicius. Enskur texti. Aðgangur er ókeypis. armið til þarlendrar tónlistar og þann árangur sem Svíar hafa náð í útflutn- ing( hennar. Útflutningur á íslenskri tónlist. Árni Magnússon, aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra skýrir frá niðurstöðum starfshóps iðnaðarráðuneytisins og íslensks tóniistariðnaðar. íslenski tónlistariðnaðurinn. Stein- ar Berg ísleifsson, framkvæmda- stjóri Spors, segir frá þróuninni síð- ustu ár og framtíðarhorfum. Hvað fmnst almenningi? Kynntar verða niðurstöður úr nýrri viðhorfs- könnun Hagvangs á afstöðu íslend- inga til þeirra áhrifa sem tónlistar- spilun í útvarpi hefur, trú þeirra á opinberan stuðning við útflutning íslenskrar tónlistar - og hvers konar íslenska tónlist þeir hlusta helst á í útvarpi. Boðið verður upp á hádegisverð og í ráðstefnulok verða boðnar léttar veitingar. Síðasta sýningarhelgi Úr landslagi í afstrakt í LISTASETRINU Kirkjuhvoli á Akranesþ lýkur nú á sunnudag sýn- ingunni Úr landslagi í afstrakt. Sýn- ing þessi er úr safni Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar, og er hluti úr sýningu með sama nafni sem sett var upp í Hafn- arborg í ágúst 1994. Á sýningunni eru verk eftir Ágúst Petersen, Björn Roth, Benedikt Gunnarsson, Eirík Smith, Jón Þor- leifsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Krist- ján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Svein Björnsson, Sigurð Sigurðsson, S'.’ein Þórarinsson og Veturliða Gunnarsson. Viðfangsefni sýningarinnar er landslag sem verður kveikja að af- straktmyndum og afstraktmyndir sem kvikna af landslagi. Listasetrið er opið virka daga frá kl. 19-21 og frá kl. 15-18 um heig- ar. sem hufísa mikiö um heilsuna...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.