Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 47 BREF TIL BLAÐSINS Upplýsingar um gróðurhúsaáhrif Svar til Sigurðar Magnússonar Frá Huga Ólafssyni: SIGURÐUR Magnússon fyrrv. raf- magnseftirlitsmaður skrifar bréf til blaðsins 16. febrúar sl. þar sem hann biður umhverfisráðuneytið að upplýsa hvað gert hafi verið til að fræða almenning um útstreymi gróðurhúsalofttegunda og alþjóð- legar skuldbindingar um takmörk- un þess. Hér verður reynt að svara því og upplýsa hvar hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar um málið. Ráðuneytið hefur, auk þess að senda skýrslur á ensku til skrif- stofu loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna, gefið út tvö rit á íslensku, sem fjalla sérstaklega um gróðurhúsalofttegundir. Annað rit- ið hefur að geyma ítarlega úttekt á útstreymi gróðurhúsalofttegunda á íslandi árið 1990, en hitt er fræðslubæklingur um ósoneyðingu og gróðurhúsaáhrifin, sem ráðu- neytið gaf út ásamt Hollustuvernd ríkisins árið 1994. Þeim bæklingi var dreift í um 20.000 eintökum til nemenda í efstu bekkjum grunn- skóla landsins og á fleiri staði. Von er á öðrum slíkum fræðslubæklingi nú í haust. Ákvæði loftslagssamn- ingsins voru m.a. kynnt í skýrslu ráðuneytisins um Ríó-ráðstefnuna 1992. Þá má finna upplýsingar um gróðurhúsaútstreymi í skýrslunum „ísland - umhverfi og þróun“ frá 1992 og „Ástand og þróun um- hverfismála á íslandi" frá 1995. Öllum þessum ritum var dreift víða. í nýrri skýrslu ráðuneytisins um ástand umhverfismála, sem vænt- anleg er innan skamms, verður ítarlegur kafli um gróðurhúsaút- streymi og framfylgd loftslags samningsins. Á nýliðnu ári stó ráðuneytið m.a. fyrir sérstökun kynningarfundi fyrir fulltrúa hags munaaðila, áhugamannasamtak: og atvinnulífsins um loftslags samning SÞ og styrkti ráðstefm um kolefnisbúskap íslands. Hvort sem það er þessu starf að einhverju leyti að þakka eðe ekki, sagðist yfir helmingur íslend- inga hafa einhverja þekkingu á gróðurhúsaáhrifum skv. könnun sem gerð var árið 1993. Ætla má að það hlutfall hafi a.m.k. ekki minnkað síðan, þar sem t.d. sumir ijölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga á síðustu misserum. Að lokum er rétt að benda á hvar hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar um þessi mál. Áhuga- samir geta fengið sent eintak af nýútkominni skýrslu SÞ um fram- fylgd íslands á loftslagssamningn- um með því að hafa samband við ráðuneytið, eða lesið skýrsluna á Veraldarvefnum (http://www. unfccc.de). Þá hefur verið fjallað um gang samningaviðræðna sem nú standa yfir o.fl. í fréttabréfi ráðuneytisins, sem kemur út annan hvern mánuð á vefnum (http://www. mmedia.is/ um- hverfi/), en þar verður leitast við að hafa ávallt á takteinum nýjustu upplýsingar um þróun mála. Þeir sem ekki hafa aðgang að Veraldar- vefnum geta fengið útprentun af fréttabréfinu og gerst áskrifendur með því að hafa samband við ráðu- neytið. HUGI ÓLAFSSON, umhverfísráðuneytinu. Edda Þráinsdóttir Í ( Frá Eddu Þráinsdóttur: ( MÉR er skemmt, söng Ómar Ragnarsson forðum og sannarlega var mér skemmt er ég horfði á Atskákina 2. febrúar. Frábærlega spennandi og skemmtileg keppni sem endaði með verðskulduð- um sigri Helga Ólafssonar. Ungu viðmælendurnir, stórmeistarar okkar íslendinga voru mjög skemmtilegir. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Hemmi okkar Gunn spurði Guðmund G. Þórarinsson um HM einvígið 1972 og Guðmundur svar- aði með spekingssvip að aðeins væri eitt orð yfir það; „glapræði“. Það kom skrítinn svipur á Hemma. Þarna lýsti sér allur stórhugur Guðmundar G. Þórarinssonar sem lét alþjóð halda að hann hefði kom- ið HM einvíginu til landsins og eignaði sér fimmtán ára þrotlausa baráttu Freysteins Þorbergssonar. Freysteinn hafði kynnt sér skák- líf og stjórn skákmála í Sovét- ríkjunum, einnig vítt og breitt um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann sat oft þing FIDE og kynnti sér skákstjórnmál en þau eru hvað erfiðust viðfangs. Á þingi FIDE koma saman fulltrúar frá ólíkum menningarheimum og tekur það nokkurn tíma að afla sér virðingar og viðurkenningar þar. Þegar færum skurðlækni er hent út af skurðstofu sinni og stjórnmálamaður settur í staðinn er ekki von að vel fari. Að Guð- mundi tókst ekki fyllilega að eyði- leggja starf Freysteins, var vegna þess að Freysteinn sleppti ekki af því hendinni fyrr en það var kom- ið í örugga höfn. Var þó Guðmund- Glapræði Viltu styrkja 2f§’ stöðu þína? Athugið ! uppselt var a síðasta námskeið. Upplýsinqatækni fyrir byriendur Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur. Windows 95, Word, Excel, og notkunarmöguleikar Internetsins. 3B.000 b. Samtals 72 kennslustundir. Næsta námskeið byrjar 25. feb. Skrifstofu- og upplýsinqatækni Auk almenns tölvunáms er kennd bókfærsla, verslunarreikningur, sölutækni og þjónusta o.fl. Góður undirbúningur fyrir krefjandi skrifstofustörf. Samtals 228 kennslustundir. Næsta námskeið byrjar '■apriL M9SH00b. ntv Bjóðum upp á Visa & Euro- raðgreiðslur Nýi tölvu- &, viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 • Hafnarfirði • Sími 555-4980 • skDli@ntv.is ur G. búinn að glopra því nokkrum sinnum úr höndum íslendinga. Albert Guðmundsson var sá þingmaður sem tók einvígið upp á arma sína á Alþingi íslendinga og vann ötullega að því að einvígið mætti takast sem best, ásamt fjölda dugmikilla íslendinga sem ekki fengu þakkir sem skyldi. Freysteinn skrifaði greinar um vinnubrögð Guðmundar G. Þórar- inssonar eins og t.d. greinina „Átj- án axarsköft" sem birtist í Morgunblaðinu. Nú 25 árum síðar stendur Guðmundur G. Þórarins- son berstrípaður fyrir framan al- þjóð, eins og keisarinn í ævintýri H.C. Andersen og á ekki annað orð en „glapræði". Eitthvað virðist hugmyndaauðgi Guðmundar G. vera farið að förlast, enda langt síðan hann hefur getað hringt í Freystein og spurt, hvað mundir þú nú gera? Guðmundur G. Þórar- insson virðist enn ekki skilja að það er umtalsverður munur á fær- um sérfræðingi og lélegum fúsk- ara. Það er hinsvegar alvarlegt mál, þegar stjórnmálamaður notar fé- lagasamtök til að niðurlægja fé- lagsmann og gera sem minnst úr störfum hans, þótt maðurinn sé löngu látinn. Ætlast ég ekki til að Freysteinn sé settur á stall, aðeins að verk hans fái heiðarlega umfjöllun eins og verk annarra landsmanna. Fífldirfska, segir Þráinn Guð- mundsson um HM einvígið 1972, glapræði segir Guðmundur G. Þór- arinsson, ég held að strákarnir ættu nú bara að halda sig í kart- öflugarðinum heima. Það kynni að forða þeim frá frekara „glapræði". EDDA ÞRÁINSDÓTTIR, aðalgjaldkeri Rafveitu og bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Hún var eiginkona Freysteins Þorbergssonar. MIÐVIKUDAG LAUGARDAG/ kFEBRUAR MR búðin býður til sérstakra hestadaga þar sem vakin er athygli hestamanna á vaxandi vöruúrvali í reiðtygjum, skeifunt, verkfærum og fatnaði. Um sérstöðu okkar í fóðurvörum vita flestir og um þægindin af því að aka inn í fóðurdeildina. Nýir viðskiptavinir velkomnir um leið og við þökkum og fógnum þeim gömlu. Hnakkar T\to°ðFIUguhnakkur........51.000,- —' Hnakkur með öllu nema ístöðum......17.000,- Stallmúlar.......... 400,- -10% Höfuðleður.........1.000,- -20% Beislismél.......... 700,- -20% Gjarðir............. 900,- -20% ístaðsólar.........1.400,- -20% Reiðar.............1.200,- -20% Fléttaðir leðurtaumar..1.100,- -20% Hnakktöskur, leður.. 4.800,- -20% Hnakktaska.........1.400,- -20% Pískar.............. 500,- -20% SKBFU 'Ulboðsverð -12% JJj Lengdur afgreiðslutími Miðvikudagur 19. kl. 8:00-19:00 Fimmtudagur 20. kl. 8:00-19:00 Föstudagur 21. kl. 8:00-19:00 Laugardagur 22. kl. 9:00-17:00 MR FÓÐUR VTTAMIN STEINEFNI „Racing“ 20 kg....2990,- -15% Saltsteinar 2 kg.. 120,- -10% Saltsteinar 10 kg. 495,- -20% Ti\t>oö Úlpur........ 4.600,- -10% . Kuklagallar..4.990,- -10% Fjölbreytt úrval af verkfærum Kaffí og kex frá Frón bfða ykkar. Bjóðum heimkeyrslu á fóður- vömm og fleiru á laugardag. MR búðin*Laugavegi 164 Sími 551 1125 - 5524355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.