Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kúrtsjatov-stöðin í fjársvelti og vísindamenn fá ekki laun
Ottast um kjamorku-
öryggi í Moskvu
Moskvu. Reuter.
EÐLISFRÆÐINGAR og aðrir vís-
indamenn við Kúrtsjatov-kjarn-
orkustofnunina í Moskvu hafa ekki
fengið borguð laun frá því í októ-
ber. Stofnunin er sömuleiðis í fjár-
svelti og óttast embættismenn að
þetta tvennt kunni að leiða til
minna öryggis í stofnuninni.
Starfsmennimir vilja þó ekki spá
því að hætta á umhverfíshörmung-
um sé yfirvofandi.
Átta kjarnakljúfar, sem notaðir
eru við rannsóknarstörf, eru í
Kúrtsjatov-stöðinni. Fjárskortur
hefur komið niður á viðhaldi en
elsti kljúfurinn er hálfrar aldar
gamall. Stöðin er í aðeins 10 km
Umhverfisstór-
slys yfirvofandi í
Elektrogorsk?
fjarlægð frá miðborg Moskvu og
er umkringd íbúðablokkum. Hún
var utan borgarinnar er hún var
reist 1943. Þar hafa helstu vís-
indamenn Sovétríkjanna og Rúss-
lands starfað.
Neðri deild rússneska þingsins
ályktaði í síðustu viku um hugsan-
legar hættur af Kúrtsjatov-stöð-
inni yrði henni ekki séð fyrir nægu
rekstrarfé. Yfirmaður stöðvarinn-
ar, Vladímír Úshkov, sagði í gær,
að ekki væri réttlætanlegt að reka
stöð af þessu tagi inni í borg en
mörg ár tæki að loka henni og
rífa og yrði það miklu dýrara en
að reka hana áfram.
Á mánudaginn lýsti rússneskur
vísindamaður því yfír, að umhverf-
isstórslys í stíl við Tsjernobyl-slys-
ið væri yfirvofandi við bæjardyr
rússnesku höfuðborgarinnar
vegna þess að rannsóknastofnun
í Elektrogorsk, þar sem ýmis kon-
ar tilraunir eru framkvæmdar með
geislavirkum efnum, bráðskorti fé
og hafi ekki efni á að losa sig við
mikið magn kjarnorkuúrgangs,
sem til fellur í starfsemi stofnunar-
innar.
Hvaladauði við Mexíkó
Mexíkóborg. Reuter.
Deila eigum
Harriman
Washington. Reuter.
PAMELA Harriman, fyrrverandi
sendiherra Bandaríkjanna í París,
skipti bróðurparti auðs síns milli
sonar síns, Winstons S. Churchill,
og konu hans Mary en þau eru skil-
in að borði og sæng. Gekk hún frá
erfðaskrá sinni í byq'un ársins. Mál-
verk eftir Vineent van Gogh, Hvítar
rósir, ánafnaði hún bandaríska ríkis-
listasafninu.
TALSMAÐUR umhverfisráðu-
neytisins í Mexíkó sagði í gær,
að lýst hefði verið yfir eins konar
neyðarástandi vegna mikils hvala-
og höfrungadauða í Kalifomíu-
flóa. Talið er, að eiturlyfja-
smyglarar eigi sök á þessu.
Ekki er vitað hve margir hvalir
hafa drepist og starfsmenn um-
hverfisráðuneytisins segja aðeins,
að hvaladauðinn sé mikill. Telja
þeir, að efni, sem kallað er NK-
19, hafi orðið þeim að fjörtjóni en
eiturlyíjasmygiarar nota það til
að merkja eiturlyfjasendingar,
sem kastað er í sjó að næturlagi.
Kaliforníuflói er á milli Baja
California-skagans og mexíkóska
meginlandsins og er hann mjög
auðugur af dýralífi. Um hann er
líka miklu smyglað af eiturlyfjum,
sem fara eiga til Bandaríkjanna.
Reuter
VÍSINDAMAÐUR lítur á eitt af 663 hágeislavirkum kóbaIt-60-kefl-
um, sem geymd eru í rannsóknastofnun i Elektrogorsk, um 70
km frá Moskvu. Rússnesku höfuðborginni stafar hætta af kjarn-
orkurannsóknastofnunum í og við borgina, vegna fjársveltis þeirra.
um nýja yfirburða-
bvonavél frá Whiripooi
Þessi nýja þvottavél frá
Whirlpool skartar mörgum
tækninýjungum og kostum
sem þú skalt ekki láta fram
hjá þér fara.
- Lágt verA!
- Stór hurö sem opnast 156'
þér til þæginda.
-„Water lift system" sem
eykur gæöi þvottarins.
- Ullarvagga. Vélin „vaggar“
þvottinum líkt og um
handþvott væri að ræða.
- Nýtt silkiprógram.
- Barnalæsing.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 5601600
Umboðsmenn um land allt.
<i> e u & roj S§if§
riooo v )1
AWM254 500/800sn l-l-A l-i.|.JglBUJ
AWM255 600/900sn
AWM256 600/1 OOOsn
AWM258 120/1200sn
Eiturlyfjalögreglan í Mexíkó
í samstarfi við
glæpasamtök?
Mexíkóborg. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Mex-
íkó ráku í fyrradag úr
starfi yfirmann eitur-
lyfjalögreglunnar og
sökuðu hann um að
hafa haft samstarf við
ein helstu glæpasam-
tökin í landinu.
Þetta mál er mikill
álitshnekkir fyrir ríkis-
stjórn Ernesto Zedillo
forseta en Jesus Gut-
ierrez Rebollo hershöfð-
ingi var skipaður yfir-
maður eiturlyfjalög-
reglunnar fyrir aðeins
tveimur mánuðum. Nú
er hann rekinn fyrir að
hafa unnið með Amado
Carrillo Fuentes, voldugasta eitur-
lyfjabaróninum í Mexíkó.
Enrique Cervantes, varnarmála-
ráðherra Mexíkó, sagði á frétta-
mannafundi í fyrradag, að Gutierrez
hefði blekkt yfirmenn sína, veikt
öryggi ríkisins og skaðað baráttuna
gegn eiturlyfjum í
landinu. Sagt er, að
Gutierrez sé nú á her-
sjúkrahúsi vegna
hjartaáfalls, sem hann
fékk 7. þ.m., en Cer-
vantes varnarmálaráð-
herra sagði, að svo vildi
til, að Gutierrez hefði
veikst þegar honum
voru sýndar sannanirn-
ar gegn honum. Sagði
Cervantes, að Gut-
ierrez yrði handtekinn.
Hrósað fyrir
dugnað
Líklegt er, að þetta
mál komi flatt upp á
Bandaríkjastjórn, sem hefur hrósað
Gutierrez fyrir vasklega framgöngu
gegn eiturlyfjasölum en Cervantes
sagði, að Gutierrez hefði vissulega
gengið hart fram gegn sumum en
haldið verndarhendi yfir glæpagengi
Carillos.
Jesus Gutierrez
Rebollo
• •
Orvænt um
skoskar laxveiðiár
London. The Daily Telegraph.
NETAVEIÐAR á laxi undan
ströndum Norðaustur-Englands
og írlands þarf að stöðva án taf-
ar, samkvæmt skýrslu, sem gerð
var að tilhlutan bresku stjórnar-
innar, um lax í Skotlandi.
í skýrslunni er einnig hvatt til
þess að veiðar verði stöðvaðar
undan Grænlandi og Færeyjum
vegna þess að þar sé laxinn einn-
ig stöðvaður á leið sinni í skoskar
ár til að þroskast og hrygna.
Michael Forsyth Skotlandsráð-
herra mælti með því að stjórn
laxveiða í Skotlandi yrði tekin til
rækilegrar endurskoðunar.
Skýrslan ætti ekki að „fá að safna
ryki“.