Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vaxandi gagnrýni á
Schengen-samning
ÞANN 10. júní
1996 óskaði nefnd
Evrópuþingsins sem
fjallar um „borgara-
leg frelsisréttindi og
innri málefni“ eftir að
skila áliti til þingsins
um Schengen-sam-
starfið og féllst for-
seti þingsins á það.
Belgískum sósíaldem-
ókrat, Anne van Lanc-
ker, hafði verið falið
að vera talsmaður
nefndarinnar (rapp-
orteur) og eftir nána
athugun málsins af-
greiddi nefndin frá
sér álit til þingsins 20.
janúar 1997 með 14 atkvæðum
gegn 12, en einn þingmaður sat
hjá. Að meirihlutaálitinu stóðu
ekki aðeins sósíaldemókratar og
græningjar heldur einnig ýmsir
úr hópi kristilegra hægrimanna.
Þingmenn á Evrópuþinginu eru
að miklum meirihluta talsmenn
frekari samruna og því kemur ekki
á óvart að í nefndarálitinu er hvatt
til að ESB yfirtaki Schengen-
samninginn sem fyrst. Hitt vekur
meiri athygli að í álitinu er að finna
harða gagnrýni á ýmis grundvall-
Hjörleifur
Guttormsson
aratriði Schengen-
samningsins, einkum
skort á réttaröryggi
borgaranna og með-
ferð flóttamanna. Bent
er á að með afnámi
vegabréfaskoðunar á
landamærum vaxi
krafan um kerfisbund-
ið eftirlit annars stað-
ar, m.a. með tölvuv-
æddum kerfum sem
beinist meira að
óæskilegum útlend-
ingum en baráttu við
glæpastarfsemi innan
svæðisins. Réttar-
vernd almennings
gagnvart þessum kerf-
um sé ófullnægjandi, þeim sé neit-
að um innsýn í Schengen-gang-
verkið og mikið vanti á viðunandi
lýðræðislegt eftirlit. í þessu sam-
bandi er minnt á þjóðréttarlegar
samþykktir Evrópuráðsins. Vísað
er til þess að norræna vegabréfa-
sambandið hafi virkað vel án þess
að byggja á heilu vopnabúri laga
og reglna (,,lovgivningsarsenal“).
Þannig tekur Evrópuþingið undir
margt af þeirri gagnrýni sem hér
kom fram á Schengen á undirbún-
ingsstigi samstarfssamnings.
þegar velja skal sófasett að það sé fallegt,
slitsterkt, vandað og þægilegt. Allt þetta
sameinar Valby sófasettið og gott betur.
Hátt bak og nautsterkt leður á slitflötum
gerir það að verkum að Valby er frábær
kostur fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir.
3ja
1 stóll
1 stóll
kr.
158.640,-
2H3
kr.
158.640,-
Ef vill -þá er hægt að snúa Valby
hornsófanum í hvora átt sem er.
°g
44!tu það •ttlr þé
komdu og slcoðaðu Valby strax í <
Við tökum vel á móti þér.
dag.
Verðdæmi á Valby 3-1-1
eða Valby 2H3 til 24 mán.
Meðalafborgun Kr. 7.850,-
á mánuði með vöxtum og
kostnaði. mmm rwars
vm CE )
VERIÐ VELKOMIN
Við opnum kl. 9 Má-Fö.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199
Yfirtekur ESB Schengen?
Ég hef margsinnis bent á að lík-
legt sé að Schengen-reglurnar verði
fyrr eða síðar yfirteknar af Evrópu-
sambandinu. Ef það gerist breytir
samningurinn um eðli sem og tengsl
íslands við Schengen. í stað þess
að vera milliríkjasamningur yrði
hann hluti af réttarkerfi Evrópu-
sambandsins með yfirþjóðlegum
ákvörðunum og félli undir lögsögu
ESB-dómstólsins í Lúxemborg.
í álitinu, segir Hjörleif-
ur Guttormsson, er að
finna harða gagnrýni á
ýmis grundvallaratriði
Schengen-samningsins.
í umræðum á Alþingi 15. apríl
1996 um skýrslu dómsmálaráð-
herra um Schengen hvatti ég ríkis-
stjórnina til að flýta sér hægt með
tilliti til þess sem gerast kunni á
yfirstandandi ríkjaráðstefnu Evr-
ópusambandsins um landamæraeft-
irlit og með hugsanlegri yfirtöku
ESB á Schengen-reglum. í máli
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
vegna fyrirspurnar minnar um
þetta efni nefndan dag gætti mikill-
ar varfærni. Forsætisráðherra sagði
þá m.a.:
„Varðandi hitt atriðið sem hátt-
virtur þingmaður vék sérstaklega
að mér, tel ég það sé út af fyrir
sig ekki nauðsynlegt að taka af-
stöðu á þessu augnabliki til spurn-
ingar hans þótt ég geri ekki lítið
úr henni. Ég vildi gjanan fá tæki-
færi til þess að ráðfæra mig við
hæstvirtan utanríkisráðherra og
dómsmálaráðherra um það mál ...
Menn þurfa þess vegna að fylgjast
mjög nákvæmlega með þróun mála
og hafa kostnaðarþættina alveg
klára áður en næstu skref verða
stigin. En með hveiju skrefi sem
við stígum er sjálfsagt erfiðara að
snúa til baka.“
Þann 6. febrúar sl. viðurkenndi
utanríkisráðherra í umræðu á Al-
þingi að nú krefðust áhrifamiklar
aðilar innan Evrópusambandsins
þess að Schengen-samningurinn
verði felldur undir réttarreglur sam-
bandsins. Sama dag gerði hann rík-
isstjórninni grein fýrir tillögum sem
fram væru komnar á ríkjaráðstefn-
unni um þetta efni. Hins vegar geri
Svíþjóð og Finnland það að skilyrði
fýrir að fallast á slíkt að samstarfs-
samningur íslands og Noregs við
Schengen, sem undirritaður var 19.
desember 1996, standi óhaggaður.
Morgunblaðið hefur það síðan eftir
utanríkisráðherra 8. febrúar sl. að
hann sé persónulega þeirrar skoðun-
ar að innlimun Schengen í ESB
geti styrkt stöðu íslands í frekara
samstarfi við ESB. Óljóst er til hvers
ráðherrann er þar að vísa.
Er ekki ráð að snúa við?
Fari svo að Evrópusambandið
yfirtaki Schengen falla um sjálft
sig margar af þeim forsendum sem
íslensk stjórnvöld notuðu sem rök-
stuðning fyrir gerð samstarfssamn-
ings við Schengen. Neitunarvald
einstakra ESB-ríkja við breytingum
á reglum Schengen félli þá brott,
en bent var á það í fyrra af tals-
mönnum þessa samstarfs hérlendis
að Svíar, Finnar og Danir gætu
hver fyrir sig og sameiginlega
tryggt á vettvangi Schengen að
hagsmunir íslands og Noregs yrðu
ekki fyrir borð bornir. Ef þessi
breyting verður á stöðu Schengen
er því líka ósvarað hvernig fram-
kvæmdastjórn ESB og Evrópudóm-
stóllinn munu meta samstarfssamn-
ing við Noreg og ísland sem felur
í sér að þessi ríki eigi að taka að
sér landamæravörslu fyrir Evrópu-
sambandið. Tvíhliða samningar þar
að lútandi þyrftu staðfestingu allra
ESB-ríkja og einnig þyrfti tvíhliða
samninga um málefni flóttamanna
Slysin gera boð
á undan sér
SLYS á sjómönnum
eru stöðugt áhyggjuefni
hér á landi og tölur sýna
að þau eru tíðari hér en
í þeim löndum sem við
miðum okkur gjarnan
við. Skráning slysa hef-
ur batnað verulega síð-
asta áratuginn þannig
að nú er hægt að hafa
heildarsýn yfir hvar og
hvers vegna slysin
verða. í ágætri grein í
Morgunblaðinu 31. jan-
úar sl, sem Jóhanna
Ingvarsdóttir blaðamað-
ur skrifaði, kemur m.a.
fram fjöldi skráðra slysa
á sjómönnum frá 1984
til og með 1993. Ef þessar tölur eru
bornar saman við fjölda sjómanna
þann mánuð á ári sem flestir eru á
sjó, kemur í ljós að af hverjum 100
sjómönnum slasast milli 6 og 8 á ári
á þessu tímabili. Til samanburðar
slasast um 1,4 af hveijum 100 í
umferðarslysum á ári hér á landi.
Drukknanir á og við ísland eru
aivarlegt þjóðfélagsvandamál (sjá
stólparit) og var ástandinu í lok síð-
ustu aldar og í byijun þessarar líkt
við dauðsföll í stórstyijöld. Verulegur
árangur hefur náðst og er það öllum
hvatning og áskorun um að vinna
enn betur í slysavömum.
Drukknanir á ári á
og við ísland
Sérstaks átaks er þörf í slysavörn-
um sjómanna og best væri að út-
vegsmenn og sjómenn stæðu fyrir
því átaki, sem ég veit að mikill áhugi
er fyrir.
Gunnar
Tómasson
í viðræðum við marga
aðila, sem láta sig málið
varða, hefur komið upp
sú hugmynd, að um borð
í hveijum bát og skipi
verði skráð hvaðeina
sem hendir og veldur eða
gæti valdið slysi. Þá
væri einnig skráð hvar,
hvenær og við hvaða
aðstæður atvikið átti sér
stað og jafnframt uppá-
stunga um úrbætur og
aðvaranir.
Úrbætur geta verið
með ýmsum hætti: Lag-
færing og eða endurnýj-
un á búnaði og tækjum,
breytt vinnutilhögun og
skipulag, aðvörunarskilti, fræðsla um
hættulega staði og aðstæður o.m.fl.
Þá væri hægt að endurbæta verulega
Skráð verði hvað eina
í hverjum bát sem
veldur eða gæti valdið
slysi, segir Gunnar
Tómasson.
móttöku og fræðslu nýliða, því miklu
betri upplýsingar væru til staðar um
hvert einstakt skip og bát.
Mín tillaga er að samtök útgerða
og sjómanna standi að átakinu og
semji við Slysavarnafélag íslands og
Slysavamaskóla sjómanna um fram-
kvæmd átaksins. Við vinnslu á
skráningum átaksins verði leitað til
sérfróðra aðila um tillögur að úrbót-
um og áliti á þeim úrbótatillögum,
og dvalarleyfi, þar eð aðeins ESB-
lönd geta verið aðilar að Dublin-
sáttmálanum um þau efni.
Við allt þetta bætist síðan kostn-
aðurinn af Schengen-þátttöku eða
hliðstæðu kerfi á vegum ESB. Um
kostnað er margt á huldu þar eð
íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt
fram annað en mjög grófar tölur,
síðast í apríl 1996. Stofnkostnaður
vegna breytinga á Leifsstöð, upp-
setningu tölvukerfa o.fl. mun skipta
hundruðum miljóna og varlegt er
að treysta tölum um árlegan rekstr-
arkostnað upp á 40-60 milljónir.
Þar er m.a. ekki innifaiin styrking
á tollgæslu sem yrði að koma til
ef ekki á að taka óhóflega áhættu
um smygl fíkniefna. í nýlegri úttekt
sænskra löggæsluyfirvalda um
Schengen er m.a. áætlað að þörf
sé þarlendis á 600 nýjum störfum
hjá lögreglu og tolli vegna Scheng-
en-aðildar.
Margir hljóta að spyija, hvort
allt þetta sé í kaup takandi fyrir
það eitt að íslendingar losni við að
sýna vegabréf í ferðum milli landa
í Vestur-Evrópu og að því er útlend-
inga varðar við komu frá Schengen
til íslands. Oftast hefur fólk hvort
eð er með sér vegabréf á ferðalög-
um erlendis og tafir í flughöfnum
ráðast frekar af bið eftir farangri
en töfum vegna vegabréfaeftirlits.
Vert er og að hafa í huga að ekki
virðist landamæraeftirlit trufla mik-
ið landlukta Svisslendinga eða
Breta og íra sem kjósa að halda
sínu vegabréfaeftirliti, hvað sem
gerist í Schengen og ESB. Heimur-
inn er ekki bara Vestur-Evrópa og
með Schengen þátttöku eða hlið-
stæðum samningi við ESB yrðum
við að herða til mikilla muna landa-
mæraeftirlit gagnvart þegnum frá
öðrum heimshlutum.
Með vísan til þessa er ástæða til
að skora enn og aftur á stjórnvöld
að endurskoða frá grunni þátttöku
íslands í Schengen meðan ráðrúm
er til, m.a. í ljósi þess að grundvall-
arforsendur samningsins geta
breyst fyrr en varir.
Höfundur er þingmaður.
Drukknanir á ári á
og við ísiand
so r
Drukknanir
70
o>g>fcc\i§K§Sco§g5
sem fylgdu skráningunum. Auðvitað
yrði samhliða unnið enn frekar úr
þeim slysaskráningum, sem þegar
eru fyrir hendi og þær meðhöndlaðar
á sama hátt.
Kostirnir við að vinna átakið á
þennan hátt eru að þannig er hægt
að samræma krafta allra þeirra að-
ila, sem standa næst því að bæta
ástandið frá því sem það er í dag.
Það er einnig ávinningur fyrir þær
útgerðir og sjómenn sem taka þátt
í átakinu að þeirra bátur eða skip
yrði sérstaklega tekið út og fengi
sérstaka umfjöllun, ef óskað væri.
Þó menn segi gjarnan að „slys
geri ekki boð á undan sér“ eru allt-
af fleiri og fleiri að gera sér grein
fyrir því að þetta er alls ekki rétt,
því slys gera oft boð á undan sér,
við þurfum aðeins að læra að þekkja
boðin og bregðast rétt við þeim.
Þess vegna gæti átakið heitið „Slys-
in gera boð á undan sér“.
Höfundur erforseti Slysavarna-
félags íslands.