Morgunblaðið - 20.02.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.02.1997, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJÖR ALDRAÐRA AÐGERÐARHÓPUR aldraðra hefur að undanförnu vakið athygli á versnandi kjörum eldri borgara. Af málflutningi hans og dæmum er ljóst, að aldraðir hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna skerðingar á tekju- tryggingu og öðrum greiðslum úr tryggingakerfinu. Ástæðan er sú, að skerðing á bótum hefst við alltof lágt mark. Er nú svo komið, að gamla fólkið unir ekki lengur við þau lífskjör, sem því eru búin, og hefur orð á því að beita samtakamætti sínum í kjörklefunum. Það sýnir bet- ur en flest annað, hversu langþreyttir aldraðir eru orðnir á því að tala fyrir daufum eyrum. Ríkisstjórnin hefur gefið fyrirheit um, að svonefndir jaðarskattar verði lækkaðir. Hingað til hefur athyglin aðallega beinzt að yngra fólki. Það hefur lent í þeim víta- hring, að viðbótartekjur af aukinni vinnu bætir efnahags- lega stöðu þess lítið sem ekkert. Viðbótartekjurnar hverfa vegna hærri skatta og skerðingar á bótum. Aldraðir búa við sams konar fyrirkomulag. Þeir hafa bent á, að 10 þúsund króna hækkun lífeyrissjóðstekna geti leitt til rýr- ari kjara. Það er rakið til þess, að vegna tekjutengingar bóta lækkar tekjutrygging og heimilisuppbót, lyfjauppbót hverfur við ákveðið mark og frítt sjónvarpsgjald fellur niður. Þegar upp er staðið eftir 10 þúsund króna hækkun- ina hefur hún öll horfið í hirzlur ríkisins og 51 krónu betur. Sérstök jaðarskattanefnd er starfandi á vegum ríkis- stjórnarinnar til að undirbúa breytingar á skattkerfinu til að draga úr eða eyða áhrifum jaðarskattanna. Aldraðir hafa snúið sér til hennar, en nefndin telur ekki sitt hlut- verk að fjalla um tekjutengingu nema hvað snertir skatt- kerfið sjálft. Það er því engin furða, að aldraðir óttist að hagur þeirra verði fyrir borð borinn. Óhjákvæmilegt er fyrir stjórnvöld að hlýða ákalli aldraðra og leiðrétta áhrif tekjutengingar á tryggingabætur. Þær breytingar þarf að gera i samráði við samtök aldraðra. Þeir eru nú 27 þúsund talsins á landinu þannig að hagsmunir fjölda fólks eru í húfi, einmitt þeirrar kynslóðar, sem leitt hefur þjóð- ina úr örbirgð til ríkidæmis. íslendingar eiga að leggja metnað sinn í að tryggja þessu fólki ánægjulegt ævikvöld. AÐ AUKA MANNAUÐINN GREINARGERÐ, sem Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur tekið saman fyrir Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sýnir með skýrum hætti fram á tengsl menntunar og hagvaxtar; að eftir því sem þjóðir hafi meiri menntun sé velmegun þeirra meiri. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar, áréttar í samantektinni að auðlegð íslendinga byggist að miklu leyti á náttúruauðlindum, en til þess að hagvöxtur geti verið jafn og stöðugur um ókomin ár þurfi að „minnka vægi náttúruauðlinda í auðlegð íslendinga með því að leggja meiri áherzlu á mannauðinn". Þetta er áreiðanlega rétt sjónarmið. Menntun er ein grundvallarforsenda þess að við getum aukið framleiðni í atvinnuvegunum og gert þannig meiri verðmæti úr auð- lindum okkar. Þetta á ekki sízt við þegar það blasir við að sjávaraflinn getur ekki aukizt endalaust; við verðum að nota hann betur og jafnframt að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið. í þessu sambandi má rifja upp áform Háskóla íslands og fleiri menntastofnana um að efla menntun á lands- byggðinni og hvetja fyrirtæki til að gera auknar menntun- arkröfur til starfsfólks síns. Það viðhorf, sem stundum heyrist meðal þeirra, sem starfa við sjávarútveg, að þar sé takmörkuð þörf fyrir menntað vinnuafl, á ekki við leng- ur. Tölurnar, sem fram koma í greinargerð Hagfræðistofn- unar, um það hvernig menntun skilar sér í ævitekjum, eru fólki hins vegar takmörkuð hvatning til að sækja sér menntun umfram grunnskólapróf. Með útreikningum er sýnt fram á að launakerfið á íslandi umbunar fólki ekki fyrir þá menntun, sem það aflar sér, nema í afmörkuðum undantekningartilfellum. Þessu verður að breyta, eigi ekki annað af tvennu að gerast, líkt og Tryggvi Þór bend- ir á; að skynsamt fólk hætti að mennta sig eða flytjist úr landi. Sé horft til framtíðar er ljóst að gera verður átak í því að auka mannauð þjóðarinnar, bæta menntakerfið og hvetja ungt fólk til að sækja sér menntun. Það er undir- staða áframhaldandi velsældar þjóðarinnar. EITT af barnabörnum Dengs Xiaopings, leiðtoga Kína, kyssir hann á kinnina. Myndin var DROTTNARIE FALLINN FI Að Deng Xiaoping, drottnara Kína, látnum er talið að lítið muni breytast í landinu þótt harðvítugt uppgjör um völd fari í hönd. Hann var frumkvöðull efnahagsumbóta að vestrænum hætti, en lét berja niður þá, sem kröfðust tjáningar- og athafnafrelsis. Agúst Asgeirsson rekur ævi Dengs. verður heljarmikil útför þegar hann deyr,“ sagði Bakken aðspurður um hvað gerðist eftir dauða Dengs. Stjórnmálaskýrendur eru á því að í hönd fari valdastríð og margt höf- uðið kunni að eiga eftir að fjúka. Uppgjörið gæti kristallast í deilum um árangurinn af efnahagsstefnu Dengs, en út af fyrir sig sé verð- bólga, mikill ójöfnuður milli héraða, siðferðiskreppa og þverrandi mið- stjórnarvald nægur efniviður í póli- tíska upplausn. Þá velta stjórnmála- skýrendur því fýrir sér hvort gífurleg spilling í röðum embættismanna flokksins, ólga meðal borgara og póli- tískt uppnám ríði umbótunum að fullu að Deng látnum. Sjá menn fyrir sér ýmist nýtt ofurríki eða land sem klofnar upp vegna svæðisbundinnar togstreitu og borgarastríðs. Sérfræð- ingar breska blaðsins Daily Telegraph halda því fram, að við andlát Dengs sé djúpstæð kreppa með ófyrirsjáan- legum afleiðingum skollin á i Kína. Hinn útvaldi eftirmaður Dengs sem leiðtogi Kommúnistaflokksins, Jiang Zemin, erfir ríki þar sem ekki er að fínna innbyggt gangverk fyrir til- færslu valds. Margir segja að þar hafi Deng gert glappaskot. í ljós hafí komið í uppgjöri hans við óskilvirkt skriffínnskukerfí 1992, er honum þótti hægagangur kominn í umbætur, að honum hafði mistekist að fá nokkrum DENG Xiaoping, drottnari Kína, sem lést í gær á 93. aldursári, átti sér mörg pólitísk líf og áhrifamesti kommúnistaleiðtogi landsins í ára- tugi. Hann var raunsæismaður sem reis þrisvar til valda á ný eftir póli- tíska útskúfun í hreinsunum vinstri harðlínumanna. Notaði tól og tæki kapitalista til þess að treysta völd Kommúnistaflokksins sem hann trón- aði yfir. Með því tókst honum að draga Kína út úr hafti hugmyndafræði Maós formanns og stalínskrar miðstýringar. Með efnahagsumbótum sem leiddu á tímabili til hraðasta hagvaxtar í heim- inum hóf hann tugmilljónir Kínverja úr örbirgð og veitti þeim tækifæri til þess að freista gæfunnar í markaðs- kerfi. Við fráfall Dengs vakna spum- ingar um hvað við tekur í Kína og eru sjónarmiðin á tvo vegu. í samtali við Morgunblaðið 9. febr- úar sl. um ástand og horfur í Kína sagðist norski prófessorinn og Kína- fræðingurinn Borge Bakken hallast að því að breytingarnar yrðu ekki miklar við fráfall hans. „Það getur auðvitað allt gerst en umbæturnar munu halda áfram. í mesta lagi verða átök í kommúnistaflokknum milli fyikinga um hraða umbóta og ómögu- legt að segja hveijir ná yfirhöndinni; frjálslyndari öfl eða afturhald. Það eina sem örugglega gerist er að það DENG Xiaoping, leiðtogi Kína, 1 ingu í Peking árið 1981. Átta áru ar lýðræðissinnar skákuðu valdi með mótmælum á Torgi hins him tóku margir að efast um að efi hleypti af stað, myndu leiða ti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.