Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 42. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, andast af völdum Parkinsons-veiki og lungnasýkingar Vona að valdaskiptin við frá- fall Dengs verði friðsamleg Deng lofsamaður fyrir þátt sinn í miklum umskiptum í Kína Peking, Washington, London. Reuter. DENG Xiaoping, æðsti leiðtogi Kína, lést af völdum fylgikvilla Parkinsons-veiki og lungnasýkingar í gær, á 93. aldursári. Leiðtog- ar erlendra ríkja fóru lofsamlegum orðum um Deng og þátt hans í að koma á róttækum efnahagsumbótum í landinu og nánari tengslum við Vesturlönd. Þeir létu ennfremur í Ijós þá von að andlát hans leiddi ekki til mannskæðrar valdabaráttu. Reuter DENG Xiaoping (t.v.) ræðir við Maó formann í Shandong-héraði í mars 1959, tíu árum eftir að kommúnistar komust til valda í Kína. Sérfræðingar í stjórnmálum Kína töldu að forystumenn komm- únistaflokksins myndu þjappa sér saman fyrstu vikurnar eftir andlát Dengs og spáðu því að lítil breyt- ing yrði á stefnu stjórnarinnar í innanríkis- og utanríkismálum næstu mánuðina. Þeir sögðu þó líklegt að leiðtogarnir tækjust á um völdin siðar þar sem þeir stæðu frammi fyrir mjög erfiðum ákvörð- unum vegna hinna miklu umskipta sem ættu sér stað í landinu. Bandarískir embættismenn töldu ekki ástæðu til að óttast harða valdabaráttu í Kína. Deng hefði ekki tekið virkan þátt í stjórn landsins síðustu árin og eftirmaður hans, Jiang Zemin, væri þegar orðinn leiðtogi kommúnistaflokks- ins, forseti landsins og æðsti yfir- maður hersins. Valdaskiptin væru því þegar afstaðin. „Mikill byltingarmaður og stjórnskörungur" Fréttastofan Xinhua birti langa minningargrein þar sem farið var fögrum orðum um manninn sem stjórnaði Kína frá árinu 1978 þar til hann lét af síðasta embættinu árið 1990 og hafði úrslitaáhrif á stefnu stjórnarinnar til dauðadags. „Félagi Deng Xiaoping var af- burðaleiðtogi sem naut mikillar virðingar innan flokksins og hers- ins og meðal fólks af öllum þjóð- flokkum í Kína,“ sagði fréttastof- an. „Hann var mikill marxisti, mikill byltingarmaður, stjómskör- ungur, herstjórnarsnillingur og lip- ur samningamaður, þrautreyndur baráttumaður fyrir málstað kom- múnismans, aðalhöfundur sósíal- ísku umbótanna í Kína og frumhöf- undur kenningarinnar um upp- byggingu sósíalisma með kínversk- um sérkennum." Útfararnefnd skipuð Tilkynnt var að skipuð hefði verið 459 manna nefnd til að ann- ast útför Dengs og Jiang Zemin forseti verður formaður hennar. Allt stjórnmálaráðið, sem er skipað 18 mönnum, verður í nefndinni, svo og tveir menn sem tóku þátt í byltingu kommúnista, Yang Shangkun, 89 ára fyrrverandi for- seti, og Peng Zhen, 95 ára fyrrver- andi forseti þingsins. Öldungarnir tveir voru nánir bandamenn Dengs og eru taldir geta haft veruleg áhrif á þróunina í kínverskum stjórnmálum á bak við tjöldin. Utfararnefndin tilkynnti í gær- kvöldi að samkvæmt kínverskri hefð yrði engum erlendum gestum boðið í útförina. „Einstakur stjórnmálamaður" Erlendir leiðtogar fóru lofsam- legum orðum um Deng. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, lýsti honum sem „einstökum stjórn- málamanni" sem hefði sett mark sitt á heimsmálin í tvo áratugi. „Ævi Dengs náði yfir öld umróts, örðugleika og einstakra breytinga í Kína,“ sagði forsetinn. „Hann ýtti úr vör sögulegri umbótaáætl- un, sem stórbætti lífskjör Kínverja og færði stóran hluta landsins í nútímalegt horf.“ Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að það væri Kínveijum og öðrum þjóð- um heims fyrir bestu ef andlát Dengs leiddi ekki til valdabaráttu í Peking. George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði að Deng hefði gegnt „mikilvægu hlutverki í að koma á sterkum tengslum milli Bandaríkjanna og Kína“. Bush var sendiherra Bandaríkj- anna í Peking á árunum 1974-76 og átti fund með Deng í Kína skömmu eftir að hann varð forseti árið 1989. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lýsti Deng sem „spá- manni“ sem hefði átt stóran þátt í efnahagsuppganginum í Kína. Hann bætti við að sú stefna Dengs að innleiða markaðshagkerfi í Kína hefði greitt fyrir yfirlýsingu Breta og Kínveija frá árinu 1984, sem tryggði að kapítalíska hag- kerfinu í Hong Kong yrði haldið í hálfa öld eftir að breska nýlend- an yrði aftur hluti af Kína síðar á árinu. Háttsettur embættismaður í Tævan hvatti íbúa eyjunnar til að taka fréttinni um andlát Dengs með ró og sagði hana ekki hafa áhrif á afstöðu tævönsku stjórnar- innar til Kína. „Stjórnin hefur þeg- ar mótað stefnu sem samræmist aðstæðum eftir andlát Dengs.“ Reyndu barkaskurð Allt var með kyrrum kjörum á götum Peking eftir að tilkynnt var um andlát Dengs um miðja nótt að staðartíma. Lögreglan var þó með óvenju mikinn viðbúnað við skrifstofur stjórnarinnar í mið- borginni og helstu gatnamót. Tveir lögreglumenn, vopnaðir rifflum, voru á varðbergi á götu við hús Dengs í miðborginni og yfirheyrðu erlenda fréttamenn sem námu þar staðar á bílum sínum. Andlát Dengs var tilkynnt í bréfi til Kommúnistaflokksins, hersins og forystumanna ýmissa þjóð- flokka í Kína, að sögn Xinhua, sem sagði að hann hefði andast klukkan 13.08 að íslenskum tíma. Frétta- stofan sagði að öndunarfærin hefðu hætt að starfa og læknum hefði ekki tekist að bjarga lífi hans. Kínverskir heimildarmenn sögðu að læknarnir hefðu gert barka- skurð til að freista þess að bjarga lífi Dengs en það hefði ekki borið tilætlaðan árangur. Hann mun hafa andast í höfuðstöðvum stjóm- arinnar nálægt Torgi hins him- neska friðar. Undanfarna daga höfðu átt sér stað miklar vangavelíur um að Deng lægi banaleguna. ■ Drottnari Kína/30-31 Hirðingjar numdir á brott YASSER Arafat, leiðtogi palestínsku sjálf- stjórnarsvæðanna, mótmælti í gær áformum ísraela um að reisa nýtt hverfi fyrir gyðinga í Austur-Jerúsalem og sagði þau torvelda frek- ari friðarumleitanir. Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, hóf viðræður við stjórn- arsinna og stjórnarandstæðinga á ísraelska þinginu til að freista þess að tryggja samstöðu um málið. ísraelska lögreglan lauk í gær við að bera út palestínska hirðingja úr tjaldbúðum austur af Jerúsalem til að rýma fyrir íbúðum handa gyðingum. Hirðingjarnir voru fluttir á annan stað þar sem hver fjölskylda fær lítinn land- skika á leigu til 25 ára. Mannréttindahreyfing- ar segja að ný heimkynni hirðingjanna séu heilsuspillandi þar sem þau séu um 500 metra frá öskuhaugum. Reuter ÍSRAELSKIR lögreglumenn draga aldraðan hirðingja, sem reynir að beija þá með staf. Mannskæð aurskriða í Perú Cuzco. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagði í gærkvöldi að 250-300 manns hefðu grafist undir aur- skriðu sem lagði tvö afskekkt þorp í Andesfjöllum í rúst. íbúar þorpanna tveggja, Ccoc- ha og Pumaranra í suðaustur- hluta Perú, höfðu yfirgefið heim- ili sín vegna flóða um helgina. Þeir höfðust við í fjallshlíð fyrir ofan þorpin og urðu þar fyrir aurskriðunni. Björgunarsveitir höfðu fundið 47 lík í gærkvöldi og Fujimori sagði að fáir hefðu fundist á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.