Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 31 Reuter leilsar með herkveðju á hersýn- m síðar beitti hann hernum þeg- kínverska kommúnistaflokksins ineska friðar í Peking. Eftir það lahagsumbætur þær, sem Deng 1 aukins frjálsræðis í landinu. öðrum raunveraleg völd þótt hann væri horfínn úr embættum. Á flokks- þinginu það ár vora kapitaiískar hag- kenningar hans hafnar í æðra veldi og jafnað við Guðspjöll. Jiang er sagð- ur eiga sér öfluga keppinauta í stjóm- málaráðinu og óvíst sé að honum hafí tekist á undanfömum tveimur til þremur áram að tryggja sér æðstu völd að Deng frágengnum. Hann er sagður mun varfærnari en Deng og vilja fara sér hægar í umbótum. Meðal bandamanna og keppinauta Jiangs í valdataflinu eru nokkrir þeirra sem nú eru í fastanefnd stjórn- málaráðsins, æðstu valdastofnunar Kommúnistaflokksins. Fremstur þeirra er Zhu Rongji. Hann er mað- urinn sem margir á Vesturlöndum viidu að kæmist til æðstu metorða. Hann er talinn hreinskiptinn og fellur kaupsýslumönnum vel í geð. Ein- hverju sinni lét Deng þau orð falla að þar væri kominn maður „sem hefði vit á efnahagsmálum". Li Peng for- sætisráðherra er kostur íhaldsmanna í kínverska stjórnkerfinu en þó er talið óvíst að hann vilji taka að sér forystuhlutverkið sjálfur heldur vera áfram í öðru sæti. Harðlínumenn komu forverum Jiangs, Zhao Ziyang og Hu Yaobang, frá eftir ólgu í þjóðfélaginu. Deng neyddist tii að fórna þeim til að halda sáttum milli fylkinga. Zhao var ýtt til hliðar nokkrum dögum eftir blóð- baðið á Torgi hins himneska friðar 1989 en Hu varð undir í valdabaráttu tveimur áram áður. Vegna aukinnar óvissu um heilsu Dengs fyrir tveimur árum varaði bandaríska varnarmálaráðuneytið við óstöðugleika og jafnvel upplausn í Kína eftir fráfall hans. í skjali um ástand og horfur í Kína í náinni fram- tíð sagði, að helmings líkur væru á því, að ríkið liðaðist í sundur í valda- baráttu eftir fráfall Dengs. „Það hef- ur hver sem er möguleika á að hreppa Kína eftir andlát Dengs,“ sagði í skjalinu. „Það er ekkert valdajafn- vægi milli pólitískra afla og fráfall Dengs mun skilja eftir sig tómarúm sem bæði afturhaldsöflin og umbóta- sinnar munu reyna að færa sér í nyt.“ Sérfræðingar bandaríska vamar- málaráðuneytisins sáu fyrir sér þijá hugsanlega möguleika í Kína þegar valdatíma Dengs lyki. í fyrsta lagi, að nýr harðstjóri risi upp sem kynni að reyna að innlima Tævan með hern- aði og bæla niður andóf í Hong Kong. í öðru lagi, að samþjöppun valds í Peking hyrfí og völdin færðust til svæðisbundinna stjóma eða héraða. í þriðja lagi, að algjört félagslegt og pólitískt hrun ætti sér stað, bændur og verkalýður risu upp og eriendur gjaldeyrir streymdi úr Iandi. Ólíkleg- asti möguleikinn, að mati sérfræðinga Pentagon, var að við taki lýðræðisleg- ar umbætur í Kína. Hins vegar þótti þeim aðeins 30% líkur á að valda- kerfi kommúnista héldi velli eftir andlát Dengs. Niðurstöður sérfræð- inga ráðuneytisins endurspegla áhyggjur valdamanna á Vesturlönd- um um framtíð Kína. Svartir kettir eða gráir Deng er forgöngumaður efnahags- umbóta og markaðskerfís í Kína. Allt frá því hann varð óumdeildur leiðtogi Kína 1978 barðist hann fyrir umbót- um með það að leiðarljósi að „dýrð- legt væri að græða“. Losaði hann efnahagslífíð úr spennitreyju komm- únismans og gaf atvinnurekstri lausan tauminn. Deng lét sig litlu varða hvað stjórntækin hétu svo fremi þau tryggðu völd Kommúnistaflokks- ins. Hvort hlutabréfamarkaður eða erlendar Ijárfestingar væru tæki kap- italista eða kommúnista varðaði hann engu. „Það skiptir ekki máli hvort kötturinn er svartur eða grár. Meðan hann veiðir mýs er hann góður,“ sagði hann í einni rökræðunni um umbætur á stjómarstefnunni. Það var sannfær- ing Dengs, að hagsæld væri það eina sem komið gæti í veg fyrir að örlög kínverska kommúnistaflokksins yrðu hin sömu og þess sovéska og af- sprengja hans. Þess vegna leyfði hann starfsemi einkafyrirtækja, stofnaði sérstök efnahagssvæði og opnaði hluta- og verðbréfamarkað, sem lok- að var áratugum áður af kommúnist- um. Upprætti hann samyrkjubú sem voru hornsteinn byltingarstefnu Maós og leyfði smábændum að njóta sín. Borgarbúar áttu þess einnig kost að keppa að bættri afkomu án þess að MAO Tsetung reyndi oft og tíðum að auglýsa líkamlega hreysti sína með mikium sundsprettum. Hér sést Deng Xiaoping á sundi í Beidaihe í Hebei-héraði árið 1987. ÞEIR opnuðu Kína. Deng Xiaoping og Richard Nixon ræðast við í Höll alþýðunnar í Peking árið 1982. STEINGRÍMUR Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, ræðir við Deng Xiaoping, leiðtoga Kína, í Peking 28. október árið 1986. hljóta pólitíska fordæmingu, ný at- vinnustarfsemi og fijálsir markaðir spruttu upp út um allt. Opnaði hann Kína fyrir vestrænum fyrirtækjum og erlendri íjárfestingu. Sendi herinn á lýðræðissinna Hinsvegar leyfði hinn lágvaxni leiðtogi hvorki tjáningarfrelsi né ann- að athafnafrelsi sem losað gat um taumhald flokksins. Félagslegar- og lýðræðisumbætur lét hann sömuleiðis bíða. Varðist hann öllum vestrænum stjórnmálakennisetningum af krafti og sagði að Kínveijar myndu halda sig við „sósíalisma með kínverskum formerkjum". Ófeiminn við hvaða afleiðingar það hefði í mannslífum sendi Deng alþýðuherinn á endanum á umbótasinnaða stúdenta sem fengið höfðu allt að eina milljón manns til þátttöku í aðgerðum sínum á Torgi . hins himneska friðar í maí og júní '' 1989. Þeim lauk með blóðbaði undir stálbeltum skriðdrekasveita. Deng Xiaoping varð þrisvar sinnum fyrir barðinu á pólitískum hreinsunum og féll í ónáð. Hann varð undir í deil- um innan flokksins árið 1933 en tók þátt í göngunni miklu 1934-35 og komst til æðstu valda á ný. Honum var steypt af stóli 1966 í upphafí menningarbyltingarinnar og knúinn til sjálfsgagnrýni. Neyddist hann til að starfa í mötuneyti háskóla og einn- ig sem svínahirðir. Hann var sendur í útlegð til Jiangxi-héraðs og fékk starf í dráttarvélaverksmiðju. Sonur hans Deng Pufang fór ekki varhluta af of- sóknunum. Rauðir varðliðar þvinguðu- hann til að kasta sér út um glugga í Peking-háskóla með þeim afleiðingum að hann varð krypplingur fyrir lífstíð. Deng var endurreistur öðra sinni 1973 og töldu þá margir að hann yrði arf- taki Zhou Enlais. Það var skammgóð- ur vermir því fjórmenningaklíkan, sem tók við völdum við andlát Maós 1976 undir forystu Jiang Quing, ekkju hans, úthýsti honum á ný. Var hann endur- reistur þriðja sinni árið eftir er fjór- menningaklíkan féll og tók síðan völd- in af Hua Guofeng, útvöldum eftir- manni Maós 1978, og varð það upp- haf Deng-tímabilsins. Deng fæddist í héraðinu Sichuan í suðvesturhluta Kína 22. ágúst 1904, sonur stórbónda og hjákonu hans. Sjálfur kvæntist Deng þrisvar, fyrsta konan dó og önnur skildi við hann. Með þeirri þriðju eignaðist hann tvo syni og þijár dætur. Steingrímur Hermannsson Einn helstu leið- toga þessarar aldar STEINGRÍMUR Hermannsson Seðlabankastjóri sagði í gærkvöldi að Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, sem lést í gær hefði verið einn af helstu leiðtogum þessarar aldar og mundi áhrifa hans gæta fram á þá næstu. Steingrímur fór í heimsókn til Kína í október árið 1986 þegar hann var forsætisráðherra og átti þá fund með Deng Xiaoping, sem lést í gær. „Hann er einn af eftirminnilegustu mönnum, sem ég hef hitt,“ sagði hann. „Það sem sló mig fyrst þegar Deng tók á móti mér í anddyri Hallar alþýð- unnar í Peking var hvað hann var lágvaxinn. Hann náði mér ekki í herðar. Hann var ákaflega glaðlegur og ég gleymi aldrei að í viðræðum okkar vísaði hann mikið í Konfúsíus og fór með mörg af hans spakmæl- um.“ Steingrímur kvaðst hafa bent á að hann kæmi frá einu af minnstu ríkjum heims, en Deng væri leiðtogi þess stærsta: „Deng svaraði því að þetta væri rangt og þegar ég spurði hvernig hann kæmist að þeirri niðurstöðu sagði hann: „Þið eruð með ríkustu þjóðum heims, en við með þeim fátækustu. Því eruð þið með stærstu ríkjum heims, en eftir hundrað ár verðum við búnir að ná ykkur“.“ Þegar Steingrímur kom til Kína hafði Míkhaíl Gorbatsjov verið við völd í Sovétríkjunum í rúmt ár og hrint af stað umbótastefnu sinni. Kvaðst Stein- grímur hafa spurt Deng hvernig honum litist á stefnu Sovétleiðtogans, sem kennd var við perestrojku og glasnost. Deng hefði sagt að stefna Gorbatsjovs væri vonlaus því að hann hefði byijað á toppnum. í Kína hefði verið byijað neðst og bóndinn verið fyrsti kapitalistinn. „Hann var leiðtogi risaþjóðar og ég held að ekki sé allt komið fram, sem rekja megi til hans,“ sagði Steingrímur um arfleifð Dengs. „Það er ómetanlegt að honum tókst að víkja menningarbyltingunni til hliðar og enginn getur gert sér í hugarlund hvað hefði gerst hefðu þeir, sem þá réðu, orðið ofan á.“ Davíð Oddsson Ekki snúið frá vest- urvæðingarstefnu " DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ekki verði horfið frá kenningum Dengs Xiaoping um að opna efnahags- og atvinnukerfi Kína í kínverskum sljórn- málum að leiðtoganum látnum. Hann segir að Deng hafí tekist að stýra Kína frá efnahagslegri einangrun og af þeim sökum megi hiklaust telja hann einn af athyglisverðustu stjórnmálamönnum 20. aldar. Davíð segir að Deng hafi verið nyög merkilegur stjórnmálamaður í Kína einkum vegna þess að hann var áhrifamaður um langt skeið. „Það hefur verið sagt um kínverska leiðtoga að þeir hafi keisaralegt yfirbragð. Þeir geta hætt í starfi en þeir eru leiðtog- ar þar til þeir deyja. Þegar Deng dó hafði hann ekkert opinbert starf með höndum annað en að vera heiðursforseti kínverska bridssambandsins. Samt sem áður var hann óumdeildur leiðtogi Kína vegna þess að keisarar segja ekki af sér, þeir deyja.“ Að sögn Davíðs þótti fyrir andlát Dengs álitamál hvort hið nýja efnahagskerfi sem hann bjó til lifði hinn aldna leiðtoga. „Hann leyfði einkavæðingu og samskipti við erlend fyrirtæki. Hann fylgdi reglunni eitt ríki, tvö kerfi og hafði í huga svæði eins og Hong Kong og Sjanghæ og reyndar samskipti við Tævan með vissum hætti. Flestir telja að hagsmunirn- ir sem bundnir eru við kenningar Dengs muni halda og þess vegna verði ekki um afturhvarf til fortíðar að ræða. Eg hef trú á því að Kína muni halda áfram á sömu braut, afturhvarfið yrði of sársaukafullt og yrði ekki þolað.“ Davíð tekur undir með þeim sem spá forseta Kína, Jiang Zemin, sigri í valdabaráttu gegn forsætisráð- herra landsins, Li Peng, m.a. vegna tengsla hans við kínverska herinn. Hann kveðst aðspurður ekki eiga von á að tími hinna kommúnísku keisara sé liðinn og að stjórnkerfið þróist í vestræna átt. Davíð telur að fráfall Dengs hafi ekki sérstök áhrif á samband íslands og Kína. Samskipti ríkjanna hafí byggst á vesturvæðingarstefnu Dengs og það væri sitt mat að þeirri stefnu yrði ekki breytt. •'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.