Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ verður ekkert mál að rífa blaðið upp, strákar. Bara að hafa nóg af klámi og kynlífi fiska á hverri síðu. . . Morgunblaðið/Ásdís FULLTRÚAR bjóðenda fylgjast með því þegar tilboðin voru opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í gær. Kaup ÚA á vinnslufiski frá Noregi Lítið af fiski á markaðnum FORSVARSMENN Útgerð- arfélags Akureyringa hf. höfðu vonast til að fyrsti farmurinn af ferskum fiski sem ÚA hyggst kaupa frá Noregi kæmi til vinnslu í frystihúsum félagsins á Akureyri og Grenivík nk. mánudag. Nú er ljóst að af því verður ekki en vegna ótíðar á Lofoten svæðinu hafa afla- brögð þar verið með eindæm- um léleg. Magnús Magnússon, for- stöðumaður framleiðslu- og markaðssviðs ÚA, vonast til að fyrsti farmurinn frá Noregi að þessu sinni komi til vinnslu und- ir lok næstu viku. ÚA tók ný- lega norskt flutningaskip á leigu, til að sækja fískinn til Noregs en ekki þykir hagkvæmt að sigla á milli landanna nema með töluvert magn í einu. „Vegna þess hversu aflabrögð hafa verið léleg er mikill skortur á físki á svæðinu og samkeppn- in á markaðnum því harðari fyr- ir vikið.“ Magnús var staddur í Hol- landi í gær, þar sem hann og fleiri forsvarsmenn íslenskra fískvinnslu- og sölufyrirtækja voru m.a. að skoða búnað og tæki til frekari vinnslu hráefnis- ins. „Það er stefna okkar að vinna hráefnið frekar og það hlýtur að koma að því,“ sagði Magnús. Hverfilsamstæða í Nesjavallavirkjun Lægsta boð 76,1% af áætlun JAPANSKA fyrirtækið Sumitomo Corporation átti lægsta tilboð, rúm- lega 1,2 milljarða, í hverfilsam- stæðu fyrir Nesjavallavirkjun. Er það 76,1% af kostnaðaráætlun, sem er rúmir 1,6 milljarðar. Fjögur tilboð bárust. Mitsubishi Corporation átti næstlægsta boð, rúmlega 1,3 milljarða, eða 79,7% af áætlun. Þá kom franska fyrir- tækið GEC Alsthom, með rúmlega 1,4 milljarða og loks ítalska fyrir- tækið Ansaldo Energia S.P.A., með rúmlega 1,6 milljarða eða 98,8% af kostnaðaráætlun. Að sögn Marínós Þorsteinssonar, skrifstofustjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, verður farið yfír tilboðin með tilboðsgjöfunum áður en ákvörðun verður tekin. Samband móður og barns metið Islenskar mæð- ur kaldlyndari en bandarískar VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR VALGERÐUR Ólafs- dóttir flytur fyrir- Iestur í kvöld á vegum Félags íslenskra háskólakvenna og Kven- stúdentafélags íslands. Fundur þeirra hefst klukk- an 18 í Þingholti á Hótel Holti. Valgerður er félags- sálfræðingur og mun fjalla um samband móður og barns á íslandi í saman- burði við þetta samband í Bandaríkjunum og Japan. A hvaða rannsóknum byggist lesturínn? „Annarsvegar rannsókn á sambaridi íslenskra mæðra og tveggja ára gamalla barna þeirra. Kon- urnar voru valdar af handa- hófi og sambandið greint með aðstoð myndbands. Ég hafði tvo samanburðar- hópa, annan með banda- rískum mæðrum og börnum og hinn með japönskum. M.A.-verk- efnið mitt byggist á þessari rann- sókn. Hinsvegar reisi ég niðurstöður mínar á rannsókn sem hófst 1992 og stendur enn. Hún felst í við- tölum við íslenskar mæður um samband sitt við mæður sínar. Hér er því um að ræða tvær ólíkar rannsóknaraðferðir en á hinn bóg- inn benda rannsóknarniðurstöð- urnar í sömu átt.“ - Hverjar eru svo niðurstöðurnar? „Það má merkja greinilega fjar- lægð í sambandi íslenskra mæðra gagnvart börnum sínum, sam- kvæmt niðurstöðum mínum. Það er eins og móðirin og barnið lifi í tveimur ólíkum heimum og að færri snertifletir séu á milli þeirra en bandarískra og japanskra mæðra og bama.“ - Hvað áttu við? „íslenskar mæður veigra sér við að tjá börnum sínum tilfinningar sínar og ást, samkvæmt rannsókn- unum, og börnin eru full efa og spurninga um samband sitt við þær. Það er eins og þau skilji ekki sambandið, sem virðist einkennast af misskildum skilaboðum. Bömin eru óvissari um sambandið en jap- önsku og bandarísku börnin í sam- anburðarhópunum. Báðar rannsóknirnar sem ég gerði benda til að samband ís- lenskra mæðra og barna einkenn- ist meira af skilningsleysi og ráða- leysi en sama samband meðal hinna þjóðanna, þar sem samband- ið er innilegra og áberandi hlýrra, sérstaklega það japanska. íslenskar mæður eru tregar til að sýna hlýju, þær em stjórnsam- ari en kynsystur þeirra í saman- burðarhópunum og börnin eru hlýðnari en a.m.k. japönsku börn- in. íslensku mæðurnar sem ég tók viðtal við um mæður sínar lýsa margar hveijar von- brigðum yfír sambandi sínu við foreldra sína og segja að það hafí skort traust. En þegar þær ræða um samband sitt við foreldra sína minna þær mjög á börnin á myndböndunum.“ -Hver er ástæðan fyrir því að ís- lenskar konur eru kaldlyndari mæður en þær í samanburðarhóp- unum? „Ég leita skýringa í sögu þjóð- arinnar, þegar foreldrar hikuðu vegna landlægs barnadauða við að bindast börnum sínum of sterkum tilfínningaböndum. Þeir þurftu að ► VALGERÐUR Ólafsdóttir er fædd áríð 1951 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1971 og meinatæknir frá Tækniskóla Is- lands árið 1974. Eftir rannsókn- arstörf á íslandi og í Bandarílg- unum stundaði hún nám í sál- fræðivið University of Chicago og lauk prófum með M.A.-gráðu árið 1991. Rannsóknarverkefni hennar varum samband móður og barns á íslandi. Hún starfaði í þroskasálfræðideild háskólans í Chicago þangað til hún fluttist til Boston þar sem hún Iagði stund á nám í Client Centered Therapy og Focusing Therapy. Hún flutti heim aftur síðastliðið haust. Eiginmaður Valgerðar er Kári Stefánsson og eiga þau þrjú börn. sýna æðruleysi gagnvart dauð- anum vegna harðæris í landinu og slæms aðbúnaðar. íslenskar mæð- ur fínna því ekki í sögunni hina alltumlykjandi og hlýju móður. Fordæmið og ímyndina vantar." - Eru þá kaldlyndar mæður ís- lenskur veruleiki? „Já, samkvæmt minni rann- sókn, en ég tel tíma til kominn að móðurhlutverkið verði endur- skoðað því það ætti að endur- spegla íslenskt samfélag. Við erum föst í gamla veruleikanum um harðbýla landið. Okkur er kannski orðið óhætt að opna okkur og hætta á að tjá ást okkar opin- skátt. Við erum ekki lengur að ala upp einstaklinga sem þurfa að lifa af í harðbýlu landi. Aðstæðurnar eru breyttar og það má breyta móðurhlutverkinu og hafa um leið áhrif á allt samfélagið." - Hvernig á að breyta því? „Hlutverk mitt er ekki að fínna lausnir, heldur að benda á með gagnrýni hvar mætti gera betur, og það er byijunin á því verkefni að breyta móðurhlutverkinu til samræmis við nútíðina. En rannsóknirnar koma hins- vegar heim og saman við rannsókn Baldurs Kristjánssonar. Nið- urstöður hans sýndu að slysatíðni meðal barna er mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum, og að þau njóta minni leiðsagnar en almennt gerist í hinum vestræna heimi. Það bendir til að ennþá eimi eftir af einhverri hættu, aftan úr grárri forneskju, í sambandi ís- lenskrar móður og barns.“ Vantar for- dæmi fyrir hlýrri móður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.