Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um veitingu sérleyfa Öll sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum falla úr gildi 29. febrúar 1997. Vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum nr. 53/1987 um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum hefur samgönguráðherra ákveðið að framlengja gildandi sérleyfi til og með 29. ágúst 1997. Sérleyfúm verður úthlutað á ný frá og með 1. september 1997. Þeir aðilar sem hug hafa á að sækja um sérleyfi verða að leggja inn umsókn til samgönguráðuneytisins fyrir 1. apríl nk. Veiting sérleyfa mun að öðru jöfinu miðast við akstur á eftirtöldum leiðum. Umsækjendum er þó bent á að þeir geta sótt um hluta af þeim leiðum sem tilgreindar eru og jafnframt tengt saman flciri en eina leið eða hluta af leiðum. Hringtenging: Hl. Reykjavík - Borgarnes - Brú - Hvammstangavegamót - Blönduós - Varmahlíð - Akureyri. Ekið í gegnum Hvalfjarðargöng og um Akranes eftir að göngin verða tekin í notkun. H2. Reykjavík - Hveragerði - Selfoss - Hella - Hvolsvöllur - Vík - Kirkjubæjarklaustur - Skaftafell - Höfin. H3. Akureyri - Laugar - Skútustaðir - Reykjahlíð - Egilsstaðir. H4. Höfh - Djúpivogur - Breiðdalsvík - Egilsstaðir. Heimilt ao aka hvort sem er Brciðdalshciði cða um Suðurfirði. Vesturland og Vestfirðir: VI. Reykjavík - Akrancs. Ekið í gegnum Hvalfjarðargöng eftir að göngin vcrða tckin í notkun. V2. Reykjavík - Borgarncs. V3. Borgames - Borgarfjarðarhérað. Akstur skal eftir atvikum miðast við að þjóna a.m.k. Varmalandi, Reykholti, Húsafclli og Hvanneyri. V4. Borgames - Stykkishólmur - Gmndarfjörður - Ólafsvík - Hellissandur - Arnarstapi. Sérlcyfishafa ber að tcngja þessa staði innbyrðis eins og kostur er, ásamt bcinni tcngingu við sérlcyfisfcrðir á leið H1 og ferðir flóabátsins Ðaldurs að og frá Stykkishólmi. V5. Borgarnes - Búðardalur - Rcykhólar, ásamt sumarakstri til Brjánslækjar. Með beinni tengingu við sérleyfisferðir á leið H1. V6. Brú - Ilólmavík - ísafjörður. Með beinni tengingu við sérleyfisferðir á leið H1. V7. Hólmavík - Drangsnes. Með beinni tengingu við sérlcyfisferðir á lcið V6. V8. Brjánslækur - Patreksfjörður - Tálknafjörður - Bíldudalur, ásamt sumarakstri milli Brjánslækjar og ísafjarðar. Sérleyfishafa bcr að tengja þessa staði innbyrðis eins og kostur er, ásamt beinni tengingu við flug á Patreksfjarðarflugvöll og Bíldudalsflugvöll og fcrðir Flóabátsins Baldurs að og frá Brjánslæk. V9. Bolungarvík - ísafjörður - Súðavík. Mcð beinni tengingu við flug á ísafjörð. VI0. ísafjörður - Suðurcyri - Flateyri - Þingeyri. Sérleyfishafa ber að tengja þessa staði innbyrðis, eins og kostur er, ásamt beinni tcngingu við flug á ísafjarðarflugvelli. Norðurland: Nl. Hvammstangavegamót (Norðurbraut) - Hvammstangi. Mcð beinni tcngingu við sérleyfisferðir á Icið Hl. N2. Blönduós - Skagaströnd. Mcð beinni tengingu við sérleyfisferðir á leið Hl. N3. Varmahlíð - Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður. Með beinni tengingu við sérlcyfisferðir á lcið H1 og tcngingu við flug á Sauðárkróksflugvclli. N4. Akureyri - Arskógssandur - Dalvík - Ólafsfjörður, ásamt sumarakstri til Siglufjarðar. Með beinni tengingu við sérleyfisferðir á leið H1, við Hríseyjarferju á Árskógssandi, Grímseyjarferju á Dalvík og flug á Akureyrarflugvöll N5. Akureyri - Húsavík - Asbyrgi - Kópaskcr - Raufarhöfn - Þórshöfn - Bakkafjörður - Vopnafjörður - Egilsstaðir. N6. Húsavík - Laugar - Skútustaðir - Reykjahlíð. Með beinni tengingu við flug á Húsavíkurflugvöll. Austurland: Al. Egilsstaðir - Eiðar - Bakkagerði. Með beinni tengingu við flug á Egilsstaðaflugvöll. A2. Egilsstaðir - Seyðisfjörður. Með beinni tengingu við flug á Egilsstaðaflugvöll og við millilandafcrju á Scyðisfirði. A3. Egilsstaðir- Reyðarfjörður - Eskifjörður - Neskaupstaður. Með beinni tengingu við flug á Egilsstaðaflugvöll. A4. Egilsstaðir - Reyðarfjörður- Fáskrúðsfjörður - Stöðvarfjörður - Brciðdalsvík. Með beinni tengingu við flug á Egilsstaðaflugvöll og sérleyfisleiðir á lcið H4. A5. Egilsstaðir - Hallormsstaður. Með beinni tengingu við flug á Egilsstaðaflugvöll. Suðurland: 51. Reykjavík - Þingvellir. 52. Reykjavík - Þorlákshöfn. Með beinni tengingu við ferðir Vcstmannaeyjaferjunnar. 53. Selfoss - Stokkseyri - Eyrarbakki - Þorlákshöfh - Hveragerði. 54. Selfoss - uppsvcitir Amessýslu vestan Hvítár. Akstur skaf cftir atvikum miðast við samgönguþörf Biskupstungna, (Skálholt, Haukadalur og Gullfoss), Grímsness, Laugardals (Laugarvatn) og Þingvalla. 55. Selfoss - uppsveitir Amessýslu neðan Hvítár. Akstur skal eftir atvikum miðast við samgönguþörf Skeiða-, Gnúpverja- og Hrunamannahrcppa (Árnes og Flúðir). Reykjanes: Rl. Reykjavík - Kjalames. R2. Reykjavík - Vogar - Reykjanesbær - Leifsstöð - Sandgerði - Garður. R3. Reykjavík - Leifsstöð. Þjónusta við flugfarþega. R4. Reykjavík - Bláa lónið - Grindavík. R5. Reykjanesbær - Bláa lónið - Grindavík. Umsækjendum er bent á að þeir verða með umsóknum sínum að leggja fram gögn um efrirfarandi: 1. Upplýsingar um fjölda bifreiða, stærð þeirra og sætafjölda (ljósrit af skráningarskírtein um). 2. Nákvæma leiðarlýsingu. 3. Tímaáætlun og ferðatíðni. 4. Gjaldskrá. Auk þess ber umsækjendum að uppfylla 2. mgr. 2. gr. laga nr. 53/1987 um skipulag á fólksnutningum með langferðabifreiðum. 1) Hafa óflekkað mannorð. 2) Hafa fúllnægjandi fjárhagsstöðu. 3) Fullnægja skilyrðum um starfshæfni. Sveitarfélögum, samtökum sveitarfélaga eða öðrum aðilum sem hagsmuna eiga að gæta, er bent á að þeir geta komið formlegum athugasemdum eða óskum til skipulagsnefndar fóíksflutninga (samgönguráðuneytinu) fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir samgönguráðuneytið. Samgönguráðuneytið 17. febrúar 1997 ÍDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp í síðustu umferð á stórmótinu í Linares á Spáni sem lauk á sunnudaginn var. Indveij- inn Vyswanathan Anand (2.765) hafði hvitt og átti leik, en Rússinn Aleksei Drejev (2.650) var með svart og lék síðast 22. - a5-a4? sem hótar 23. - a3 mát! En Anand brást við þessu með því að forða mátinu og hóta því sjálfur um leið að máta and- stæðinginn: 23. Rdxb5! (23. Rcxb5 dugði einnig) 23. - Bxb5 24. Rxb5 - axb3 (Svartur mátti ekki þiggja mannsfóm- ina. Eftir 24. - Dxb5 25. Dxd6 er hann óveijandi mát) 25. Rxd6+ - Kd7 26. Rf5+! og Drejev gafst upp, því hann getur ekki forðað máti. Anand bjargaði sér upp í 50% vinningshlutfall með þessum sigri. Það verður þó að gera meiri kröfur til næststigahæsta skákmanns í heimi. Tap í fyrstu umferð fyrir Kasparov hafði mjög slæm áhrif á Indveijann. Um helgina: Helgarskák- mót hjá Taflfélagi Reykja- víkur, frá föstudegi til sunnudags og helgarat- skákmót hjá Helli í Breið- holti föstudagskvöld og laugardag. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu ÞÚ hefur sko aldeilis ekki gefið mér bestu ár ævi þinnar. Þau liðu áður en þú hættir á bamaheimili. 'I' -roRMOOi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Ekki amen í öllum útgáfum ÁSTA hafði samband við Velvakanda eftir að hafa lesið grein dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar þar sem hann gagnrýnir að frú Vigdís Finnbogadóttir segi ekki „amen“ í lok hvers lesturs. Ásta vildi vekja athygli á því að ekki sé sama úr hvaða útgáfu sé lesið því í sumum þeirra er „amen“ í lokin en öðrum ekki. Nefndi hún sem dæmi að í tveimur útgáfum frá ísafold, annarri frá 1890 og hinni frá 1897, er ekkert amen. Tapað/fundið Lyklakippa fannst ÞRÍR lyklar á merktri kippu fundust fyrir utan Miðbæjarmarkaðinn fyrir rúmri viku. Kippan var látin í sólbaðsstofuna Sól og sælu í Mið- bæjarmarkaðnum og getur eigandi vitjað hennar þangað. Vettlingar töpuðust ÚTPRJÓNAÐIR munstr- aðir, brúnir og drapplitir vettlingar töpuðust í þessum mánuði á Lauga- vegi eða í Vesturbæ. Skii- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551 5248 eða 551 4842. Grá áltaska tapaðist SKÓLATASKA, grá ál- taska, með skóladóti í, tapaðist 18. febrúar í Hafnarstræti. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í Þór Sigurðsson í síma 896 0750. Veski tapaðist í nóvember KONA hafði samband við Velvakanda vegna veskis sem hún tapaði á leiðinni frá bílastæðinu við Borgarleikhúsið og niður í Borgarkringlu 20. nóvember sl. Þetta var brúnt rúskinnsveski, merkt Etienne Aigner, og í því voru m.a. gler- augu og visakort í hulstri. Hulstrin utan um gleraugun og kortið voru bæði merkt Cartier og eru eigandanum dýr- mæt, ekki sízt vegna þess að þau ófáanleg núna þar sem hætt er að framleiða þau. Gler- augun nýtast að sjálfsögðu engum öðrum en eigandanum og búið er að loka kortinu. Nú er reynt að höfða til samvisku þess sem fann töskuna. Viti einhver hvar hún er niðurkomin er hann beðinn að hafa samband í síma 557-6830. Góð fundar- laun í boði. Leðurbudda tapaðist DÖKKBRÚN leður- budda tapaðist 9. febrúar á Rekagranda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 6888. Brjóstnæla fannst BRJÓSTNÆLA fannst í Safnaðarheimili Lága- fellssóknar í Mosfellsbæ í lok nóvember. Upp- lýsingar í Sarnaðar- heimilinu. Dýrahald Köttur hvarf BRÖNDÓTTUR fress- köttur, ólarlaus en eymamerktur, hvarf að heiman frá sér 17. febrúar frá Grettisgötu. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir um að hringja í síma 551 0929 eða 588 1300. < ( I ( ( Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkveija kom að máli við hann um daginn og sagði farir sínar ekki sléttar af við- skiptum sínum við ríkissjóð og Toll- stjóraembættið í Reykjavík. Þannig hefði verið að í lok síðasta mánaðar átti kunninginn að fá greiddar bamabætur og bamabótaauka, samtals 5.760 kr. Þegar allt kom til alls fékk hann ekki krónu og kom fram á blaði sem hann fékk sent að peningamir hefðu verið teknir upp í skuld á virðisaukaskatti. Þetta kom á óvart þar sem kunninginn taldi sig ekki skulda virðisauka- skatt og hafði þaðan af síður verið tilkynnt að svo væri. Til þess að fá botn í málið var hringt í Gjaldheimtuna í Reykjavík og þar svaraði ung og kurteis stúlka er upplýsti að virðisauk- skattskýrsla kunningjans fyrir september/október hefði ekki skil- að sér og því hefði verið gerð áætl- un og nú væri verið að innheimta hana. Kunninginn sagði sem það rétt vera að virðisaukaskattskýrsl- an fyrir viðkomandi tímabil hefði borist of seint en í kjölfarið á því að hún komst til skila um síðir hefði honum borist bréf frá Skatt- stjóranum í Hafnarfirði þar sem greint var frá að fallið hefði verið frá áætlun og skýrslan tekin til greina en hún var svokölluð núll- skýrsla. Þaraf leiðandi skuldaði hann ekki neitt. Þetta bréf var dagsett 13. janúar, rúmlega hálf- um mánuði áður en barnabætur og barnabótaukinn var greiddur út. XXX EFTIR að stúlkan hafði athugað betur í tölvunni kom í ljós að kunninginn hafði rétt fyrir sér og hann var með öllu skuldlaus, auk þess fann hún afrit af bréfinu góða. Til þess að vera viss ræddi hún við sinn yfirmann og að því loknu kom hún í símann á ný og sagði að mis- tök hefðu verið gerð með því að draga bæturnar af manninum og hann fengi ávísun senda eftir einn til tvo daga þar sem mistökin væru leiðrétt. En auk þess upplýsti hún að maðurinn ætti inni 1.629 krónur vegna ofgreidds virðisaukaskatts. Þetta kom á óvart því ekki vissi kunninginn að hann ætti inni frem- ur en hann skuldaði í upphafi. Varð hann svo frakkur að spyija hvort hann gæti ekki fengið þessar krón- ur sendar um leið og hitt yrði gert upp. Stúlkan sagði að það væri ekki hægt og yrði hann að koma á skrifstofu Tollstjórans í Reykjavík í Tryggvagötu, á 5. hæð og fá greiddar þessar 1.629 krónur. Með það kvöddust þau. XXX TVEIMUR dögum síðar kom ávísun í pósti og er hún var skoðuð kom í ljós að aðeins voru greiddar úr 4.131 króna og vantaði semsagt 1.629 krónur upp á að fullnaðaruppgjör hefði átt sér stað. Hvers vegna ekki var hægt að greiða alla upphæðina út í einu fékkst aldrei skýring á en kunning- inn hraðaði sér hins vegar niður í Tryggvagötu og sótti þessar fáu krónur, kom í bakaleiðinni við á Bæjarins bestu og greiddi glaður virðisaukaskatt af útsöluverði á tveimur pylsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.