Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 20

Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Áhersla á að friða Rússa vegna stækkunar NATO London, Varsjá. Reuter. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) leggur nú að frumkvæði Bandaríkjamanna áherslu á að sannfæra Rússa um að þeir hafi ekkert að óttast þótt bandalagið verði stækkað til austurs. Rúss- nesk stjórnvöld sýndu þess þó eng- in merki að þau hygðust draga úr eindreginni andstöðu við fyrir- hugaða fjölgun aðildarríkja NATO og krafðist hún þess í stað auk- inna tilslakana og sagði að áætlun bandalagsins bæri vitni hróplegu skeytingarleysi gagnvart hags- munum Rússa. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við ráðamenn í London eftir fund með utanríkisráðherrum að- ildarríkja NATO í Brussel á þriðju- dag. Vestrænir embættismenn hafa undanfarið streymt til Moskvu. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, var þar í gær og Al- bright kemur þangað á morgun. Kinkel lítið ágengt Kinkel hafði hins vegar lítið orðið ágengt í heimsókn sinni. Sagði hann að allir viðmælendur sínir hefðu sýnt andstöðu við stækkun NATO og því yrði að finna lausn til að greiða fýrir stækkuninni. Albright hyggst sýna Rússum fram á að þeir geti ekki komið í veg fyrir stækkunina. í Brussel lagði Albright til að efnt yrði til sérstaks samstarfs við Rússa og meðal annars kæmi til greina að stofna sameiginlegt frið- argæslulið Rússa og NATO til að sýna Rússum að þeir hefðu ekkert að óttast. Hún sagði að leggja ætti áherslu á að hraða stækkun- inni þannig að ný aðildarríki gætu gengið inn í bandalagið 1999. Pólverjar og Ungveijar ánægðir Utanríkisráðherrar Pólands og Ungverjalands, Dariusz Rosati og Laszlo Kovacs, fögnuðu í gær orð- um Albright einkum vegna þess að hún hefði tilgreint nákvæmlega hvað hún ætlaði að bjóða Rússum þegar hún kæmi til Moskvu. Að sögn dagblaðsins The New York Times í gær mun hún þar koma með tillögurj sem ekki voru nefndar í Brussel. I blaðinu er haft eftir háttsettum embættismönnum Bandaríkjamanna og Atlantshafs- bandalagsins að Albright muni leggja fram nýjar tillögur um að fækka hefðbundnum vopnum í Mið- og Austur-Evrópu verulega. Sagt er að hugmyndin að baki sé sú að draga mest úr þeim herafla, sem sé næst Rússlandi og ætla má að Rússum standi stuggur af. Að sama skapi yrði fækkað í her- afla, sem ætla megi að ógni þeim, sem sennilega verða útundan þegar bandalagið verður stækkað. Hugmyndir um geymslu kjarnorkuúrgangs á Grænlandi Blendnar undirtektir Dana o g Grænlendinga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Major í auka kosn- ingaham London. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, ætlar sjálfur að taka fullan þátt í baráttunni fyrir auka- kosningar í Wirral So- uth eftir viku og hef- ur það ekki áður gerst með bresk- an forsætis- ráðherra. Astæðan er sú, að búist er við, að íhalds- flokkurinn tapi kjördæminu en í kosningunum 1992 vann hann það með 8.183 atkvæða mun. Tap þýðir líka, að flokk- urinn verður þá kominn í minnihluta á þingi. Gæfi honum 250 sæta þingmeirihluta Bob Worcester, forstjóri MORI-skoðanakannanastofn- unarinnar, spáði því í gær, að stuðningur við íhaldsflokkinn myndi vaxa strax og Major boðaði til þingkosninga og kjósendur áttuðu sig, að nú- verandi forskot Verkamanna- fiokksins í skoðanakönnunum gæfí honum 250 sæta þing- meirihluta. Sagði hann, að eft- ir sem áður myndi flokkurinn sigra og taldi, að hann fengi 41 sætis meirihluta. Stjórn Majors stóð af sér vantrauststillögu Verka- mannaflokksins á mánudags- kvöld með 13 atkvæða mun. Níu þingmenn Sambands- flokksins á Norður-írlandi sátu hjá. Flokkurinn sýndi það og sannaði, að hann er í odda- aðstöðu á þingi. Áttu þing- menn hans í samningaviðræð- um við stjórn og stjórnarand- stöðu fyrir opnum tjöldum og kröfðust þess, að banni við útflutningi nautgripaafurða yrði fyrst aflétt á N-írlandi. Að lokum voru það stjórnar- þingmenn, sem buðu betur. Úrslitin eru nokkurt áfall fyrir Verkamannaflokkinn og með- al annars vegna þess, að þing- menn íhaldsflokksins mættu allir sem einn en stjórnarand- stöðuna vantaði nokkra menn. Megintilgangur vantrauststil- lögunnar var að knýja fram kosningar sem fyrst. HUGMYNDIR bandarískra sér- fræðinga um að nýta Grænland til að geyma geislavirkan úrgang hafa valdið deilum í Danmörku. Bæði Niels Helveg Petersen utan- ríkisráðherra og Lars Emil Johans- en, formaður grænlensku land- stjórnarinnar, taka hugmyndunum ijarri, en Uffe Ellemann-Jensen, formaður Venstre og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir það grunnhyggið að hugleiða ekki þennan möguleika. Hugmyndirnar verða fullmótaðar í skýrslu, sem von er á eftir þijá mánuði. Tillagan kemur frá RAND- stofnuninni, sem er ein elsta og virtasta sérfræðingastofnun í Bandaríkjunum og nátengd ríkis- stjóminni. Sérfræðingar þar benda á Grænland, sem heppilegan geymslustað fyrir kjarnaúrgang og vopn, sem uppræta verður sam- kvæmt afvopnunarsamningum. Setja ætti staðinn undir fjölþjóða- eftirlit og yrði hann ekki aðeins fyrir bandarískan úrgang, heldur víðar að. Þar með gætu Grænlend- ingar lagt sitt af mörkum til að leysa alþjóðavanda. Samband Danmerkur, Græn- lands og Bandaríkjanna er mjög viðkvæmt sem stendur. Baktjalda- makk Danmerkur og Bandaríkj- anna í Thule á Grænlandi eftir stríð hefur hleypt illu blóði í sam- skipti Dana og Grænlendinga og það er vísast ein skýringin á að Niels Helveg Petersen vísar hug- myndum bandarísku sérfræðing- anna á bug. Sama gerir Lars Emil Johansen, en fyrst og fremst á þeim forsend- um að Grænlendingar hafi ekki verið spurðir álits. í viðtali við Jyllands-Posten segir hann hug- myndina andvana fædda, því hvorki Grænlendingar né Danir hafi verið spurðir álits. Eigi Græn- lendingar að taka þátt í að leysa alþjóðavanda, verði þeir að koma að mótun utanríkisstefnunnar. Þeir geti ekki axlað skyldur á þessu sviði, meðan þeir hafi ekki yfirsýn yfir fýrri samninga Dana og Bandaríkjamanna, sem lúti að Grænlandi. Uffe Ellemann-Jensen segir hins vegar í vikulegu alnetsbréfi sínu að hugmyndin sé þess virði að hugleiða hana og því sé gremjulegt að hið eldgamla Thulemál hafi eitr- að svo frá sér að ekki sé hægt að taka á hugmyndinni af rósemi. Vonandi nái þó skynsemin yfir- höndinni, því með minnkandi fisk- veiðum veiti Grænlendingum ekki af tekjum. Eins viti á gott að ná alþjóðlegum samningum um gömul kjarnorkuvopn og álítur hann það framför að kjarnaoddum sé komið fyrir á öruggan hátt. John Major Reuter Lestarslys í Frankfurt MESTA mildi þykir að enginn skyldi slasast er frá suður-lestarstöðinni. Gífurlegt eldhaf myndað- tvær flutningalestar skulju saman í íbúðahverfi í ist og var óttast að kviknaði í nærliggjandi húsum. Frankfurt í gærmorgun. Áreksturinn varð skammt Af þeim sökum voru 300 manns flutt á brott. Þingið hlíf- ir Ciller TYRKNESKA þingið felldi í gær tillögu um að hæstiréttur landsins rannsaki tilurð gífurlegra auðæva ut- anríkisráð- herrans, Tansu Cill- er. Hlaut tillagan 263 atkvæði en 270 þing- menn voru Ciiier á móti. Var það þriðja tillagan um rann- sókn á meintri spillingu Ciller sem afgreidd var og felld í vikunni. Tillaga um vítur á Necmettin Erbakan forsætis- ráðherra kemur til afgreiðslu í næstu viku. Fjöldi þing- manna Velferðarflokksins, flokks Erbakans, greiddi sams konar tillögu um meinta spillingu Ciller atkvæði í fyrra er þeir voru í stjórnar- andstöðu. Að þessu sinni vakti fyrir þeim að standa vörð um stjórnarsamstarfið en víða þykja sprungur komnar í það. Ný kosninga- lög í Alsír SÉRLEG löggjafarsamkunda í Alsír samþykkti í gær ný kosningalög sem byggja á hlutfallskosningum. Með þessu er talið að draga megi úr þingstyrk flokka ofsa- trúarmanna. Samkvæmt eldra fyrirkomulagi féll þing- sæti þeim frambjóðanda í skaut sem mest fylgi hafði í kjördæminu og því gat einn flokkur hlotið meiri þingstyrk en fylgi hans á landsvísu sagði til um. Er nú ekkert því til fyrirstöðu að þingkosn- ingar fari fram í Alsír í vor, en þær eru ráðgerðar á tima- bilinu 29. maí til 5. júní. Þing hefur ekki setið í landinu í fimm ár, eða frá í janúar 1992. Nawaz Sharif fær traust NÝKJÖRIÐ þing Pakistans lýsti í gær trausti á stjórn Nawaz Sharifs forsætisráð- herra og hét hann að beita sér fyrir skjót- um efna- hags- og fé- lagslegum umbótum. Atkvæða- greiðslan var forms- atriði eftir að þingið hafði kosið Sharif sem forsætisráð- herra á mánudag með 177 atkvæðum gegn 16. Tilræði í Frakklandi SPRENGJA sprakk í gær fyr- ir utan byggingu franska fjár- málaráðuneytisins í bænum Hendaye í baskahéruðum Frakklands. Tjón varð mikið á mannvirkjum en engin slys urðu á fólki. Talsmaður yfir- valda sagði að grunur léki á að aðskilnaðarsamtökin Ip- arretarrak hefðu verið að verki en enginn hafði lýst ábyrgð á hendur sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.