Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 23 LISTIR Hafliði Hallgrímsson semur fyrir Sinfóníuhljómsveitina Á NÆSTA starfsári Sinfóniuhljóm- sveitar íslands verður Hafliði Hall- grímsson, tónskáld ársins hjá hljóm- sveitinni og munu þá verða flutt hljómsveitarverkin Krossfesting og sellókonsert en hvorugt þessara verka hefur verið flutt hér á landi áður. Ennfremur verður frumflutt nýtt hljómsveitarverk sem Hafliði vinnur nú að og mun tileinka Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Geislaplata með strengjakvartett nr. 1 í flutningi Kreutzer kvartettsins og tónverkunum Solitaire fyrir ein- leiks selló og Offerto fyrir einleiks fiðlu eftir Hafliða Hallgrímsson hefur fengið lof hjá gagnrýnendum erlendra tónlistartímarita. Lofsamlegir dómar Morgunblaðið hefur sagt frá umsögn í desemberhefti BBC Music Magazine. Gagnrýnandi tónlistartímaritsins The Gramophone byijar grein sína á á því að segja frá íslenska tónskáldinu Hafliða Hallgrímssyni sem búsettur er í Edinborg og hafí starfað þar sem sellóleikari og listmálari. Fer hann sérstaklega lofsamlegum orðum um Hafliði Hallgrímsson strengjakvartett nr. 1, hve Hafliði noti til hins ýtrasta hið „leynda tungu- tak“ strengjanna með notkun hans á yfírtónum, beitingu blæbrigða hins einhæfa litrófs strokuhljóðfæranna, fjölbreytileik litbrigða með beitingu bogastroka og tónhendinga. Þessa sérstæðu eiginleika í tónsmíðum Haf- liða telur gagnrýnandinn að njóti sín frábærlega vel í nákvæmum og vönd- uðum flutningi Kreutzer kvartettsins. Tímaritið The Strad sérhæfír sig í umfjöllun um strengjahljóðfæri og tónlist fyrir strengi. Gagnrýnandi blaðsins bendir á að Hafliði sé frábær sellóleikari og telur það eiga stóran þátt í hinu óvenju tjáningarríka eðli tónsmíða Hafliða fyrir strokkvartetta. Flutningur Kreutzer-kvartettsins seg- ir hann bera vott um mikla innlifun og nærfærni flytjendanna við tónlist Hafliða sem gefi hlustendum kost á að njóta tilgangs höfundar með sínum margslungnu litbrigðum og tónhend- ingum. Gagnrýnandi endar grein sína með því að segja geisladiskinn sýna fram á að Hafliði sé mjög athyglisvert tón- skáld. Þýðingar og frumsamin ljóð í Gerðar- safni GESTIR Á upplestri Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni í dag fimmtudag 20. febrúar verða skáld- in Guðmundur Helgason, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Steingrímur Gautur Kristjánsson. Hinir tveir fyrstnefndu lesa úr frumsömdum verkum sínum en Steingrímur Gautur flytur þýðingar sínar á aust- urlenskum ljóðum sem nýlega komu út á bók. Guðmundur Helgason hefur birt ljóð sín í tímaritum, m.a. Skímu, málgagni móðurmálskennara, en bók hefur ekki komið úr hans hendi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og bar síðasta bók hans nafnið ísland í myndum. Steingrímur Gautur Kristjánsson hefur fengist við þýðingar á asísk- um ljóðum á undanförnum árum, m.a. indverskum, japönskum og kínverskum. Bók með þýðingum hans, Austurljóð, kom út á síðasta ári. Að vanda verður upplesturinn í kaffístofu Gerðarsafns milli kl. 17 og 18 og er gestum kaffístofunnar fijálst að spyija skáldin út úr um verk þeirra að lestri loknum. ÓTTU ÞESS BESTA MAT OG DRYKK. Guðrún Ólafur Vignir Jónsdóttir Albertsson Sönglög í Hafnarborg GUÐRÚN Jónsdóttir sópran og Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari halda tónleika sunnudag- inn 23. febrúar kl. 20.30 í Hafnar- borg Hafnarfirði. Á efnisskránni verða sönglög eftir Karl 0. Run- ólfsson, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar Helga Ragnarsson og óperuaríur eftir Mozart, Verdi og Donizetti. Guðrún lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1989. Að loknu prófi hélt Guðrún til Ítalíu þar sem hún stundaði nám og dvaldi þar í þijú ár. Meðal hlutverka sem Guðrún RELAIS & CHATEAUX. ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA ^RIGGJA RÉTTA HÁDEGISVERÐURÁ BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25 STEINAR WAAGE hefur sungið eru Adele í Leður- blökunni eftir Strauss hjá Leikfé- lagi Akureyrar og Curra í Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu. Auk þess hefur Guðrún komið fram með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og haldið tónleika hér heima og á Ítalíu. Síðastliðið ár starfaði Guðrún við Óperuna í Gautaborg. ------♦ ♦ ♦ Norræn kvennavika DAGANA 20.-25. maí verður haldin hátíð í Kalmar í Svíþjóð sem ber yfirskriftina Kvinnor sá in i Norden. Þá viku mun Kalmar breytast í mótstað kvenna frá öll- um_ Norðurlöndunum. Á hátíðinni verður meðal annars hugmynda- og vörusýning, norræn list, fyrirlestrar, markaðir o.m.fl. Áf þessu tilefni er markaðsstjóri hátíðarinnar Lena Garucob stödd hér á landi og verður með kynning- arfund í Komhlöðunni við Banka- stræti, laugardaginn 22. febrúar kl. 15. SKÓVERSLUN 4.995. Verð kr. Sfærðir: 36-41 Litur: Dökkblár Tegund: 9197 Tökum á móti notuðum skóm til handa bágstöddum. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ SKÓVERSLUN ^ V SÍMI 551 8519 ^ SÍMI 568 9212 N Á M S K E I Ð FYRIR SJDMENN DG fiskverkendur: SALTFISKVERKUN Vinnsluferli, aðbúnaður, geymsla, verkunaraðferöir, flutningur. Reykjavík föstudaginn 28. febrúar kl. 9:00 -16:00 Vestfjörðum föstudaginn 21. mars kl. 9:00 -16:00 ÞURRKUN FISKAFURÐA Eðliseiginleikar lofts, uppbygging þurrkbúnaðar, orku- og massavægi, gæða- og örverubreytingar við þurrkun. Akureyri þriðjudaginn 4. mars kl. 9:00 -15:00 Reykjavík föstudaginn 7. mars kl. 9:00 -15:00 Vestfjörðum laugardaginn 22. mars kl. 9:00 -15:00 FRYSTING SJÁVARAFU RÐA Varmafræði, þróun frystikerfa, frystibúnaður, frystihraði, geymsla, flutningur og tvífrysting. Vestfjörðum fimmtudaginn 20. mars kl. 9:00 -16:00 M EÐ H Ö N D L U N FISKS UM BQRÐ í VEIÐISKIPUM Náttúrulegur breytileiki fisks, áhrif veiðarfæra, blóðgun og slæging, þvottur, flokkun, kæling og ísun. geymsla og flutningur, þrif og gæðastýring. Þátttakendum er sett fyrir heimaverkefni sem er síðan skilað til Rf. Eftir yfirferð eru þau send til baka ásamt skriflegri umsögn. Reykjavík miðvikudaginn 26. mars kl. 9:00 -16:30 Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 6 manns. Hámark 20 manns. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal að loknu námskeiði. Rannsóknasto fiskiðnaða Skúlagötii 4, 101 Reykjaw'k, sími 562 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.