Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hátíðarkvöldvaka í New York vegna útgáfunnar á Sjálfstæðu fólki „Eitt af þrekvirkj- um okkar tíma“ SJÁLFSTÆTT fólk, skáldsaga Halldórs Laxness, kom nýverið út öðru sinni í Banda- ríkjunum hjá Vintage-bókaforlaginu sem er hluti af Random House-útgáfusamsteyp- unni. Af þessu tilefni mun Norræna félag- ið í Bandaríkjunum gangast fyrir hátíðar- kvöldvöku í New York í kvöld en þar verð- ur þess jafnframt minnst að fimmtíu ár voru í fyrra liðin frá því bókin kom fyrst út vestra, í enskri þýðingu J.A. Thomp- sons, og seldist þá í hálfri milljón eintaka á um það bil tveimur vikum. Engin bók Halldórs hefur frá þeim tíma komið út hjá stóru bókaforlagi í Bandaríkjunum. Sjálfstætt fólk virðist hafa fallið banda- rískum bókmenntagagnrýnendum vel í geð að þessu sinni, samanber dóm Dennis Drab- elles í Washington Post á dögunum. Sama var uppi á teningnum árið 1946. „Líkast til á ég eftir að lesa þessa bók margoft og líkast til á hún eftir að koma mér í opna skjöldu í hvert einasta skipti," segir Ernestine Evans í dómi um Sjálfstætt fólk í New York Herald Tribune sumarið 1946. „Ég á eftir að verða hrærð og hissa, hneyksluð og heilluð af sögum af sauðfjár- sóttum en þegar upp er staðið hugfangin af því hvemig höfundurinn notar þær sem tákn fyrir þrældóminn sem menn leggja á sig af fúsum og fijálsum vilja.“ Og áfram heldur Evans: „Bókin er djörf og framsýn, hástemmd en þungbúin og uppfull af kaldhæðnislegum staðhæfíngum og beinskeyttu háði. Þá er samræmið und- ir misræminu komið. Þetta er nútímaleg saga um strit en samt tekst höfundi að færa út kvíarnar, þar sem hann varpar hinu afmarkaða tímaskyni fjölmiðlaaldar fyrir róða með tilvitnunum í atburði frá ómunatíð. Og þar sem fortíðin endurtekur sig í sífellu aukast áhrifin." Auðugt bókmenntaverk Evans segir að þetta „auðuga" bók- menntaverk sé hægt að nálgast á marga vegu og fyrir vikið eigi það eftir að höfða til ólíkra hópa lesenda. „Hann [Halldór] brýtur hið eldfima stjómmálaástand heims- ins til mergjar; segir fallega harmræna ástarsögu, inni í annáli sveitalífsins, og heldur því fram að sjálfstæðið sé markmið sem maðurinn ali með sér, dragi í efa og komist jafnvel, eftir allt saman, að raun um að felist í því að vera öðrum háður.“ Skömmu eftir að Sjálfstætt fólk kom út vestra var bókin valin bók mánaðarins hjá hinum virta félagsskap, Book of the Month Club. Voru dómnefndarmennimir fimm á einu máli um að hún væri „eitt af þrekvirkjum okkar tíma“ á bókmenntasvið- inu. „Það þarf að fara allar götur aftur til skáldsagna Thomasar Hardys til að finna jafn flókna og frumstæða sérvitringa — jafn fallegar og hugrakkar persónur [og í Sjálfstæðu fólki],“ segir einn þeirra, Henry Seidel Canby, í umsögn sinni. „Þá er þema bókarinnar mikilsvert og á kannski betur við í dag en nokkm sinni fyrr.“ Og áratugum síðar kveður enn við sama tón í umfjöllun um Sjálfstætt fólk í Banda- ríkjunum. Þannig skrifar rithöfundurinn og sálfræðingurinn James Fadiman í tíma- ritið The Nation vorið 1990: „Ég hafði aldr- ei heyrt hans [Halldórs Laxness] getið þegar vinur minn otaði Sjálfstæðu fólki að mér og gerði ekki ráð fyrir að hafa nautn af sögu um blásnauða bændur á íslandi. Þar hafði ég heldur betur rangt fyrir mér.“ Breytt heimssýn Segir Fadiman nöturlegar mannlífs- og landslagslýsingar Laxness hafa breytt heimssýn sinni. „Þegar ég stakk við stafni á íslandi geðjaðist mér ekki að einangrun bæjanna og landfræðilegu svipmóti lands- ins, sem mér þótti ruglingslegt, enda gjósa eldfjöll í næsta nágrenni við jökla þar um slóðir. í raun ofbauð mér að fólk skyldi yfirleitt búa þama, hvað þá að það ætti sér vonir og þrár, líkt og ég sjálfur. Eftir að hafa lesið Laxness fór ég hins vegar að öðlast skilning á þessum yfirþyrmandi framandleika, sem ég hafði upplifað á ís- landi.“ í ljósi þessara skrifa þarf ekki að koma á óvart að nýju útgáfunni hafi verið fagnað á ýmsum vígstöðvum. „Þessi undurfagra og harmþrungna skáldsaga hefur ásótt mig allar götur frá því ég fékk vandfundið eintak [af gömlu útgáfunni] að láni um árið,“ segir Joel Conarroe á fyrstu síðu nýju útgáfunnar. „Ég er því hæstánægður með að þetta meistaraverk þessa tiltölulega lítt orðlagða snillings skuli á ný standa bókelsku fólki til boða. Sé eitthvert rétt- læti að fmna í heimi hér mun nafnið Lax- ness innan tíðar verða á hvers manns vör- um, að minnsta kosti vörum þeirra sem kunna að meta sígild skáldverk.“ Fyrirlesari á hátíðarkvöldvökunni í kvöld verður Brad Leithauser, sem ritar inngang að sögunni í nýju útgáfunni, en við sama tækifæri verður haldið upp á áttræðisaf- mæli Louisu Matthíasdóttur en hún lánaði málverk eftir sig til myndskreytingar á kápu bókarinnar. Ingólfsstræti 8 Verk úr járnrörum KRISTJÁN Guðmundsson myndlistarmaður opnar sýn- ingu í Ingólfsstræti 8 í dag kl. 17. Á sýningunni eru fjögur verk, öll ný af nálinni. Kristján hefur haldið yfír 40 einkasýningar hér heima og erlendis síðan 1968 og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. Sýningu Kristjáns lýkur 23. mars. „Gagnrýni" Undir pari í DAG, fímmtudaginn 20. febrúar, kl. 20 verður opnuð samsýning nokkurra gagn- rýnenda undir yfírskriftinni „Gagnrýni", í boði Undir pari, sýningaraðstöðunnar, Smiðjustíg 3. Eftirtöldum 17 gagnrýn- endum var boðið að taka þátt og þar af eru fímm sem sýna; Aðalsteinn Ingólfsson, Auður Ólafsdóttir, Bera Nordal, Bragi Ásgeirsson, Eiríkur Þorláksson, Guðbergur Bergsson, Guðbjörg Krist- jánsdóttir, Gunnar J. Árna- son, Gunnar Kvaran, Halldór Björn Runólfsson, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hannes Sigurðsson, Hrafn- hildur Schram, Hörður Ág- ústsson, Níels Hafstein og Ólafur Gíslason. Sýningin stendur yfír tvær helgar, til 1. mars. Á Undir pari er opið fímmtudaga- laugardaga kl. 20-23. Sýning á síðustu verkum kúbistans Braques stendur nú yfir í London Það sem ekki verður útskýrt „í LIST,“ sagði George Braque eitt sinn, „skiptir aðeins eitt máli, það sem ekki verður út- skýrt.“ Líklega verða þessi orð talin dæmigerð fyrir Braque, sem var einn þekktasti myndist- armaður þessara aldar. Maður- inn sem málaði fyrsta kúbiska verkið og einnig það síðasta eins og segir í The Daily Telegraph um sýningu á verkum hans í Konunglegu akademíunni í London sem stendur fram í apríl. Braque var kunningi Picassos, saman fóru þeir fyrir kúbistun- um í upphafi aldarinnar. Þeir hafa oft verið nefndir í sama orðinu, þrátt fyrir að þeir hafi að flestu leyti verið algerar and- stæður, sem listamenn og persón- ur. Braque var hæglátur og gekk staðfastlega og yfirvegað til verks í myndlistinni, Picasso var síbreytilegur og kunni sér ekki hóf. I einkalífi var Braque einnar konu maður, Picasso átti ótal ástkonur. Braque var fullur sjálf- strausts og öryggis, Picasso efað- ist um getu sína og hæfileika. Listfræðingar segja líf Braq- ues hafa verið eitt viðburðar- snauðasta sem um geti meðal þekktra listamanna. Hann var kallaður í herinn í heimsstyrjöld- inni fyrri og munaði minnstu að hann missti sjónina. Eftir að hann losnaði úr hernum sneri hann sér að myndlistinni að nýju og sinnti henni það sem eftir var, en Braque lést árið 1963. Braque starfaði í París og i Varengville, nærri Dieppe. Báð- ar vinnustofurnar voru reistar sérstaklega fyrir hann og þykja óvenjulegar að því leyti að birt- una vildi Braque fá úr suðri, en flestir listamenn kjósa norður- BRAQUE í vinnustofu sinni í París árið 1942 fyrir framan myndina „L’Homme a la Guitare". BERGMÁLIÐ, „L’Echo, sem málað var á árunum 1953-1956. glugga. Fóðraði Braque glugg- ana með möttu en hálfgagnsæu efni til að draga úr sterkri birt- unni. í vinnustofunum dvaldi hann löngum stundum, málaði og íhugaði. Maður sem heimsótti Braque í vinnustofu hans árið 1956 minnistþess hversu umhug- að honum var að raða hlutum upp. Hann hafi sífellt verið að færa hluti til og frá, til að virða fyrir sér ólíkar uppstillingar. En allt hafi verið gert af ró og yfir- vegun, sem hafi einkennt and- rúmsloftið innan dyra. Á fimmta o g sjötta áratugnum málaði Braque vinnustofuna í Normandí og allt sem í henni var og er sú mynd- röð ein sú þekkt- asta af verkum hans en hún kall- ast „Les Ateliers". Braque hafði mörg verk í tak- inu í einu og hefur listfræðingum reynst illmögulegt að raða verkum hans í aldursröð. Hann punktaði hjá sér athugasemdir um lífið og listina. „Listin truflar, vísindin fullvissa" og „menn verða að sætta sig við að gera uppgötv- anir og gæta þess að útskýra þær ekki“, voru með- al athugasemda sem hann skrif- aði hjá sér og vitnaði iðulega til í viðtölum. Hann þótti glæsilegur maður, jafnvel i vinnugallanum sem fór vel og var passlega slitinn og slettóttur. Utan vinnustofunnar bar hann höfuðfat og átti á ann- að hundrað slík. Hann var úr fjöl- skyldu frístundamálara, sem fengust við húsamálun og vegg- fóðrun. Sjálfur sagðist hann aldr- ei hafa tekið ákvörðun um að gerast listamaður, það hafi orðið af sjálfu sér. Þótt Braque málaði bæði landslag og mannslíkamann taldi hann sig aldrei hafa náð fyllilega tökum á þvi og hélt mest upp á kyrralífsmyndimar. Honum var mikið í mun að fólk sæi ekki aðeins myndirnar, heldur fyndist það geta snert þær. Að listin væri ekki aðeins sjónræn, heldur einnig „handvirk" ef svo má að orði komast. List Braques tók stöðugum breytingum og hann varð æ íhug- uUi. Er hann var kominn á elliár kvaðst hann hafa gert merka uppgötvun; hann tryði ekki Ieng- ur á neitt. „Hlutir eru ekki til fyrir mér, nema svo fremi þeir tengist hver öðrum eða mér. Þegar maður nær þessu jafnvægi nær maður nokkurs konar and- legri ekki-tilveru — sem ég get aðeins lýst sem friði — sem gerir allt mögulegt og rétt. Lífið verð- ur þá ævarandi afhjúpun. Það er hinn sanna ljóðlist." Með þetta að leiðarljósi málaði hann síðustu verkin sem eru til sýnis í Lond- on, verk sem eru engu öðra Hk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.