Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
BRAGI Ásgeirsson
skrifar í Morgunblaðið
6. febrúar og er grein
hans svar við pistli mín-
um frá 26. janúar. Mig
langar að gera nokkrar
athugasemdir við skrif
hans og varpa réttu
ljósi á sumt sem þar
kemur fram.
Helgi Eyjólfsson er
i ekki vinur minn, enda
þekki ég manninn ekki
neitt. Ég er heldur ekki
(L kunnugur skoðunum
j hans og veit því ekki
hvort við erum tengdir
einhveijum genetískum
böndum gegnum þær.
Bragi stingur upp á því að inni-
hald greinar minnar skýri seinkun
sem varð á birtingu hennar og þætti
mér gaman að vita hvað hann á við
með því. Hið rétta í málinu er hins-
vegar, að greinin var birt í Internet
útgáfu blaðsins 12. ágúst 1996 og
fór af þeim sökum inn á tölvukerfið
sem „birt grein.“ Af einhveijum
ástæðum, mér ókunnum, var þetta
ekki í prentaðri útgáfu blaðsins þann
dag. Hér var því að sönnu um tækni-
legar ástæður að ræða og ekki
- y ástæða til að vera með getgátur um
annað.
Fyrir réttu ári var haldið Sjónþing
í Gerðubergi og var myndlistarmað-
urinn, kennarinn og gagnrýnandinn
Bragi Ásgeirsson þar til umræðu.
Af því tilefni áttu blaðamaður Morg-
unblaðsins og þrír aðrir aðilar sam-
ræður við Braga á síðum blaðsins.
Síðasta tilvitnunin sem ég geri í
giein minni er fengin úr þessu við-
tali. Þar er ekki stakt orð um Whistl-
er og setningin sett fram sem full-
, yrðing frá rýninum sjálfum. Þetta
* ' er þannig bein tilvitnun í Braga.
Um samhengið er það
að segja að næst á und-
an þeim kafla sem ég
birti, tala Bragi og við-
mælendur hans um
hvaða augum ungt fólk
líti gagnrýni hans. í
framhaldinu segir lista-
maðurinn svo lítilega
frá því hvað hann er
að fást við í eigin mynd-
sköpun og veltir vöng-
um yfir hvert hún muni
stefna í framtíðinni.
Listfræðingar og
sýningastjórar mynda
hóp einstaklinga og eðli
málsins samkvæmt er
þar misjafn sauður í
mörgu fé. Það er líka eðlilegt að um
störf þeirra séu skiptar skoðanir og
að menn hæli þeim eða gagnrýni í
Þegar Bragi fjallar um
þetta fólk, segir Stefán
Jónsson, spyrðir hann
það gjarna saman í eina
kippu þó, og eignar öll-
um sömu skoðanir.
íjölmiðlum. Þegar Bragi fjallar um
þetta fólk, spyrðir hann það gjarna
saman í eina kippu þó, og eignar
öllum sömu skoðanir. Þetta er auð-
vitað mikil einföldun á flóknu kerfi
og þjónar ekki öðrum tilgangi en
þeim, að vekja upp efasemdir um
heilindi þeirra sem fylla þennan
flokk. Það bætir heldur engu um
þótt gagnrýnandinn eigi sér skoð-
anabræður í útlöndum, sem eru hon-
um sama sinnis í þessum málum.
Ekki kannast ég við að hafa sak-
fellt Braga fyrir umijöllun um eitur
í gagnrýni hans á sýningu Helga
Eyjólfssonar. Taldi það bara upp sem
einn lið í inngangi hans að gagnrýn-
inni.
Umfjöllun gagnrýnandans um
sýningu Helga í Við Hamarinn er
augljóslega ekki ástæða þess að ég
settist niður og skrifaði umræddan
pistil. Mig ber víða niður í skrifum
hans og nefni hvort tveggja, það sem
mér líkar og það sem mér finnst að
betur mætti fara. Greinina skrifaði
ég eftir að hafa pælt í gegnum u.þ.b.
65 Morgunblaðsgreinar, sem Bragi
er höfundur að eða kemur við sögu
á annan hátt. Þetta efni spannar um
eitt og hálft ár af ferli hans. í grein-
inni eru fímm tilvitnanir í skrif hans
og með þeim vildi ég reyna að draga
upp eins heildstæða mynd af gagn-
rýnandanum og unnt er í dagblaðs-
grein. Pistillinn minn er þannig mun
breiðari umfjöllun um skrif Braga
Ásgeirssonar, en hann vill vera láta.
Bragi tekur undir með mér í því
að gagnrýni eigi að upplýsa lesendur
um þau hughrif sem gagnrýnandinn
verður fyrir við skoðun myndlistar.
Mér virðist hinsvegar að hann
gleymi oft þessu megin hlutverki
sínu og verður sjálf gagnrýnin þá
bæði snubbótt og innantóm. Yfirsýn,
þekking, dómgreind og innsæi eru
mikilvægir kostir gagnrýnanda.
Bragi sýnist mér hinsvegar ekki
búinn neinum þeirra, þegar kemur
að umfjöllun um myndlist sem erfitt
er að meta á klassískum forsendum
myndbyggingar og var þetta megin
inntak greinar minnar: Bragi Ás-
geirsson er ólæs á hluta samtíma
myndlistar.
Hef ég þá væntanlega skotið sjálf-
an mig í vömbina í þetta skiptið,
eins og van Gogh forðum, og liggja
nú iðrin úti.
Höfundur er myndtistarmaður
búsettur í Singapore.
Braga svarað
Stefán
Jónsson
Opið bréf til Ólafs B.
Ólafssonar formanns YSI
ÞAÐ VAR líklega
um 1960 sem Bob Dyl-
an orti ljóð þar sem
m.a. er spurt (í laus-
legri þýðingu):
Hversu oft þarf að
líta upp áður en maður
sér himininn? Hversu
oft er hægt að líta
undan og þykjast ekki
sjá? Hversu mörg eyru
þarf einstaklingur að
hafa til að heyra grát
annarra?
Bob Dylan komst að
þeirri niðurstöðu að
svörin væri að finna
hjá vindinum.
Þótt þær aðstæður
sem Dylan var með í huga þegar
hann orti hið þekkta Ijóð sitt hafí
verið allt aðrar en þær sem hér eru
til umfjöllunar koma ofangreindar
ljóðlínur ósjálfrátt upp í huga mér
þegar ég brýt heilann um eftirfar-
andi:
10. september síðastliðinn var
mér boðið að sitja fund um leiðir
til bættra lífskjara hér á landi þar
sem Ari Skúlason, hagfræðingur
hjá ASÍ, og Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri VSÍ, voru
meðal þeirra sem fluttu erindi. Sem
fulltrúi foreldra langveikra barna
taldi ég mig fá þarna kjörið tæki-
Þorsteinn
Olafsson
hvað þessi
erum við
færi til að gera þeim
og öðrum fundarmönn-
um grein fyrir þeirri
þjóðarskömm að úti-
vinnandi foreldri hér á
landi á einungis rétt á
7 launuðum frídögum
á ári til að annast sjúk
börn sín skv. gildandi
kjarasamningum. Ekk-
ert tillit er tekið til þess
þótt um alvarlegan og
langvinnan sjúkdóm sé
að ræða. Einnig sýndi
ég samanburð innan
Norðurlanda þar sem
glöggt má sjá að hyl-
dýpi skilur okkur og
frændþjóðir okkar að
réttindi varðar. Enda
eina Norðurlandaþjóðin
A.
FLÍSASKERAR
OGFLÍSASAGIR
I
jgg
it‘
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
sem byggir afkomu fjölskyldna
Nú, segir Þorsteinn
—
Olafsson, er
mælirinn fullur.
langveikra bama á fijálsum fram-
lögum einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana eins og nær stöðugar fjár-
safnanir í þeirra þágu sanna. (Þeir
sem áhuga hafa á að kynna sér
nefndan samanburð geta flett upp
á síðu 42 í Morgunblaðinu 21.11.
1996). í kjölfarið varpaði ég þeirri
spumingu til Ara og Þórarins hvort
þeir teldu ekki að samtök launþega
og vinnuveitenda gætu gert eitt-
hvað til að bæta hin bágbornu kjör
foreldra lar.gveikra barna sem að
framan er lýst. í stuttu máli voru
þeir sammála um að málefnið ætti
ekki erindi til nefndra samtaka.
Ekki vildi ég una niðurstöðu Ara
og Þórarins og því afréð ég að senda
í ábyrgðarpósti samhljóða bréf sem
dagsett voru 11.9. 1996 til þín og
Grétars Þorsteinssonar, forseta
ASI. I þeim lýsi ég m.a. því órétt-
læti sem að framan er greint frá,
segist ekki trúa því að Ari og Þórar-
inn túlki afstöðu ASÍ og VSI í því
efni og varpa fram eftirfarandi
spurningu með beiðni um skjót svör:
„Er forysta ASÍ/VSÍ tilbúin að
beita sér fyrir því að kjör fjöl-
skyldna langveikra barna hér á
landi verði bætt, og ef svarið er já,
hvernig sjá forystumenn fyrir sér
að því staðið?"
Forysta ASÍ hefur svarað erind-
inu og skv. því hafist handa við
úrbætur. Ekkert hefur hins vegar
heyrst frá þér 18.2. 1997, þegar
þetta er ritað, þrátt fyrir ítrekaða
beiðni um svar. Þess má enn frem-
ur geta_ að farið var fram á fulltrúa
frá VSÍ á málþing Umhyggju, sem
haldið verður 22.2. 1997, með bréfi
dagsettu 31.12. 1996, sem þér var
sent í ábyrgðarpósti, en ekki hefur
þér heldur þóknast að svara þeirri
umleitan. Nú er mælirinn fullur og
er því hér með skorað á þig að
svara á síðum Morgunblaðsins of-
angreindri spumingu.
Það eru úrelt vinnubrögð að
reyna að þegja mál í hel. Enn frem-
ur er það talin almenn kurteisi hjá
siðmenntuðum þjóðum að svara
bréfum, jafnvel þótt viðtakendur
telji sig hafa gild rök fyrir því að
sinna ekki erindum þeirra, sem þó
er vandséð að sé raunin í umræddu
tilfelli.
Sá möguleiki er svo auðvitað fyr-
ir hendi að þú hafir komist að sömu
niðurstöðu og Bob Dylan. Þú ert
þá væntanlega að bíða eftir svari
frá Kára?
Höfundur er formaður Umhyggju
og framkvstj. SKB.
Er flatarmál
talað í
Landsvirkjun?
UPPLÝSINGAFULLTRÚI Lands-
virkjunar rær á undarleg mið í svar-
grein við árás minni á Landsvirkjun
í „Grát fóstra mín“ (Mbl. 19.1.1997).
Ekki nenni ég að elta ólar við rang-
færslur Þorsteins Hilm-
arssonar enda er það
vinnan hans að veija
hagsmuni þessa stór-
fyrirækis, hvað sem líð-
ur þekkingu hans á sið-
fræði sem hann gumar
af. Ég get samt ekki
látið hjá líða að and-
mæla og stinga betur á
kýlinu.
Hyldýpisgjá aðskilur
mig og Þorstein í skiln-
ingi og skyldum okkar
gagnvart náttúrunni.
Landið er líka sameig-
inlegur arfur fólksins
sem býr í landinu. Hann
er ekki eign stofnana á
borð við Landsvirkjun
og ekki heldur Alþingis eða ríkis-
stjómar íslands.
í gullsölum Grótta sem nefnist
Landsvirkjun eru menn yfir það
hafnir að standa almenningi skil á
gerðum sínum - hvað þá að svara
spumingum einhvers kalls úti á landi
sem hefur áhyggjur af yfirgangi
Landsvirkjunar í náttúm íslands. Það
þykir tilfinningaraus að mótmæla því
að náttúruperlum sé sökkt í miðlun-
arlón og að eyðileggja Dettifoss.
Upplýsingafulltrúinn kallar sig nátt-
úruverndara, eins og flestir á þeim
bæ, og það er í takti við hemað
Landsvirkjunar, skilning á náttúru-
fyrirbærum og túlkun á siðferði. Ég
leyfi mér að vitna í annan Þorstein,
Þorstein Gylfason heimspeking, sem
ég met mikils fyrir mannúð og djúp-
hyggni:.....Og margir þeirra munu
vera nógu hreinskilnir til að kannast
við, fyrir sjálfum sér og öðrum, að
tæknin sé innantóm: að aðalsmerki
fræða og vísinda sé andleysi þeirra.
Andann höfum við annars staðar
að.“ (Að hugsa á íslenzku. Bls. 35.)
íslendingar hafa frá alda öðli
blandað saman landslagi, fróðleik,
tilfinningum og skynsemi - allt í
einn graut. Islendingurinn skynjar
landið sitt með augum, huga og
hjarta. Það er nú einu sinni það dá-
samlega við þessa blessaða þjóð. Hún
er ástfangin af landinu sínu. Lands-
lag er ekki og verður aldrei bara
mishæðótt grjót og gróður og mælist
ekki í flatarmáli og gígavöttum.
Landslag er upplifun, sjónrænt ævin-
týri, saga og tilfinning - og skyn-
semi kemur auðvitað við sögu -
vegna þess að tilfinning er skynjunin
sem máli skiptir og þá um leið eins-
konar vörn gegn vitleysum eins og
þeim að eyðileggja dýrmætt landslag
- eyðileggja þjóðararf - stela úr
Þjóðminjasafni náttúrunnar öllu
steini léttara og selja það sem skran.
Tilfinningin fyrir náttúrunni er sjálf-
ur „delluvarinn" gagnvart henni.
Þess vegna á ekki að ræða um virkj-
anir og stóriðju á talmáli tækni-
hyggju, flatarmálinu. Orðaforði þess
er takmarkaður, umræðan skynlaus
og röng mælieining á náttúruauðæf-
um.
í Landsvirkjun reikna menn nátt-
úruperlur og fallvötn sem prósentur
af flatarmáli Islands. Síðan hvenær
fór Landsvirkjun að virkja flatarmál?
Flatarmál er strembið hugtak í nátt-
úrunni. Miðar Landsvirkjun við flat-
armál á lognkyrrum vatnsfleti miðl-
unarlóna eða hafa menn reiknað út
allt yfirborð hlíða og hóla og gljúfra
undir lónunum? Ætli mælingin sé
ekki grautvitlaus? Notum bara reikn-
ingskúnst sem allir skilja. Hvað er
Dettifoss mikið flatarmál? Hvað eru
Hafrahvamma- eða Dimmugljúfur
stór hluti af sömu gljúfrum? Og hvað
skyldu Eyjabakkar vera mikill hundr-
aðshluti af Eyjabökkum? Öll svæðin
sem Gróttakvömin girnist eru sér-
stök á sinn hátt og hluti af heild.
Þau eru ekki „eitthvað sem menn
vita ekki hvað er“, eins og kappinn
sagði. Þeir vita það kannski ekki í
Landsvirkjun og iðnaðarráðuneyti en
þjóðin veit að þetta eru áþreifanleg
og arðbær náttúru-
auðæfi. Þau eru virkjuð
í sinni óbeisluðu mynd
þó ekki sé það mælan-
legt í gígavöttum.
Gjarnan hefði ég vilj-
að sleppa við þann kal-
eik að ræða um skyn-
semi, rökhyggju og
vönduð vinnubrögð
Landsvirkjunar. Hvar á
að bera niður? Blöndu-
virkjun kannski? Varla
þar. Hún var byggð í
ógáti eða vímu - ekki
snefill af skynsemi þar.
Eða Kröfluvirkjun?
Hvað fóru margir millj-
arðar króna í súginn í
þessum gígavattaævin-
týrum - í tómt rugl? Þetta áhættufé
hefði betur runpið til allra annarra
atvinnuvega á íslandi. Aldrei hefur
íslendingurinn skynjar
landið sitt með augum,
huga og hjarta, segir
Guðmundur Páll
Olafsson. Það er nú einu
sinni það dásamlega við
þessa blessaða þjóð.
einu sinni verið sýnt fram á raun-
hæfa arðsemi risavirkjana. Hvað
hefur landinn fengið í sinn hlut ann-
að en okur, misrétti, skuldasúpu -
og óráðsíu? Hvernig væri að fá skýr-
ingu á einkaflugvelli á Auðkúluheiði?
Skynsamlegt? Arðbært? Er enginn
delluvari til í Landsvirkjun?
Vönduð eru vinnubrögð . . . Hvar
eru mengunarrannsóknir Landsvirkj-
unar á miðlunarlónum? Hversu mikið
mengar Blöndulón? Veit það einhver?
Stíflukórinn kyijar falsettu um
hreina orku. Hvaða orku? Miðlunar-
lón eru skaðleg. Sums staðar eru þau
ferlegir mengunarpyttir. Gróðurhú-
salofttegundir, einkum koltvísýring-
ur og metan, myndast þar. Þögn eða
fullyrðing eyðir ekki þeirri mengun.
Miðlunarlón eru hættuleg. I grein-
inni, „Grát fóstra mín“, óskaði ég
eftir því að hættumat Landsvirkjunar
á Hágöngulóni og öðrum miðlunar-
lónum hennar yrði opinberað. Fátt
varð um svör. Kannski eru það álitn-
ir almannahagsmunir að almenning-
ur viti ekki um háskann. í landi jarð-
elda og jarðhræringa er hættan fyrir
hendi þar sem uppistöðulón og stíflur
eru - norðan- og austanlands líka.
Nú er það svo að ég er sannfærður
um að þessar niðurstöður eru til.
Annað væri næsta glæpsamlegt
kæruleysi. Landsvirkjun, umhverfis-
ráðuneyti eða stífluglaðir þingmenn
verða að svara þjóðinni þessari
spurningu og veita henni fullnægj-
andi svör. Hefur Landsvirkjun
kannski láðst að upplýsa umhverfis-
ráðherra og ríkisstjórn, þingmenn og
Almannavarnir ríkisins um þá vá sem
stíflurnar skapa og hvað gerist ef
þær bresta? Vilja stjórnvöld taka
þessa áhættu? Eða þjóðin? Hve miklu
er hún tilbúin að fórna? Teningnum
hefur verið kastað og Landsvirkjun
verður að lofta út úr kjallaranum,
en siðleysið er ekki aðeins gagnvart
náttúru íslands heldur allri þjóðinni.
Hér eiga því orð Þórbergs einkar vel
við: „Ef ég ætti heima í Voss, myndi
ég hengja mig kvölds og rnorgna."
Höfundur er rithöfundur og
náttúrufræðingur.
Guðmundur Páll
Ólafsson