Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Samskipti aldraðra og afkomenda þeirra Á TUTTUGUSTU öldinni hafa aldraðir ekki farið varhluta af þjóðfélagsbreytingum. I upphafi og langt fram eftir öldinni bjuggu þeir í skjóli bama sinna eða fluttu á elliheimili þeg- ar starfsgeta þraut. Nú er stefnan í öldrunar- málum sú að styðja aldraða til sjálfstæðis og sjálfshjálpar, þannig að þeim sé kleift að búa á heimilum sínum eins lengi og þeir geta og vilja. Enn sem komið er hefur þjóðinni ekki tekist að þróa hefðir og reglur um samskipti samhliða þjóð- félagsbreytingunum. Sem betur fer er því víða þannig farið að sam- skipti í fjölskyldum eru með ágæt- um og úrbóta ekki þörf. Engu að síður er of algengt að samskipti í fjölskyldum einkennist af tog- streitu, erfiðleikum og vonbrigðum. Þetta ástand verður áberandi milli elstu kynslóðanna tveggja, aldraðra og barna þeirra. í stað þess að sam- skiptin styrki böndin milli kynslóð- anna, séu uppspretta hlýju og vænt- umþykju, verða þau oft á tíðum þrúgandi skylda og uppspretta sár- inda og vonbrigða á báða bóga. Sagan af mæðgunum Láru og Önnu er dæmi um erfiðleika og togstreitu í samskiptum tveggja kynslóða. Lára, móðir fjögurra uppkominna barna missti mann sinn eftir langt hjónaband. Aðeins eitt barnanna, Anna, bjó í í nágrenni við hana. Hin börnin bjuggu fjarri og höfðu sáralítið samband við móður sína. Samskiptin í fjölskyldunni ein- kenndust af óbeinum skilaboðum. Stjórnsemi Láru fólst í því að hún gaf til kynna með ýmiss konar fasi og óbeinum athugasemdum til hvers hún ætlaðist. Það var sjald- gæft að hún léti óskir sínar eða væntingar i ljós með berum orðum. Einhvetju sinni þegar börnin voru á táningsaldri, meiddi Lára sig í lófa og þurfti að sauma sárið sam- an. Hún var þá nýbúin að leggja þvott í bleyti í bala í baðherberg- inu. í þetta skipti skildi ekkert barn- anna óbeinu skilaboðin hennar um að einhver þyrfti að vinda þvottinn Ásdís Hafliðadóttir þar sem hún væri meidd. Þegar Lára sá að enginn ætlaði að verða við „beiðni" hennar, vatt hún þvottinn sjálf og fékk ígerð í sárið. Lengi var Lára verulega sár yfir tillitsleysi bamanna við sig og sýndi sárindi sín greinilega með svipbrigðum og fasi. Ánna var næstelst barnanna og höfðu þær mæðgur talsvert sam- band. Því miður var sambandið hvoragri til mikillar gleði, má helst líkja því við dans þar sem báðir aðilar era að stjórna. Lára virtist ekki geta horfst í augu við þá staðreynd að Anna væri fýrir löngu orðin sjálfstæður einstakling- ur, sem ætti bæði maka og stálpuð böm. í augum Lára var Anna litla stúlkan hennar, sem átti fyrst og fremst að hugsa um móður sína, sem átti eiginlega engan annan að. Anna var ef svo má segja í blóma lífsins. Samskiptahættir, segir Ásdís Hafliðadóttír, geta kæft hlýju og væntumþykju. Hún var í góðu hjónabandi, átti tvö böm á unglingsaldri og var auk þess í vinnu sem bætti enn á lífsfyll- ingu hennar. Lífið brosti við henni, en togstreitan í sambandi þeirra mæðgna hvíldi á henni eins og mara. Önnu þótti vænt um móður sína, og var mjög háð áliti hennar og við- urkenningu á sér. Þó var stundum eins og væntumþykjan léti í minni pokann fyrir tilfinningum sem kviknuðu við sífelldar kvartanjr og óorðaðar kröfur móðurinnar. Önnu fannst hún þá vera að kafna en vissi ekki hvort hún væri að kafna úr sektarkennd eða reiði. Hún fór að kvíða samskiptum við móður sína. Henni fannst samtölin ekki ganga út á annað en lasleika, mæðu eða kröfur, sem hún þurfti að geta upp á hveijar væra. Það kom fyrir að Anna var þreytt og skildi ekki eða vildi hreinlega ekki reyna að geta í hálfkveðnar vísur móður sinnar. Oft fannst Önnu móðir sín segja sér greinilega með fasi, svipbrigðum, og sögum um umhyggjusamt og elskulegt fólk, hve ósegjanlega óheppin hún væri með Önnu sem væri svo vanþakklát, eigingjöm og tilfinningasljó gagnvart þörfum móður sinnar. Anna tók þetta nærri sér og varð ýmist niðurdregin og döpur eða reið og bitur. Þegar togstreitan milli þeirra mæðgna var að verða óbærileg fyrir Önnu og fjölskylduna, leitaði hún hjálpar hjá ráðgjafa. Þá var vanlíðan hennar farin að hafa slík áhrif á heimilislífið að börnin sögðu hana óþolandi geðvonda og eigin- maðurinn, sem hafði stutt hana alla tíð, var að missa þolinmæðina. Þegar Anna hafði verið nokkurn tíma í viðtölum fór hún í hópvinnu. Þar hitti hún fólk með svipaðan vanda, fólk sem sveiflaðist líka milli sektarkenndar, reiði og vænt- umþykju. Síðast þegar ég heyrði frá Önnu höfðu samskipti hennar og móður hennar batnað mikið. Anna sagði það vera yndislegt að hlakka til að hitta móður sína, sem nú væri hætt að nota samveru- stundir þeirra til að kvarta og kveina og væri farin að biðja beint um það sem hana vanhagaði um. Nú nytu þær samvistanna og væru báðar í sjöunda himni að mati Önnu. Þeir, sem ekki þekkja samskipti af því tagi sem hér er lýst, sam- skipti sem byggjast á óorðuðum óskum, eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hversu þrúgandi þau geta verið. Þeir sem alast upp við tjáskipti sem fara fram á þennan hátt læra að setja fram óskir sínar og kröfur án orða og bregðast við óskum og kröfum annarra með ágiskunum. Það gefur auga leið að mikill misskilningur vonbrigði og sárindi geta fylgt í kjölfar slíkra samskiptahátta. Ekki veit ég hvort lesendur gera sér grein fyrir því að dæmið um Láru og Önnu er bandarískt, það gæti svo vel verið íslenskt. Alls staðar er til fólk sem líður fyrir það að kunna ekki aðra samskiptahætti en þá sem hér var lýst. Samskiptahætti sem eru eins og illgresi sem kæfir hlýju og vænt- umþykju, en skilur eftir jarðveg fyrir gremju, biturleika og von- brigði. Eins og fram kemur í dæminu hér að framan má snúa slíkum samskiptum til betri vegar, það krefst fyrst og fremst vilja og að- gerða. Ef vilji er fyrir hendi er í flestum tilfellum hægt að bæta samskipti. Takist það ekki, er næsta víst að sá sem leitar sér hjálpar hefur engu að síður mögu- leika á að bæta líðan sína og þá er vissulega mikið fengið. Höfundur stundar nám í félagsráðgjöf við HÍ. Kreppukommar og gervigómar UNDANFARIÐ hafa Engeyingar verið að hrekkja vin minn Kjart- an Helgason ferðamála- frömuð. Hefur þetta gengið svo langt, að oddviti þeirra, HaJldór Blöndal samgönguráð- herra, hefur svipt Kjart- an ferðaskrifstofuleyfí. Þetta tel ég miður, því Kjartan var framkvöð- ull á mörgum sviðum, t.d. hóf hann fyrstur þjónustu við hesta- menn, þannig að þeir gátu látið gera við beizli sín meðan farseðlar vora útbúnir. Var þetta í samvinnu við annan vin minn, Þor- vald söðlasmið (Baldvin & Þorvald- ur), en bækistöð þeirra Kjartans var á Laugavegi miðjum og kaffiveiting- ar á borði söðlasmiðsins. Var oft fjör- ugt í kaffinu þama og sögur sagðar. Leifur Sveinsson II. Eigi taldi ég eftir mér að leiðrétta ferðabæklinga Kjart- ans, er hann hugðist auglýsa Búlgaríuferðir. Þar urðu þau mistök, að vakin var athygli á því, að „asnar og múldýr væra mjög fjölmenn í Búlgaríu“. Eg breytti þessu í: „mikið er um asna og múldýr...“ III. Annað merkilegt brautryðjendastarf Kjartans vora svokallar „gervigómaferðir" til Búlgaríu. Áður gat fátækt fólk á íslandi ekki fengið sér gervitennur nema helst að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og valið sér tennur að lokinni hátíð í „skilarétt gómanna", sem haldin var í Ég er stoltur yfir því, segir Leifur Sveinsson, að vera nefndur „uppá- haldsíhaldsmaður“ kommanna. lögreglustöð Ve. Þetta voru oftast um 40 sett af tönnum, sem menn höfðu misst út úr sér í hita leiksins, er göróttur drykkurinn leitaði aftur út ásamt lundanum. Leysti margur þjóðhátíðargest- urinn tannvanda sinn í skilaréttinni. En nú bauð Kjartan upp á svo ódýr- ar tennur í Búlgaríu, að enginn þurfti að fara til Eyja í tannaleit lengur. Hafi hann þökk fyrir. IV. Kjartan hefur látið svo lítið að nefna nafn mitt í tveim ritsmíðum í Mbl. undanfarið, svo ég tel rétt að svara honum lítillega, því æ sér gjöf til gjalda. Ég er stoltur yfir því að vera nefndur „uppáhaldsíhalds rnaður" kommanna og tel við hæfí, að Kjartan verði þá nefndur „uppáhaldskreppukommi" okkar íhaldsmanna. V. Nú fer þeim fækkandi kjörsonum Stalíns á íslandi, Kristinn E. og Einar Olgeirsson látnir ásamt Jó- hannesi úr Kötlum, en eftir lifa Jón Múli og Megas. Maður einn sagði við Jóhannes: „Það er svo mikil lús í Sovétríkjunum, að maður einn, sem sofnaði í herbergi, þar sem hurð var opin, vaknaði fram á gangi“. Þá svaraði Jóhannes: „Sjáið þið, máttur samtakanna". Nú er það ósk mín, að máttur umhverfissamtakanna megi lifa og útlendingar eigi sitt áldrasl sjálfir. Höfundur er lögfræðingur. _ > Afmælisár Ferðafélags Islands SÍÐLA í nóvember- mánuði 1927 komu nokkrir tugir áhuga- samra og eftirvænt- ingarfullra manna saman í Kaupþings- salnum í Reykjavík í því augnamiði að ganga þar frá stofnun félags, sem skyldi beita sér fyrir aukinni og bættri ferðamennsku hér á landi, kynna ís- lendingum land þeirra með nýjum aðferðum og stuðla jafnframt að ferðalögum erlendra manna um landið, ekki síst um óbyggðir þess. í ávarpi til almenn- ings, þar sem boðað var til þessa fundar, var markmiði hins nýja fé- lags m.a. lýst á þá leið, að það muni hafa „margbrotið verk með höndum um að auka þekkingu manna á náttúra landsins, örva áhuga á ferðalögum og greiða fyr- ir þeim á ýmsan hátt.“ Þá segir í ávarpinu: „Mun það varla orka tví- mælis, að félagsskapur sá mætti verða þjóðinni til hins mesta gagns og leysa úr ýmsum þeim viðfangs- efnum, sem engan eiga hér formæ- landa nú, viðfangsefnum sem ekki verður fram hjá gengið gaumlaust til lengdar." Aðalhvatamaður að stofnun Ferðafélags Is- lands var Sveinn Bjöms- son, þá sendiherra íslands í Kaupmannahöfn en síðar forseti íslands, fyrir fund- arboðuninni stóð Bjöm Ól- afsson, stórkaupmaður og síðar ráðherra, en fyrsti forseti félagsins var Jón Þorláksson, sem þá hafði nýlátið af störfum forsæt- isráðherra. Allt frá upphafi hafa Ferðafélagsmenn verið trúir þeim hugsjónum og markmiðum, sem birtust í stofnskrá félagsins, og kynslóðir þeirra hafa lagt hönd á plóg við margvíslegar framkvæmd- ir, sem þjónað hafa markmiðunum með prýði. í blómlegu félagsstarfi um sjö tugi ára hafa starfsfúsir og hugkvæmir menn, karlar og konur, unnið þrotlaust að markverðu land- kynningarstarfí, jafnt í byggðum landsins sem óbyggðum þess. Skál- ar hafa risið á hálendinu, sem hýst hafa ótalda tugi þúsunda ferða- manna, göngubrýr verið lagðar yfir Afmælisárið, segir Páll Sigurðsson, verður allt notað til sérstakrar kynningar meðal almennings. illvæð eða óvæð fallvötn, gönguleið- ir verið markaðar um stórbrotnar óbyggðaleiðir, þúsundir hópferða verið farnar um land allt undir stjóm fróðra og traustra fararstjóra og fram hefur farið umtalsverð landkynning á almennum samkom- um, svo sem myndakvöldum og kvöldvökum. Árbækur félagsins, sem era öllum almenningi kærar, hafa löngum verið helsta stoð skipulegs fróðleiks um land okkar, um sambúð þjóðarinnar við landið og um sögu þess og náttúrafar. Víða um land starfa deildir félags- ins, nú tíu talsins, og hefur starf þeirra löngum verið til menningar- auka og það verið uppspretta marg- víslegra framfara í ferðamálum. Félagsstarfíð sjálft - sjálfboða- vinnan og samneytið við aðra í hollri önn - hefur að vísu gefið virkum félagsmönnum mikið en þó hefur mesta gleðin oft verið fólgin í þeirri vissu að unnið væri fyrir aðra, m.a. óbornar kynslóðir. Árangur starfsins er að hluta til öllum sýnilegur en hitt vegur einn- ig þungt, sem ekki verður mælt á almennan kvarða. Alls þessa njóta nú ekki einvörðungu hinir átta þús- und félagsmenn heldur allir íslend- ingar, er kynnast vilja landi sínu, og ótaldir eru einnig þeir erlendir ferðalangar, sem hafa nýtt sérþjón- ustu félagsins með ýmsum hætti. Á því ári, sem nú er nýlega geng- ið í garð, munu Ferðafélagsmenn minnast sjötíu ára afmælis félagsins með margvíslegu móti. Verður af- mælisárið allt notað til sérstakrar kynningar meðal almennings á starfi félagsins, enda þótt eiginleg hátíðarhöld í tilefni afmælisins muni ekki fara fram fyrr en á hausti komanda. Á þessum vettvangi munu m.a. á næstu mánuðum birtast margar greinar eftir félagsmenn, þar sem fjallað verður í stuttu máli um einstaka þætti félagsstarfsins, um árangur þess og um framtíðará- form á ýmsum sviðum. Sérstakar ferðir verða famar, sem ætlað er að minna á upphaf félagsins og Afferðí FERDAFELAG ÍSLANDS þætti í sögu þess. Veglegt aftnælis- rit verður gefíð út, sem hefur að geyma ítarlega og stórmerka lýs- ingu á ferðalagi Konrads Maurers, hins kunna þýska fræðimanns, um ísland sumarið 1858, en óvíst er að aðrar merkari bækur hafi verið rit- aðar um ferðir erlendra manna um landið fyrr á tíð. Höfundur þessa óvenjulega rits, sem í fyrsta sinn mun koma fyrir almennings sjónir eftir nokkra mánuði, vann þjóðinni ómetanlegt gagn með söfnun ís- lenskra þjóðsagna, með hvatningu til þess háttar söfnunar annarra manna, með öflugum stuðningi við sjálfstæðisbaráttu íslendinga og með víðtæku menningarstarfi sínu að öðra leyti. Er full ástæða til þess að ætla, að margir muni minnast félags- ins og starfa þess á þessum tíma- mótum og samfagna félags- mönnum. Ferðafélag íslands - „félag allra landsmanna", eins og það hefur oft verið nefnt - mun að sínu leyti heita því að láta ekki deigan síga í þjóðþri- fastarfi sínu. Innan vébanda þess er enn nóg svigrúm fyrir ótrauða hugsjónamenn um bætta ferðamennsku og nátt- úravernd og ekki þarf að kvíða verkefnaskorti á komandi árum. Höfundur erforseti Ferðafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.