Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 12

Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDIÐ Mosfellsbær Áætlaðar heild- artekjur 668 milljónir króna BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hef- ur samþykkt ijárhagsáætlun sveitar- félagsins fyrir árið 1997. Heildar- skatttekjur samkvæmt áætluninni eru rúmar 668 milljónir og er gert ráð fyrir að veija 539 milljónum til reksturs málaflokka. Þar af er áætlað að veija 287,8 milljónum til fræðslu- mála. Fjárfestingar umfram framlög frá rekstri verða 98 millj. og mismun- ur tekinna og veittra lána er 147 milljónir. í áætluninni er gert ráð fyrir aukn- um tekjum og gjöldum vegna yfir- færslu grunnskólans til sveitarfélags- ins. Meðal nýjunga í áætluninni er stöðugildi vegna sérfræðiaðstoðar við skóla. Enn fremur er gert ráð fyrir að fjölskyldudeild Félagsmálastofn- unar verði styrkt til að veita hluta af sérfræðiþjónustunni við skóla. Gert er ráð fyrir hækkun útsvars- tekna og hærri launakostnaði vegna nýrra kjarasamninga og í fyrsta sinn er reiknað með leigu hjá þeim stofn- unum, sem eru í eigin húsnæði. Er þar um millifærslur að ræða innan áætlunarinnar, sem ekki hafa áhrif á endanlega útkomu en þær skekkja allan samanburð milli ára. I áætlun- inni er gert ráð fyrir 33 millj. fram- lagi frá veitum. Til félagslegra íbúða, Atvinnuþró- unarsjóðs og Lista- og menning- arsjóðs er áætlað að veija tæplega 7.7 millj. Áætlað framlag til ijárfest- inga er 129,6 millj. Heildarfjárfesting 222,5 millj. Heildaríjárfestingar bæjarsjóðs eru áætlaðar 222,5 millj. og eru gjaldfærðar fjárfestingar 42,8 millj. þar af, en eignfærðar fjárfestingar 179.7 millj. Til veitna er áætlað að verja 5,2 millj. Stærstu verkefnin eru uppbygg- ing skólamannvirkja og verður tæp- lega 140 millj. varið til þess. Fjórar kennslustofur verða byggðar við Varmárskóla ásamt nýjum sam- komusal og er fyrirhugað að flytja skólabókasafnið í eldri salinn. Gert er ráð fyrir að byggja við leikskólann að Hlaðhömrum og bæta við um 50 leikskólarýmum á árinu auk þess sem áætlað er að hefja framkvæmdir við nýtt jþróttahús, sem verður samtengt íþróttamið- stöðinni að Varmá. Er áætlað að veija til þessa 40 millj. á árinu. Þá verður unnið við opin svæði og verð- ur lögð áhersla á svæði, sem tengj- ast byggðinni og nýtast íbúum best til útivistar. FISK krafið um 2,5 milljónir STJÓRN Atvinnuleyistryggingasjóðs mun á fundi nk. mánudag taka af- stöðu til tillögu um að krefja Fiskiðj- una Skagfirðing hf. á Sauðárkróki um endurgreiðslu á atvinnuleysisbót- um sem greiddar voru til starfsmanna FISK í september á síðasta ári. End- urgreiðslukrafan hljóðar upp á u.þ.b. 2,5 milljónir króna. Mál þetta hefur verið til umfjöll- unar í stjórn Atvinnuleyistrygginga- sjóðs frá því Félagsdómur dæmdi uppsagnir FISK ólöglegar. Fyrir- tækið sagði starfsmönnunum upp störfum á þeirri forsendu að það hefði ekki nægilegt hráefni til að vinna úr, en Félagsdómur taldi að þessi forsenda hefði ekki verið fyrir hendi eftir 1. september þegar nýtt fiskveiðiár hófst. Framkvæmdastjóri FISK hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni vísa málinu til dómstóla ef það verði kraf- ið um endurgreiðslu. Skýrsla um langan vinnutíma á Islandi Styttri vinnutími kallar á laga- breytingu VEGNA tilkomu vinnutímatilskip- unar Evrópusambandsins þarf að gera breytingar á lögum um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þetta kemur fram í fylgiskjali með skýrslu félagsmálaráðherra um af- leiðingar langs vinnutíma hér á landi. Skýrslan var lögð fram á Alþingi að beiðni Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns, en Alþingi sam- þykkti beiðnina sl. haust. I skýrsl- unni var spurt um áhrif vinnutíma á kjör launafólks, framleiðni í fyrir- tækjum og afkomu þeirra, slysa og veikindatíðni og fjölskyldulíf. Ófullnægjandi skýrsla Margrét sagðist vera afar óánægð með skýrsluna. Upplýs- ingarnar í henni væru langt frá því að vera fuilnægjandi. í skýrslunni væri ekki gerð tilraun til að svara spurningu um áhrif vinnutíma á fjölskyldulíf og svör við öðrum þátt- um væru ákaflega rýr. Hún sagðist ætla að ræða skýrsluna í þingflokki Alþýðubandalagsins og sagðist eiga von á að hann myndi ítreka skýrslu- beiðnina því henni hefði ekki verið sinnt. „Mér hefði fundist eðlilegt að ráð- herra hefði skilað bráðabirgða- skýrslu þar sem segir að verkið væri mjög viðamikið og hann þyrfti lengri tíma. Allir hefðu tekið tillit til þess. Svona vinnubrögð eru hins vegar fyrir neðan allar hellur," sagði Margrét. Margrét sagðist vita til þess að Ríkisspítalarnir og fleiri vinnustaðir hefðu haldið ráðstefnur um áhrif langs vinnutíma og mikil vinnuálags á starfsfólk. Félagsmálaráðuneytið virtist ekki hafa gert tilraun til að nálgast þessi gögn. Grunnskólinn á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson NEMENDUR í tískusýningarhópnum sýna nýjustu tískuna og var til þess tekið hversu fáguð framkoma nemendanna var. Fjölbreytt verkefni á starfsdögum Blönduósi - Nemendur grunnskól- ans á Blönduósi héldu svokallaða starfsdaga fyrir skömmu. Kenndi þar margra grasa og æfðu nemendur m.a framkomu á tískusýningum, dans- og flölmiðlahópur var starfandi svo eitthvað sé nefnt. Fjölmiðlahópur- inn tók mörg viðtöl úti í samfélaginu og lék hópnum meðal annars forvitni á að vita hvort „löggan" skyti bófa og fengust þau svör hjá lögreglunni á Blönduósi að svo væri ekki. Yiljaekki greiða húsaleigu- bætur Húsavík - Húsavíkurbær hefur ekki fallist á að greiða húsaleigubætur sem sum bæjarfélög hafa greitt. Bæj- arráð samþykkti á fundi 4. febrúar sl. að leggja til við bæjarstjórn að hún sam- þykkti eftirfarandi ályktun í sambandi við húsaleigu- bætur: „Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkir að beina þeim til- mælum til stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga áð teknar verði upp viðræður við ríkið um að húsaleigu- bótakerfið verði hluti af al- mennu bótakerfi ríkisins eins og gildir í dag varðandi vaxtabætur. Með því að flytja þetta verkefni alfarið til ríkisins er tryggt að sam- ræmi verði í greiðslu bóta til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna vegna hús- næðiskostnaðar auk þess sem eðlilegt verður að telj- ast að greiðslur þessara bóta verði almennt úrræði sem allir eigi rétt á án tillits til búsetu.“ Ályktun þessa samþykkti bæjarstórn samhljóða á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag. Morgunblaðið/FDS Skóli fær ballskákborð Umhverfis- ráðherra heimsækir Sauðárkrók GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra heimsækir Sauðárkrók fimmtudaginn 20. febrúar. Ráðgert er að ráðherrann heimsæki stofnanir og nokkur fyr- irtæki í bænum. Þá verður ráðherra frummæl- andi á hádegisverðarfundi á Kaffi Króki þar sem rætt verður um skipulags- og umhverfismál og framtíð byggða. Á bæjarstjórnar- fundi síðdegis mun Guðmundur Bjarnason staðsfesta aðalskipulag Sauðárkróks 1994-2014 sem ný- lega var samþykkt af bæjarstjórn Sauðárkróks. Heimsókn Guðmundar er liður í þeirri viðleitni afmælisnefndar Sauðárkróks að nýta afmælisárið til að kynna bæinn og þá marg- þættu starfsemi sem þar fer fram. Ólafsvík - Þegar Snæfellsbær tók við Grunnskóla Ólafsvíkur var ákveðið flytja félagsaðstöðu nem- enda í skólann, en hún var áður í Félagsheimilinu Klifi. Af því tilefni gaf Lionsklúbbur Ólafsvíkur grunn- skólanum ballskákborð. Myndin var tekin þegar borðið var afhent og á henni eru Guðlaugur Wium, form. Lionsklúbbs Ólafsvíkur, Hjördís H. Guðlaugsdóttir, form. nemendaráðs, Iris Jónsdóttir, form. íþróttaráðs skólans, og Gunnar Hjartarson skólastjóri. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir SVANUR Guðmundsson prentari og Kristjana Ó. Valgeirsdóttir ásamt dóttur sinni, Ragnheiði Ósk, við nýja Heidelberg offsetprent- vél sem þau hafa fest kaup á til að annast alla prentun fyrir Svartlist. Svartlist prentar á Hellu Hellu - Nýlega tók til starfa Prentsmiðjan Svartlist ehf. á Hellu, en eigendur hennar eru hjónin Svanur Guðmundsson og Kristjana Ó. Valgeirsdóttir. Svartlist ehf. annast alla al- menna prentun, bæði svarthvíta og í Iit, hannar og setur upp aug- lýsingar, prentar m.a. reikninga, bréfsefni, bæklinga, útfararskrár og hvers kyns eyðublöð fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Auk þessa gefur fyrirtækið út bæklinginn „Búkollu" sem kemur út vikulega og er dreift ókeypis inn á hvert heimili í Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. í Búkollu er að finna sjónvarpsdagskrá og aug- lýsingar, en að sögn Svans hefur ritínu verið mjög vel tekið. ) ) > i i t 1 I I I' I I i i t i ; i i t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.