Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 15 Morgunblaðið/Kr.Ben. LEKI kom upp við inntakið á forsjóðaranum þegar verksmiðja SR-mjöls í Helguvík var gangsett í gær en iðnaðarmenn brugðu skjótt við. Lengst til hægri fylgist Þórður Jónsson rekstrarstjóri með. ÞEIR Jón Reynir Magnússon, forsljóri SR-mjöls, og Hlynur Arn- dal Jónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, voru mættir suður í Helguvík að fyigjast með gangsetningunni og eru hér ásamt Þórði Jónssyni rekstrasljóra. Loðnuverksmiðjan í Helgnvík gangsett í gær Grindavík - Ný loðnuverksmiðja SR-mjöls í Helguvík var formlega tekin í notkun í gærmorgun eftir að starfsmenn hinna ýmsu verktaka og SR-mjöls höfðu lagt nótt við dag til að ná þessum áfanga. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri fyr- irtækisins, og Guðjón Engilbertsson, vinnslustjóri verksmiðjunnar, höfðu í mörgu að snúast meðan lagnir voru þrýstiprófaðar áður en hráefninu var hleypt inn á sjóðarana. Gallar komu fram hér og þar en þó ekki stórvægi- legir. Herða þurfti uppá boltum á nokkrum stöðum á samsetningu á gufuleiðslum og það var síðan á ell- efta tímanum í gærmorgun sem loðnu var dælt inn í verksmiðjuna og suðan hófst. Starsmennirnir fylgdust síðan með því þegar loðnan fór frá einu framleiðslustiginu til annars í gegnum verksmiðjuna, frá sjóðaranum gegnum forpressu, pressu og þurrkara, þar til út kemur fullunnin afurð. Þórður sagði að bygging verk- smiðjunnar hefði tafist um mánuð miðað við upphaflegu áætlunina. Ekki væri hægt á þessu stigi að meta hversu mikið framleiðslutapið væri í krónum talið þennan tíma, því í rauninni hefði verið verst að missa út síðustu tvær vikur. Þá hefði allur tíminn farið í að komast í gang frek- ar en að standa í ótímabærum út- reikningum. Byggingarkostnaður 800 milljónir Verksmiðjan í Helguvík er meðal- stór á íslenskan mælikvarða og getur brætt 600-900 tonn af hráefni á sól- arhring en bræðslugetan fer töluvert eftir hráefninu sem berst að. Kostn- aður er áætlaður um 800 milljónir króna og iætur nærri að endanlegur kostnaður verði nálægt áætlun. Hún er búin nýjustu gerð af þurrkurum og á að geta framleitt allar gerðir af mjöli, meðal annars svokallað hágæðamjöl, en það er dýrara í fram- leiðslu en aðrir flokkar mjöls. Húsagerðin í Keflavík byggði verksmiðjuhúsið. Þurrkararnir eru norskir og ýmsir aðrir hlutir tækja- búnaðarins flutt notað inn frá Nor- egi, eins og sjóðarar og pressur. Þá er mikið af búnaðinum smíðað hér innanlands bæði á vélaverkstæði SR-mjöls og í öðrum vélsmiðjum. Ófærð á Flateyri Flateyri - Norðaustanátt með snjó- komu, skafrenningi og stinnings- kalda minnti Flateyringa óþægilega á gamalkunnugar aðstæður síðast- liðna helgi. Mikil ófærð var og þurfti að notast við bát til að feija fólk út í Holt í Önundarfirði. Aðalgötur sem og hliðargötur voru erfiðar yfirferðar vegna skafrenn- ings sem gat náð allt að tveim metr- um á hæð. Rýma þurfti hús og fengu íbúar þeirra að gista í nýju félagsmið- stöðinni fyrir ofan leikskólann í Græ- nagarði. Seinni hluta sunnudags var hættuástandi aflýst og sneru þá íbú- ar aftur til síns heima. Nóg var að gera hjá fyrirtækinu Afreksmenn ehf. sem sér um snjó- mokstur og aðra skylda starfsemi við að ryðja götur bæjarins af öllum snjónum. Fyrir yngstu kynslóðina var þetta hinsvegar mikið ævintýri að leika sér í snjónum sem gat náð alla leið undir tjáfur húsa. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir KRAKKARNIR í 8.-H í Grunnskólanum í Hveragerði vilja vekja athygli á málefnum Baháá í Iran. Unglingar í Hveragerði mótmæla dauðadómi Hveragerði - Utanríkisráð- herra, Halldóri Ásgrímssyni, hefur verið sent bréf frá 8. bekk H í Grunnskólanum í Hvera- gerði, þar sem krakkarnir leita liðsinnis ráðherra og biðja hann um að mótmæla dauðadómi yfir tveim Bahá’um í Iran. í bréfinu segir meðal ann- ars:„í bekknum okkar er stelpa sem er Baháí og við biðjum þig að mótmæla dauðadómi sem kveðinn hefur verið upp í íran yfir Zabihullah Mahrami og Musa Talebi fyrir það eitt að gerast fráhverfir Islam og einn- ig fangelsun tveggja annarra Baháá. Ef þú gætir gert þetta fyrir okkur, værum við þér mjög þakklát." Bfrífa Þrastardóttir, í 8.-H, er einn af fimm Baháúm í Grunn- skólanum í Hveragerði. Hún kom með myndband í skólann einn daginn og sýndi bekkjarfé- lögum sínum. Þar sagði frá 16 ára stúlku sem tekin var af lífi ásamt fleiri konum vegna þess eins að þær voru Baháár. Þetta myndband vakti athygli bekkj- arins á málefnum Baháá í íran, en þar hafa þeir verið ofsóttir í mörg ár. Vildu krakkarnir leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á þessu máli og því ákváðu þau aðskrifa utanríkisráðherra. Þau sögðust hafa trú á því að Halldór legði þessu máli lið og að bréf þeirra kæmi til með að skipta máli. Krakkarnir í Hveragerði telja það grundvall- armannréttindi að fólk hafi frelsi til að velja trúarbrögð eða eins og Drífa sagði: „Mér finnst að allir eigi að geta búið saman í sátt og samlyndi burtséð frá litarhætti og trúarbrögðum.“ Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 500.000 KRÓNA VERÐLAUNAFÉ! Handritum skal skilað fyrir 15. maí 1997 til Vöku-Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt „Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness“. Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. HANDRITIÐ GEFIÐ ÚT í HAUST Ætlunin er að Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verði veitt árlega. Komist dómnefnd hins vegar einhverju sinni að þeirri niðurstöðu að ekkert handritanna verðskuldi verðlaunin getur hún ákveðið að veita þau höfundi sem talinn er hafa auðgað íslenskar bókmenntir með verkum sem þegar hafa verið gefin út. SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN Minnt er á að samkeppnin um Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness er öllum opin, hvort sem þátttakendur hafa áður gefið út bækur eða ekki. Við hvetjum því jafnt unga sem aldna höfunda til þess að senda handrit sín í keppnina. Að samkeppni lokinni geta þátttakendur vitjað handritanna hjá Vöku- Helgafelli. Upplýsingar um samkeppnina vekir Pétur Már Ólafsson, í síma 550 3134 milli kl. 9 og 17. VAKA-HELGAFELL • Síðumúla 6 • 108 Reykjavík • Sími 550 3000 Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness voru veitt í fyrsta sinn á liðnu hausti að undan- genginni samkeppni. Við það tilefni var minnt á að verðlaunin verða veitt árlega og voru rithöfundar hvattir til að senda inn handrit í samkeppni næsta árs. Skilafrestur handrita er til 15. maí 1997. Verðlaunin verða síðan afhent á hausti komandi og kemur verðlaunabókin út sama dag hjá Vöku-Helgafelli. Megintilgangur Bók- menntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnar- listar. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að verðlaununum í samráði við fjölskyldu skáldsins. VERÐLAUNIN Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund krónum en við verðlauna- upphæðina bætast venjuleg höfundarlaun samkvæmt rammasamningi Rithöfunda- sambands fslands og Félags íslenskra bóka- útgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu, eða safn smásagna, að undangenginni samkeppni sem er öllum onin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.