Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 21

Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 21 ERLENT Hundruð uppreisn- armanna drepin STJÓRNARHER Zaire sat fyrir uppreisnarmönnum sem sóttu fram gegn bænum Kindu í austurhluta landsins, drap hundruð þeirra og stökkti af- gangnum á flótta í austurátt. Talsmenn stjómarhersins til- kynntu þetta í gær. Belgíska stjórnin er nú að kanna hvað hæft er í sögusögnum um fjöldamorð í Austur-Zaire, sem er á valdi uppreisnarmanna. Nýir sjón- varpsstjórar í Belgrad STJÓRN sjónvarpsins Studio B í Belgrad hefur skipað nýja yfirmenn, sem njóta stuðnings serbnesku stjórnarandstöðu- flokkanna, nokkrum dögum eftir að flokkarnir komust til valda í borginni. Nýr stjórnar- formaður sjónvarpsins, Milan Bozic, sagði á þriðjudag að það yrði ekki málpípa stjórnarand- stöðunnar og stjórn sjónvarps- ins myndi ekki reyna að hafa áhrif á stjómmálaumfjöllun þess. Fujimori kennir lög- reglunni um ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagði á þriðjudag að lög- reglan og „nokkrir embættis- menn“ bæru ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir gíslatöku marxískra upp- reisnarmanna í sendiráði Jap- ans í Líma. 72 gíslar hafa verið í haldi uppreisnarmann- anna í 71 dag. Hlé var gert á samningaviðræðum um lausn gíslanna í gær. Neyðarlögum mótmælt Mannréttindahreyfingar og stjórnarandstöðuflokkar í Egyptalandi mótmæltu í gær þeirri ákvörðun þingsins að fresta því til ársins 2000 að afnema neyðarlög, sem sett voru eftir morðið á Anwar Sadat forseta 1981. Lögin veita öryggissveitum víðtæka heimild til að halda meintum uppreisnarmönnum í fangelsi til að berjast gegn herskáum hreyfingum sem vilja stofna íslamskt ríki. Konungurinn í NATO-erind- rekstur RÚMENSKA stjórnin gælir nú við þá hugmynd, að gera Mika- el Rúmeníukonung að opinber- um erindreka til að vinna NATO-aðild Rúmeníu hylli á Vesturlöndum, einkum hjá hinum sex þingbundnu kon- ungsríkjum Evrópu. Eftir nærri fimmtíu ára útlegð hefur konunginum nú verið veittur ríkisborgararéttur í heima- landi sínu, og á föstudag er hann væntanlegur í opinbera heimsókn þangað. Opið bréf 101 frammámanns 1 sænsku viðskiptalífi veldur hörðum deilum Segja sljórnar- stefnu skaðlega GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og háttsettir menn í sænsku viðskiptalífi, deila nú hart um efnahags- og viðskiptastefnu rík- isstjórnarinnar. Upphafið að deilunni er opið bréf sem 101 frammámaður í viðskiptalífinu birti í Dagens Ny- heteren þar segja þeir stefnu stjórn- arinnar beinlínis skaðlega og að þeir hafi misst trúna á ríkisstjórnina. Það sem fyllt hafi mælinn, sé ákvörðun stjórnarinnar um að láta loka Barseback-kjarnorkuverinu. Að því er segir í Aftenposten svar- ar Persson því til að yfirmenn í sænskum fyrirtækjum hafi makað krókinn undanfarin ár á sama tíma og sænskur almenningur hafí fengið að kenna á samdrættinum. Persson, sem er á ferðalad í Rnsnín ^aa\ við blaðamenn í húsarústum í Sarajevo. „Sænsk fyrirtæki hafa hagnast vel á síðustu árum. Og það er sænska þjóðin sem hefur borgað fyrir hin góðu ár viðskiptalífsins, með þeirri hörðu stefnu sem stjómin hefur fýlgt til að koma sænsku efnahags- lífi á réttan kjöl. í millitíðinni hafa frammámennirnir í viðskiptalífinu undirbúið sig vel,“ þrumaði Persson. Gengið verður til kosninga í Sví- þjóð á næsta ári og sýndi Persson það og sannaði að hann getur vel hugsað sér að beina spjótum sínum að hinum hæstlaunuðu í viðskiptalíf- inu. Slík barátta hefur áður komið jafnaðarmönnum vel í kosningabar- áttunni. Fjöldi sænskra fyrirtækja hefur ítrekað hótað því að flytja starfsemi sína úr landi, þar sem stjórnin hafi tekið hverja ákvörðuninni af annarri sem komi fyrirtækjunum illa. Pers- son segir fyrirtækin hins vegar hafa skilað methagnaði undanfarin ár, auk þess sem tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni. Dregur úr fylgi jafnaðarmanna Nokkuð hefur dregið úr fylgi jafn- aðarmanna frá því að þeir tóku við stjórnartaumunum og er flokkur hægrimanna nú stærstur samkvæmt skoðanakönnunum. Hægrimenn hafa gefið í skyn að þeir væru reiðu- búnir að opna Barsebáck að nýju, sé viiji fyrir því. Samkvæmt skoð- anakönnunum er meirihluti þjóðar- innar mótfallinn lokun versins, þar sem þar sé framleidd ódýr og örugg raforka. TÆKM I VÆPD F R A MTÍÐ I M I Ð L U M □ G MARKAÐSSFTMIMC3U Námstefna um margmiðlun og framtíðina í markaðssetningu og miðlun upplýsinga á íslenska markaðsdeginum í Háskólabíói, föstudaginn 28. febrúar kl. 09:15. Scott Woelfel. CNN Interactive. Stefán Kjartansson. CNN Interactive. Kolbeinn Arinbjarnarson. Baráttan um viðskiptavininn: Tækni leysir tilfinningar af hólmi. Geir Borg, Gagarín, Einar Guðmundsson og Viðar Jóhannsson, Sjóvá-Almennum. Gerð margmiðlunarkennsluefnis. Eyþór Arnalds: OZ er meira en graftk! Ásgeir Friðgeirsson. Veraldarvefurinn: Þjóðbraut viðskipta og þjónustu. Þatttökugjald dg skraning Þátttökugjald fyrir félaga í ÍMARK er 6.900 kr. og 9.900 kr. fyrir aðra. Innifalið er léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Pátttökugjaldið má greiða með VISA og EURO. Skilyrði fyrir því að fá aðgöngumiða á félagsverði ÍMARK er að viðkomandi hafi greitt félagsgjöld. Hægt er að greiða félagsgjöld við skráningu eða við innganginn. Skráning fer fram á skrifstofu ÍMARK í síma 568 9988. Einnig má tilkynna þátttöku með því að senda fax í sama númer eða í gegnum tölvupóst: imark@mmedia.is. Tilkynnið þátt- töku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður og búast má við mikilli aðsókn. Munið verðlaunaafhendinguna fyrir Athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ) í Háskólabíói, föstudaginn 28. febrúar kl. 15:30. STUÐN 1 N B S AÐI UAR ÍMARK: IMARK* Margt smátt auglýsincavOrur PÓSTUR OG SfMI HF 51 OPINKERFIHF SVANSPRENT ehf jm opusallt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.