Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 21 ERLENT Hundruð uppreisn- armanna drepin STJÓRNARHER Zaire sat fyrir uppreisnarmönnum sem sóttu fram gegn bænum Kindu í austurhluta landsins, drap hundruð þeirra og stökkti af- gangnum á flótta í austurátt. Talsmenn stjómarhersins til- kynntu þetta í gær. Belgíska stjórnin er nú að kanna hvað hæft er í sögusögnum um fjöldamorð í Austur-Zaire, sem er á valdi uppreisnarmanna. Nýir sjón- varpsstjórar í Belgrad STJÓRN sjónvarpsins Studio B í Belgrad hefur skipað nýja yfirmenn, sem njóta stuðnings serbnesku stjórnarandstöðu- flokkanna, nokkrum dögum eftir að flokkarnir komust til valda í borginni. Nýr stjórnar- formaður sjónvarpsins, Milan Bozic, sagði á þriðjudag að það yrði ekki málpípa stjórnarand- stöðunnar og stjórn sjónvarps- ins myndi ekki reyna að hafa áhrif á stjómmálaumfjöllun þess. Fujimori kennir lög- reglunni um ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagði á þriðjudag að lög- reglan og „nokkrir embættis- menn“ bæru ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir gíslatöku marxískra upp- reisnarmanna í sendiráði Jap- ans í Líma. 72 gíslar hafa verið í haldi uppreisnarmann- anna í 71 dag. Hlé var gert á samningaviðræðum um lausn gíslanna í gær. Neyðarlögum mótmælt Mannréttindahreyfingar og stjórnarandstöðuflokkar í Egyptalandi mótmæltu í gær þeirri ákvörðun þingsins að fresta því til ársins 2000 að afnema neyðarlög, sem sett voru eftir morðið á Anwar Sadat forseta 1981. Lögin veita öryggissveitum víðtæka heimild til að halda meintum uppreisnarmönnum í fangelsi til að berjast gegn herskáum hreyfingum sem vilja stofna íslamskt ríki. Konungurinn í NATO-erind- rekstur RÚMENSKA stjórnin gælir nú við þá hugmynd, að gera Mika- el Rúmeníukonung að opinber- um erindreka til að vinna NATO-aðild Rúmeníu hylli á Vesturlöndum, einkum hjá hinum sex þingbundnu kon- ungsríkjum Evrópu. Eftir nærri fimmtíu ára útlegð hefur konunginum nú verið veittur ríkisborgararéttur í heima- landi sínu, og á föstudag er hann væntanlegur í opinbera heimsókn þangað. Opið bréf 101 frammámanns 1 sænsku viðskiptalífi veldur hörðum deilum Segja sljórnar- stefnu skaðlega GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og háttsettir menn í sænsku viðskiptalífi, deila nú hart um efnahags- og viðskiptastefnu rík- isstjórnarinnar. Upphafið að deilunni er opið bréf sem 101 frammámaður í viðskiptalífinu birti í Dagens Ny- heteren þar segja þeir stefnu stjórn- arinnar beinlínis skaðlega og að þeir hafi misst trúna á ríkisstjórnina. Það sem fyllt hafi mælinn, sé ákvörðun stjórnarinnar um að láta loka Barseback-kjarnorkuverinu. Að því er segir í Aftenposten svar- ar Persson því til að yfirmenn í sænskum fyrirtækjum hafi makað krókinn undanfarin ár á sama tíma og sænskur almenningur hafí fengið að kenna á samdrættinum. Persson, sem er á ferðalad í Rnsnín ^aa\ við blaðamenn í húsarústum í Sarajevo. „Sænsk fyrirtæki hafa hagnast vel á síðustu árum. Og það er sænska þjóðin sem hefur borgað fyrir hin góðu ár viðskiptalífsins, með þeirri hörðu stefnu sem stjómin hefur fýlgt til að koma sænsku efnahags- lífi á réttan kjöl. í millitíðinni hafa frammámennirnir í viðskiptalífinu undirbúið sig vel,“ þrumaði Persson. Gengið verður til kosninga í Sví- þjóð á næsta ári og sýndi Persson það og sannaði að hann getur vel hugsað sér að beina spjótum sínum að hinum hæstlaunuðu í viðskiptalíf- inu. Slík barátta hefur áður komið jafnaðarmönnum vel í kosningabar- áttunni. Fjöldi sænskra fyrirtækja hefur ítrekað hótað því að flytja starfsemi sína úr landi, þar sem stjórnin hafi tekið hverja ákvörðuninni af annarri sem komi fyrirtækjunum illa. Pers- son segir fyrirtækin hins vegar hafa skilað methagnaði undanfarin ár, auk þess sem tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni. Dregur úr fylgi jafnaðarmanna Nokkuð hefur dregið úr fylgi jafn- aðarmanna frá því að þeir tóku við stjórnartaumunum og er flokkur hægrimanna nú stærstur samkvæmt skoðanakönnunum. Hægrimenn hafa gefið í skyn að þeir væru reiðu- búnir að opna Barsebáck að nýju, sé viiji fyrir því. Samkvæmt skoð- anakönnunum er meirihluti þjóðar- innar mótfallinn lokun versins, þar sem þar sé framleidd ódýr og örugg raforka. TÆKM I VÆPD F R A MTÍÐ I M I Ð L U M □ G MARKAÐSSFTMIMC3U Námstefna um margmiðlun og framtíðina í markaðssetningu og miðlun upplýsinga á íslenska markaðsdeginum í Háskólabíói, föstudaginn 28. febrúar kl. 09:15. Scott Woelfel. CNN Interactive. Stefán Kjartansson. CNN Interactive. Kolbeinn Arinbjarnarson. Baráttan um viðskiptavininn: Tækni leysir tilfinningar af hólmi. Geir Borg, Gagarín, Einar Guðmundsson og Viðar Jóhannsson, Sjóvá-Almennum. Gerð margmiðlunarkennsluefnis. Eyþór Arnalds: OZ er meira en graftk! Ásgeir Friðgeirsson. Veraldarvefurinn: Þjóðbraut viðskipta og þjónustu. Þatttökugjald dg skraning Þátttökugjald fyrir félaga í ÍMARK er 6.900 kr. og 9.900 kr. fyrir aðra. Innifalið er léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Pátttökugjaldið má greiða með VISA og EURO. Skilyrði fyrir því að fá aðgöngumiða á félagsverði ÍMARK er að viðkomandi hafi greitt félagsgjöld. Hægt er að greiða félagsgjöld við skráningu eða við innganginn. Skráning fer fram á skrifstofu ÍMARK í síma 568 9988. Einnig má tilkynna þátttöku með því að senda fax í sama númer eða í gegnum tölvupóst: imark@mmedia.is. Tilkynnið þátt- töku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður og búast má við mikilli aðsókn. Munið verðlaunaafhendinguna fyrir Athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ) í Háskólabíói, föstudaginn 28. febrúar kl. 15:30. STUÐN 1 N B S AÐI UAR ÍMARK: IMARK* Margt smátt auglýsincavOrur PÓSTUR OG SfMI HF 51 OPINKERFIHF SVANSPRENT ehf jm opusallt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.