Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 23 LISTIR „Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000“ Framkvæmda- stjórnin tekur við undirbúningi INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fól nýskipaðri fram- kvæmdastjórn „Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000“ að taka við undirbúningi verkefnisins við upphaf fyrsta fundar stjórnarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Kvaðst hún við það tækifæri vonast til að verkefn- ið eigi eftir að efla og styrkja ís- lenska menningu til lengri tíma litið, ekki sé einvörðungu stefnt að ,,flugeldasýningu“ árið 2000. Akvörðunin um að tilnefna Reykjavíkurborg ásamt átta öðrum borgum menningarborg Evrópu árið 2000 var tekin af ráðherra- nefnd Evrópusambandsins í árslok 1995. Eru hinar borgirnar Avign- on, Bologna, Prag, Helsinki, Berg- en, Brussel, Santiago de Compo- stela og Kraká. Markmið verkefn- isins mun vera að auka gagnkvæm kynni Evrópuþjóðanna, að draga fram sameiginleg einkenni Evr- ópuríkja en leggja um leið áherslu á ijölbreytileika og að gera menn- ingarlega sérstöðu einstakra borga, svæða eða landa almenningi ljósari og aðgengilegri. Gert er ráð fyrir töluverðu samstarfi milli við- komandi menningarborga í tengsl- um við verkefnið. „Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000“ er í forræði og á ábyrgð Reykjavíkurborgar en verður rekin sem sjálfstæð ein- ing, aðgreind frá stjórnkerfi borg- arinnar og kostuð af sjálfstæðum sjóði. Á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 20 milljóna króna fjár- veitingu til verkefnisins en að sögn borgarstjóra er gert ráð fyr- ir að ijárframlagið fari vaxandi á næstu árum. Ýtir á eftir tónlistarhúsi Markmið borgarinnar með verk- efninu hafa hvorki verið skilgreind né sett fram á einum stað en að sögn borgarstjóra hafa eftirfarandi verið nefnd í umræðum og gögn- um: Að auka hlut menningar í starfsemi borgarinnar, að efla starf og sköpun á sviði menningar, að vekja athygli á íslandi, Reykjavík og íslenskri menningu meðal ann- arra þjóða, að setja nýjar áherslur í landkynningu og ferðaþjónustu en „menningartúrismi“, svo sem Morgunblaðið/Kristinn BORGARSTJÓRI og framkvæmdanefndarmenn á fundinum í gær. borgarstjóri orðaði það, mun hafa aukist til muna í kringum menn- ingarborgir Evrópu til þessa, að markaðssetja íslenska menningu erlendis, að vekja íslendinga til gagnrýnnar hugsunar um stöðu eigin menningar í alþjóðlegu sam- hengi og að skila íslenskri menn- ingu aðstöðubót, svo sem tónlistar- húsi. Varðandi síðastnefnda liðinn kvaðst Ingibjörg Sólrún vona að „Reykjavík - menningarborg Evr- ópu árið 2000“ gæti ýtt á eftir hugmyndum um byggingu tónlist- arhúss hér á landi, þó svo það yrði ef til vill ekki reiðubúið til notkun- ar menningarborgarárið. Guðrún Ágústsdóttir, einn af fulltrúum Reykjavíkurborgar í framkvæmdastjórninni, sagði að borgin muni í tengslum við verk- efnið veita meira fé til menningar- mála en nokkru sinni fyrr - sem skipti verulegu máli. Þess sjái þeg- ar stað í fjárhagsáætlun ársins 1997 en aukinheldur hafi Reykja- víkurborg, svo sem fleiri menning- arborgir á undan henni, hafíst handa við að taka til í betri stof- unni, það er að segja miðbæ Reykjavíkur. Nefndi hún Safna- húsið og Hafnarhúsið sérstaklega í því samhengi. Auk Guðrúnar eiga sæti í stjóm- inni Páll Skúlason prófessor, sem er formaður, og Inga Jóna Þórðar- dóttir af hálfu Reykjavíkurborgar, Helgi Gíslason sendifulltrúi fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, Sús- anna Svavarsdóttir blaðamaður fulltrúi menntamálaráðuneytisins, Brynjólfur Bjarnason fram- kvæmdastjóri, sem tilnefndur er af Reykjavíkurborg sem fulltrúi atvinnu- og viðskiptalífs, og Birgir Sigurðsson rithöfundur fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna. Tímarit • Tímarit Máls og menningar, fyrsta hefti 1997, er komið út. Meginviðfangsefni tímaritsins að þessu sinni eru myndlist og mynd- listargagnrýni. Aðalsteinn Jng- ólfsson, Gunnar J. Árnason, Halldór B. Runólfsson og Jón Proppé hugleiða stöðu myndlist- ar og myndlistargagnrýni hér á landi. Ljóð eru eftir Sigurð Pálsson, Svein Einarsson, Seamus Hean- ey, Charles Baudelaire og Olaf H. Hauge og smásaga eftir ungan höfund, Teit Þorkelsson. Þorsteinn frá Hamri flutti kveðju við jarðarför Sigfúsar Daðasonar, skálds og fyrrum rit- stjóra TMM, og er hún birt í tíma- ritinu. Þijár greinar um bókmenntir er að fínna í þessu hefti. Dagný Kristjánsdóttir ritar grein um skáldsögur Jakobínu Sigurðar- dóttur, Soffía Auður Birgisdótt- /rum tværfranskar 18. aldar skáldsögur og tvær nýlegar bandarískar kvikmyndir, og loks skrifar gríski ritstjórinn og rit- gerðahöfundurinn Lakis Progui- dis grein um evrópsku skáldsög- una og bókmenntatímaritið Smiðju skáldsögunnar. í þessu hefti hefur nýr þáttur, Neftóbakshornið, göngu sína. Hann er hugsaður sem vettvangur fyrir skemmtilegt eða forvitnilegt efni frá fyrri tíð. Efni fyrsta Nef- tóbakshornsins er „Líkræða yfir hveijum sem vill“, eftir Pétur Palladíus (1509-1560) Sjálands- biskup og ritar Mörður Arnason inngang. Fimm bækureru ritdæmdarí þessu fyrsta hefti ársins. Tímarit Máls og menningar kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3.300 kr. Þetta hefti er 128 bls., unnið íPrent- smiðjunni Odda hf. Kápumynd er eftir Sigrúnu Eldjárn. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafnsson. *‘V V V cÁV $ & gar í lauginni, fimmtudaginn 27. febrúar, verða haldnir ú eftirtöldum stöðum: Htísavík: Sundlaugin Laugarbrekku, kL 17 - 19. Kynning i sund- leikfimi. Ráðgjöf og blóðþrýstingsmælingar. Húsvíkingar! Munið sundleikfimina á þriðjudögum kl. 21. Grænn lífseðill — gagnast þér allt lífið — FranikvanndaoðiLtr Granm Ufseðilsins eru íþrótdrfyrir itlhl ogHeilsuefUng. Hveragerði: Sundlaugin Laugoskarði kL 18 - 20. Riðgjöf og mælingar. Hafiuitjjörður: Suðurbæjarlaug kL 17 - 19. Riðgjöf, mælingar og annað til skemmmnar og ftóðleiks. Akranes: Jaðarsbakkolaug kL 17 - 19. Ríðgjöf og mælingar. Reykjavik: LaugardolslaugkL 7-9og 17-19, ÁrbæjarlaugkL 7-9, Breiðholtslaug kL 11.30- 13.30, Vesturbæjarlaug kL 11.30- 13.30, Sundhöllin kl. 17 - 19. Riðgjöf, blóðfitu- og blóðþrýstingsmælingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytiö SPARISJÓÐURINN -fyrirþig ogþím

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.