Morgunblaðið - 27.02.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 2 7
AÐSENDAR GREINAR
Á ÞESSUM síðasta
áratug 20. aldarinnar
er meira talað um sam-
keppni og einkavæð-
ingu en nokkru sinni
fyrr í íslandssögunni.
Flestir hafa sterkar
skoðanir í þessum efn-
um og í samræmi við
það skilja menn inni-
hald þessara hugtaka
hver með sínum hætti.
Gott dæmi um það er
sú breyting að Póst-
og símamálastofnun
hefur verið_ breytt í
hlutafélag. Ég hef þrá-
sinnis orðið var við að
hinir mætustu menn
hafa skrifað um einka-
væðingu ríkisfyrirtækja án þess að
telja fyrirtækið Póst og síma hf.
vörðu á þeirri leið. Ef til vill vegna
þess að ný staða Pósts og síma hf.
samrýmist ekki hugmyndum þeirra
um það hvernig fjarskiptamarkað-
urinn eða póstmarkaðurinn eigi að
líta út.
Nú um helgina urðu þau tíðindi
að Stöð 3 gekk inn í Stöð 2 og ég
skil það svo að eigendur hennar
hafi komist að þeirri niðurstöðu
að ekki væri pláss fyrir tvær frjáls-
ar sjónvarpsstöðvar hér á landi.
Það var því sjálfhætt enda eru
menn ekki fúsir til að leggja stöð-
ugt fram nýtt fé til rekstrar sem
ekki stendur undir sér. Þetta skilja
allir venjulegir menn. En þá bregð-
ur svo við að ýmsir reisa sig og
segja að þetta sé einmitt athugun-
arefni af því tagi sem Samkeppnis-
stofnun þurfi að kynna sér sérstak-
lega.
Á síðustu árum höf-
um við ísiendingar með
sérstakri löggjöf og
með aðildinni að Evr-
ópska efnahagssvæð-
inu reynt að skapa skil-
yrði fyrir því, að hér á
landi geti þróast frjáls
markaður sem nærðist
á eðlilegri heilbrigðri
samkeppni. Auðvitað
fylgdu því ekki eintóm-
ir kostir að ganga inn
í Evrópska efnahags-
svæðið en við mátum
það svo að kostirnir
væru fleiri en gallarnir
af því að við þóttumst
sjá sóknarfæri á er-
lendum mörkuðum sem
við gætum ekki nýtt okkur með
öðrum hætti. Viðskiptahindrunum
þjóða á milli var rutt úr vegi og
haft að meginreglu að fyrirtækin
skyldu standa jafnfætis í sam-
Þjónusta á fjar-
skiptasviði, segir
Halldór Blöndal,
verður algjörlega frjáls
um næstu áramót.
keppninni innan alls svæðisins. Til
þess að reyna að tryggja það hafa
þjóðirnar komið sér saman um
grundvallarreglur um viðskipti og
hvernig skuli staðið að eftirliti með
því að eftir þeim sé farið. Svo að
ég taki dæmi hefur mikil vinna
verið lögð í að tryggja jafnstöðu
fyrirtækja á fjarskiptamarkaði og
er það mikill frumskógur sem ég
efast satt að segja um að margir
hafi kynnt sér. Og í þessari viku
var fundað strangt í Brussel um
málefni póstsins.
í umræðum og úrskurðum um
samkeppnismál upp á síðkastið hef-
ur mjög borið á því að stærð og
umsvif íslenskra fyrirtækja hafi
vaxið mönnum í augum. Eg segi
ekki að þeir sjái Gilitrutt í hveiju
homi. En naflaskoðun af þessu tagi
hlýtur til langframa að draga okkur
niður. Íslensk fyrirtæki, jafnvel
Flugleiðir og Póstur og sími hf., eru
þumalingar í samskiptum þjóðanna.
Ég kalla það eitt af undrum verald-
ar að Flugleiðum skuli hafa tekist
að halda velli og auka umsvif sín
svo lengi og að það skuli vera bjart
framundan hjá fyrirtækinu. Umsvif
þess eru á erlendum mörkuðum í
alheimssamkeppni og þess vegna
langt utan þeirra landamæra sem
íslensk samkeppnisstofnun er bær
að fjalla um. Til þess vantaði hana
þekkingu og forsendur.
Póstur og sími hf. starfar sam-
kvæmt íslenskum lögum og lætur
í té þjónustu sem Alþingi hefur
skilgreint og ákveðið og strangar
alþjóðlegar reglur og sérreglur inn-
an Evrópska efnahagssvæðisins
gilda um. Þjónusta á fjarskiptasviði
verður algjörlega frjáls um næstu
áramót og alþjóðleg fyrirtæki eru
þegar farin að þreifa fyrir sér um
viðskipti. Pósturinn á sér langa
sögu og þjónusta hans byggir á
þeirri grundvallarhugsun, að bréf-
um og pökkum sé komið örugglega
til skila innan ákveðins tíma, full-
komnum trúnaði er heitið og kostn-
aði jafnað niður af því að við viljum
að allir standi jafnir gagnvart póst-
inum hvar sem þeir búa á landinu.
Þótt íslensk löggjöf sé þannig að
pósturinn hafi einkarétt á að koma
lokuðum bréfum til skila en póst-
kortum ekki breytir það engu um
grundvallarskyldur póstsins og
nauðsyn þess að hægt sé að reka
hann á heilbrigðum grundvelli og
sem eina heildstæða rekstrarein-
ingu af því að pósturinn stendur
ekki undir nafni nema þjónusta
hans sé ódýr og nái til allra.
Höfundur er samgönguráðherra.
Við erum í
alþjóðlegri
samkeppni
Halldór
Blöndal
Græni lífseðillinn
ÞAÐ hefur oft verið
sagt um okkur íslend-
inga að við hugsum ekki
nægjanlega til framtíð-
arinnar þegar okkar
eigin heill er annars
vegar. Sem betur fer
eru þó sífellt fleiri að
vakna til vitundar um
nauðsyn heilbrigðra
lífshátta. Þannig hefur
á undanförnum árum
orðið mikil vakning
meðal þjóðarinnar um
nauðsyn hreyfíngar og
hollrar fæðu en enn
vantar samt upp á að
við náum til íjöldans.
Enn eru margir sem
verða alvarlegum sjúkdómum að bráð
á besta aldri vegna rangra lífshátta
en þar eru reykingar stærsti skað-
valdurinn.
I dag hefst tveggja ára átaksverk-
efni undir nafninu Græni lífseðillinn,
en það er samstarfsverkefni heil-
brigðisráðuneytisins og íþrótta-
samands íslands. Markmið þessa
verkefnis er að vekja almenning til
aukinnar meðvitundar um áhrif
hreyfingar og fæðuvals á heilsuna,
sérstaklega með því að
efla þátttöku almenn-
ings í hollri hreyfíngu.
Ég tel bestu leiðina til
að ná þessu markmiði
að gera hreyfingu hluta
af daglegu lífi fólks, en
flestir þurfa hins vegar
aðstoð og hvatningu við
að stíga fyrsta skrefið.
Hér eiga heilbrigðis-
þjónustan og íþrótta-
hreyfingin samleið, því
um leið og boðið er upp
á holla hreyfingu verð-
ur boðið upp á fræðslu
og ráðgjöf. Því er
ánægjulegt að mark-
visst samstarf um þetta
markmið er nú að hefjast.
Fyrirbyggjandi starf skilar
sjaldnast áþreifanlegum árangri á
skömmum tíma. Þessu starfi verður
sífellt að sinna. Eitt af meginstefnu-
málum mínum sem ráðherra er að
leggja aukna áherslu á forvarnir
gegn sjúkdómum. Græni lífseðillinn
er enn eitt dæmi um verkefni sem
ég vil stuðla að og leggja mitt af
mörkum til að megi takast vel.
Ánægjulegt er að sjá hve eldra
Eitt af meginstefnu-
málum mínum, segir
Ingibjörg Pálma-
dóttir, er aukin áherzla
á forvarnir.
fólk leggur aukna áherslu á mikil-
vægi hollrar hreyfíngar en við sem
yngri erum teljum það oft sjálfsagð-
an hlut að vera hraust. Það er ekki
sjálfgefið, því hreysti sínu og heil-
brigði verður hver og einn að við-
halda og efla með heilbrigðum lífs-
háttum og hollri hreyfingu.
Græna lífseðlinum er ætlað að
hvetja almenning til að breyta hug-
arfari sínu og iífsstíl þannig að
hreyfíng og hollir lifnaðarhættir
verði sjálfsagður hluti daglegs lífs.
Ég trúi því að slík breyting á viðhorf-
um og lifnaðarháttum auki lífsgleði
og lífsgæði og sé um leið besta for-
vörnin til framtíðar.
Höfundur er heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra.
Ingibjörg
Pálmadóttir
Landkrabbi
tæknimanna?
VEIÐIMENN
frumstæðra þjóða í
heiminum hafa það
fyrir fastan sið að
skanna umhverfi bú-
setustaðar síns í leit
að bestu stöðunum
fyrir æti handa fjöl-
skyldum sínum. Hin
nýju upplýsingalög
sem gengu í gildi í
janúar sl. eru einmitt
slíkur skanni fyrir
marga er sótt geta að
mestu afkomu sína til
frumskógar hins op-
inbera á íslandi, og
lögin geta jafnvel
virkað sem stækk-
unargler Sherlock Holmes fyrir
þá sem vilja hafa upp á „góðær-
inu“ sem verið hefur í feluleik til
þessa. Búast má við að með fyrir-
spurnum sínum skv. upplýsinga-
lögum rekist menn víða á dular-
fullt, þéttriðið net sem hlykkjast
laumulega meðfram stokkum og
steinum, sem jafnvel vindur sig
samlitt þéttum gróðrinum utan
um tijástofna hæstu og stoltustu
trjánna; við nánari athugun er það
kannski líkara tröllvöxnum land-
krabba sem teygir anga sína í
allar áttir svo langt sem augað
sér og mikið lengra.
Kvótinn í landi
Þeir sem reka teiknistofur á
íslandi og eiga allt sitt undir
„þurrkvótanum“ svokallaða geta
Þurrkvótann er
ekki hægt að kaupa
eða selja, segir Páll
Björgvinsson, eins og
tíðkast með veiðikvót-
ann meðal sjómanna.
nú skv. upplýsingalögunum snúið
sér bréflega til ráðuneyta ríkins
og skrifstofu borgarstjcra og
fengið uppgefið hvaða teiknistof-
ur hafa kvóta, hvað þær hafa
haft hann lengi og hversu mikið
þær hafa haft, upp úr krafsinu.
Sömu aðilar geta síðan komið sér
upp línuriti og hagskýrslu yfir
afkomu „kvótastofanna" og borið
saman við eigin fyrirtæki. En það
er þó einn galli á gjöf Njarðar;
þurrkvótann er ekki hægt að
kaupa eða selja eins og tíðkast
með veiðikvótann meðal sjó-
manna: Þrátt fyrir samkeppnislög
í landinu og viðskiptaráðuneyti
sem fer með framkvæmd laganna
af hálfu hins opinbera, en felur
samkeppnisstofnun umboð til
daglegrar stjórnsýslu á því sviði,
gilda nefnilega óskráð og ósýnileg
lög um þurrkvótann sem þeir ein-
ir þekkja sem fá.
Árekstur landslaga
Þaulvanir lagasmiðir íslands
hafa örugglega ekki reiknað með
neinum slysahættum á lagabraut-
inni eða ímyndað sér að sú staða
gæti komið upp að upplýsingalög-
in lentu óvænt í hörðum árekstri
við samkeppnislögin
þegar kastljósinu
væri beint að hags-
munabraski í sam-
keppnisumhverfi ís-
lenskra teiknistofa;
þvert á móti hafa
lagasmiðirnir séð það
í hendi sér að hvorug-
ur lagabálkurinn gæti
verið án hins. Því
hvernig í ósköpunum
ætti almenningur að
geta séð hvort farið
væri að samkeppnis-
lögum ef hann hefði
engan aðgang að upp-
lýsingum hjá stjórn-
völdum? Það hlyti að
vera álíka erfitt og að ætla ólæs-
um manni að geta lesið bók. En
samt er hægt að daðra við þá til-
hugsun að hugsanlega hafi áhrif
upplýsingalaganna í þessum geira
samfélagsins orðið magnaðri en
nokkurn skyldi gruna; þegar upp
komst um fákeppni og markaðs-
ráðandi stöðu þurrkvótamanna á
hinum íslenska hönnunarmarkaði;
þegar samkeppnishamlandi hegð-
un bæði ríkis, borgar og sveitarfé-
laga steig upp úr undirdjúpunum
líkt og kafbátur fullur af geisla-
virkum úrgangi og fékk óvæga
dagsbirtuna til af afhjúpa sig fyr-
ir almenningi; þegar kvótalausir
hæfileikamenn í bættum galla-
buxum uppgötvuðu að þurr-
smugan leyndist hjá borg, sveitar-
félögum og ríki - og lyklarnir að
þurrkvótanum höfðu legið allan
tímann hjá samkeppnisstofnun á
meðan þeir sultu heilu hungri og
týndu sjálfsvirðingunni fyrir
björg.
Að virða lýðræðið
Já, mikill er munurinn á milli
veiðimannanna sem stunda sína
frumstæðu veiðmennsku í ós-
nortnu náttúruumhverfi fijálsir
eins og fuglar himinsins og þeirra
sem þurfa að etja kappi við krabb-
ann eða eltast við höftin og
óskráðu lögin í velferðarsamfé-
laginu. Samkeppnislögin á íslandi
í starfsumhverfi hönnuða minna
einna helst á nýju fötin keisar-
ans; mönnum er sagt að þau séu
þarna, en þau sjást hvorki né
heyrast! Sannast þar orð ritstjór-
ans á DV um ráðamenn landsins:
„Það góða sem ég vil geri ég alls
ekki.“ Þannig ríkir sambandsleysi
á milli góðvilja stjórnmálamanna
og þess sem framkvæmt er af
stjórnvöldum - því það sem þeir
segja kjósendum sínum dags dag-
lega er oftast nær í algerri mót-
sögn við efndir þeirra og fram-
kvæmdir til að efla þjóðarhag.
Land án virkra og heilbrigðra
samkeppnislaga í reynd stundar
ekkert annað en fagurgala og
rottuveðhlaup, og vanvirðir um
leið lýðræðið. Eins og Jóhann R.
Björgvinsson hagfræðingur sagði
í DV í janúar sl: „Sannur stjórn-
málamaður veit að þjóðin þarf að
hafa sjálfsvirðingu og finna fyrir
gusti lýðræðislegs umhverfis.“
Höfundur er arkitekt.
Páll
Björgvinsson
Reykjavik
miu veiMcud en vdiiidx iciud
félaga til að fara í vélsleðaferð?
Laugardaginn 1. mars standa Landssamband íslenskra
vélsleðamanna fyrir fjölskyldudegi á NesjavöIIum.
Dagskrá:
1. Farið frá Litlu kaffistofunni kl. 12.00 undir leiðsögn
reyndra manna og ekið um Mosfellsheiði að Nesjavöllum.
2. Frá Nesbúð verður farið kl. 14.00 og ekið Mosfellsheiði
í átt að Botnssúlum.
3. Fyrir þá sem ætla heim samdægurs verður í ferðalok
farið að Litlu kaffistofunni um kl. 18.00
4. Fyrir þá sem vilja er hægt að fá kvöldverð og gistingu
í Nesbúð á hagstæðu verði.
5. Skipulögð heimferð að Litlu kaffistofunni verður eftir
hádegi á sunnudag.
Þátttaka og frekari upplýsingar eru veittar í síma S87 7788
Lögð er áhersla á að ferðirnar séu fyrir alla
vélsleðamenn, bæði vana og óvana.