Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kjarasamning- arnir og Reykjavíkurborg FORMAÐUR Starfsmannafélags Reykj avíkurborgar, Sjöfn Ingólfsdóttir, skrifar grein í Morg- unblaðið sl. þriðjudag undir fyrirsögninni „Hvað hyggst R-list- inn fyrir?“. Er þar m.a. stæði Reykjavíkur- borgar í samningum við Starfsmannafélag borgarinnar. Af því tilefni vil ég taka fram eftirfarandi: 1. í greininni er vísað til 9. gr. laga um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins en skv. henni skal ráðherra setja nánari reglur um svonefnd viðbótarlaun. Í því sambandi skal tekið fram, að þessi lagaákvæði ná eingöngu til starfsmanna ríkisins og eiga ekki við um Reykjavíkurborg og starfsmenn borgarinnar. í nóvem- ber sl. voru kynnt meginmarkmið borgaryfirvalda í komandi kjara- samningum og var þar lögð áhersla á að draga úr miðstýringu kjarasamninga með ákveðinni valddreifingu út til fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Er þar nefnd sú hugmynd að skoða mætti sérstaka launaviðbót sem útfærð yrði af fulltrúum starfs- manna og stofnunum allt eftir aðstæðum á hveijum stað. Jafn- framt var þar sagt að Reykjavík- urborg vildi eiga sem best samráð við stéttarfélög starfsmanna og heildarsamtök þeirra um hvernig draga megi úr miðstýringu í kja- rasamningum. Hugmyndir þessar hafa lítt verið ræddar milli samn- ingsaðila. 2. í grein formanns Starfs- mannafélagsins kemur fram að Reykjavíkurborg hafi tekið sömu stefnu og ríkið hvað varðar launa- og starfsmannastefnu. Því er fyrst til að svara, að tillaga að nýrri starfsmannastefnu Reykja- víkurborgar hefur nýverið verið send út til kynningar stofnana og umsagnar stéttarfélaga. Fjöl- margir borgarstarfsmenn hafa komið að þeirri vinnu og er tillag- an unnin á allan hátt innan borgarkerfis- ins. Reykjavíkurborg og ríkið hafa í þessum samningaviðræðum sem hingað til haft með sér ákveðna sam- vinnu. Þannig standa þessir aðilar sameig- inlega að samninga- viðræðum (ekki undir formennsku ríkisins) við ýmis stéttarfélög þar sem félagsmenn starfa bæði hjá borg og ríki. Á þetta fyrst og fremst við um stéttarfélög starfs- manna sjúkrahús- anna auk nokkurra annarra fé- laga. Þetta á að sjálfsögðu ekki við hvað varðar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Það liggur í hlutarins eðli að þar kemur ríkið hvergi nærri. 3. Borg og ríki stóðu saman Fulltrúar borgarinnar hafa tekið skýrt fram, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að viðræður um nýtt launakerfi séu háðar vilja beggja samningsaðila. að undirbúningi tillögu að nýju launakerfi. Sú hugsun sem þar kemur fram var talin geta falið í sér einföldun launakerfisins, sem allir eru sammála um að sé orðið alltof fiókið, en jafnframt fallið að þeirri hugmynd um valddreif- ingu sem áður var minnst á. Þess- ar hugmyndir hafa verið kynntar samninganefnd Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar og rædd- ar ítarlega og svarað spurningum þar um. Þær umræður hafa frem- ur snúist um launakerfið sjálft heldur en hvernig Starfsmannafé- lagið kæmi að útfærslu þess. Frá upphafi hefur borgin hins vegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gengið út frá aðkomu trúnaðar- manna og/eða stéttarfélaga að þeim leikreglum sem launakerfið byggist á en umræður þar um eru enn skammt á veg komnar. í samningaviðræðum við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar hafa fulltrúar borgarinnar tekið skýrt fram að viðræður um nýtt launakerfi séu háðar vilja beggja samningsaðila. Fallist félagið ekki á áframhaldandi viðræður þar um er þeim þætti viðræðna einfaldlega lokið nema samkomu- lag verði um annað á síðari stig- um. Auk hugmynda um nýtt launakerfi, sem áður er getið, lagði Reykjavíkurborg einnig áherslu á að huga sérstaklega að bættum kjörum láglaunahópa, að draga úr launamismun og að leið- rétta kynbundinn launamun. Það er því víðs fjarri að það sé stefna borgarinnar eða Reykjavíkurlist- ans að auka launamun, sniðganga stéttarfélög eða koma á geðþótta- launakerfi. Tel ég rangt að láta umræður um launakerfið standa í vegi þess að hugað verði að þessum atriðum. Hvað varðar kröfugerð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er rétt að benda á að enn hafa ekki komið fram af hálfu félagsins neinar beinar tillögur um hækkun kaup- taxta. Hins vegar er Ijóst að leiði launahækkanir af hálfu borgar- innar til meiri hækkunar útgjalda en sem nemur auknum tekjum af útsvari, sem er megintekju- stofn borgarinnar, verður því að- eins mætt með því að skerða þjón- ustu sem kemur bæði niður á borgarbúum og starfsmönnum borgarinnar. Það er vissulega rétt hjá for- manni Starfsmannafélagsins að fjölmörg fyrirtæki í Reykjavík hafa stórbætt afkomu sína á und- anförnum misserum en hins vegar skilar það sér engan veginn beint til borgarsjóðs. Eftir að aðstöðu- gjaldið var aflagt sem tekjustofn sveitarfélaga árið 1993 hefur borgin engar skatttekjur frá fyrir- tækjum aðrar en fasteignaskatt. Það sem ekki skilar sér í borgar- sjóð kemur heldur ekki inn á launareikninga starfsmanna borgarinnar. Af þeim ástæðum sem hér hef- ur verið gerð grein fyrir hefur verið mörkuð sú stefna að launa- breytingar hjá borginni verði í heildina með svipuðum hætti og hjá öðrum opinberum aðilum og almenna vinnumarkaðnum. Að- eins þannig náum við endum sam- an. Höfundur er borgarstjóri. Ókeypis lífseðill ÞAU eru mörg lyf- in sem fundin hafa verið upp til að bæta heilsu og til varnar- gegn sjúkdómum. Enda skal ekki gert lítið úr þeim lækn- ingamætti lyfja, sem gera mannkyninu kleift að veijast veik- indum og hjálpa líf- færum og líkama til að viðhalda notkun sinni. En langflest eru lyfin og lækningarnar eftir á aðgerðir og í raun og veru snýst mestallt heilbrigðis- kerfið um það að koma fólki aftur til bata. Koma heilsunni í lag. Og ailt kostar það sitt. Er jafnvel að sliga þjóðfélagið. íþróttahreyfingin hefur bent á að hún hafi yfir að ráða lyfseðli, sem kosti sáralítið en hafi þann töframátt að vera fyrirbyggjandi lækning. Við höfum kallað það lífseðil. Sá lífseðill er fólginn í þeirri ein- földu, ódýru og sjálf- sögðu aðferð að fólk hreyfi sig og tileinki sér holla lífshætti í mataræði, svefni og lífsstíl. Hreyfingin þarf ekki að vera flóknari en það eitt að ganga reglulega og það má líka gera einföldustu skólaæf- ingar og aðalatriðið er að hver og einn velji sér íþrótt við sitt hæfi. Líkamsrækt er sá lífseðill sem við viljum selja öllum, nánast ókeypis, vegna þess að kostnaðurinn þarf í rauninni ekki að vera annar en vilji og svolítill agi. Þau útlát eru ekki mikil mið- að við það heilbrigði sem fæst í aðra hönd, þá lífsgleði sem skap- ast og þá vellíðan sem fylgir þeirri nautn að finna til máttar síns og getu. Hreyfingin, segir Ellert B. Schram, þarf ekki að vera flóknari en það eitt að ganga reglulega. Reglusamt líferni, regluleg hreyfing, reglubundin áminning um neyslu og mataræði, eru litlar fórnir miðað við þær hremmingar sem fylgja sjúkdómum og afleið- ingum þess að misbjóða likama sínum. Græni lífseðillinn sem íþrótta- hreyfingin og heilbrigðisráðu- neytið eru nú að gefa út og bjóða íslendingum sparar ríkissjóði og skattborgurunum ómælt fé. En hann gerir betur. Hann býður hveijum og einum upp á skemmti- legra og heilbrigðara líf. Komdu og vertu með. Höfundur er forseti íþróttasambands íslands. Ellert B. Schram Verða aldraðir „einkavæddir“? ÞEIR SEM nú eru aldraðir hafa sennilega lifað mesta breytinga- tímabil sem sögur fara af, en eitt hefur þó lítið breyst og það er umhyggjan fyrir hinni ríkisreknu yfirstétt, sem tók að huga að ell- inni þegar 1921 með lögum um „Lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra“. Sjóðurinn var fyrir embættismenn, sem tóku laun samkvæmt launalögum, aðrir nutu ekki þess réttar. Á þessu varð breyting þegar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var stofnaður með lög- um nr. 101/1943, þau endurskoðuð 1955 og 1963, en síðan var sjóðnum „lokað“ um síðustu áramót, þ.e.a.s. fyrir nýliðum. - Niðurskurði var þó ekki beitt eins og tíðk- ast hefur hjá almennu lífeyrissjóðunum þeg- ar syrtir í álinn, - rík- issjóður, sjóður okkar allra er og var ábyrg- ur. Engum datt þá í hug að „einkavæða". Gamli sjóðurinn er svo gjöfull að gera má ráð fyrir að nánast allir verði þar áfram, sem inn komust fyrir lokun. - Lokunin mun hafa lítil áhrif, allir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og makar þeirra munu njóta sjóðsins til æviloka, sem væntanlega verður langt fram á 21. öldina. - Þessu ber að sam- gleðjast, hlutverk okkar er ekki að rífa niður. Þaggað niður í ASÍ ogVSÍ Á meðan verðbólga og örar verð- sveiflur hijáðu almenning í landinu var ekki fýsilegt fyrir almenna launþega að stofna lífeyrissjóði, en Aldraðir, segir Arni Brynjólfsson, eiga að hafa samningsrétt um eigin laun hjá ríkinu eins og aðrir. von um örorkutryggingu og hús- byggingalán leiddi þó til stofnunar þeirra seint á sjötta áratugnum. Fljótlega fóru menn að átta sig á því misræmi sem var á milli sjóða hinna opinberu og almennings, ekki síst vegna þess að lán í þeim opinberu voru mjög hagkvæm og eftirlaunin verðtryggð. Óánægju tók að gæta hjá þeim sem sömdu um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði, - þeir vissu sem var að þjóðsagan um lág laun opin- berra starfsmanna réttlætti ekki þann mikla mun sem var á lífeyris- réttindunum. Hver urðu viðbrögðin, var reynt að jafna metin? - Nei, frammá- mönnum ASÍ og VSÍ bauðst aðild að hinum „mannvæna" lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. En eftir- málin? - Málið féll varanlega niður og haldið var áfram að auka mis- réttið, einkum þó varðandi maka þeirra sem eru í almennu sjóðun- um. - Nú fyrst kemst þetta aftur í hámæli! Starfsfólk stjórnmálaflokkanna má vera í þessum eftirsótta sjóði þótt starfsfólk hjá ríkinu, sem er í almennum stéttarfélögum og vinnur við hlið opinberra starfs- manna, fái ekki aðild. Órólegir eldri borgarar Hagsmunabarátta hefur ekki verið ofarlega á verkefnalista Fé- lags eldri borgara þar til allra síð- ustu árin og einkum þó eftir að Aðgerðahópur aldraðra (AHA) varð til. Þessi litli hópur, sem telur . 18 manns, hefur starfað í sex mánuði og kynnt sér innviði fárán- legra skatta- og skerðingaákvæða sem erfítt er að skilja og skýra. Hópurinn var svo heppinn að fá til sín þingmenn, ráðherra og sér- hæft fólk, sem frætt hefur hópinn og hlustað á hugmyndir hans um úrbætur í þeim hagsmunamálum er aldraða varðar. Þetta leiddi til þess að farið var að reyna að hafa áhrif á gildandi lög og reglur vegna óviðunandi samspils skatta og skerðinga, sem valda óbærilegum jaðars- köttum. Sett var á blað hugmynd í fjórum lið- um og hún send svo- nefndri jaðarskatta- nefnd, viðkomandi ráðherrum og fjölmiði- um: 1. Grunnlaun hækki úr rúmum 13 í rúm 27 þús. á mánuði og skerðist ekki lengur af Iaunatekjum. - Grunnlífeyririnn er ekki bætur, heldur grunneftirlaun okkar allra. 2. Tekjutrygging tæp 27 þús. skerðist ekki lengur af lífeyristekjum og þá fyrst af launatekjum eftir að 38 þús. kr. tekjum er náð. 3. Heimilisuppbætur rúm 14 þús. greiðist öllum sem ekki hafa aðrar tekjur en að framan greinir og þeir fái fría síma- og sjón- varpsáskrift, - án þess að kijúpa. 4. Skattleysismörk hækki úr 60 í 80 þús., sem er sannvirði skv. útreikningi hagdeildar ASÍ. Mis- munun milli einstaklinga, hjóna og sambýlisfólks verði aflögð. Allar upphæðir séu verðtryggðar sem hlutfall af meðallaunum á almenn- um vinnumarkaði. Viðbrögð yfirvalda Fjármálaráðherra álítur tillögu AHÁ kosta allt of mikið, en aðstoð- armönnum hans hafði þá láðst að reikna dæmið til enda, - vanreiknað var það sem sparaðist þegar færra fólk þyrfti til að reikna skerðingar og meta stöðu umsækjenda. Einnig sparnað í lyfja- og umönnunar- kostnaði þegar aldraðir þyrftu ekki lengur að lifa í kvíða og óvissu um afkomuna. Ráðuneytismenn álitu að þetta yrði að reikna í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu, en drógu þó ekki í efa að tillaga AHA gæti fækkað óviðunandi jaðar- skattatilvikum. Á fjölmennum fundi á Hótel Borg með heilbrigðis- og tryggingaráð- herra fréttist af annarri fjölmennri jaðarskattanefnd þar á bæ, með öðru nafni og án mikilla afreka. - Svör ráðherra við framangreindum tillögum voru þau helst að til stæði að „einkavæða" launamál aldraða og afhenda afkomu þeirra alfarið lífeyrissjóðunum, sem ráðherra við- urkenndi þó að væru ekki í stakk búnir til að leysa ríkið af. Margt bendir til þess að yfirvöld séu komin í þrot með niðurskurð og þá sé gripið til þess ráðs að „einkavæða“ afkomu aldraðra, án tillits til þess að stór hluti þeirra á ekki aðild að neinum lífeyrissjóði, t.d. heimavinnandi húsmæður og þessi viðbót myndi gera suma al- mennu sjóðina enn valtari en áður. - Þeir gætu skorið niður án þess að aldraðir gætu rönd við reist, þeir ráða engu um rekstur almennu lífeyrissjóðanna, þeim stjóma full- trúar tilnefndir af ASI og VSI, sem margir líta á sig sem bankastjóra. Aldraðir eiga að hafa samnings- rétt um eigin laun hjá ríkinu eins og aðrir! Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.