Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 39 ÞURIÐUR MA GNÚSDÓTTIR + Þuríður Magn- úsdóttir var fædd að Dysjum í Garðahreppi 26. október 1911. Hún lést á Sólvangi 14. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Þor- björnsdóttir, f. 13. nóvember 1866, d. 8. desember 1949, og Magnús Brynj- ólfsson, f. 27. októ- ber 1879, d. 27. jan- úar 1969, þau bjuggu að Dysjum, þeim var tveggja barna auðið. Guðmann, albróðir Þuríðar, sem er látinn, tók við búi að Dysjum af for- eldrum sínum. Var hann lengi hreppsljóri i Garðahreppi og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveitafélagið, eftirlif- andi kona hans er Ulfhildur Kristjánsdóttir. Auk þess átti Ragnheiður Þorbjörnsdóttir fjögur börn af fyrra hjóna- bandi, þau voru Guðmundur, Guðrún, Gísli og Steinunn Anna Sæmundarbörn sem öll eru lát- in. Ragnheiður missti mann sinn Sæmund Guðmundsson 28. desember 1905. Þuríður gekk að eiga Sigur- bjart Vilhjálmsson húsasmiðameistara 27. október 1934, f. 2. nóvember 1908 í Leiru í Garði, d. 18. október 1990. Þeim varð tveggja dætra auðið, þær eru: 1) Sigrún Ásta, f. 31. janúar 1936, gift Halldóri Hjartar- syni, börn þeirra: Þuríður Erla, gift Kristni Andersen, synir þeirra Hall- dór og Geir. Sigur- bjartur, fyrrver- andi sambýliskona Aðalheiður Jörgensen, börn Jjeirra Bent Bjarni og Sigrún Asta. Jóhann, unnusta hans Margrét Lárus- dóttir. 2) Ragnheiður, f. 23. september 1942, er gift Ingólfi Halldóri Ámundasyni, börn þeirra: Aldís, gift Birni Svein- syni, synir þeirra Sveinn, Ragn- ar og Helgi. Helga, gift Bjarna G. Bjarnasyni, börn þeirra Ing- ólfur Halldór og Anna Brá. Eygló, gift Karli M. Karlssyni, þau eiga einn son, Nökkva. Ragnheiður Elisa, unnusti hennar er Kristján Hilmarsson. Utför Þuríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þuríður lést á Sólvangi eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég minnist Þuru minnar, því nafni var hún alltaf kölluð, sem einnar glæsi- legustu konu sem maður sá, virðu- leg, vel til fara, kurteis og hlýleg í viðmóti. Það var ánægjulegt að umgangast slíka persónu í rúm fjörutíu ár. Ég held að það megi fullyrða að aldrei hafi borið skugga á okkar kynni. Ég kynnist þeim hjónum Þuru og Bjarti árið 1953, um haustið þá fékk ég vinnu í Skipasmíðastöðinni Dröfn, lágu þá saman leiðir okkar Sigrúnar dóttur þeirra. Við fengum inni hjá þeim, á Skúlaskeiði 10, okkar fyrstu bú- skaparár, þar áttum við margar gleðistundir. Við fórum oft saman I ferðalög, meðal annars fórum við saman eina ferð með ms. Gullfossi sem þau hjón höfðu mikla ánægju af. Þau hjón Þura og Bjartur áttu fallegt heimili, allt fágað og hreint. Hún var natin og smekkleg. Hann frábær smiður enda tala verkin hans um að svo hafi verið, svo mörg eru hans handtök í stærstu húsum þessa bæjar. Það var jafn- ræði með þeim hjónum, þau gengu saman sína lífsbraut í sátt og sam- lyndi og studdu hvort annað meðan bæði gengu heil til skógar. Þura gekk í barnaskólann á Garðaholti og var mikill metnaður í henni að standa sig sem best. Þuríður hafði gott minni enda vel gefin og hennar ósk var að ganga í æðri skóla, en það var ekki mögu- legt á þeim tíma, því lífsbaráttan var hörð hjá þessari kynslóð. Hún minntist oft á þá daga þegar farið var á vetrum og skautað á Bala- tjörn sem var skammt frá Dysjum, mikið var um það að börn og ungl- ingar af næstu bæjum kæmu þar saman. Það var mjög kært með þeim systkinum Þuru og Manna, hann stóð henni ávallt nærri enda hvarf Manni ekki úr huga hennar þótt hún væri orðin mikill sjúkling- ur og minnið farið að bila. Senn hefur sól gengið til viðar, við sem enn erum þessa heims ber- um þakklæti í bijósti fyrir þær ógleymanlegu stundir sem við átt- um með Þuru. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimm- an dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og staf- ur hugga mig. 23. Davíðssálmur. Guð gefðu látnum ró, hinum líkn sem lifa. Blessuð sé minning þín, kæra tengdamóðir. Halldór Hjartarson. Amma Þuríður var virðuleg og yndisleg kona. Nú, þegar hún er horfin okkur, verður mér hugsað til allra þeirra góðu stunda sem ég átti hjá henni og afa. Á Skúlaskeiði 10 var oft glatt á hjalla. Meðan afi þandi harmonikuna eða lék á munn- hörpuna sá amma til þess að við barnabörnin værum vel haldin og hlóð á borðstofuborðið öllu því bak- kelsi sem hún vissi að væri vinsæl- ast. Og þar leið enginn skort. Ömmu þótti gaman að ferðast og oft fórum við með þeim ömmu og afa út á land í bílnum þeirra. Að gömlum og góðum sið var jafn- TIIIIIIIIII Erfídrykkjur PERLAN Sími 562 0200 >1111111111! an sungið við raust. Amma kunni margar sögur af stöðunum sem bar fyrir augu og nöfn þeirra allra þekkti hún. Það tíðkast ekki lengur að setjast út við vegarkantinn og gæða sér á nesti á ferðalögum, en þetta tilheyrði bíltúrunum með ömmu og afa og aldrei bragðaðist nesti jafnvel og þá. Elsku amma, ég minnist margra dýrmætra stunda með þér. Þú hafð- ir mikil áhrif á mig frá barnsaldri, vaktir athygli mína á fegurð lifsins og hvattir mig til að læra það sem mér þótti áhugavert og skapandi. Þótt sjúkralega þín hafi verið lang- vinn á ég eftir þig góðar minningar frá bestu árum okkar saman. Þér fylgja innilegar hinstu kveðjur frá mér, Kristni og drengjunum okkar, Halldóri og Geir. Þuríður Erla Halldórsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að kveðja ömmu mína, Þuríði Magn- úsdóttur og þakka henni fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Sérstaklega minnist ég þess þegar ég var 11 ára og var í pöss- un hjá ömmu og afa á Skúlaskeið- inu á meðan foreldrar mínir fóru í siglingu með Gullfossi. Skólanum var rétt að ljúka og við stelpurnar í bekknum vorum að æfa dansatriði til að sýna á opnunarhátíð ÍSÍ í Laugardal. Ömmu fannst alveg ómögulegt að ég væri að þvælast ein yfir Reykjavíkurveginn til að komast í skólann. Því fylgdi hún mér yfir hann sjáif og fór svo heim aftur. Þetta fannst mér algjör óþarfi og skildi ekkert í ömmu að vera svona hrædd um mig. Reykjavíkur- vegurinn var þá eins og núna ein helsta umferðargatan í Hafnarfirði. Því get ég nú vel skilið að hún væri smeyk um barnið sem hún bar ábyrgð á. Þannig var amma, stóð ávallt vel og örugglega að því sem hún tók sér fyrir hendur. 15 árum síðar atvikuðust örlögin þannig að ég flutti aftur á Skúla- skeiðið ásamt Birni eiginmanni mín- um og Sveini, syni okkar, sem þá var á fyrsta ári. Þá svaf Sveinn undir sömu súðinni og ég gerði fyrstu tvö æviárin mín. Var það mjög notalegt sambýli við ömmu og afa Sigurbjart. Bið ég guð að taka vel á móti ömmu minni. Kveð ég hana með bæninni sem hún kenndi mér. Vertu nú yfir og allt um kring með eitífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jó. frá Presthólum) Aldís Ingvarsdóttir. Erfidrykkjur HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR PÁLSSON trésmiður, Safamýri 36, sem lést fimmtudaginn 20. febrúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristm Guðlaugsdóttir, Guðlaug Helga Pétursdóttir, Inga Anna Pétursdóttir, Þorleifur Björgvinsson, Pétur Þorleifsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Ólfna Þorleifsdóttir, Jón Páll Kristófersson, Kristin Þorleifsdóttir, Halldór Dagur Benediktsson, Áróra Björk Pétursdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÁLFGEIRSSON, Strandaseli 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum 25. febrúar. Kristfn Kristjánsdóttir, Kristján Gíslason, Guðrfður Gestsdóttir, Álfgeir Gfslason, Ragnar Gfslason, Valgerður Torfadóttir, Steinar Gíslason, Alda Búadóttir, Ásdís Gfsladóttir og barnabörn. r + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN JÓNSSON, Aðalgötu 5, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitina Suðurnes. Solveig Ólafsdóttir, Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir, Þorsteinn Árnason, Jón Ágúst Guðjónsson, Ragnheiður Guðbjörg Óskarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær bróðir okkar og mágur, HERMANN HERMANNSSON, Garði, Hellissandi, sem lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms laugardaginn 22. febrúar, verður jarð- sunginn frá Ingjaldshólskirkju laugar- daginn 1. mars kl. 14.00. Ferð verður frá BSI’ að morgni sama dags kl. 8.00. Veronika Hermannsdóttir, Arnbjörg Hermannsdóttir, Kristbjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Bæringsson, Kristfn Hermannsdóttir, Sæmundur Bæringsson, Helga Hermannsdóttir, Sævar Friðþjófsson og fjölskyidur þeirra. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA BJARNADÓTTIR frá Hornafirði, Hraunbæ 114, Reykjavik, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahjúkrun Krabbameinsfélags íslands. Garðar Sigjónsson, Bjarni Friðrik Garðarsson, Þorgerður Steinþórsdóttir, Páll Örvar Garðarsson, Stefán Rúnar Garðarsson, Adda S. Arnþórsdóttir, Steinar Garðarsson, Ólaffa I. Þorvaldsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KJARTANSDÓTTIR, Reynistað, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 14.00. Minningarathöfn verður f kapellunni á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Ólafur Eyjólfsson, Jón Alfreð Ólafsson, Eyjólfur Ólafsson, Vilma Brazaite, Þorbjörg Ólafsdóttir, Ingibiörn Kristinsson, Kjartan Olafsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Elfsabet Ólafsdóttir, Björn Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.