Morgunblaðið - 05.03.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 05.03.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 31< MINNINGAR JONAS PÉTURSSON + Jónas Pétursson, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, fæddist á Hranastöðum í Eyja- firði 20. apríl 1910. Hann lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 1. mars. Leiðir okkar Jónasar hafa legið saman með nokkrum hléum í hálfan fimmta áratug. Fyrstu kynnin voru þau, að eg fór í sveit til hans uppí Skriðuklaustur ellefu ára gamall. Við urðum samferða í gamla Ford jeppanum frá Egilsstöðum. Hann var að koma að norðan. Anna var á Akureyri, þá ófrísk að yngsta barni þeirra hjóna, syninum Pétri Þór. Þetta var að vorlagi og vegur- inn hálf ófær vegna aurbleytu. Ferð- in gekk hægt en örugglega. Jónas kom mér fyrir sjónir sem öruggur og viljastekur maður sem vildi hafa sitt lag á hlutunum. Sú skoðun breyttist ekki við nánari kynni. Næstu fjögur sumur var eg á Skriðuklaustri. Þar var allt í föstum skorðum, vandvirkni, reglusemi og umhyggja fyrir mönnum og mál- leysingjum var í fyrirrúmi. Starf- semin á búinu var fjölþætt. Auk hefðbundinna starfa við landbúnað var þáttur tilraunastarfseminnar nokkuð umfangsmikill þau ár sem eg var á Klaustri. Starfsfólkið var því fleira en venjulegt var á búum af svipaðri stærð. Yfir sumarmánuð- ina var heimilisfólkið vel á annan tug. Anna, eiginkona Jónasar, var verkstjórinn innanhúss og reyndist öllu þessu fólki sem besta móðir. Hlýlegt viðmót hennar réð bagga- muninn, að drengur á tólfta ári, sem var að fara að heiman í fyrsta sinn festi yndi á staðnum. Til hennar var hægt að leita með vandamál sem maður vildi ekki bera á torg. Utan- húss sá Jónas um verkstjórnina af röggsemi og hafði vakandi auga með að vinnubrögðin væru eins og honum líkaði. Eg fékk þann starfa að sjá um smalamennsku og taka þátt í umönnun fjárins við sauðburð og síðar var eg mikið á vélum við jarðvinnslu og heyskap. í fyrstu fannst mér allar kindumar eins, en eftir að hann benti á mismunandi einkenni í vaxtarlagi og útliti sá ég að auðvelt var að þekkja þær. Mér er mjög minnisstætt hvað Jónas var umhirðusamur og ná- kvæmur í öllum vinnubrögðum og krafðist þess sama af öðrum. Upp- eldisáhrifin voru ómetanleg af þess- ari leiðsögn hans. Á þessum árum var ég ekki alltaf sammála fóstra mínum og fannst hann full smá- munasamur. Einhveiju sinni þurfti ég að taka með mér verkfæri niður á Nes til þess að dytta að tækjum. Eg vildi-ég ekki tefja mig á að koma með verkfærin heim strax að notkun lokinni, heldur láta það bíða til kvölds. Jónas lagði hinsvegar mikið uppúr að verkfærin væru sett strax í verkfæraskápinn að notkun lok- inni. Við þetta tækifæri var fóstri JONDAL ÞÓRARINSSON + Jón Dal Þórar- insson fæddist í Jórvík í Hjalta- staðarþinghá 12. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 23. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 4. mars. Aðeins örfá orð, afi minn, til minningar um þig. Fyrir mér varstu maðurinn með gull- hjartað. Afinn sem var heill hafsjór af visku og fróðleik, og áttir öll þessi ógrynni af bókum sem þú gerðir þitt besta til að kenna mér, krakkakjánanum að meta. Þú varst einn af þeim sem alltaf eru ungir í anda, enda varstu bara eins og hver annar vinur minn, þó svo að þú værir nokkrum áratugum eldri. Við gátum spjallað tímunum saman um allt á milli himins og jarðar, enda varstu einstaklega skemmtilegur viðræðu og vel að þér um flest alla hluti. Núna ertu farinn yfir í annan heim og þetta er lík- lega það síðasta sem ég skrifa frá mér til þín? Ég er þess samt full- viss að þér líður vel, að þú ert ein- hvers staðar þar sem fuglarnir syngja og sólin skín í heiði og fylg- ist vel með okkur hinum. Sérfræðingar í blómaskrevtinRum „Hafðu ekki áhyggjur, lífið sér allt- af um sína,“ sagðir þú við mig í síðasta skipt- ið sem ég hitti þig. A.m.k. er ég örlaga- nomunum mjög þakk- lát fyrir að hafa fengið að eiga þig fyrir afa, og ég vona að ef ég eignast bamabörn þá takist mér að vera jafn góð við þau og þú varst við mig. Takk fyrir allt. Sigurveig. minn óvenju ábúðarfullur og sagði af sinni alkunnu stjórnsemi: „Komdu með verkfærin strax að notkun lokinni. Mundu, drengur, að það er komið sem fyllir mælinn." Árin á Skriðuklaustri liðu hratt. Ég held að Jónasi hafi fundist þau vera einn besti tími iífsins. Þar sinnti hann störfum sem áttu hug hans allan. Árið 1959 var Jónas kjörinn á þing fyrir Austfirðinga og sat á þingi allan sjöunda áratuginn. Þar hafði hann forgöngu um mörg hags- munamál í kjördæminu. Eg held að fmmkvæði hans um að Ijúka hring- veginum og að brúa Skeiðará sé óumdeilt. Hann kom með hugmynd um að fjármagna framkvæmdir með happdrættisláni. Þá var hann einn af fmmkvöðlum þess að virkjun var byggð við Lagarfoss. Þegar hann hætti þingmennsku 1971 störfuðum við saman við bygg- ingu virkjunarinnar. Hann var eins- konar staðarráðsmaður á virkjunar- staðnum fyrir Norðurverk hf. á Akureyri sem annaðist verklegar framkvæmdir. Hann sá um launa- greiðslur, rekstur mötuneytis og fleira sem tilheyrði rekstri staðarins. Eftir að virkjunarframkvæmdum lauk sá hann um rekstur Verslunar- félags Austurlands í nokkur ár. Starfsævi Jónasar var giftudijúg og fjölþætt. Að loknu námi í Búnað- arskólanum á Hólum 1932 vann hann á heimaslóðum og gerðist hann búnaðarráðunautur í Eyja- firði. Hingað austur á Hérað fluttti hann 1947 og veitti forstöðu til- raunastöðinni á Hafursá. Tveimur ámm síðar var hún flutt að Skriðu- klaustri, þegar Gunnar Gunnarsson skáld gaf ríkinu jörðina. Á efri ámm sagði Jónas einhveiju sinni, að lífs- starfið hefði verið sinn skóli og árin á Alþingi á við háskólanám. Mér fannst Jónas vera maður með heil- brigð lífsviðhorf og trausta eðlis- greind. Hann var sjálfstæðismaður með ríkan skilning á afli félagslegra samtaka. Hann gerði aldrei lítið úr sérvisku sinni enda sagði hann gjaman að séiyiskan væri ein teg- und af visku. Ég var svo lánsamur að heimsækja hann á sjúkrahúsið nokkmm dögum áður en hann dó. Líkamlegir kraftar vom að fjara út en lífsviljinn var óbugaður og hugs- unin skýr. Með Jónasi Péturssyni er fallinn frá virtur höfðingi á Hér- aði. Hann var grandvar maður og heiðarlegur sem vann öll sín verk af einstakri alúð. Eg kveð Jónas fóstra minn með söknuði og þakk- læti. Við hjónin sendum börnum hans og öðmm aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Þórarinsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Miðhrauni, Ljósheimum 11. Sérstakar þakkir til starfsfóks á A-7 Borgarspítala. Þórólfur Ágústsson, Ágúst Magni Þórólfsson, Valgerður Kristjánsdóttir og barnabörn Erla Þórólfsdóttir, Rannveig Gunnlaugsdóttir, við öll tækifæri I ‘nblómaverkstæði (lllNNA .'^4- Skólavörðustíg 12. á horni Bergstuðastrætis, sími 551 9090 + Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Álfaskeiði 88, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 15.00. Gunnar Halldórsson, Guðrún Helga Ágústsdóttir, Magnúsfna Ágústsdóttir, Oktavía Ágústsdóttir, Anna María Valtýsdóttir, Hafsteina Gunnarsdóttir, Stefán Þ. Sigurðsson, Kristján Gunnar Ólafsson, Karl Kristensen, Jón Bjarni Hermannsson, Helgi Bentsson, barnabörn og barnabamaböm. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, skipstjóri, Höfðagrund 15, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 7.mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Elfn Frímannsdóttir, Guðrún Sigrfður Kristjánsdóttir, Friðjón Edvardsson, Davíð Kristjánsson, Sigrún Edda Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ingibjörg Guðbrandsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR JÚLÍUSSONAR, Krókabyggð 24, 270 Mosfellsbæ. Karen Lövdahl, Jóhanna Halla Þórdardóttir, Rúnar Björgvinsson, Snorri Þórðarson, Inga Jónsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Ingemar Báck og bamabörn. + Systir okkar og mágkona, BJARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR garðyrkjufræðingur frá Skeggjastöðum í Flóa, Reynimel 84, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Margrét Halldórsdóttir, Guðmundur H. Halldórsson, Gunnar Halldórsson, Sigrfður Guðjónsdóttir. + Ástkær fósturmóðir okkar og tengdamóðir, ÓLAFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hallsstöðum, sem lést á Sólvangi föstudaginn 28. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. mars kl. 15.00. Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir, Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ KRISTINSSON, sem lést mánudaginn 24. febrúar, verður jarðsundinn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 13.30. Bjami Geir Aifreðsson, Kristinn H. Alfreðsson, Sigrfður Alfreðsdóttir og barnabörn Herdís Björnsdóttir, + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, ELÍNAR KARÍTASAR BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á deild 11E Landspítala fyrir þá elsku og um- önnun sem henni var veitt. Eins sendum við hjúkrunarfræðingum hjá Ka- ritas innilegar þakkir. Guðrún Ragnarsdóttir, Edda Björk Bogadóttir, Bjami Bogason, Hrafnhildur Bogadóttir, Jenna Kristín Bogadóttir, Ingi Bogi Bogason. r«

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.