Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI GUÐMUNDUR JÓNSSON Þann 2. mars s.l. varð Guðmundur Jóns- son, fyrrum skólastjóri á Hvanneyri, níutíu og fimm ára gamall. Guð- mundur er faeddur á Torfalæk á Ásum í Húnavatnssýslu. Þar bjuggu foreldrar hans, þau Jón Guðmundsson og Ingibjörg Bjöms- dóttir miklu myndar- og rausnarbúi. Guð- mundur nam ungur við Hólaskóla og lauk það- an búfræðiprófi aðeins 19 ára gamall. Frá Hólum hélt Guðmundur því til Dan- merkur og lauk kandídatsprófi frá Búnaðarháskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1925. Námsferill hans á Hólum og í Kaupmannahöfn var glæsilegur. Haustið 1925 var Guð- mundi falin skólastjóm á Hólum um eins árs skeið í forföllum þáverandi skólasljóra. Með því hófust afskipti Guðmundur af búnaðarfræðslu á íslandi. Hann var tengdur búnaðar- fræðslu um hálfrar aldar skeið og vann á því sviði afrek sem lengi munu halda nafni hans á lofti. Guðmundur Jónsson var ráðinn að Hvanneyri haustið 1928 og starf- aði þar óslitið til ársins 1972, er hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann var kennari við skólann í 19 ár og skólastjóri í 25 ár. Á fyrstu ámm sínum sem kennari hóf hann bar- áttu fyrir eflingu bókhalds meðal nemenda og bænda til að auðvelda mönnum að fylgjast með stöðu bú- rekstrar síns. Hann samdi sérstakt búreikningsform og fékk bændur í nágrenni Hvanneyrar til þess að færa búreikninga eftir því formi. Þessi tilraun tókst svo vel að Búnað- arfélag íslands fékk Guðmund til að útbreiða búreikninga sem gerðir vora eftir þessu formi. Þetta var undanfari Búreikningsstofu ríkisins sem stofnuð var árið 1936 og Guð- mundur veitti forstöðu fyrstu árin. Á árunum sem Guðmundur stýrði Búreikningsstofunni var hann einn- ig virkur þátttakandi um mótun landbúnaðarstefnunnar og var m.a. formaður Búnaðarráðs og átti sæti í verðlagsnefnd landbúnaðarins. Árið 1934 réðust þeir Guðmundur og Þórir Guðmundsson kennari á Hvanneyri í útgáfu rits um búnað- armálefni, sem þeir nefndu Búfræð- inginn. Riti þessu stýrðu þeir félag- ar fyrst um sinn, en síðar varð það sameiginlegur vettvangur beggja bændaskólanna. Búfræðingurinn kom út um 20 ára skeið og bar Guðmundur ætíð hita og þunga af útgáfunni. Árið 1947 var Guðmundur skip- aður skólastjóri Hvanneyrarskóla og við það breyttust störf hans um margt. Guðmundur helgaði sig nær einvörðungu málefnum skólans all- an sinn skólastjóraferil og dró sig því út úr mörgu, sem hann áður hafði haft afskipti af. Hann var mikill verkmaður og velvirkur, vann jafnan langan vinnudag, oft svo langan að undram sætti. Haustið 1947 fékk hann því til leiðar komið að stofnað var til fram- haldsnáms í búfræði við Bændaskól- ann á Hvanneyri, með tilstyrk þá- verandi landbúnaðarráðherra, Bjama Ásgeirssonar. Þetta var fyrsti vísir að háskólanámi í bú- fræði hér á landi og framraun í kennslu á háskólastigi utan Háskóla íslands. Allir frammámenn íslensks landbúnaðar vora sam- mála um þörfina fyrir aukna starfskrafta til leiðbeiningar fyrir ís- lenska bændur. í upp- hafi var námið við Framhaldsdeildina miðað við að bæta úr brýnni þörf leiðbein- enda landbúnaðarins. Til að auka nemendum víðsýni var komið á fót tilraunastarfsemi í jarðrækt og búfjár- rækt og hafinn rekstur efnarannsóknastofu. Verkfæranefnd ríkis- ins, sem síðar varð bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, hóf störf á Hvanneyri. Nokkra eftir stofnun Framhalds- deildarinnar hófst harðvítug barátta fyrir tilvist hennar, sem stóð um árabil. Þessi ár vora enginn dans á rósum, en þó orrahríðin væri oft hörð og baráttan háð á mörgum vígstöðum lét Guðmundur aldrei deigan síga og sýndi oft ótrúlega þrautseigju og kjark. Hann lét ekk- ert koma sér úr jafnvægi, hvorki hina sætustu sigra né hin sárastu vonbrigði. Guðmundur átti sér það lokatakmark að Hvanneyri yrði öflug búvísindastofnun, sem veitti æðri búnaðarmenntun jafnhliða landbúnaðarrannsóknum. í þessu æðsta baráttumáli sínu hafði Guð- mundur sigur og í dag telst hann helsti brautryðjandi æðra búnað- amáms á íslandi og mun einn skipa öndvegi þegar fjallað er um upphaf og uppbyggingu háskólamenntunar í búfræði hérlendis. Það má ekki gleymast, þegar af- köst Guðmundar era metin, að hann var mikill gæfumaður í einkalífí sínu. Ragnhildur Ólafsdóttir á Hvanneyri bjó manni sínum og böm- um fallegt heimili og var mikil hús- móðir. Hún studdi Guðmund í öllum hans verkum og lagði áherslu á að ys og þys starf sins og átök umhverf- isins næðu ekki inn fyrir dyr heimil- isins. Guðmundur og Ragnhildur voru og góð heim að sækja og öllum háum sem lágum tekið af alúð og hlýju. Ragnhildur lést árið 1980. Þau Guðmundur og Ragnhildur eignuðust þijá syni og kjördóttur, öll mannkostafólk. Elsti sonur þeirra, Ólafur, framkvæmdastjóri Bútæknideildarinnar, er látinn, langt um aldur fram. Guðmundur á Hvanneyri er níutíu og fímm ára. Sjónin er orðin léleg og heymin er ekki góð, en hugsunin er skýr. Hann fylgist með öllum málefnum Hvanneyrarskóla og land- búnaðarins af sama áhuga og þegar hann hætti störfum. Þegar þetta er skrifað situr Búnaðarþing að störfum og þar koma fram skýrslur og laga- framvörp, af þessu vill Guðmundur hafa daglegar fréttir og velta því fyrir sér hvað komist í framkvæmd af fyrirætlunum ráðamanna og hvaða áhrif það hafí á byggðir lands- ins og Hvanneyrarskólann. Hvanneyringar hvarvetna flytja í dag fyrrverandi húsbónda sínum og fræðara ámaðar- og heillaóskir. Þeir gleðjast með Guðmundi á þess- um tímamótum og minnast með hlýhug þess yfírgripsmikla starfs sem hann áorkaði bæði fyrir skólann þeirra og landsbyggð alla á löngum vinnudegi. Magnús B. Jónsson og fjöl- skylda, Hvanneyri, og Magn- ús Óskarsson frá Hvanneyri. TTr"-—TT' SWMBB ÞAKVIÐQERÐAR Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 / 568 6100 ÍDAG SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Búdapest í Ung- veijalandi í febrúar. Ung- verski stórmeistarinn Laszlo Vadasz (2.365) hafði hvítt og átti leik, en þýski alþjóðameistarinn C. Lingnau (2.395) var með svart. Lausnin er lagleg: 33. Dg8+! og svartur gaf, því 33. - Kxg8 34. f7+ er mát. Röð efstu manna: 1. Siegel, Þýska- landi 8 'A v. af 11 möguleg- um, 2. Cao Sang, Víetnam 8 v., 3. Lukacs, Ungveijalandi 7‘A v., 4. Ling- nau 6 v. 5.-7. Peter, Farago og Vadasz, all- ir Ungveijar 5 7* v. Það hefjast yfirleitt al- þjóðleg skákmót í Búdapest fyrsta laugardaginn í hveij- um mánuði. Þar tefla ávallt nokkir ungverskir stór- meistarar og tilgangurinn er að laða að erlenda kepp- endur sem vilja krækja sér í titla og þurfa þeir að greiða þátttökugjöld. Yfírleitt gengur „titlatog- ið“ vel, t.d. náði Siegel sín- um fyrsta stórmeistaraá- fanga á þessu móti. HVÍTUR mátar í öðrum leik. Með morgunkaffinu t I' AF hveiju heldurðu að fólk taki ekki eftir þér? o 0 0 0 ÞÚ drekkur of mikið, Óskar. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Lestur Passíusálma ÉG ER mjög ósáttur við lestur frú Vigdísar Finn- bogadóttur á Passíu- sálmunum, að hún skuli ekki enda hvem lestur á amen. Mér fínnst lesturinn sem slíkur ágætur, en heldur snubbóttur endir þegar lestri lýkur án amen. Svo vil ég að lokum þakka Gísla Jónssyni fyrir góðan lestur á síðasta ári, ég veit að hann vandaði mjög til lestursins. Halldór Guðnason. Athugasemd VEGNA greinar sem Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður, skrifar um riðu í Mbl. föstudaginn 28. febrúar langar mig að benda á að gæludýrafóður er framleitt á islandi. Fóðurblandan hf. hefur til nokkurra ára framleitt hundafóður sem að undirrituð hefur góða reynslu af. Undirrituð veit að Fóður- blandan hf. notar gæða- hráefni við sína fram- leiðslu og að fjöldi hundaeigenda hér á landi kaupir frá þeim fóður. Guðbjörg Helgadóttir. Tapað/fundið Frakki tapaðist FRAKKI, hnésíður með klauf að aftan, tapaðist á Gauk á Stöng föstudagskvöldið 28. febrúar. Frakkinn hefur mikið tilfínningagildi fyrir eigandann. Skilvís fínnandi hringi í Atla í síma 567 7170. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í bláyijóttri titanumgjörð töpuðust í nágrenni Regnbogans miðvikudaginn 26. febrúar sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552 1531. Pennavinir SEXTÁN ára fínnsk stúlka með áhuga á blaki, tónlist og kvikmyndum: Sanna HyytiSinen, Poiýalantie 61, 03300 Otolampi, Finland. NÍTJÁN ára fínnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Pia Backman, LehvSnkatu 24G61, 33820 Tampere, Finland. FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Masumi Higachi, 2227-9 Ieshiro, Kakegawa, Shizuoka, 436-02 Japan. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 eða sent á net- fangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Víkveiji skrifar... ARVISS dagskrárliður í Ríkis- sjónvarpinu er spurninga- keppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sem Víkveiji fylgist ávallt með, þegar hann hefur tök á. Þetta sjónvarpsefni er afar líflegt, þættin- um er hreint ágætlega stjórnað af Davíð Þór Jónssyni sem er afar líf- legur í spyrilshlutverkinu og dómar- inn Ragnheiður Erla Bjamadóttir stendur ávallt fyrir sínu, eiginlega eins og lifandi alfræðisafn. XXX EKKING hinna ungu liðs- manna á ólíklegustu hlutum virðist stundum vera með ólíkind- um. Keppnisgleðin og ákafínn era slík, að bráðskemmtilegt er að fylgj- ast með frammistöðu liðanna, sem virðast leggja á sig geysilega mikla undirbúningsvinnu til þess að ná sem bestum árangri. Lið Mennta- skólans í Reykjavík hefur undanfar- in ár verið afar sigursælt og ef marka má frammistöðu M.R.-inga síðastliðið föstudagskvöld í viður- eign þeirra gegn Fjölbrautaskólan- um í Ármúla, þá virðist sem lið þeirra í ár ætli að halda uppi merki skóla síns, þrátt fyrir að tveir í þriggja manna liði skólans séu ný- liðar. xxx EKKI er síður skemmtilegt að fylgjast með liðsmönnum skólanna sem sitja úti í sal og hvetja sína menn óspart áfram. Þá hafa framhaldsskólanemendurnir oft sýnt það í þessum þáttum, þegar kemur að skemmtiatriðum frá skól- unum, að þeir eiga yfír miklu hæfí- leikafólki að ráða, ekki síst á sviði tónlistar, eins og glöggt kom fram í þættinum á föstudagskvöld. xxx BJÖRK Guðmundsdóttir er sannkallað náttúrubarn - Víkveiji vill taka svo djúpt í árinni að segja hana vera náttúraperlu. Hvað hún er gjörsamlega ósnortin af hvers konar veraldlegri upphefð sem á vegi hennar verður kom ekki hvað síst í ljós í fyrrakvöld, þegar hún tók á móti tónlistarverðlaunum Norðurlanda, við hátíðlega athöfn í Ósló. Þá voru einhveijir frétta- menn, þeirra á meðal fulltrúi ís- lenska sjónvarpsins, sem vildu gagnrýna Björk fyrir að halda blaðamannafund á ensku, rétt áður en hún veitti verðlaununum viðtöku. Björk varð ekki svara vant frekar en fyrri daginn; hún benti á að enginn á blaðamannafundinum hefði verið íslenskumælandi, hún hefði verið meira en reiðubúin til þess að halda fundinn á íslensku. xxx JAFNFRAMT benti stjarnan á, að í aldanna rás hefðu þjóðir heims reynt að eiga tjáskipti á heimsmálum. Þannig hefði latína verið ríkjandi tungumál í samskipt- um þjóða snemma á miðöldum - síðan hefði franskan tekið við. Esperantótilraunin sem meistari Þórbergur og fleiri hefðu tekið þátt í, hefði farið út um þúfur, illu heilli, en nú væri enskan heimsmál og þá staðreynd mættum við ein- faldlega ekki hræðast. Það var ekki hægt annað en fyllast stolti yfir þessari smávöxnu þjóðhetju okkar og heimskonu, sem er síður en svo smávaxin til andans, eða hvað?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.