Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 27
LISTIR
Með vikuna til stefnu
Gunnar Guðbjörnsson hefur haft viku til að læra
titilhlutverk Schubert-óperu sem sjaldan er flutt.
Hann syngur Fierrabras í kvöld með frönsku fíl-
harmóníunni. Þórunn Þórsdóttir sá Gunnar og
heyrði í Toulouse á dögunum, en þar fékk hann
lof og prís fyrir söng sinn í Töfraflautunni.
„MAÐUR segir já án þess að vita
við hveiju. Bn þetta er allt í lagi,
ég kann hlutverkið núna. Verra
getur það verið í óperunni. Stöku
sinnum er gaman að gera svona
hluti.“ Gunnar Guðbjörnsson
hringdi úr brakandi farsíma í vik-
unni, staddur í París til að æfa hlut-
verk málarans Fierrabras í sam-
nefndri óperu Schuberts um Karla-
magnús, vini hans og óvini.
Tenórinn bjarthærði hafði viku
tii að læra hlutverkið og það er
stórt, enda ætlaði Schubert að
skrifa mikið verk. Fjölmenna hljóm-
sveit og kór þarf til flutningsins og
annað stórt tenórhlutverk er í óper-
unni. Sama gildir um söngvarann
sem það hlaut, hann hafði einungis
fáeina daga til að átta sig. „Þetta
eru einsog álög,“ segir Gunnar,
„báðir tenórarnir veiktust og það
þurfti að hafa uppi á nýjum í hvelli“.
Ég þori ekki, af hjátrú, að óska
honum góðs gengis.
Tónleikarnir í Pleyel salnum eru
hluti af Schubert-hátíð franska út-
varpsins. Þeir verða hljóðritaðir og
leiknir í útvarpinu. Stjórnandi
hljómsveitarinnar heitir Marek
Janowski. Gunnar segir óperuna
afar fallega á köflum en óneitanelga
svolítið langdregna líka. Þótt áheyr-
endur verði ekki þreyttir eftir kvöld-
ið verði hann það efalitið.
Uþpselt stóð skrifað þvert yfir
auglýsingu um Töfraflaut-
una í óperunni í Toulouse í
Frakklandi um mánaðamótin. Til
að bæta úr því var aukasýning hald-
in 1. mars og Gunnari Guðbjörns-
syni gafst lítill tími til að spóka sig
í þessari fallegu borg. Hann á fyrstu
aríu óperunnar, vammlausi prinsinn
Tamínó^ á flótta undan ægilegu
dreka. í uppfærslu Erics Vigié var
drekinn geimaldarlegur, glansandi
með rauð rafmagnsaugu og reyk
úr nös. Fleira var í þessum dúr:
búningar og söngvarar komu oft á
óvart.
Kímnigáfa leikstjórans virtist
næstum óbeisluð og bara betra að
útkoman stakk oft í stúf við tónlist
Mozarts. Börn eru prýðilegir gagn-
rýnendur og lítil stúlka sagði blaða-
manni í hléinu að sér þætti „mjög,
mjög garnan". Til dæmis þótti henni
Papageno sniðugur, með útbúnað
allan hinn skringilegasta og uppá-
tæki í stíl. Andstæða Tamínós, sem
er með alvarlegri hlutverkum í óper-
unni. Gunnar er þar ímynd staðfest-
unnar og líður tignarlega um sviðið,
klæddur gullbrydduðum fötum að-
alsmanns. Papageno hoppar í kring-
um hann með gamaldags flug-
mannahúfu, gleraugu og vængi.
Hinn reffilegi Wolfgang Ratch kunni
hlutverkið vel og gervinu ekki síður.
Þessi Þjóðveiji er kunningi Gunnars
úr óperunni í Marseille, góður söngv-
ari sem vert er að fylgjast með.
Sarastro, sem Norðmaðurinn
gamalreyndi, Oddbjörn Tennfjord,
söng af miklum brag, var ábúðar-
mikill eins og jafnan. Sama gildir
um næturdrottninguna í meðförum
Elizabethar Carter frá Bandaríkj-
unum. Hún mátti burðast með kór-
ónu sem minnti á stærðar kristals-
ljósakrónu en það virtist engu spilla.
Fylgdarmeyjar hennar vöktu oft
kátínu gesta, afbrýðisamar og
ágengar.
Þær láta giska vel af Gunnari í
upphafí óperunnar, prinsinum sem
þær heimta úr klóm drekans. Prest-
ar Sarastros eru mun þunglamalegri
í brynjum sínum, líkastir hermönn-
um í framtíðarsögu. Mitt í þessum
fans skýtur skrattinn Monostatos
upp kolli; úfinn, ljótur og ástsjúkur.
Hann skjögraði um í böndum upp-
risinnar múmíu, en venjulega er
hann svertingi í óperunni.
Yinirnir Tamínó og Papageno
þola misvel prófraun Sarast-
ros en vinna að lokum sínar
heittelskuðu. Pamína var fallega
sungin, ef til vill af svolítilli áreynslu
á hæstu nótum, af Marie McLaugl-
in, sem margir þekkja af hljómplöt-
um. Papagena var býsna góð í
meðförum Brigitte Fournier, uppt-
rekkt með stærðar lykil í bakinu.
Gunnar byijar óperuna og endar í
faðmlögum og mikið mæðir á hon-
um allan tímann. Enda var honum
vel og lengi fagnað í lokin þetta
laugardagskvöld, ásamt Rauch,
Tenníjord og Carter.
„Það var mjög gaman að vinna
þessa óperu, eiginlega grín og læti
allan tímann," segir Gunnar, ný-
kominn heim til sín í Lyon. Þar
verður hann til vors en þá hefst nýr
kafli. „Ég ætla í lausamennsku og
hef þegar nokkur verkefni í frönsk-
um óperuhúsum og vilyrði um fleiri.
Þetta er viss áhætta fyrir fjöl-
skyldumann, sem þarf öruggartekj-
ur, en ögrun líka og gefur færi á
íslandsferðum oftar en núna.
Ég vil helst halda mig við Moz-
art áfram og svo gjarna syngja í
óperum eins og Astardrykknum,
Travíötu og Evgení Ónegín, sem
ég þekki að heiman. Seinna kemur
kannski að Lohengrin og ljóðrænum
Wagnerhlutverkum. Þetta segja að
minnsta kosti menn eins og óperu-
stjórinn í San Francisco og nú ný-
lega stjórnandinn í Toulouse, Nicol-
as Joel. Hann spáir líkri þróun hjá
mér og Gösta Winberg og mér
finnst ekki verra að heyra það.“
Aður en Gunnar segir skilið við
óperuna í Lyon fer hann
XjL með lítil hlutverk í Don Car-
losi og Elektru og segir það síðara
nokkuð erfitt. í maí bíður hans
stærsta verkefnið til þessa: Rodolfo
í La Boheme. Hann kemur svo fram
Óperan í Toulouse deilir húsinu með bæjarstjórninni.
á konsertum í Frakklandi í sumar,
synguiq Britten, og ætlar að nota
fríið á íslandi í upptöku geisladisks
og ef til vill tónleika úti um land.
París kallar í vetrarbyijun, með
Mahagony eftir Kurt Weill. í desem-
ber kveður við annan tón á íslandi
ef að líkum lætur, Vetrarferðina
eftir Schubert á tónleikum með
Jónasi Ingimundarsyni. Að ári
syngur Gunnar stýrimanninn í Hol-
lendingnum fljúgandi í frönsku
borginni Lille. Annað er í biðstöðu,
almennt vegna þess að oft er beðið
eftir svari stórstjörnu, áður en
minna þekktir söngvarar fá ákveð-
inn samning.
Upptalning verkefnanna er all-
fjölbreytt, enda getur Gunnar fleira
í dag en í gær. „Röddin hefur
breikkað og opnast og hún er mun
þéttari en áður,“ segir hann sjálfur.
Þess vegna fannst honum ágætt
hvað hljómsveitarstjórinn í Toul-
ouse fór hægt í sumar aríurnar,
„erfiðara vissulega, en æfing sem
ég ræð vel við. Þetta er líka í fjórða
sinn sem ég syng Tamínó, svo hann
er ekki ókunnugur, þótt uppfærslan
nú hafi verið allt öðru vísi en hinar.“
Sjö sýningar voru á Töfraflaut-
unni í Toulouse og hefðu orðið fleiri
ef nóg væri af peningum. Hver
sýning er dýr og uppfærslan sömu-
leiðis, með alls konar tæknibrellum,
götum í gólfi og lyftum sem tók
heila viku að stilla. Þetta reyndi á
þolinmæði Gunnars síðustu daga
æfingatímans, sem alls var þijár
vikur. Hann fékk frí einn dag og
er núna næstum því eins feginn og
norski bassinn að vera kominn heim
í heiðardalinn. „Rósemin einkennir
bassasöngvara," segir hann til skýr-
ingar, „Peningar ku vera uppáhald
tenórsins og aðdáun áheyrenda líf-
lína sópransöngkonunnar."
Morgunblaðið/Þórunn Þórsdóttir
Gunnar Guðbjörnsson bíður
þess að fara á sviðið og syngja
fyrstu aríu óperunnar.
Gagnrýnendur voru á báðum
áttum um Töfraflautuna í
Toulouse. „Leikstjórinn
notar leikhústöfra og tækni til að
leiða okkur inn í ævintýri. Frekar
en að draga fram táknræna merk-
ingu óperunnar," segir í blaðinu
ISLENSKA OPERAN
sími 551 1475
Gísli Þ. Gíslason
áttræður!
Opið hús í Óperunni nk. laugardag kl. 17.
Óperukórinn,
Fóstbræður,
einsöngvarar,
leikarar,
rithöfundar,
myndlistarmenn.
Ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir.
Depeche du Midi. Þar segir líka
að stundum langi mann til að loka
augunum og hlusta og fyrst sé að
nefna Gunnar Guðbjörnsson „með
sinn fína hljóm og músíkalítet“.
Blaðið L’opinion Independante lof-
ar búninga og nokkrar hugmyndir
í sviðsetningu en lastar skort á
dulúð og töfrum. Söngvarar fá
góða dóma og Gunnar kallaður
„hinn óaðfinnanlegi íslenski
tenór“.
í kynningu blaðsins Croix du
Midi segir að hæfileikaríkur ís-
lenskur söngvari hafi jafnsterk tök
á barok-tónlist, nútímaóperum og
ljóðrænum hlutverkum. í gagnrýni
sama blaðs segir að leikstjórinn
hafi lítið með Mozart að gera og
upphaflegt viðfangsefni hans.
Söngvarar fá eins og endranær
góðar viðtökur, Papageno Rauchs
og svo Tamínó Gunnars, „hógvær-
ari á sviðinu, en músíkalskur með
mjúka og bjarta rödd.“
Gunnar segir til í því að leikstjór-
inn gangi nokkuð langt í sprelli.
„Vigié segir það vera vegna eðlis
óperunnar; söngleiks með þessum
einkennilega efnivið. Leynireglu sem
byggist á hugrekki og mannúð, en
hefur þó að því er virðist lítið álit á
minni máttar. Konur sýnast til dæm-
is í litlum metum. Þetta er eins og
oft saga um baráttu góðs og ilis,
þarna er prins, skratti og flakkari,
heiðursmaður með æðsta vald og
vond drottning hans.“
Hvað sem líður áliti bæjar-
blaða í Toulouse verður
útsendari Morgunblaðsins
að játa sig sigraða af þessari upp-
færslu og alveg lausa við þrá eftir
meira drama. Ekki spillti skemmt-
unin tónlistinni og kvöldið leið hratt
með hvoru tveggja.
Ljóst var frá upphafi sýningar
að leikstjórinn er í yngri kanti, alls
konar strákapör sýndu það. Eric
Vigié reynist við nánari athugun
35 ára gamall, með heilmikla
reynslu sem aðstoðarleikstjóri.
Hann teiknar jafnframt búninga og
sviðsmynd í sýningunni. Upphaf-
lega setti hann hana saman fyrir
óperuhátíð í Strassborg 1995 og
vann þá með hljómsveitarstjóranum
Klaus Weise.
Sá var mættur með sprota sinn
í Toulouse, en hefur annars nóg
með sinfóníurnar í Nice og Sevilla.
„Þetta er Þjóðveiji af gamla skólan-
um,“ segir Gunnar, „lætur fólk vita
svo um munar hvort það er í náð-
inni eða ekki. Ég var svo heppinn
að lenda réttum megin.“
Ný sending
Frá KS selection
Buxnadragtir 3 litir
100% ull kr. 35.900.
Síð mynstuð pils, stakir jakkar,
stakar buxur, peysur og margt fleira.
Frá Choise by Steilmann
Jakkar frá
Skokkur
Síð pils
Stutt pils
kr. 17.600
kr. 9.900
kr. 10.900
kr. 6.400
Hálfsíðar kápur frá kr. 14.900
og margt fleira.
Frá CM by Papst
Stredsgallabuxur
4 litir kr. 9.800
Stuttar kápur.
Silkitoppar.
Stakir jakkar og margt fleira.
Frá A.B. Donkers
ítalskir skór 4 gerðir, 2 litir, svartir
og bláir, frá kr. 8.200
®jjJ
Kvaifataversíun
Laugavegi 97, sími 551 7015.