Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ormstunga - söguleg sýning BENEDIKT Erl- ingsson leikari og Sig- rún Edda Theódórs- dóttir táknmálstúlka- nemi standa á sviðinu. Benedikt hreyfir var- imir og Sigrún Edda miðlar okkur list þessa unga leikara á tákn- máli. Benedikt: „Segj- um að hann sé að gera eitthvað þjóðveldistýp- ískt eins og að slá, já segjum það, nei segj- um að hann sé að járna, það er svona karlmannlegra," þrífur upp fót túlksins og lætur sem hann sé að jáma hann. Það er stórkostlegur áfangi í menningarsögu heyrnar- lausra að sjá leikrit í fullri lengd flutt samtímis á táknmáli og ís- lensku og þetta var að gerast fyrir framan mig og fleiri félagsmenn í Félagi heyrnarlausra á sunnudags- kvöldi í Skemmtihúsinu. Ég hef oft séð því haldið fram að leikhús séu alþjóðleg og að allir hafi aðgang að þeim en ég hef aldr- ei getað tekið undir þessa skoðun. Ég hef oft farið í leikhús og hef mikinn áhuga á því en ég nýt auð- vitað ekki sýninganna á þann hátt sem mig langar til því ég næ ekki tengslum við það sem er að gerast á sviðinu þegar miðillinn er töluð íslenska. Vegna þessa hef ég fjar- lægst leikhúsið, án þess að vilja það, en þrátt fyrir það fylgist ég grannt með allri umræðu og gagn- rýni um leikhús. Þegar ég fer utan nota ég öll tækifæri sem gefast til að fara í leikhús heyrnarlausra. Það er auðvitað það leikhús sem höfðar mest til mín en mér finnst líka mjög skemmtilegt að sjá túlkaða sýningu heyrandi fólks. A Norðurlöndunum hefur verið mikil og lífleg þróun í tengslum við leikhús og sjónrænar upplifanir. í Svíþjóð hefur ríkisleikhús fyrir heyrnarlausa verið starfandi í tæp 20 ár og það hefur haldið farand- sýningar um allt land. í því eru einungis heyrnarlausir leikarar. Stundum hafa sýningar verið text- aðar eða raddtúlkaðar fyrir heyr- andi áhorfendur. Mikil gróska er nú í íslensku leikhúslífi en síðast þegar ég fór til Svíþjóðar fann ég svo áþreifanlega fyrir því að þrátt fyrir þessa grósku erum við ekki farin að vinna að uppbyggingu á leiklist sem heyrnarlausir geta not- ið. Nokkrir stakir atburðir hafa verið túikaðir á táknmál en hér er ekki starfandi Ieikhópur heyrnar- lausra eða hefur verið unnið mark- visst að því að gera leikhús aðgengi- legt fyrir heyrnarlausa á annan hátt. Heyrnarlausir hafa þó rætt það mikið sín á milli hvaða aðferðir eru bestar við túlkun leikrita. Þær að- ferðir sem eru algengastar eru að hafa túlk til hliðar við sviðsmynd, texta verkið eða hafa skuggatúlk- un. í Bandaríkjunum eru leiksýn- ingar með skuggatúlkum, þar sem túlkurinn fylgir leikaranum um allt sviðið. Skuggatúlkun þýðir að túlkurinn stendur ekki utan sviðsmyndar heldur fylgir leikara eftir og er hver leikari með sinn túlk. Þetta hefur í för með sér að leikari og túlkur þurfa að æfa saman og túlkurinn er stundum tekinn inn í leikritið. Leikhús með skugggtúlkum hefur einnig verið í þróun í Noregi. Þegar ég frétti af því að gera ætti tilraun með skuggatúlkun hér á landi, var ég ekki viss um við hveiju ég ætti að bú- ast, því það er ekki einfalt mál að vinna slíka sýningu. Það er verulega stór áfangi í menningu heyrnarlausra á íslandi Þetta er framtíðin, segir Berglind Stefánsdótt- ir. Sameiginleg leikhús- menning heyrnarlausra og heyrandi. að leikritið Ormstunga - ástarsaga, í Skemmtihúsinu, hafí verið túlkað á táknmál. Það var fyrir tilstilli samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heymarskertra að nemar í táknmálstúlkun við Háskóla ís- lands voru fengnir til þess að sjá um túlkunina í þessari frumraun i íslensku leikhúslífí. Þegar ég fór á sýninguna var ég spennt að sjá útkomuna, samt bjóst ég ekki við miklu. Ég held að það sé best að segja að ég varð agndofa þegar ég sá hve vel þetta gekk upp. Túlkanem- arnir fimm, sem skiptust á að túlka á sviðinu, og leikararnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðs- dóttir voru ein samofín heild og samspil þeirra bauð greinilega upp á nýja brandara sem sérstaklega höfða til heyrnarlauss fólks og ekki síður til heyrandi af undirtektum að dæmi. Leikritið er opið og höf- undar þess eru fijóir og með hjálp túlkanemanna hafa greinilega gert sér grein fyrir hvernig höfða á til menningar og húmors heyrnar- lausra og margar skemmtilegar við- bætur urðu greinilega til á sviðinu. Þetta er nýtt og fijótt leikhús þar sem bæði heyrnarlausir og heyrandi geta notið ieiklistar. Svona á að miðla menningararfínum inn í nú- tímann. Þetta er framtíðin sem mig langar að sjá í íslensku leikhúslífí, sameiginleg leikhúsmenning heyrn- arlausra og heyrandi. Ég vil flytja Skemmtihúsinu, Samskiptamiðstöðinni og táknmáls- fræðinemum mínar bestu þakkir og hamingjuóskir með þessa sögulegu sýningu. Höfundur er formaður Félags heymarlausra. Berglind Stefánsdóttir ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhrntv tískuverslun j V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 j Mikíá úrvd cif fflllegum rúfflffltnciáí SkóUvOröustlg 21 Simi 551 4050 Reykiavík Í FRÉTTUM af Náttúruverndarþingi sem haldið var í lok janúar vöktu athygli hugmyndir fráfarandi N áttúruvernd arráðs um stofnun eldfjalla- þjóðgarðs á suður- hluta landsins, sem tengdi m.a. saman Heklu, Landmanna- laugar, Veiðivötn, Jök- ulheima og Lakagíga. Hér er á ferðinni djörf hugmynd og víst er að hér er um merk eld- fjöll og svæði að ræða sem ber að vernda. Uppbygging og rekst- ur þjóðgarðs á svo stóru svæði með sómasamlegri aðstöðu og fræðslu fyrir ferðamenn yrði hins vegar mikið og kostnaðarsamt verk. Þegar haft er í huga hvernig búið hefur verið að náttúruvernd í landinu undanfarna áratugi verð- ur að telja líklegt að slíkur þjóð- garður yrði lítið annað en nafnið eitt. Ég tel að raunhæfara sé að stofna eldfjallaþjóðgarð á minna og afmarkaðra svæði og reyna að standa þar myndarlega að málum. Kemur þá upp í hugann hluti af ofangreindu svæði, þ.e.a.s. Hekla og næsta nágrenni hennar. Hekla er án efa langfrægasta fjall íslands frá fornu fari vegna eldvirkni og þeirra ógna sem af gosum hennar hafa stafað. Talið er að hún hafi fyrst gosið árið 1104 eftir að land byggðist. í gos- inu tók af byggð í Þjórsárdal sem kunnugt er. Frá þeim tíma hefur saga fjallsins verið samofin sögu þjóðarinnar, en þó mest þeirra er nágrenni þess hafa byggt. í augum margra er Hekla eitt fegursta fjall landsins og skapar hún ásamt TindQöllum og Eyjafjallajökli mynd sem á sér fáar líkar. Um það vitna verk helstu listmálara þjóðarinnar á þessari öld. Hekla er stórbrotin náttúrusmíð og sér-. stæð að gróðurfari. Skiptast þar á eldhryggir, fannir og fell, vikur- auðnir og brunahraun, misgróin hraun, vaxin allt frá lægstu mosum og skófum til birkiskóga og upp- blásin og eydd lönd. Nágrenni Heklu var til forna mun grónara en það er nú en talið er að víðlend- ir birkiskógar hafi klætt land suð- vestan fjallsins. Margir hafa lagt leið sína að Heklu og sumir geng- ið á tind hennar. Flesta hefur hún dregið að sér síðustu áratugi er eldur hefur verið uppi í ijallinu. Heklu var lengi vel lítill gaumur gefinn þar sem náttúrvernd bar á góma. Það var ekki fyrr en árið 1991 að fjallið komst inn á N áttúruminj askrá. Síðan hefur talsverð hreyfing verið á hlut- unum og hjá Náttúru- verndarráði hefur ver- ið unnið að friðlýsingu Heklu og nágrennis. Með slíkri friðlýsingu yrði vissulega stigið mikilvægt skref til vemdunar svæðisins en með stofnun þjóðgarðs yrði gengið enn lengra. Heklusvæðið hefur margt að bjóða ferðamönn- um. Þangað gæti fólk sótt til úti- veru í stórbrotinni náttúru í nálægð eldfjallsins. Þeir áræðnustu myndu ganga á fjallið, en aðrir velja sér Það hefði mikið menn- ingarlegt og táknrænt gildi, segir Borgþór Magnússon, að eiga eldfjallaþjóðgarð. léttari leiðir við rætur þess. Þar mætti fræðast um eldfjöll, hraun og vikurlög, líta augum gróður á ólíkum stigum í misgömlum hraun- um, kynnast sögu gróður- og jarð- vegseyðingar og sjá land klæðast gróðri og skóg vaxa upp að nýju. Mikil þekking liggur fyrir um jarð- fræði Heklu og gossögu sem miðla mætti af og sama máli gegnir um gróður í hraunum við fjallið. Starf Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti hefur frá upphafi verið ná- tengt Heklu og þeim áföllum sem hún hefur valdið á viðkvæmum gróðri og jarðvegi í nágrenninu. Líklegt er að stofnun þjóðgarðs við Heklu yrði til að beina augum fleiri, bæði innlendra og erlendra, að því merka starfi sem fer fram í Gunn- arsholti og hlyti það að koma því til góða. Hekla liggur vel við samgöng- um. Þangað er aðeins um tveggja klukkustunda ferð frá meginþétt- býlissvæði landsins og innan við hálftímaakstur frá Suðurlands- vegi. Frá Heklu liggja síðan leiðir inn í Landmannalaugar, Veiðivötn og inn á hálendi. Austan Heklu liggur ein vinsælasta gönguleið landsins að sumarlagi, þ.e. milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Án efa mætti tengja Heklusvæðið henni og auka fjölbreytni í leiðum um óbyggðir fyrir þá er kjósa að ferðast á fæti eða hestbaki. Fyrir íslenska þjóð, sem býr í landi eldsins, hefði það mikið menningarlegt og táknrænt gildi að eiga eldfjallaþjóðgarð. Bæri - nokkru fjalli fremur sú virðing en Heklu? Með stöðugt vaxandi fjölda erlendra og innlendra ferðamanna í landinu eykst jafnt og þétt álag á vinsæla og fjölsótta staði svo horfir jafnvel til vandræða. Nauð- synlegt verður að fjölga svæðum sem aðgengileg eru ferðamönnum og bjóða þeim góða aðstöðu til lengri eða skemmri dvalar. Heklu- svæðið hlýtur að koma þar sterk- lega til álita vegna einstakrar nátt- úru og sögu, vegna nálægðar þess við meginþéttbýli landsins og hve vel það liggur við samgöngum. Með góðu skipulagi ætti að vera hægt að sameina þar verndun nátt- úru og móttöku ferðamanna. Um það vitnar þjóðgarðurinn í Skafta- felli. Eldfjallaþjóðgarðar og verndar- svæði hafa víða verið stofnuð i löndum þar sem eldvirkni finnst. Má þar nefna Bandaríkin, Japan, Nýja-Sjáland og Mexíkó. Garðarnir hafa mikið aðdráttarafl og eru fjöl- sóttir af ferðamönnum. Virk eld- fyöll eru með því sérstæðasta sem finnst í náttúru Islands. Hvergi annars staðar í Norðvestur-Evrópu finnast slík fyrirbæri og ferðamenn þaðan sem sækja landið heim koma m.a. til að lita eldfjöll augum og komast í snertingu við þau. Því má segja að okkur beri ekki aðeins þjóðleg skylda til að standa vörð og fræða fólk um eldfjöll okkar og minjar heldur einnig alþjóðleg. Stofnun elfjallaþjóðgarðs um Heklu gæti orðið liður í að upp- fylla þá skyldu. Þann 20. júní árið 1750 gengu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fyrstir manna á Heklu. Ferð þeirra markaði tímamót í sögu náttúrufræðinnar og varð til að kveða niður fáfræði og hjátrú manna um gerð fjallsins. Um næstu aldamót verða liðin 250 ár frá þeirri merkisför. Væri vel við hæfi að hennar og merkilegu brautryðjendastarfi þeirra Eggerts og Bjarna í íslenskum náttúru- fræðum yrði minnst og að hið ein- stæða fjall Hekla og nágrenni þess skipaði þá hærri sess hjá þjóðinni en það gerir nú. Höfundur er líffræðingur og starfar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Heklugarður Borgþór Magnússon Köld eru kvennaráð MIKIÐ er rætt og ritað um jafnrétti kynj- anna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að fyrirtæki eitt hefði ráð- ið nokkrar konur til þess að minnka mun- inn. Það er þeirra mál. En hvað vinnst og hver er árangur þeirra kvenna er komist hafa til áhrifa? Kvennalist- inn hefír engu áorkað og eru þær sem eftir sitja sofnaðar með pijónana í hönd. Kven- félög hafa starfað um langa hríð og líkt og templarar, aðeins verið klúbbur fyrir þá sem nenna að vera með. Hér er þó ein undantekning: Kvenfélagið Hringurinn sem á lof skilið. Hin jákvæða þróun varðandi jafnrétti er gífurleg aukning í menntun kvenna, og ekki þarf að efast um margfeldisáhrif þess til góðs fyrir íslenska þjóð. Mörg dæmi eru hinsvegar um slælega frammistöðu kvenna sem komist hafa til áhrifa. Eina atburðarás þekki ég nokkuð vel, þar sem margar konur koma við sögu. Amar- holt á Kjalamesi er staður merkilegur. Þar rak Thor Jensen mikið bú og ræktaði lönd. Það var gert af stórhug og framsýni en við lít- inn skilning þeirra er réðu og öfund hinna. Þessa jörð keypti Reykjavík- urbær síðar undir stjóm borgar- stjórnar sjálfstæðismanna til þess að gera stóra og góða hluti: Koma Einar G. Ólafsson olbogabörnum Reykjavíkur, sem ráfuðu um götur bæjarins og áttu sér ekkert skjól, til hjálpar. Þarna skyldu þau hýst og að þeim hlúð. Þetta varð þeirra heimili. Starfsemi þessi þróaðist svo i það smám sam- an að verða sjúkrahús fyrir geðfatl- að fólk til langtímadvalar. Nú mörgum áratugum síðar bregður svo við, að allt er metið til fjár. Hver haus kostar þetta mikið, og séu þeir orðnir of margir skulu þeir út. Heimilið leyst upp og haus- arnir annaðhvort fluttir til, ungt fólk á öldrunardeild, aðrir í tífalt dýrara pláss, í umhverfi sem ekki hentar þessu fólki. Velferð þess og heimilið skiptir þá er ráða engu máli, hagtölur skulu vera réttar, þó ekki sé nema í pappírnum. Af er sem áður var stórhugur ráðandi borgarstjómar. Hvað kemur mér þetta við, ekki benda á mig, það er önnur sem ræður. Nú kemur hin áleitna spurning: Er það tilviljun ein að borgarstjór- inn í Reykjavík er kona svo og for- maður stjómar Sjúkrahúss Reykja- víkur? Hjúkrunarforstjóri sjúkra- hússins er einnig kona og hjúkrun- arframkvæmdastjóri geðsviðs sömuleiðis. Einnig eru allir deildar- stjórar í Arnarholti, þrír að tölu,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.