Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
„Svo grátið
aðeins geta
hafsins börn“
SEINNI hluta nítj-
ándu aldar, komu tvær
steypireyðar í fjölda-
, mörg ár inn í Arnar-
fjörð og eignuðust þar
kálfa sína.
Þær léku sér í firð-
inum allt sumarið við
kálfana.
Einn sorglegan dag
á hvetju hausti, var
kálfurinn skutlaður og
sjórinn litaðist blóði í
kring um hvalina. Þá
sást hvalmóðirin öðru
hvoru lyfta kálfi sínum
upp til þess að anda.
Þá heyrðist dauða-
hrygla hvalsins með skerandi sárs-
auka í hverjum andardrætti, sem
gekk í gegnum hið stóra móður-
hjarta hvalsins, og þau mannlegu
bijóst, sem ekki höfðu gaddhjörtu.
Þegar kálfurinn var síðast dreg-
inn dauður á land, barði steypi-
reyður sjóinn ofsalega allt í kring
um sig og djúpar þungar grátstun-
ur, eins og ekkasog, bárust yfir
allt þorpið.
- Svo grátið aðeins geta hafsins
börn. - (G.G. skáld.)
Nokkru síðar var hinn hvalkálf-
urinn skutlaður og sama sorgar-
sagan endurtók sig. Einkennilegt
"er að útvegsbændum í Arnarfirði
datt aldrei í hug að setja hvalkálf
á til viðhalds stofninum.
Þegar leið fast að aldamótum
komu hvalmæðumar seinast einar
inn í fjörðinn. Menn undruðust það
og biðu næsta vors.
Það fór á sömu leið, enginn
kálfur framar.
Arnfirðingar höfðu gefið steypi-
reyðunum nafn og þekktu þær í
sundUr. Síðast skutlaði sænski
hvalfangarinn Skeifu gömlu.
- Aldrei framar sáust Arnar-
fjarðar-hvalir. -
Einstæður atburður átti sér
stað, nokkru eftir að Skeifa gamla
var skutluð. Sænski
hvalfangarinn, sem
grandað hafði Arnar-
fjarðar-hvölum, fórst
með öllum mönnum
sínum í óveðri undir
Svörtu-Loftum, svo
vildi einnig til að þar
nálægt hélt sig far-
þegaskip. Fólkið
horfði á hvalbátinn
farast, án þess að geta
nokkuð gjört. Skip-
stjóri farþegaskipsins
fylgdist með í kíki og
nokkrir menn með
honum. Þeir sáu mik-
inn steypireyðarhval
koma að hvalskipinu, hann varn-
aði þeim mönnum lands, sem náð
höfðu handfestu á braki. Hvalur-
inn náði í skipstjórann og lék sér
að honum, lyfti honum upp úr sjó
og kaffærði hann til skiptis. Þann-
Hræðslan og kvalirnar
í hásum andardrættin-
um voru voðalegar að
heyra, segir Rósa B.
Blöndals. Síðan hef ég
verið algerlega á móti
hvalveiðum.
ig lauk sænski hvalfangarinn lífi
sínu. Þegar þessir atburðir gerð-
ust, voru bæði skipin á leið til
Bíldudals. Einn farþeganna um
borð, sjómaður frá Bíldudal,
þekkti reyðarhvalinn, að þar fór
maki Skeifu gömlu.
Þannig vildi það til að Arnfirð-
ingar vissu að þarna hafði maki
Skeifu gömlu verið að verki.
Þetta þóttu mikil tíðindi, að
reyðarhvalur hefndi harma sinna.
Fremur lá það orð á að þeir
Rósa B. Blöndals
björguðu mönnum úr háska, enda
staðfesta það margar frásagnir.
Jóhannes Kjarval listmálari hef-
ur að sjálfsögðu sem ungur maður
á Austfjörðum, þegar Mjóafjarðar-
hvalstöðin var í óða önn að eyða
hvalastofnum Austfjarða, orðið
vitni að álíka hryggðaratburðum
og gerðust með Arnarfjarðarhvali.
Enda skrifaði Jóhannes Kjarval
fyrstur manna á móti hvalveiðum
árið 1945.
Ég var rúmlega tvítug, er ég
var á Vestfjörðum og heyrði eina
haustnótt þegar hvalfangari var
að elta hrefnu.
Heyrðist hvernig hvalurinn æddi
áfram í djúpum firði, trylltur af
sársauka og stóru lungun voru að
springa af mæði.
Óttinn, flóttinn og þjáningin í
andardrætti hvalsins, var ógnvekj-
andi að heyra.
Báturinn, sem hrefnan var að
flýja, var festur með langri línu
við skutulinn í bijósti hvalsins.
Skutullinn er ægilegt vopn.
Smátt og smátt dró úr ferð
hvalsins, þegar blóðrásin mæddi,
þá nálgaðist hvalurinn landið.
Hræðslan og kvalirnar í hásum
andardrættinum voru voðalegar að
heyra.
Síðan hef ég verið algerlega á
móti hvalveiðum.
Ég er viss um að ef sá prúði
alþingismaður og ráðherra, Þor-
steinn Pálsson, hefði heyrt æðis-
genginn flótta hvalsins, þar sem
báturinn kippti harkalega öðru
hvoru í sárið og heyrt þjáninguna
í dauðahryglu þessa stóra dýrs,
hefði Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra orðið staðfastur
hvalfriðunarsinni.
Raunveruleikinn er margfalt
átakanlegri, en sjónvarpsmynd af
hvaldrápi. Og eru þær myndir þó
ekki fagrar.
Ég hef alltaf óttast útrýmingu
stóru lagarspendýranna, hryggi-
lega mörgum tegundum þeirra
hefur þegar verið útrýmt.
Nú hefur sú nýja staða komið
upp, að íslendingar geta átt von á
margfalt meiri tekjum frá hval-
skoðun og vinveittu nábýli við
hvali, heldur en tortíming þeirra
gæti nokkumtíma gefið af sér.
- Eru það ekki gleðitíðindi? -
Vinsældir þjóðar vorrar og al-
þjóða markaðsmöguleikar eru í
húfi, ef íslendingum yrði á það
glapræði að hefja hvalskurð á ný.
Höfundur er skáld.
Goðsögur sem
réttlæting
ÞANN 14. mars _síð-
astliðinn ritar Ami
Björnsson grein í
Morgunblaðið undir
fyrirsögninni „Goð-
sögn um glansmynd".
Þar tekur hann til um-
fjöllunar greinarstúf
sem undirritaður skrif-
aði og birtur var í Les-
bók Morgunblaðsins 1.
mars síðastliðinn. Áður
en ég sný mér að þeirri
spurningu sem Árni
beinir til mín í grein
sinni, hvar glansmynd-
irnar sé að fínna, þá
vil ég leiðrétta það sem
hann telur vera inntak
greinarinnar. Árni segir að „Aðal-
inntak [greinarinnar] er að mæra
sjónvarpsþættina Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins frá 1993 sem eigi að
hafa afhjúpað blekkingu í einhverri
glansmynd og goðsögnum sem þjóð-
in hafi gert af sjálfri sér á umliðnum
öldum.“ í grein minni segi ég frá
skoðunum tveggja manna, danska
blaðamannsins Ulriks Hoys og rit-
höfundarins Þorgeirs Þorgeirssonar,
sem báðir hafa gert því skóna á
grundvelli ljósmynda- og kvik-
myndagerðar íslendinga að þeim sé
í mun að bregða upp betri vangan-
um af íslensku samfélagi, þjóðinni
og landinu sem hún býr í. Báðir
þessir höfundar koma með sálfræði-
legar skýringar á þessu starfi þjóð-
arinnar. Ég held því hins vegar fram
í greininni að þessar „glansmyndir"
megi skýra á annan hátt og tek
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins sem
dæmi. í greininni segi ég orðrétt:
„Ég tel að þær þjóni frekar hlut-
verki réttlætingar á óbreyttri sjálfs-
mynd fremur en að vera íslending-
um athvarf frá raunveruleikanum.
Á þeim grundvelli tel ég að skýra
megi sterk viðbrögð íslendinga við
myndinni Þjóð í hlekkjum hugarf-
arsins.“ Af þessum orðum ætti að
vera ljóst hver tilgangur skrifa
minna er og einnig að viðfangsefni
mitt er ekki sjálfsmynd íslendinga
á „umliðnum öldum“ heldur í sam-
tímanum. Ég vil einnig benda Árna
á að á grundvelli yfirlýsts tilgangs
greinarinnar reyni ég ekki að meta
hvað er „sagnfræðilega rétt“ í Þjóð
í hlekkjum hugarfars- "
ins eða, eins og Árni
kýs að kalla það, hvað
brýtur gegn „sagn-
fræðilegri skynsemi" í
þáttunum. Inn í þá
umræðu hafa margir
mætir sagnfræðingar
blandað sér s.s. eins og
Jón Hjaltason í Lesbók
Morgunblaðsins 26.
júní og 3. júlí 1993.
Árni endar á því í
grein sinni að spyija
hvar þessa svokölluðu
glansmynd sé að finna
og efast um að ég hafi
á nokkru öðru að
byggja en nýlegum
„pirringi í einhveijum dönskum
blaðamanni". í landinu er stunduð
sköpun og neysla á myndum; teikn-
Glansmyndirnar þjóna
hlutverki réttlætingar,
segir Siguijón Baldur
Hafsteinsson, á
óbreyttri sjálfsmynd.
ingum, málverkum, ljósmyndum og
kvikmyndum, sem gegna flóknu vit-
rænu, menningarlegu og samfélags-
legu hlutverki. Og sú starfsemi ís-
lenskrar menningar fer ekki fram í
einangrun, heldur víxlverkandi sam-
bandi við önnur menningarsvæði.
Af blómlegu menningarstarfi er að
taka hér á landi, en í umíjöllun
minni er ég að bera myndina Þjóð
í hlekkjum hugarfarsins saman við
aðrar íslenskar heimildarmyndir í
áðurtöldum tilgangi. Margar af
þessum heimildarmyndum, sem
bregða upp svokallaðri glansmynd
má finna í íslensku sjónvarjii, en
áætlað er að um 100 þúsund Islend-
ingar horfí á það á hveiju kvöldi.
Ég vil ráðleggja Árna að kveikja á
sjónvarpinu og rýna í þann menn-
ingarsögulega arf sem þar þrífst og
er mikill en vanrækt rannsóknar-
efni.
Höfundur er mannfræðingur.
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson
ÞANN 12. mars sl.
mátti lesa smáfrétt í
MBL um frystiskipið
Alexöndru sem lá við
Ægisgarð. Skipið hafði
komið til landsins á leið
sinni frá Danmörku,
lestað á ströndinni
frystar loðnuafurðir
sem voru á leið á Jap-
ansmarkað. I endann á
fréttinni, þegar búið er
að tilkynna farmeig-
endum að engin hætta
sé á ferðum og allur
farmur heill og
óskemmdur, er látlaus
viðbætir um að skipið
sigli undir Bahamafána
með rússneskri áhöfn.
Það sem ekki fylgdi þessari frétt
var að áhöfnin hafði komið um borð
í skipið í Danmörku. Hafði áhöfninni
verið tilkynnt að hún ætti að ná í
skip til Danmerkur og sigla því til
Vladivostok. Raunverulegur eigandi
skipsins er Dalmarprodukt í Vladivo-
stok. Þetta fyrirtæki býr til sérstakt
fyrirtæki í kringum skipið sem heitir
Alexandra Shipping Company Ltd
og er skráð á Gíbraltar.
Hvorugur þessara aðila
segist hafa nokkuð með
rekstur skipsins að
gera. Þeir sem reka
skipið heita Ocean
Transportation Services
INC og eru til heimilis
í Seattle í Bandaríkjun-
um.
Áhöfnin kom um
borð 8. febrúar og höfðu
hásetarnir fengið laun
fyrir 20 daga þann 13.
mars sem námu 16.756
IKR (236 USD).
Þegar farskip siglir
undir þjóðfána útgerðar
sinnar, þ.e. fána eigin-
legs eiganda skipsins,
er gert ráð fyrir að greiddir séu skatt-
ar og gjöld af skipinu og rekstri þess
í samræmi við löggjöf heimalands.
Um þessi skip gilda lágmarksregl-
ur ILO - Alþjóða vinnumálastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna, enda eru
flest lönd heims í þeim samtökum.
Fulltrúar þjóðanna hafa sest niður
innan ILO og komist að samkomu-
lagi um ákveðnar lágmarks viðmið-
Laun skipverja, segir
Borgþór Kjærnested
voru langt undir lág-
marksviðmiðun ILO.
anir í launasetningu. Þannig mega
skip sem sigla undir íslenskum,
dönskum eða rússneskum fána ekki
vera með kjarasamninga fyrir sjó-
menn landa sinna sem eru lægri en
sem hér segir:
30.885 IKR á mánuði fyrir 40 stunda
vinnuviku.
23.004 IKR fyrir 103 stunda yfir-
vinnu á mánuði.
7.384 IKR fyrir sex daga orlof á
mánuði.
7.668 IKR í fæðispeninga fyrir sex
daga orlof.
68.941 IKR samtals á mánuði með
öllu.
ITF hefur í samvinnu við einstök
stéttarfélög farmanna í fátækum
löndum samþykkt svonefndan TCC-
samning (Total Crew Cost Agree-
ment) fyrir hentifánaskip, sem er í
grundvallaratriðum eftirfarandi.
36.494 IKR á mánuði fyrir 40 stunda
vinnuviku.
27.131 IKR fyrir 103 stunda yfir-
vinnu á mánuði.
7.313 IKR fyrir sex daga orlof á
mánuði.
7.668 IKR í fæðispeninga fyrir sex
daga orlof.
78.606 IKR samtals á mánuði með
öllu.
Staðlaði samningur ITF (ITF
Standard Agreement), sem gefinn
er út af ITF fyrir hentifánaskip í
eigu iðnríkja, er ávallt gerður þegar
kaupskip kemur til hafnar í löndum
eins og t.d. Danmörku, Finnlandi,
Svíþjóð eða íslandi, án þess að vera
með kjarasamninga um borð. Komi
til stöðvunaraðgerða gegn slíkum
skipum fellur jafnframt á þau ýmis
kostnaður ITF. Auk þess gerist það
oft í slíkum tilvikum að kaup er inn-
heimt fleiri mánuði aftur í tímann
eða þá mismunurinn milli þess sem
greitt hefur verið og Iaunaliða staðl-
aða samningsins auk vaxta. Hafni
útgerðin öllum launakröfum og sé
um vangoldin laun að ræða, er gert
lögtak í skipinu og það selt hæstbjóð-
anda upp í launin og áhöfnin send
heim. Staðlaði samningurinn er í
megin atriðum sem hér segir.
62.577 IKR á mánuði fyrir 40
stunda vinnuviku.
51.802 IKR fyrir 104 stunda yfir-
vinnu á mánuði (40+64, þ.e. viku-
leg eftirvinna á virkum dögum +
yfirvinna laugardaga, sunnu- og
helgidaga).
114.379 IKR samtals á mánuði með
öllu.
Laun skipverjanna á Alexöndru
voru því langt undir lágmarksviðmið-
unum ILO, enn meir undir lágmark-
sviðmiðunum ITF þegar um hentif-
ánaskip er að ræða eins og í þessu
tilviki. Það er með öllu óviðunandi
ef íslenskir framleiðendur ætla að
stunda flutninga frá landinu á þess-
um forsendum.
Á þeim málum mun nú verða tek-
ið af fullri einurð af hálfu ITF í sam-
starfi við aðildarsamtök þess hér á
landi og aðra aðila. Það mun því
ekki verða unnt að tryggja snurðu-
lausa flutninga á fiskafurðum með
hentifánaskipum Rússa til Austur-
landa í framtíðinni nema aðstæðum
um borð sé komið í eðlilegt horf.
Það er síðan mjög athyglivert fyr-
irbæri að þeir atvinnurekendur sem
greiða lægsta kaup í fiskvinnslu á
Norðurlöndum skuli jafnframt nýta
sér fátækt og atvinnuleysi Rússa til
að auka gróða sinn og hlutabréfa-
verslun.
Alger lágmarkskrafa er að ITF-
TCC-SUR (Seamans Union of Russ-
ia) samningar gildi um borð í þessum
skipum séu þau undir rússneskum
fána, en eðlilegt væri að gera staðl-
aða ITF-samninga fyrir þá sem sigla
með þessar vörur undir hentifána.
Það styrkir og eflir efnahagsþróun í
Rússlandi, sem verður til þess að
skapa pólitískan stöðugleika og efna-
hagslega framför í þessum hluta
heims. Auk þess gæfi það íslenskum
kaupskipaeigendum möguleika á að
keppa við þessa aðila um flutninga.
Höfundur er eftirlitsfulitrúi ITF.
Af Alexöndru og
öðrum prinsessum
Borgþór S.
Kjærnested