Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 37 AÐSEMPAR GREINAR Að lesa meira og meira EKKI er langt síðan það var tal- in tímasóun á fslandi að lesa og margar sögur eru til um þá sem þráðu ekkert heitar en að fá tæki- færi til að lesa og læra. Nú reynum við með ýmsum ráðum að lokka börnin okkar til að lesa svo þau verði „hæfari til að lifa í upplýsinga- samfélagi nútímans". Það er staðreynd að börn lesa minna nú en áður og mörg þeirra hafa ekki lesið „heila bók“ við lok grunnskólans. Tengsl eru milli lestrargetu og velgengni í námi og það er því augljóst að þau börn sem ná ekki góðu valdi á lestri standa verr að vígi en hin. Það er því brýnt að foreldrar sinni vel lestrarnámi barna sinna og hvetji þau til að lesa. Sannreynt hef- ur verið að þau börn sem mikið hefur verið lesið fyrir frá unga aldri hafa meiri orða- forða, lesskilning og málþroska en önnur börn. Þau þurfa síður á sérkennslu að halda og gengur betur að læra að lesa. Börn og bókasöfn En það er ekki bara lestrarfæm- in sem vert er að hafa áhyggjur af. Þau börn sem ná ekki góðu valdi á lestrinum missa af því að njóta þeirrar undraveraldar sem er að finna í góðri bók. í boðskap Al- þjóðlega barnabókadagsins 1990 (2. apríl - fæðingardagur H.C. Andersens) er bókasöfnum líkt við skógarrjóður með stígum í allar áttir. Hver stígur liggur að ævin- týri eða sögu. Vonandi eiga sem flest börn kost á að heimsækja ijóðrið og kanna sem flesta stíga út frá því. Bókaverðir í almenningsbóka- söfnum vinna markvisst að því að fá börn og unglinga til að nota söfn- in. Sérstakar sögustundir eru skipu- lagðar fyrir yngstu börnin. Kapp- kostað er að hafa sögustundirnar notalegar þannig að gestirnir geti notið ánægjulegrar og rólegrar stundar með sögumanni. Til að krydda sögustundirnar er oft boðið upp á annað svo sem brúðuleikhús, skyggnusýningar, söng og heim- sóknir ýmissa starfsstétta. Samvinna við dagmæður, leik- skóla og skóla er víða bæði með útlánum og skipulögðum heimsókn- um. Á þennan hátt kynnast börnin bókasafninu og finna að það er líka staður fyrir þau. Nokkur söfn hafa boðið upp á sumarlestur (lestrar- hvetjandi námskeið). Bókasafnið á Selfossi reið á vaðið og þar hefur verið sumarlestur sl. fjögur sumur við vaxandi vinsældir. I nokkrum söfnum eru getraunir sem tengjast bókakosti safnanna. Mað því að svara getrauninni læra börnin á safnið og kynnast safnkostinum. Unglingar og bókasöfn Sá lánþegahópur sem bókaverðir almenningsbókasafna hafa mestar áhyggjur af eru unglingarnir. Við 14-15 ára aldur hætta jafnvel mestu lestrarhestar að nota þjón- ustu safnanna. Reynt hefur verið að laða unga fólkið inn á söfnin með því að lána út myndbönd og tónlist og auka framboð af tímarit- um og öðru efni sem unglingum finnst áhugavert. Mörg söfn bjóða líka aðgang að efni á margmiðlun- ardiskum og af alnetinu. Hjá ungl- ingum eiga allir hlutir að gerast hratt og neyslan er oft í skyndibita- formi. Sem afþreyingarefni hefur myndbandið tekið við af bókinni t.a.m. eyða íslenskir unglingar að meðaltali um 30 klst. á viku í að horfa á sjónvarp og myndbönd. Er það æskileg þróun? Barnaefni og ríkisfjölmiðlarnir Undirrituð hefur oft undrast það fálæti sem barnaefni er sýnt í út- varpi og sjónvarpi allra lands- manna. Staða deildarstjóri barna- efnis hjá útvarpinu var lögð niður fyrir nokkrum árum og innlent barnaefni sjónvarpsins er sáralítið. Mér er kunnugt um að fjárskorti er borið við og sárt til þess að vita að þeir sem erfa eiga landið í hátíðarræðum skuli ekki metnir meira hvunndags. Það ætti að vera metnaðarmál þessara fjölmiðla að halda á lofti höfundum íslensks barnaefnis (rithöfundum, laga- og ljóðahöfundum og myndmálshöfundum). Við lauslega athugun kemur í ljós að barna- efni í ríkisútvarpinu í byijun árs 1997 er 1 klst. og 48 mín. á viku (með endurtekningu 3 klst. og 36 mín). Sjónvarpið á reyndar heiður skilið fyrir talsetn- Bókaverðir í almenn- ingsbókasöfnum vinna markvisst að því, segir Sigríður Matthías- dóttir, að fá börn og unglinga til að nota söfnin. ingu bamaefnis og þar fær barna- efni meiri tíma í mínútum talið en í útvarpi en því miður er það að mestum meirihluta erlent efni. Er ekki kominn tími til að snúa við blaðinu og gefa barnaefni meira rúm í útvarpinu og auka hlut inn- lends efnis fyrir börn í sjónvarpinu. Hér á landi hefur ekki mikið ver- ið gert af því opinberlega að hvetja börn til lesturs. Á undanfömum árum hafa tvívegis verið haldnar lestrarkeppnir. Arangurinn hefur komið fram í auknum lestri barna. Nauðsynlegt er að nota byrinn og láta ekki þar við sitja. Víða erlend- is hafa íþróttamenn og poppstjörnur tekið þátt í því að hvetja börn til að lesa, því ekki að reyna það hér? Allir þeir sem áhuga hafa á auknum bóklestri barna og ekki síður þeir sem eiga hagsmuna að gæta (t.d. aðilar að Bókasambandi íslands) gætu tekið höndum saman um að auglýsa barnabækur og hvetja börn til að iesa (hafið þið tekið eftir hve vel kvikmyndir og myndbönd era auglýst í sjónvarpi?). Markmiðið ætti að vera „að lesa meira og meira, meir í dag en í gær“. Höfundur er barnabókavörður við Bæjar- og héraðsbókasafn Selfoss. Sigríður Matthíasdóttir Afmælistilboð! Vönduð boxdýna með dýnuhlífst. 90x200 Gaflar krómaðir eða svartir Sæng og koddi Frottéfak Sænguverasett Samtals: Nú aðeins: Sparið: 6.170,- Str 120x200: Áðun Nú aðeins: Sparið: 7.370,- 14.900,- 5.990, - 2.990, - 1.290,- 990,- 26.160,- 19.900, 37.360,- 29.900, 4 mismunandi litir Hilla með Ijósi Mont Blanc Glæsilega hönnuð hillusamstæða úr melamín sem uppfyllir allar þarfir. Bókahillur, skúffur, skápar, glerskápur, hillur o.fl. Hægt að setja saman á ýmsa vegu. Hár glerskápur: Breidd 74 sm, dýpt 40 sm og hæð 193 sm. Sjónvarpsskápur m/skúffum: Breidd 74 sm, dýpt 33 sm og hæð 77 sm. Mjó hillueining: Breidd 38 sm, dýpt 33 sm og hæð 109 sm. Fæst í eftirtöldum útgáfum (skápar/hurðir): Beyki/beyki, svart/beyki, svart/mahogny og svart/blátt. Innifalið: Ijós í glerskáp. Eins og á mynd (fyrir utan Ijósahillu): 16.900, »Sparið 4000 kr! Bútasaums rúmteppi n Glæsilegt bútasaumsteppi með mjög fallegu munstri. 100% bómull. 260x240 sm. Verð aðeins: Bókahillur 0% Með 6 skúffum: Hæð 99 sm, breidd 74 sm og dýpt 40 sm. 5.990, - Með 4 skúffum: Hæð 70 sm, breidd 74 sm og dýpt 40 sm. 3.990, - Kommóður í 3 stærðum, hvítar og beyki. Meö 3 skúffum: Hæð 70 sm, breidd 60 sm og dýpt 30 sm. 1.990,- Tilvaldar í herbergi, skrifstofu o.s.frv. Vandaðar hillur. Hæð 175 sm, breidd 68 sm, dýpt 24 sm. Verð: 3.500,- Hæð 85,5 sm, breidd 68 sm, dýpt 24 sm: Áður: Nor urtanga 3 Reykjav kurvegi 72 600 Akureyri 220 Hafnarfj r ur 462 6662 565 5560 Skeifunni 13 108 Reykjav k 568 7499 Holtag r um v/Holtaveg 104 Reykjav I 588 7499 Nú aðeins: Nú aðeins: Aðeins 500 kr. aukalega fyrir beyki Líka til í beyki aðeins 500 kr. aukalega Nú adeins: Sjöundl hlmlnn 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.