Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997______________________ MINNINGAR ELÍAS ÖRN KRISTJÁNSSON + Elías Örn Krist- jánsson, báts- maður á Ægi, fædd- ist í Reykjavík hinn 1. ágúst 1966. Hann lést af slysförum við skyldustörf hinn 5. mars síðast- liðinn. Móðir hans var Betzy Kristín Elíasdóttir, f. 11.6. 1945, dáin 20.10. -7„ 1987, og faðir hans er Krislján Frið- jónsson, fæddur 2.9. 1943, verk- fræðingur sem starfar í Svíþjóð. Móðir Betzýj- ar var Randí Þórarinsdóttir, hjúkrunarkona, fædd á Seyðis- firði 23.7. 1911, látin 17.11. 1986. Faðir hennar Elías Krist- jánsson var birgðasljóri Pósts og síma, fæddur 3.12. 1905, lát- inn 11.7. 1980. Bróðir Betzýjar er Þorgeir Örn Elíasson, f. 2.2. 1938. Systkini Elíasar eru: Randí Þórunn Kristjánsdóttir, f. 13.2. 1965, hjúkrunarfræð- ing^ur. Hún er gift Hilmari ‘ Magnússyni lögfræðingi, og Guðbjörg Kristín Haraldsdótt- ir, f. 8.9. 1983. Faðir hennar er Haraldur Örn Haraldsson skipasmiður. Fóstra hennar er Sigurlaug Garðarsdóttir. Sam- feðra systkini eru: Berit Gunn- hild Krisljánsdóttir, f. 7.11. 1978, móðir Hólmfríður Jak- obsdóttir, Jón Gunnar Krist- jánsson, f. 10.5. 1981, og Sylvía Ann Kristjánsdóttir, f. 7.8. 1986, en móðir þeirra er Krist- <f jana Friðjónsson. Þegar Betzy veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða og fram til þess að Elías og Randý fluttu að heiman bjuggu þau hjá Har- aldi sem veitti þeim heimili. Foreldrar Kristjáns, föður El- íasar, voru Berit Gunnhild Sigurðs- son, fædd í Noregi hjúkrunarkona, f. 25.3. 1901 og Frið- jón Sigurðsson, sýsluskrifari á Hólmavík, f. 8.2. 1897. Sambýliskona Elíasar er Kristín Geirþrúður Gísla- dóttir, fædd 14.8. 1970. Börn þeirra eru Guðjón Arnar Elíasson, fæddur 18.1.1994, og Krist- jana Dögg Elías- dóttir, f. 20.4. 1995. Foreldrar Kristínar eru Gísli Jón Gísla- son, fæddur 26.3. 1936 á ísafirði, búsettur á Hellissandi og Þorgerður Elín Halldórs- dóttir, f. 26.3. 1943 á Hellis- sandi, búsett í Reykjavík. Systk- ini hennar eru Halldór og Elín Jóna, búsett í Reykjavík. Elías Örn vann hjá Pósti og síma við línulagnir að sumri til 1981-84. Hann hóf afleysinga- störf þjá Landhelgisgæslunni árið 1985 með skólagöngu. Hann var við nám í Iðnskólan- um með tölvutækni sérsvið sem. Um 1986-87 hóf hann síðan fullt starf hjá Landhelgisgæsl- unni. Þar sótti hann námskeið m.a. i köfun og fékk fullgind- ingu sem kafari og vann sem slíkur á skipum Gæslunnar. Hann varð síðan bátsmaður í afleysingum um 1994 og sem fastur starfsmaður í þeirri stöðu og sem kafari. Hann gegndi starfi á varðskipunum Oðni og Tý þar til 1990 er hann hóf störf á Ægi. Útför Elíasar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég hugsa til þín hrygg í lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund því er þín minning tær. Margir vilja spyrja og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá og fengið hefur ró. ' ¥ '4' M varst svo hlýr og vildir gott og væn og góð þín lund, . birta og ylur bar þess vott og ber hann alla stund. Eilífðin er öllum trú þar allir hitta sína og samúð mína sendi nú er syrgja brottfór þína. (Jóna Gísladóttir.) Elsku Elías, með þessum orðum kveð ég þig með söknuði og trega. Ég bið að þú finnir frið og ljósið fái að skína. Unnusta og börn. ^ Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir flðll, þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll, vertu ljós og leiðarstjama, iægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða, þegar lokast sundin öll. Þessar ljóðlínur Jóns Magnússon- ar segja hug okkar hjá Landhelgis- gæslunni, vegna hins sorglega at- burðar, þegar Elías Örn Kristjáns- son, bátsmann á varðskipinu Ægi, tók út af skipinu og fórst við skyldu- störf sín, við að bjarga skipi og áhöfn m.s. Víkartinds út af Þjórsár- ósum hinn 5. mars síðastliðinn. Elías var traustur hlekkur í röð- um starfsmanna Landhelgisgæsl- unnar og hafði starfað þar frá 18 ára aldri, eða í tíu ár. Á þessum 1 árum stundaði hann tölvunám í tvö ár. Starfsferil sinn byijaði Elías hjá Landhelgisgæslunni sem messi á varðskipinu ÆGI árið 1985, varð síðan viðvaningur og síðar háseti. Elías byijaði að leysa af sem báts- maður á Ægi 1993 og var síðan með fasta stöðu sem bátsmaður frá apríl 1995. Samhliða starfí sínu hjá Landhelgisgæslunni lagði Elías stund á tölvunarfræði og var orðinn mjög vel að sér á því sviði. Líkam- legu atgervi Elíasar var viðbrugðið og var hann talinn þar fremstur meðal jafningja. í desember 1992 varð Elías kafari á vegum Land- helgisgæslunnar og var hann mjög fær á því sviði. Elías var frekar dulur, en frama hans innan Land- helgisgæslunnar mátti rekja til þess hve vel honum var treyst af yfir- mönnum sínum að taka að sér ábyrgðarmeiri störf. Hann leysti öll sín verk vel af hendi og er hans sárt saknað af samstarfsmönnum sínum. Það er mikill missir þegar ungur maður í blóma lífsins fellur frá á svo sviplegan hátt. Björgunarstörf eru alltaf áhættusöm og við þau störf hætta björgunarmenn oft lífi sínu. Þegar Elías tók út af varðskip- inu Ægi var hann að undirbúa björgun á skipi og áhöfn í nauðum. Hann lagði sig allan fram og galt fyrir það með lífi sínu. Fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og starfsmanna hennar færi ég konu Elíasar, Kristínu Gísladóttur, og börnum þeirra, Guðjóni Arnari og Kristjönu Dögg, svo og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að veita þeim styrk í sorg þeirra. Hafsteinn Hafsteinsson. Kveðja frá systur og móðurbróður Með þessum ljóðlínum viljum við minnast þín, kæri bróðir og frændi. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Randí Þórunn, Þorgeir Örn. Þegar kveðja á hinstu kveðju ungan mann, sem framtíðin blasir við, verður orðs vant. í öllu orð- skrúðinu finnast varla nýtileg orð, en mig langar til að grípa til þess- ara fallegu ljóðlína Tómasar Guð- mundssonar. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu á eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um Iífsins perlu í gullnu augnabliki. Á kveðjustund leitar hugurinn víða í tíma og rúmi. Minningar lifna og dægurmál hljóðna. í dag er til moldar borinn frændi minn, Elías Örn Kristjánsson, hann var sonur Kristjáns Friðjónssonar móðurbróð- ur míns og Betzýjar Elíasdóttur. Hann var annað barn foreldra sinna, en fyrir áttu þau dótturina Randí sem þá var eins og hálfs árs. Elías var heilbrigður, fallegur drengur með blik í augum, hann var alnafni móðurafa síns og auga- steinn. Við Betzý urðum góðar vinkonur þrátt fyrir aldursmuninn og fylgdist ég vel með ungu fjölskyldunni sem bjó í íbúðinni við hliðina. Þegar Elfas var eins árs fluttist litla fjöl- skyldan í annan heimshluta alla leið til Los Angeles þar sem Krist- ján stundaði nám næstu árin. Eftir heimkomuna settist fjölskyldan að í Háaleitishverfinu og þá fékk ég oft að gæta systkinanna. Seinna átti ég því láni að fagna að Betzý tók að sér að passa nýfæddan son minn, þá voru systkinin Elías og Randí orðin sex og sjö ára gömul og tóku þau þátt í pössuninni af alhug. Það var yndislegt að sjá hvað þau voru stolt af litla frænda sínum. Vegna dvalar minnar erlend- is liðu mörg ár án þess að við hitt- umst. Foreldrar Elíasar slitu sam- vistir, en áfram bjuggu systkinin hjá móður sinni eða allt þar til hún lést langt fyrir aldur fram aðeins fjörutíu og tveggja ára gömul. Elías var einstaklega svipfallegur og góður drengur og nú var hann orðinn að ungum hamingjusömum manni sem var búinn að finna sinn lífsförunaut, Kristínu Gísladóttur. Saman voru þau að byggja upp framtíð og hlúa að litlu börnunum sínum þegar þetta hörmulega slys varð. Litlu börnin, Guðjón Arnar, sem er nýorðinn þriggja ára, og Kristjana Dögg, tæplega tveggja ára, sjá nú á eftir föður sínum og Kristín á eftir ástvini sínum. Missir okkar sem elskuðum Elías er mikill, en sárastur er söknuður Kristinar og litlu systkinanna. Ég vona að Guð og góðar minningar sefi sáran söknuð. Svana Friðriksdóttir. Enginn veit með vissu hvar hann endar sinn ævidag og hefur okkur félögunum lærst að fyrirgefa al- mættinu þegar það hefur hrifsað óvænt til sín fólk er við þekktum. En ósjálfrátt verður fyrirgefningin erfið þegar höggvið er jafnnærri manni og raun varð á þegar starfs- félagi og vinur til lengri tíma, Elías Örn Kristjánsson, bátsmaður á varðskipinu Ægi, var kallaður í burt frá okkur. Sjáum við þar á eftir góðum félaga og fyrirmyndar starfskrafti, en við verðum að vera í góðri trú um að hann hafi verið kallaður til æðri starfa og að síðar munu leiðir okkar liggja saman á ný- Elli bjó yfir miklum persónuleika, sem gerir hann eftirminnilegan og munu sagnir um hugdettur hans og persónu lifa lengi á meðal okk- ar. Sem samstarfsmanni verður Ella lýst best þannig að hann var fljótur að tileinka sér nýjungar og tækni og nota sér það til hagræð- ingar í starfi. Vinsæll var hann á meðal starfsbræðra sinna enda þægilegur í umgengni og hæglátur. Sýndi hann ávallt öllum umburðar- lyndi, þó sér í lagi þeim er stigu nýir á skipsfjöl og áttu þeir þar hauk í homi. Elli var með duglegri og þrek- meiri mönnum sem við höfum kynnst um ævina og átti hann það til að spretta framúr við fyrsta ræs á morgnana og taka 30 armbeygjur áður en í morgunmatinn var komið. Einnig fékk hann sér oft sund- sprett í sjónum þegar legið var inn á fjörðum og synti þá gjarnan rúm- an kílómetra og fór svo á hlaupa- brettið á eftir, því honum var mjög í mun að halda sér í góðu formi, þar sem hann starfaði einnig sem atvinnukafari á varðskipunum. Eftir að Elli kynntist Kristínu sambýliskonu sinni urðu greinilega miklar breytingar á lífi hans og eftir að börnin þeirra litu dagsins ljós varð drengurinn að ábyrgum manni og geislaði af honum lífsgleð- in. Við félagamir áttum margar góðar stundir saman og munum vð sárt sakna þessa góða drengs sem hann var. Við kveðjum Ella með söknuði í hjarta og vottum við ijölskyldu hans okkar dýpstu samúð, megi Guð leiða þau yfir þá þrautabraut sem framundan er, inn á betri tíma. Thorben J. Lund, Gunnar Örn Arnarson og Steinar D. Ómarsson. Mig langar með örfáum orðum, að kveðja æskuvin minn. Við kynntumst þegar við vorum átta ára og bjuggum báðir á Háa- leitisbrautinni og hefur sá vinskap- ur haldist síðan. Það er erfitt að trúa að þú skulir vera farinn. Það er svo stutt síðan ég heimsótti þig, ekki datt mér í hug þá að það yrði síðasta heimsóknin. Ég sakna þín, kæri vinur. Elsku Kristín, Kristjana, Guðjón Arnar, systkini og aðrir ættingjar. Við Hanna vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð gefa ykk- ur styrk í sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Egill Egilsson. Ungur maður er fallinn í valinn í þeirri baráttu sem sjómenn heyja fyrir lífi þessarar þjóðar. Elías Örn Kristjánsson, bátsmaður á varð- skipinu Ægi, féll fyrir borð er áhöfn varðskipsins gerði hetjulega tilraun til að bjarga Víkartindi, sem strandað hafði við Þjórsárósa hinn 5. marz síðastliðinn. Aðstæður voru mjög erfiðar, en sem fyrr drógu starfsmenn Landhelgisgæzlunnar ekki af sér. Enginn ræður við nátt- úruöflin. En í baráttunni við þau og afleiðingar þeirra hefur Land- helgisgæzlan reynst dijúgur liðs- maður. Við undirritaðir höi'um starfað að því undanfarin ár að líta eftir neyðarskýlum Slysavarnafélags ís- lands á Hornströndum. Stundum hefur verið talað um „Hornstranda- nefnd“ í þessum efnum. Nefndin hefur notið einstaks velvilja Land- helgisgæzlunnar og starfsmanna hennar í þessu starfi. Áhafnir varð- skipanna hafa ekki talið eftir sér óþægindin við aðstoðina. Við höf- um verið fluttir í land við erfiðar aðstæður, en aldrei hefur verið teflt í tvísýnu. Einn þeirra fjölmörgu sem líð- • sinnt hafa okkur síðasta spölinn frá varðskipi tl lands er Elías Örn Kristjánsson bátsmaður. Við minn- umst hans, ungs manns er bauð af sér góðan þokka, ávallt reiðubú- inn, hvort heldur að koma í land eða bíða á gúmmíbátnum fram á víkunum ef það átti betur við. Á engan er hallað þótt við með sanni segjum að öl! hans framganga sýndi efnilegan, traustan og raun- góðan ungan mann. Sama hvað þurfti að gera, alltaf brást Elías, Elli eins og hann var nefndur um borð, við af ljúfmennsku og þolin- mæði. Það kunna landkrabbar að meta. Við þökkum að leiðarlokum og vottum eftirlifandi konu, Kristínu Geirþrúði Gísladóttur, og börnum þeirra okkar innilegustu samúð, sem og öðrum aðstandendum. Jafn- framt sendum við starfsfélögum og Landhelgisgæzlunni kveðjur, en þeir hafa misst góðan starfsmann og félaga. Missir konu og barna er þó mest- ur, en minning um ljúfan og góðan dreng lýsir. Ólafur Helgi Kjartansson, Jósef Vernharðsson, Magnús Ólafs Hansson. Mig langar að minnast mágs míns, Elíasar, með fáeinum orðum. Hann lést á sviplegan hátt hinn 5. mars sl. við björgunarstörf suður af landinu. Þegar mér barst sú fregn að hans væri saknað kvöldið sem mik- il björgunarafrek áttu sér stað, var sem eitthvað brysti. Ég hafði hitt Elías helgina áður eftir langvarandi útiveru á Atlantshafinu við veð- urathuganir, en hann ætlaði svo að klára þennan túr til að gera verið með fjölskyldu sinni þar sem langt frí var framundan. Það var svo margt sem átti að gera, sem hafði setið á hakanum uppá síð- kastið. Aldrei virtist vera nægur tími til að gera allt. Engan óraði þá fyrir því að þetta yrði hans hinsta för. Fljótlega varð ljóst að Elías væri farinn úr þessum heimi á stað þar sem vel væri tekið á móti honum af móður hans og afa og ömmu, sem áttu svo mikinn þátt í uppeldi hans og Randí, konu minnar. Er ég var að kynnast Randí, voru aðstæður á heimilinu erfiðar, þar sem móðir þeirra háði erfiða baráttu, við illvígan sjúkdóm, sem lagði hana að lokum að velli langt um aldur fram. Systkinin tvö stóðu þétt saman á þessum tíma enda í fá hús að venda. Ég skildi það vel að hann vildi hafa Randí út af fyr- ir sig, en ekki leið á löngu þar til við Elías náðum vel saman. Þeir komu nefnilega fljótlega í ljós kost- irnir sem einkenndu Elías vel. Hann var hlédrægur og kannski örlítið feiminn við fyrstu viðkynningu. Hann vildi allt fyrir vini sína gera og var hörkuduglegur. Þá tók ég strax eftir því, sem mér fannst þá einkennilegt, að allt vildi hann gera fyrir stóru systur sína, smáa sem stóra hluti, og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Þannig man ég ávallt eftir Elíasi. Svo kynntist hann Kristínu, og eftir skammar samvistir voru kom- in tvö yndisleg börn, sem voru gim- steinar pabba síns. Hamingjan og framtíðin brosti svo sannarlega við fjölskyldunni í Vindási. En svo er skyndilega allt þetta tekið án þess að við fáum nokkurn tímann fullnægjandi skýringar. En Elíasi hefur verið ætlað æðra og meira hlutverk. Þó söknuðurinn sé nú sár mun minningin um hann lifa. Fjölskyldu Elíasar sendi ég inni- legustu kveðjur og megi Guð styrkja ykkur í framtíðinni. Hilmar Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.