Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 41^
MINNINGAR
RANNVEIG JÓNA
ELÍASDÓTTIR
+ Rannveig Jóna
Elíasdóttir
fæddist á Akranesi
17. september
1925. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 12. mars síð-
astliðinn. Hún var
dóttir Klöru Sig-
urðardóttur og El-
íasar Níelssonar.
Rannveig Jóna
giftist 1954 eftir-
iifandi eiginmanni
sinum Haraldi V.
Magnússyni frá
Flateyri, eignuð-
ust þau fjóra syni, einnig átti
hún eina dóttur. 1) Erla, f.
1942, d. 1943. 2) Hinrik, f.
1944, giftur Fjólu
Bjarnadóttur og
eiga þau tvö börn.
3) Svavar, f. 1946,
giftur Sólveigu
Axelsdóttur, og
eiga þau ein son,
fyrir átti Svavar
tvo syni. 4) Harald-
ur, f. 1950, giftur
Guðmundu Sig-
urðardóttur og
eiga þau tvö börn.
5) Gísli, f. 1955,
ógiftur og barn-
laus. Barnabarna-
barn er eitt.
Útför Rannveigar fer fram
frá Akraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.00.
Elsku Jóna er farin frá okkur,
eftir hetjulega baráttu við ströng
veikindi. Líf okkar sem eftir erum
verður tómlegt og söknuðurinn
mikill. Eftir standa minningar um
samverustundir okkar. Það var
fyrir 30 árum að við fluttum á
Esjubrautina, þá átti Jóna heima
í næsta húsi. Það voru ánægjuleg-
ar stundir er við áttum á heimili
hennar, margt spjallað og látið sig
dreyma um lífið og tilveruna. Eitt
sinn ákváðum við að athuga með
lóð undir sumarbústað í Borgar-
firðinum. Fundum við land þar sem
komust tveir bústaðir á, og voru
byggð tvö eins hús á sömu lóð-
inni. Þannig voru tengslin mikil.
Við þurftum alltaf að vera nálægt
hvert öðru. Það voru skemmtileg
ár er við nutum saman hvort sem
var á Skaganum, Stóra-Fjalli eða
á ferðalögum um landið. Við geym-
um minningar okkar í hjarta okk-
ar. Við biðjum góðan Guð að blessa
þig og varðveita.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér,
þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðard.)
Elsku Halli, börn, tengdabörn
og aðrir aðstandendur, við sendum
ykkur innilegustu samúðarkveðjur.
Dröfn, Elías, Jóhannes.
Ég minnist þín um daga og dimmar nætur,
mig dreymir þig svo lengi hjartað slær,
og þegar húmið hylur allt sem grætur
mín hugarrós á leiði þínu grær.
Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast.
Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár.
Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal
geymast.
Þín ástar minning græðir, græðir lífs míns sál.
(Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum.)
Elsku amma Jóna. Það er skrítið
að hugsa til þess að þú sért horfin
úr þessum heimi, að við eigum aldr-
ei aftur eftir að heyra hlátur þinn
og njóta kímnigáfunnar sem var
alltaf til staðar þegar þú varst
nærri. Það lifir sterkt í minning-
unni þegar við krakkamir settumst
við eldhúsborðið á Esjubrautinni og
þú komst færandi hendi með „kaffi
og bleytt" og það em skrítin jól sem
bíða okkar í framtíðinni án þess
að við getum gætt okkur á bestu
loftkökum í heimi. Við minnumst
þess einnig hvað þú varst ákveðin
í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur
eða komst nálægt og kraftur þinn
hafði sannarlega sterk áhrif á okk-
ur alla tíð. Þú stóðst alltaf við bak-
ið á okkur og hvattir okkur til dáða
og það vom alltaf jákvæðir straum-
ar og hjartahlýja sem tók á móti
okkur þegar við heimsóttum þig.
Þegar við fréttum af sjúkdómnum
sem heijaði á þig vissum við ekki
alveg við hveiju við áttum að bú-
ast, því sannast sagna minnumst
við þess ekki að þú hafir nokkm
sinni verið veik. Styrkur þinn kom
einnig svo sterkt fram þegar þú
barðist við þennan hræðilega sjúk-
dóm og dáumst við að þér fyrir
það. Þrátt fyrir erfiðar meðferðir
sem reyndu mikið á þinn litla lík-
ama, var alltaf stutt í grínið og þó
við vissum af meininu hvarflaði
ekki að okkur að þú værir í þann
mund að kveðja okkur. Þér fannst
þú þurfa að vera svo sterk fyrir
okkur hin og það var aðdáunarvert
að fylgjast með baráttu þinni en
það veitir okkur hugarró að þján-
ingum þínum sé lokið, því við vitum
að þér líður vel þar sem þú ert
núna og að þú ert í góðum félags-
skap. Við vitum líka að þú verður
áfram með okkur þó við sjáum þig
ekki lengur og við biðjum kærlega
að heilsa öllum hinum englunum.
Við söknum þín, elsku amma.
Rannveig og Ásgeir.
Okkur langar til að minnast
hennar Jónu með fáum orðum og
um leið að þakka fyrir sérstaklega
góð kynni. Kynni okkar af Jónu
og Halla hófust fyrir u.þ.b. 7 árum
þegar við fluttum á hæðina fyrir
neðan þau í Hjarðarholtinu. Sam-
skiptin okkar á milli hafa alla tíð
verið sérstaklega ánægjuleg og
skemmtileg. Talsverður samgang-
ur er á milli hæða og oft litið inn,
spjallað saman, drukkið kaffi og
til hátíðabrigða fengum við okkur
stundum „duggunarlítið“ sérrítár
eins og Halli orðar það.
Jóna og Halli voru mjög sam-
rýnd hjón og eru í huga okkar
nánast sem ein heild þannig að
erfitt er að tala um annað þeirra
án þess að nefna hitt. Þau höfðu
sérstaklega gaman af að ferðast
og þá ekki síst til landa eins og
Kanaríeyja og dvelja þar á meðan
svartasta skammdegið var hér. Þar
nutu þau þess að vera í sólinni og
hitanum og gátu þá farið út að
dansa þegar þau langaði til. Þegar
þau komu heim komu þau alltaf
með pakka handa Marinó þrátt
fyrir að við segðum þeim í hvert
sinn að það væri nú óþarfi. Þau
sögðu að þau færu nú ekki að
skilja hann útundan, þau hefðu
keypt svona handa hinum ömmu-
og afastrákunum líka. „Ekta“ Jóna
og Halli, þau tóku Marinó eins og
einu af sínum barnabörnum. Þau
voru sérstaklega barngóð enda
sótti Marinó það oft fast að fara
til þeirra. Þar gekk hann beint í
körfuna þar sem dótið er geymt’*”*
og oftar en ekki fékk hann annað
þeirra með sér að skápnum þar sem
hann vissi að rúsínur eða annað
góðgæti var að finna.
Jóna og Halli töluðu oft um hve
heppin þau væru að hafa góða
heilsu og hve mikilvægt það væri
og þakkarvert. Fyrir tæpu ári
greindist Jóna með krabbamein,
þrátt fyrir það hélt hún áfram að
vera jákvæð og var ákveðin í að
beijast og halda heilsu - en því
miður var það ekki nóg. Sá sem
öllu ræður hefur nú ákveðið annað
hlutverk fyrir Jónu sem hún án efa
mun rækja með sama jákvæða
hugarfarinu og einkennt hefur 11$*-
hennar hingað til. Við vonum að
góður Guð gefi Halla og öðrum
eftirlifandi ástvinum hennar þann
styrk sem þarf til að bera þennan
ótímabæra missi. Við sendum þeim
innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún, Guðmundur, Marinó
Rafn og Ragnheiður Eva.
STEINAR
PÁLSSON
+ Steinar Pálsson fæddist í
Hlíð í Gnúpveijahreppi 8.
janúar 1910. Hann lést á heim-
ili sínu hinn 8. mars síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Skálhoitskirkju 15. mars.
Ekki man ég hvemig hann
hljómaði, brandarinn sem Steinar
sagði mér og Jóhanni Briem eitt-
hvert sumarið sem við vorum í
girðingarvinnu fram í Skipdal, en
man samt að við Jóhann litum
hvor á annan og þótti hann heldur
klénn. Samt hlógum við dijúgt.
Ekki yfír brandaranum, heldur því
hvað hann hló innilega sjálfur. Ég
hef fáa hitt sem hafa haft jafn
smitandi hlátur og Steinar. Þau
voru ófá skiptin, sem hann breytti
ofurhversdagslegu borðhaldi í dá-
litla gleðisamkomu, með því að
kasta sér aftur í stólnum, slá sér
á lær og hlæja hátt og innilega
yfir einhveiju sem hann sjálfur eða
einhver annar hafði sagt. Það var
hlátur sem enginn gat staðist.
Já, Steinar var gleðimaður og
skapmaður sem átti það til að
verða fjúkandi reiður, en sú reiði
breyttist oft í dillandi hlátur þegar
hún rann af honum. Langlundar-
geð og fýlu átti hann ekki til. En
umfram allt var hann dagfarsprúð-
ur maður sem hafði ekki of mörg
orð um tilfinningar sínar en staf-
aði engu að síður frá sér trausti
og hlýju. Þannig voru þau ófá böm-
in sem komu að Hlíð og dunduðu
sér tímunum saman kringum hann,
án þess hann virtis nokkuð sækj-
ast eftir því, hvað þá hann væri
að amast við þeim. Þau voru ein-
faldlega velkomin.
Hún var stór fjölskyldan um
Steinar í Hlíð, því fyrir utan Kötu,
Palla, Tryggva og Ellu, hina eigin-
legu fjölskyldu, var allur sá fjöldi
fólks sem kom að Hlíð sem börn,
eins og ég og bræður mínir og
varð síðar kaupamenn og kaupa-
konur sumar eftir sumar, já, í
rauninni hálfólst þar upp. Og virð-
ingarstiginn sem maður kleif frá
því að vera liðléttingur, yfir í
kálfameistara og kúarektor og
endaði loks í efsta þrepinu sem
fullgildur kaupamaður, þar sem
vorin lyktuðu af mold og hráolíu,
þegar maður sat dögum saman á
traktor í flagvinnu. Það var Stein-
ar sem kenndi mér að hnýta pela-
stikk, þann mikla galdrahnút sem
heldur örugglega þótt átökin séu
mikil en er samt auðvelt að leysa,
þegar ég hafði einu sinni sem oft-
ar kolfest traktor í blautu flagi.
Og það var Steinar sem tók á
móti mér með eftirminnilegustum
hætti sumarið sem ég var 16 ára
og kom af sjúkrahúsi í bænum.
Ég hafði velt yfír mig traktor og
það var nánast kraftaverk að ég
skildi lifa það af. Ég vissi að fólk-
ið í Hlíð var mjög slegið yfir því
og hafði haft miklar áhyggjur af
því hvernig mér reiddi af. Þegar
ég kom inn í austurbæinn, sat
Steinar við borðstofuborðið og
eftir að við höfðum heilsast og
hann spurt hvernig ég hefði það,
sagði hann: „Nú ætti að skíra þig
upp“ „Nú,“ spurði ég, „og hvað
þá?“ „Jú,“ sagði hann „þú ættir
að heita Ófeigur í staðinn fyrir
Ólafur," kastaði sér aftur í stóln-
um skellti sér á lær og skellihló.
Það var feginleiki og hlýja í þess-
ari kímni sem snart mig djúpt.
Það fór ekkert milli mála að i
augum Steinars tilheyrði ég þeirri
stóru fjölskyldu fólks sem ólst til
hálfs upp í Hlíð og leit á Hlíðar-
heimilið sem sitt annað æskuheim-
ili.
En Steinar var líka virtur af
sveitungum sínum sem fólu hon-
um margskyns trúnaðarstörf og
það þótti fengur að honum í glaðra
manna hópi, vegna þess hve
skemmtilegur hann var. Hann
hafði gaman af að syngja, þó
svona hversdagslega yrði maður
lítið var við það, nema þá helst í
mjöltum, þá söng hann gjarnan
sálma. Einkum meðan hann var
að strefta.
Hærra minn Guð til þín
hærra til þín.
Enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
(M. Joch.)
Var stef sem hljómaði oft í fjós-
inu. Svo heyrðist stundum glamur
og það var bölvað í hálfu hljóði.
Þá vissi maður að kýrin hafði
sparkað fötunni um koll. Það varð
hlé á sálmasöngnum um hríð með-
an Steinar stótti haft og hefti
kúna, settist aftur á bekkinn og
hélt síðan áfram að strefta og
syngja þar sem frá var horfið.
Steinar var meðlimur í kirkjukórn-
um við Stóra-Núpskirkju árum,
gott ef ekki áratugum, saman og
gegndi einnig lengi stöðu með-
hjálpara.
Það er mikil eftirsjá að Steinari
í Hlíð og verður tómlegt að koma
þar næst, þó svo að maður viti að
Kata sem og Tryggvi og Anna
taki jafn innilega á.móti manni og
alltaf áður. Og alveg áreiðanlega
verða rifjaðar upp sögur sem tengj-
ast Steinari og þótt auðvitað ráði
þá einkum söknuður og tregi ríkj-
um, er ég líka viss um að það verð-
ur líka kímt og hlegið dijúgt og
það er þannig sem maður vill minn-
ast Steinars. með gleði.
Ólafur Sveinsson.
Mig langar að kveðja hann
Steina, tengdaföður minn, með
nokkrum orðum, en hann lést á
heimili sínu að morgni 8. mars
eftir baráttu við veikindi í nokkrar
vikur. Hann var 87 ára og er það
talsvert hár aldur en Steinar bar
aldurinn svo vel að manni fannst
alltaf að þama færi mun yngri
maður. Hann var líka svo ungur í
anda og það var ekki erfitt að
ímynda sér að þau Steinar og
Kata yrðu alltaf í austurbænum,
héldu þar heimili sitt og tækju á
móti gestum af reisn eins og ævin-
lega. Reyndar veit ég að Kata
heldur uppi merkinu ótrauð. Það
lýsir Steinari vel að eftir að þau
voru orðin ein í heimili hjálpaði
hann til við húsverkin eins og hann
hefði vanist því frá blautu bams-
beini og lét sig heldur ekki muna
um að elda eina og eina máltíð.
Nú þegar hann er allur streyma
minningarnar fram. Þær eru allar
á sama veg, ljúfmennskan og
glaðbeittur vilji til að sinna bú-
störfum alltaf í fyrirrúmi. Steinar
var höfðingi heim að sækja, fé-
lagslyndur mjög og hafði yndi af
að hitta fólk og njóta samskipta
við aðra á mannamótum. Við
Steinar kynntumst fyrst þegar ég
kom að Hlíð ráðin til ýmissa verka
án þess að kunna nokkuð til
þeirra. En það var gott að læra
hjá þeim hjónum og við Steinar
náðum vel saman í sameiginlegum
áhuga á skepnunum. Það var
skemmtileg reynsla að ganga með
honum til kinda, hann benti mér
á líklega felustaði ánna þegar þær
voru að bera, því þær gengu frjáls-
ar á vorin, og við eltumst við lömb-
in til að merkja þau. Hann var svo
lifandi í sálinni og á fjall fór hann
fjölda ferða, í síðustu ferðunum
var hann aldursforsetinn og trúað
gæti ég að Neisti hans hefði verið
það líka. Það voru erfið spor fyrir
Steinar þegar fella þurfti þann
gæðing.
Steinar gegndi mörgum trúnað-
arstörfum í sveit sinni, var m.a.
hreppstjóri í fjölda ára og sóknar-
nefndarformaður, söng í kirkju-
kómum og var trúr sinni kirkju.
Hann var líka fræðimaður af lí%r
og sál og áhugamaður um íslenskt
mál og ritaði margar greinar um
þessi og fleiri hugðarefni sín, þar
á meðal afréttinn. Megum við sem
eftir lifum vera honum þakklát,
því þá er þekking hans ekki glöt-
uð. Aldrei lét hann sér þó detta í
hug að predika yfir manni eða
reyna að koma skoðunum sínum á
framfæri með látum. Hógværð og
lítillæti voru honum svo rótgróin
og hann var mannasættir.
Þessa síðustu mánuði, sem
heilsu hans fór hrakandi, kom enn
í ljós hans létta og góða lund, og
glettnin hélst í augunum fram
undir það síðasta. Mig langar að
þakka öllum, sem gerðu þadV
mögulegt, að uppfylla síðustu ósk
Steinars, sem var að deyja heima
í Hlíð.
Minn Guð, sem varst og ert mér allt
og alla blessar þúsundfalt,
þú skilur hjartað, veilt og valt,
og mannsins mörgu sár.
Þú ber þinn kross og bætir allt
og brosir gegnum tár.
(Sbj.E.)
Blessuð sé minning hans.
Anna María Flygenring.
+
Heittelskaður sonur, faðir, bróðir, unnusti og
sonarsonur,
JÓN ÓLAFUR ÁRNASON,
sem lést hinn 16. mars í New Jersey, verður
jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi laugar-
daginn 22. mars kl. 13.
Þeir sem vildu minnast hans látið líknarstofna-
nir njóta þess.
Guðrún Halldórsdóttir, Árni Sigurðsson,
Martha Sif Jónsdóttir,
Martha Árnadóttir, Arnar Þór Árnason,
Sigurður Halldór Árnason,
Kolbrún Dóra Kristinsdóttir,
Sigurður Jónsson, Martha Árnadóttir
og aðrir vandamenn.