Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 45
r I I I > ) ) I 'i I I . . MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 45 FRÉTTIR Ráðstefna um „Jafnréttisreglu“ HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi varð hlutskörpust í Músíktilraunum Tónabæjar 1996. Barna- skemmtun í Bæjarbíói LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar heldur barnaskemmtun í Bæjarbíói laugar- dag og sunnudag kl. 14 og 16 sem unnin er úr verkum Thorbjörns Egners. Leikstjóri er Ásdís Þór- hallsdóttir. í fréttatilkynningu frá leikfélag- inu segir að rifjuð séu upp nokkur skemmtilegustu lögin og atriðin úr leikritunum sem hann er hvað þekktastur fyrir s.s. Karíus og Baktus, Hinir síglöðu söngvarar, Dýrin í Hálsaskógi og Kar- demommubærinn. Fjöldi fólks tekur þátt í sýningunni og þar af stíga 32 leikarar á svið til að leika og syngja. Einnig segir: „í tilefni af 60 ára afmæli LH á síðasta ári hefur félag- ið ákveðið að endurgjalda þann mikla hiýhug sem það hefur notið á gegnum árin með því að gefa helming tekna af sýningunum til Umhyggju, samtaka langveikra bama. Allir krakkar sem koma með teikningu af uppáhalds ævintýra- persónunni sinni fá 100 kr. afslátt af miðaverði, sem er 600 kr. Mynd- irnar fara síðan í myndapott sem úr verða dregnar myndir sem fá verðlaun.“ Landbúnaðar- ráðstefna SUF á Selfossi LANDBÚNAÐARRÁÐSTEFNA Sambands ungra framsóknar- manna verður haldin á morgun, laugardaginn 22. mars, í Inghóli á Selfossi. Ráðstefnan hefst klukkan 10 með ávarpi Árna Gunnarssonar formanns SUF. Fjallað verður um framtíð og horfur í loðdýrarækt og garðyrkju, um lífrænan landbúnað, möguleika á auknum útflutningi reiðhrossa og verkefni bænda á sviði skógræktar og landnýtingar. Að loknu matar- hléi verða umræður um kvótakerfi í íslenskum landbúnaði og þróun þess. Frummælendur á ráðstefnunni verða Sigurjón Bláfeld, Sigurður Þráinsson, Ólafur Dýrmundsson, Bergur Pálsson, Björn Jónsson, Jón Erlingur Jónasson, Sveinn Sig- mundsson og Hrafnkell Karlsson. Ráðstefnustjóri verður Guðjón Jónsson. Miðilsfundur í íþróttahúsi KNATTSPYRNUDEILD Breiða- bliks gengst fyrir opnum miðils- fundi með Þórhalli Guðmundssyni miðli í íþróttahúsi Breiðabliks, Dal- smára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 25. mars nk. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. For- sala er hafin í afgreiðslu íþrótta- hússins. MANNRÉTTINDASTOFNUN Há- skóla íslands stendur fyrir ráð- stefnu um jafnréttisreglu í stjórn- skipunarlögum og Evrópurétti laug- ardaginn 22. mars nk. kl. 13 í A- sal á Hótel Sögu. Á dagskrá ráðstefnunnar sem verður sett kl. 13 af Stefáni Má Stefánsssyni, prófessor við laga- deild Háskóla Islands, flytja eftir- talin erindi: Dóra Guðmunsdóttir, lögfræðingur hjá EFTA-dómstóln- um: Jafnrétti launþega innan ESS, Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður: Jafnrétti og skatt- ar, Sigurður Líndal, prófessor við lagadeild Háskóla íslands: Jafnrétti í tengslum við eignaskerðingar, Margrét Vala Kristjánsdóttir, lög- fræðingur hjá umboðsmanni Ai- þingis: Jafnrétti við starfsráðningar og Ragnheiður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur í umhverfisráðuneytinu: Jafnrétti við kosningar til þjóðþinga og héraðsstjórna. Eftir kaffíhléð um 15.30 tekur Guðmundur S. Alfreðsson, prófess- or við háskólann í Lundi, fyrstu til máls í umræðum. Fræðslufundur um álftir heima og að heiman NÆSTI fræðslufundur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á þess- um vetri verður mánudaginn 24. mars kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, laga- deildarhúsi Háskólans (ath. ekki Odda). Á fundinum flytur Ólafur Einarsson, fuglafræðingur á Nátt- úrufræðistofnun íslands, erindi sem hann nefnir: Álftir heima og að heiman. í fyrirlestrinum greinir hann frá þessum rannsóknum sem staðið hafa frá 1994 til ársloka 1996. Fylgst hefur verið með farflugi álft- anna þegar þær fara frá vetrar- stöðvunum og einnig þegar þær yfirgefa varpstöðvarnar á íslandi og fljúga suður á bóginn til Bret- lands eða írlands. í fréttatilkynningu segir: „Þann 9. desember 1967 fylgdist þotu- flugmaður í 3.200 m hæð nærri Suðureyjum við strendur Skotlands með hóp svana. Svönum þessum var síðan fylgt eftir þar sem þeir lækkuðu flugið til Norður-írlands. Allt frá því er þessi athugun átti sér stað voru menn almennt á þeirri skoðun að þar hefðu verið íslenskar álftir á ferð, á leið til vetrarstöðv- anna, og var það þá trú manna að álftir færu ávallt í háflugi milli ís- lands og Bretlands. Þessi athugun þotuflugmannsins varð svo kveikj- an að rannsóknum á farflugi álfta. Tilgangur þessara athugana var að fá upplýsingar um farleið álfta með hjálp gervihnattasenda en ails hafa verið settir gervihnattasendar á tólf álftir. Gervitunglin senda svo gögnin til jarðar og er tekið á móti þeim í Toulouse í Frakklandi. Þangað er hægt að fá samband í gegnum tölvu og ná í upplýsingar sem komu frá gervihnattasending- um.“ Fræðslufundir félagsins eru öll- um opnir og aðgangur ókeypis. Fyrrum JC-félagar á L.A. Café FYRRUM meðlimir í JC Bros hafa ákveðið að hittast í kvöld, föstu- dagskvöldið 21. mars, á veitinga- húsinu L.A. Café kl. 20. I fréttatilkynningu segir að til- efni samkomunnar sé að félagið hefði orðið 10 ára um þessar mund- ir og að allir fyrrum meðlimir fé- lagsins séu hvattir til að mæta. Ráðstefnan er hluti af rann- sóknaverkefna um ,jafnréttisreglu í stjómskipunarlögum og Evrópu- rétti“ sem unnið er undir stjórn Stefáns Má Stefánssonar prófess- ors. Að því vinna þó aðallega fimm íslenskar konur, lögfræðingar, sem flestar eru búsettar erlendis. Almenn jafnræðisregla var tekin upp í ísl. stjórnskipunarlögum með lögum nr. 97/1995 um breytingu á stjómarskrá lýðveldisins á íslandi en reglan hefur verið óskráð regla í stjórnskipunarrétti. Markmið verkefnisins er að rann- saka styrkleika svonefndrar jafn- ræðisreglu í íslenskum rétti í því skyni að séð verði hvernig stjórnar- skrárbundnar og alþjóðlegar skyld- ur á þessu sviði em uppfylltar og hvar þurfi að bæta úr. Énnfremur að athuga ólíka túlkun og andhverf sjónarmið í þessum málaflokki og áhrif þessa. Jafnræði er eitt af grundvallarhugtökum á sviði mann- réttinda. Rannsókn á hugtakinu mun styrkja stöðu íslensks réttar og skýra stöðu hans í evrópsku og alþjóðlegu réttarkerfi. Stefnumótun í kennslu raungreina FÉLAG raungreinakennara og Samlíf, félag líffræðikennara, efna til opins málþings um stefnumótun í kennslu raungreina á morgun, laugardaginn 22. mars kl. 9-16. Málþingið er liður í vinnu félaganna við nýja aðalnámskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla sem taka mun gildi haustið 1998. „Viðfangsefni fundarmanna verður æskileg stefna í kennslu raungreina og vangaveltur um: Hvers konar náttúrufræðinám er gagnlegt og mikilvægt íslenskum nemendum í gmnnskóla og fram- haldsskóla? Hvaða kröfur og þarfir verður skólinn að koma tii móts við? Hvemig skilyrði em líklegust til að stuðla að því að háleit mark- mið nái fram að ganga? Sérlegur gestur og fyrirlesari verður Joan Solomon, prófessor í kennslufræði raungreina við Há- skólann í Oxford. Höskuldur Frí- mannsson frá Gæðastjórnunarfé- laginu stýrir þinginu. Málþingið verður haldið í húsa- kynnum MH, stofu 29. Allir vel- komnir,“ segir í fréttatilkynningu. Málþing um stöðu samfé- lagsgreina MÁLÞING á vegum fagfélaga kennara og Kennarasambands Is- lands um stefnumótun í kennslu samfélagsgreina vegna fyrirhug- aðrar endurskoðunar námskrár verður haldið laugardaginn 22. mars kl. 10-15 í stofu 201 í Odda. Á málþinginu verða flutt stutt erindi um málefni tengd samfélags- greinum og þeir sem flytja erindi eru: Jón Ingi Sigurbjörnsson: Til hvers að pæla í samfélaginu? Elín Vilhelmsdóttir: Markmið og leiðir í samfélagsgreinum, Lilja M. Jóns- dóttir: Samfélagsfræði í grunnskól- um, heildstæð kennsla og skapandi starf; Magnús Þorkelsson: Hvaða tilgang getur sagan haft í skólum? Þórunn Friðriksdóttir: Áherslur inn- an samfélagsgreina; Elín B. Guð- munsdóttir: Hvernig nýtist nám í samfélagsgreinum? Kristín Jóns- dóttir: Þarfir atvinnulífsins — starfsmannaþjálfun; og Bragi Guð- mundsson: Hvað gerist í sögutím- um? Fundarstjóri verður Kristín H. Tryggvadóttir. Urslitakvöld Músíktilrauna í kvöld ÚRSLITAKVÖLD Músíktilrauna Tónabæjar 1997 verður í kvöld og hefst það kl. 20. Þær hljómsveitir sem hafa þegar komist áfram á tilraunakvöldunum 1, 2 og 3 eru: Spitsign, Ebeneser, The Outrage, Ándhéri, Drákon, Woofer, Flasa og Tríó Óla Skans. Síðasta tilraunakvöldið var í gær og bættust þá 2-3 hljómsveitir á sjálft úrslitakvöldið. Gestahljómsveit á úrslitum Mús- Iktilrauna er Botnleðja, hljómsveit ársins og sigursveit Músíktilrauna 1995. Skákþing- íslands í áskorenda- og opnum flokki SKÁKÞING íslands 1997, áskor- enda- og opinn flokkur, verður hald- ið dagana 22.-29. mars í Faxafeni 12, Reykjavík. Tefldar verða 4 skák- ir og síðan 5 kappskákir (2 klst. á 40 leiki og 1 klst. til að ljúka skák- inni). Teflt verður eftir svissneska kerfinu. Þátttökurétt í áskorendaflokki eiga tveir efstu úr opnum flokki 1996, unglingameistari Islands 1996, kvennameistari íslands 1996, skákmenn með a.m.k. 800 skákstig og efstu sex menn svæðamóta sem skilgreind eru af stjórn SÍ. Þátttökugjald í opnum flokki er 2.000 kr. fyrir 18 ára og eldri, 1.300 kr. fyrir 15-17 ára og 800 kr. fyrir 14 ára og yngri. Skráning í báða flokka hefst á mótsstað klukkustund áður en 1. umferð hefst. Fyrirlestur um spendýr á norðurslóð PÁLL Hersteinsson prófessor flytur fyrirlesturinn Spendýr á norðurslóð laugardaginn 22. mars kl. 14 í sal 3 í Háskólabíói. Fyrirlesturinn er sá þriðji í fyrirlestraröðinni Undur ver- aldar sem haldin er á vegum Raun- vísindadeildar Háskóla Islands og Hollvinafélags hennar. Fjallað verður um aðlögun spen- dýra að aðstæðum á norðurslóðum, bæði veðurfari og mynstri fæðu- framboðs. ■ ÁLYKTUN um biðlista í heil- brigðiskerfínu var samþykkt á fundi Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Þar er skorað á ríkis- stjórnina íslands að gera þegar í stað átak til þess að eyða biðlistum eftir lífsnauðsynlegri læknisaðstoð í heilbrigðiskerfinu. FUJ telur að ekki náist raunverulegur sparnaður vegna takmarkana á þjónustu. Sjúklingar eigi skýlausan rétt til þjónustu og það sé ótvíræður hagur þjóðfélagsins alls að fólk fái sem fyrst þá aðhlynningu sem það þarf. FUJ óskar eftir því við ríkisstjórnina að hún slíðri niðurskurðarhnífinn þegar um líf og limi fólksins í land- inu er að tefla. Aðalfundur Parkinson- samtakanna PARKINSONSAMTÖKIN á ís- landi halda aðalfund í safnaðar- heimili Háteigskirkju laugardaginn 22. mars kl. 14. Á fundinum heldur Elísabet Ól- afsdóttir fyrirlestur um mataræði parkinsonsjúklinga. Gestir frá Söngskólanum í Reykjavík skemmta. Gestir eru velkomnir ásamt félagsmönnum, kaffíveit- ingar. I fréttatilkynningu segir að erfða- og faraldsfræðilegu rann- sóknimar séu í fullum gangi hjá Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur á endurhæfingadeild Landspítalans og að panta megi tíma hjá ritara. Félagsmenn eru til viðræðu á skrif- stofu samtakanna á Laugavegi 25 frá kl. 17 á miðvikudögum og alla aðra daga í síma 566-6830. Miðstöð nýbúa lokuð í dag VEGNA flutnings Miðstöðvar nýbúa í nýtt húsnæði við Skeljanes í Stóra Skerjafirði (Skeljungshúsið) er lokað í dag, föstudag. Miðstöðin verður opnuð aftur mánudaginn 24. mars nk. ■ AÐALFUNDUR Félags eldri borgara, Garðabæ, var haldinn nýverið. Helgi K. Hjálmsson við- skiptafræðingur flutti skýrslu stjórnar og kom fram í máli hans að starf félagsins stendur með blóma og starfar félagið í góðum tengslum við félagsmálaráð Garða- bæjar. Næsta verkefni félagsins er skoðunar- og skemmtiferð aust- ur á Skeiðarársand, m.a. undir leið- sögn Jóns Jónssonar jarðfræðings. Gist verður á Hótel Skaftafelli. í fréttatilkynningu segir að Benedikt Davíðsson, fýrrv. for- seti ASÍ, hafí komið á aðalfundinn og gert grein fyrir lífeyris- og kjaramálum eldri borgara. Fundur- inn gerði ályktun þar sem stjórn Landssambands aldraðra er hvött til að vinna að því, að til raun- hæfra aðgerða komi, til að bæta hag eldri borgara, meðal annars, með því að vinna að því að látið verði af skattlagningu ellilífeyris og eftirlauna. „Aðalfundurinn tek- ur undir og styður áhersluatriði Landssambandsins í kjaramálum og hvetur alla eldri borgara til að standa fast á réttindum sínum og vinna að því að það óréttlæti sem nú viðgengst varðandi ýmis kjara- mál verði leiðrétt sem allra fyrst.“ LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn í BLAÐINU I gær var röng fyrir- sögn á myndbandadómi um mynd- ina „Multiplicity". Rétt fyrirsögn er Góð grínmynd en ekki Bull og vitleysa eins og misritaðist. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.