Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 47
BREF TIL BLAÐSINS
Síldarsmugan og sjávar-
útvegsráðherra
Frá Friðríki Björgvinssyni:
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
virðist ætla að láta tilvonandi síldar-
vertíð gufa upp í skítalykt með
þessum úthlutunarreglum sem eiga
sér enga hliðstæðu í sögunni. Hvaða
hagsmuni er hann að vetja eða búa
til með þessum reglum, það skyldi
þó ekki vera að hann sé að vetja
hagsmuni ftskimjölsverksmiðjanna
með þessu? Verksmiðjumar munu
greiða mun lægra hráefnisverð, er
það tilgangurinn?
Nú hafa verksmiðjurnar tilkynnt
þeim bátum, sem hafa landað hjá
þeim á undangengnum árum, að
þær taki ekki af þeim síld í vor,
þær ætli bara að taka af sínum
bátum. Af hvetju? Jú, til að þeirra
bátar fái meiri kvóta sem hægt
verður að versla með í framtíðinni
og braska með.
Úthlutunin í fyrra var ekki alveg
gallalaus en hafði einn góðan kost.
Hann var sá að kvótinn var ekki
framseljanlegur til annarra skipa.
Togaraflotinn fékk sinn kvóta sem
að mestu var skilinn eftir vegna
þess að þeir voru að sinna öðrum
verkefnum á þeim tíma sem síld-
veiðin stóð sem hæst.
Síldarkvótanum á að skifta
þannig að sem flestir geti stundað
veiðarnar og með sem mestri hag-
kvæmni. Leyfið á ekki að vera
framseljanlegt, ekki að vera háð
því hvort skipið sé togari eða nóta-
skip, heldur á það að vera tíma-
sett. Þannig að ef viðkomandi hef-
ur ekki hafið veiðar innan tiltekins
tíma frá því leyftð er veitt, falli
kvótinn niður og skiftist niður á
þau skip sem eru bytjuð veiðar
eftir fyrirfram ákveðnum reglum,
nema að skipið sé frá vegna bilun-
ar eða viðgerðar.
Að leyfa skipum að landa í flutn-
ingaskip og ætla svo að miða kvót-
ann við þá veiðireynslu er alveg
fáránlegt. Kvótanum á að úthluta
á skip, ef ekki verður ráðherrann
að gjöra svo vel að taka upp allt
Það er mergnrinn
málsins
j Frá Árna Helgasyni:
NÚ RÆÐA „ábyrgir" menn um
vímulaust ísland árið 2002. Það
væri gagnlegt og gleðilegt ef alvara
væri þar á bak við.
Góðum mönnum blöskrar hvern-
ig víman leikur þjóðfélagið og þeir
hafa áhyggjur af þeim ósköpum
sem aukin áfengisneysla hefur í för
með sér. Þess vegna fagna ég því,
ásamt öðrum hugsandi mönnum,
að nú skuli ráðamenn setja sér
markmið í þessum efnum. Betra er
seint en aldrei.
Ekki þarf að endurtaka að áfengi
er eitur, vanabindandi eitur sem
best væri að útrýma úr þjóðfélag-
inú. Varla er dagblaði svo flett að
ekki sjáist þar slóði óhæfuverka
sem framin hafa verið í ölæði.
Raddir eru uppi um að enn muni
ráðamenn bregðast skyldum sínum
við æskuna og heilbrigði hennar og
leyfa áfengissölu í matvörubúðum
eins og um almenna neysluvöru eða
hollustuvarning sé að ræða. Hvílíkt
ósamræmi svo ekki sé meira sagt:
Vímulaust ísland og áfengi í hverri
verslun!
Ég hef margoft bent á að ekki
er hægt að kenna fólki að umgang-
ast áfengi eins og venjulega nauð-
synjavöru. Þess sjást dæmin alltof
víða. Og flestir þeir sem í þvi lenda
að neyta ólöglegra vímuefna hafa
bytjað á áfengi en leitað þaðan á
gjöfulli vímumið.
Vonlaust er að ætla sér að upp-
ræta ólögleg eiturefni nema vinna
jafnframt að útrýmingu áfengis.
Og hvernig dettur nokkrum manni,
sem vill þjóð sinni vel, í hug að
veita fólki, sem sér ekki annað en
gróðann og eigin hagsmuni, leyfi
til að selja ávanabindandi vímuefni
á borð við áfengi?
Margir hafa reynt á sjálfum sér
afleiðingar drykkjunnar og er
skemmst að minnast bjórdrykkju
formanns danska íhaldsflokksins.
Bjórflöskurnar sex, sem hann
tæmdi, urðu honum ekki til neinnar
gæfu. Og hve margir skyldu þeir
vera sem hafa byijað ógæfuferilinn
á bjórneyslu, ijötrast vímuefnum
og ekki megnað að snúa á rétta
braut? Ef við gerum okkur ekki ljóst
að áfengi er hættulegt vímuefni
stoðar baráttan fyrir vímuefnalausu
landi lítt. Hún verður bara kák og
sýndarmennska. Vímulaus æska
verður aldrei að veruleika fái áfeng-
issalar að leika lausum hala. Þar
er meinið.
Fálm í blindni og sjálfsblekkingu
dugar ekki. Við verðum að ala upp
bindindissama kynslóð ef vel á að
fara og það gerum við einungis
með góðu fordæmi. Það er mergur-
inn málsins.
ÁRNI HELGASON.
1
4
Ö^US fÓKS&
eíní ORGINAL
matarstóllinn
©
Nýtanlcgur scm hár matarstóll, lágur
mcð borði og ruggustóll mcð styrí.
Fáanlcgur í mörgum litum. Eínníg
mikið urval af öSrum matarstólum.
HAHMAVOtUitttHUW
G L Æ S I B Æ
í s «s i s s s m t
kvótakerfíð eins og það leggur sig.
Frá því að veiðar hófust aftur
úr norsk-ísenska síldarstofninum
hafa loðnuskipin verið í farar-
broddi í veiðunum, minnstu skipinn
hafa átt í erfiðleikum með að at-
hafna sig á miðunum. Þetta er
ekki bara að ná í síldina mörg
hundurð mílur frá landi. Stjórnvöld
ættu að senda varðskip með flotan-
um, reynslan hefur sýnt að krafan
um að varðskip sé á miðunum á
fullan rétt á sér.
Með von um að ráðherrann taki
nú málið upp að nýju og sjái að
þessar úthlutunarreglur ganga
bara ekki upp. Hann verður talinn
meiri maður ef hann dregur regl-
urnar til baka og gerir aðrar líkari
þeim reglum sem hafa verið og eru
með skemmri tímamörkum um að
hefja veiðar en ekki með framsali.
FRIÐRIK BJÖRGVINSSON,
vélstjóri á Sigurði VE.
Brimhólabraut 19,
Vestmannaeyjum.
Gúmmísólabakpokar
tilvalin m mmm ^
fermmqarqpöt
Hafðu þitt á þurru!
VERSUNR
51 - S. 551-7717 - Skeiíunni 19 - S.568-1717
Sport VÖRU Íí líS
Fosshálsi 1-112 Reykjavik - Simi 577-5858
PHILIPS
Cfizz
34.900 g
kr. stgr.
• 70 tíma hleðsla*
(200 tíma hleðsla
fáanleg)*
•Þyngd 210 grömm
• 100 númera símaskrá
• Símanúmerabirting
• Möguleiki á fax/modem-tengingu
■ Alþjóðleg „First-Choice" alábyrgð í eitt ár
•Hleöslutfmi miöaöur viö bestu skilyrði
fIrst
CHÖICE
PHILIPS býður fyrst fyrirtækja
1 árs alábyrgð (kaskó-tryggingu)
á GSM-símum.
Það skiptir ekki máli hvar þú ert
staddur í GSM-heiminum ef
PHILIPS GSM-síminn þinn verður
fyrir óhaþþi. Það skiþtir heldur
ekki máli hvað amar að símanum.
í báðum tilfellum útvegar
PHILIPS þér nýjan síma
innan 24 tíma.
(SPARK
59.900
kr. stgr.
(0
5
9
• 85 tíma hleðsla*
(Allt að 2ja vikna
hleðsla fáanleg)*
•Þyngd 169 grömm
• 100 númera símaskrá
• Símanúmerabirting
• Tekur bæði stórt og lítið símakort
' Alþjóðleg „First-Choice" alábyrgð í eitt ár
• Möguleiki á fax/modem-tengingu
Heimilistæki hf