Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hönse bouillon Fiske bouilion Svine 3 kodkraft * f kodkraft Bouillon til Pasta bouillon Klar bouillon Sveppa- kraftur teningnum! 'fCflcW' -kemur með góða bragðið! MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP JIM Carrey - gúmmíkarlinn gæti orðið gúmmíinu að bráð. Gríma geiflumeistarans EINS og hvítur stormsveipur kom Jim Carrey inn í bandaríska grínmyndagerð, villturogtrylltur eins og Robin Williams, fetti sig og bretti eins og Jerry Lewis, en jafnframt með líkamstjáningu og andlitsleikfimi sem er alveg hans eigin. Þetta var kvikmyndin um Ace Ventura gæludýraspæjara (1994); hún markaði tímamót í amerísku gríni - til bæði góðs og ills - og á ferli þessa gúmmíkarls. Fyrir þessa mynd hafði Jim Carrey, sem nú er 34 ára, verið árum saman með uppistand á grínklúbbum, leik- ið í skammlífri grínsápu í sjón- varpi, sem hét The Duck Factory, fengið smáhlutverk í bíómyndunum Once Bitten (1985), Peggy Sue Got Married (1986, þar sem hann lék uppivöðslusaman bekkjarbróður Kathleen Tumer) og Earth Girls Are Easy (1989). Fyrst vakti hann verulega athygli fyrir kyndugt framlag sitttil sjónvarpsþáttanna In Living Color (1990—94). Sama ár og Ace Ventura gerði Jim Carrey að stærstu grínstjörnu samtímans var frumsýnd myndin Gríman (The Mask, SÝN, sunnu- dagur, 23.20), þar sem Carrey var við sama heygarðshornið í hlutverki vandræðalegs bankastarfsmanns sem ekki á nokkurn sjans fyrr en hann finnur foma grímu sem getur breytt honum í kvenhollt en kald- rifjað orkubúnt. Þetta er enn eitt tilbrigðið við dr. Jekyll og hr. Hyde- stefíð borið uppi af miklum tölvu- tæknibrellum og fítonskrafti Carreys, nánast eins og leikin teiknimyndasaga. Gríman tryggði stöðu Carreys enn frekar og Dumb And Dumber (1995) innsiglaði hana. Síðan þá hafa þreytumerki gert vart við sig; Carrey hefur orð- ið innlyksa í einhæfum leikstíl og The Cable Guy (1996) tókstekki að snúa þróuninni við. Tjáningar- geta sem virtist takmarkalaus hefur reynst takmörkuð. En enn er von. Gríman ★★’A HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Mér blæðir - þess vegna er ég íslendingur BLÓÐSÚTHELLINGAR glæpa- myndar Brians DePalma um manninn með örið (Scarface) höfðuðu meira til íslensku þjóðarinnar en dramatísk ævintýramynd úr Suðurhöfum um uppreisnina á Bounty; þar stóðu 1.400 atkvæði gegn 1.200 í símakosningum Sjónvarpsins um laugardagsmyndina í síðustu viku. Helgina áður bar hlátur- inn sigur úr býtum, þar sem var gam- anmyndin Næturvaktin. Niðurstöður þessara tveggja kosninga gefa mér tilefni til að draga þá ályktun að í kvöld muni Tom Cruise í hjólastól vinna samúðarsigur í kosningunum með Fæddur fjórða júlí eftir Oliver Stone. Segðu mér á hvernig myndir þú horfir og ég skal segja þér hver þú ert.__________________________ Föstudagur Sjónvarpið ►23.00 írski leikstjórínn Pat O’Connor hóf feril sinn af stakri snilld með Cal (1984), sem fjallaði um ástandið í heimalandi hans af mikilli næmni og mannúð. Fljótlega dró Hollywood hann á tálar og síðan hefur hann ekki fundið fyrra form. Fyrir bandarískt kapalsjónvarp gerði hann myndina Zelda (1993) um sviptinga- samar ástir rithöfundarins F. Scotts Fitzgerald (Timothy Hutton) og titil- persónunnar (Natasha Richardson), sem enduðu með ósköpum. Þetta áhugaverða efni segja Martin og Pott- er fá fáránlega og þvingaða meðferð þótt Richardson standi sig vel. Þau gefa ★ ★ (af fímm mögulegum). Stöð 2 ►13.00 og 0.40 Kvikmyndin Blákaldur veruleiki (Reality Bites, 1994) e r fremur skemmtileg frumraun ’leikarans Bens Stiller í leikstjórn, þar sem hann reynir að gera það við X- kynslóðina svokölluðu sem John Say- les og Lawrence Kasdan m.a. gerðu í sínum myndum fyrir ’68-kynslóðina. Winona Ryder er að fóta sig á frama- braut í efnahagslegri hálku 10. ára- tugarins um leið og hún þarf að velja tilfinningalega milli tveggja manna, hins slétta og fellda MTV-gosa (Still- er) og hins svala iðjuleysingja (Ethan Hawke illþolandi). Myndmálið er sam- sett úr ríkjandi fjölmiðlatísku, þ.á m. heimamyndböndum, og hentar efninu vel. En myndin rembist einum of við að vera með á nótunum. ★ ★ ‘AEP Stöð 2 ►20.55 Hinn fjölhæfi breski leikstjóri Peter Yates stýrir snoturri smámynd, Ungur í anda (Roommat- es, 1995) um samskipti aldraðs bak- ara í Pittsburgh (Peter Falk) og barna- barns hans og uppeldissonar til margra áratuga (D.B. Sweeney). Hlý- legur húmor prýðir þessa mynd sem byggð er á endurminningum handrits- höfundarins Max Apple, en nokkur tilfínningasemi ryðst inn á köflum. ★ ★*/2 Stöð 2 ►22.55 Leikrit Sams Shep- ard um kynslóðaátök innan fátækrar fjölskyldu á krepputímanum er grunn- ur sjónvarpsmyndarinnar Blóð hinnar sveltandi stéttar (Curse of the Star- vingClass, 1994). Astralski leikstjór- inn Bruce Beresford gerði handritið og framleiðir en leikstjómin er í hönd- um J. Michaels McClary. Ég hef ekki séð þessa en Maltin segir hana vel leikna af James Woods, Kathy Bates, Randy Quaid, Henry Thomas og fleir- um en bætir við að dramað sé heldur niðurdrepandi. Hann segir myndina í meðallagi; Martin og Potter eru enn neikvæðari en gefa samt ★ ★ Vi (af fímm). Sýn ^21.00 Ungir kvenleikstjórar eiga kvöldið á Sýn. Jill Goldman stýr- ir spennumyndinni Teflt á tæpasta vað (WildAngel, öðru nafni Bad Love, 1992) en hefði betur sleppt því. Pam- ela Gidney leikur langhijáða unga skvísu sem tekur saman við skapheit- an drullusokk, leikinn af Tom Size- more, en hefði betur sleppt því. ★ Sýn ►23.30 í Breiðgatan (Bouie- vard, 1994) spreytir sig á leikstjórn Penelope nokkur Buitenhuis og þótt hún geri ekkert frumlegt er þessi kanadíska mynd bærileg lýsing á ranghverfu borgarlífsins í Toronto, nánar tiltekið vændiskonum, annarri reyndri (Rae Dawn Chong), hinni ný- græðingi (Kari Wuhrer), sem taka höndum saman gegn melludólgi (Lou Diamond Phillips) og spilltri löggu (Lance Henriksen). ★ ★________________ Laugardagur Sjónvarpið ^21.45 Æsilegur elt- ingaleikur á hraðbrautum er eina efn- ið í hasarmyndinni Eftirförin (The Chase, 1994). Charlie Sheen leikur saklausan fanga sem á flótta rænir auðmannsdóttur (Kristy Swanson). Ekkert kemur á óvart og hraðamælir- inn afmarkar skemmtigildið. ★ xh Sjónvarpið ►23.15Urslitheimilis- kosninganna liggja ekki fyrir en í framboði voru: Næturbrönugrasið (TheAsian Connection: Midnight Orchid, 1995). Enn ein spennumyndin úr áströlsku miðlungssyrpunni um einkaspæjarann John Stamford (John Waters). Sakborningar (The Accused, 1988). All harkalegt en svolítið klisjukennt sannsögulegt drama um baráttu ungr- ar konu, sem er nauðgað á krá, við nauðgarana, aðra viðstadda, réttarfar- ið og almenningsálitið. Jodie Foster er afbragð í aðalhlutverkinu, enda fékk hún Óskarsverðlaun fyrir, og Kelly McGillis er frambærilegur sak- sóknari. Jonathan Kaplan leikstjóri nálgast smekkleysi í umdeildri nauðg- unarsenu. ★ ★ Vi Ránfiskar (Rumbie Fish, 1983). Eftir dýrkeypta stórmyndadrauma rifaði Francis Ford Coppola seglin með þess- ari óvenjulegu „unglingamynd” um samband tveggja bræðra í ofbeldis- þrungnu umhverfí. Byggð á sögu S.E. Hinton, rétt eins og The Outsiders sem Coppola gerði um leið og þessa. Aðal- hlutverk Matt Dillon og Mickey Ro- urke. Stílfærslan og svört-hvít mynda- takan getur farið í taugarnar á sum- um. ★★★ Fæddur fjórða júlí (Born on the Fo- urth ofJuly, 1989). Trúlega besta mynd hins brokkgenga en áhugaverða þjóðfélagsrýnis Olivers Stones er áhrifamikil og sannsöguleg hremm- ingarsaga um einstakling og samfélag sem koma bæði lömuð út úr Víetnam- stríðinu. Tom Cruise, sem yfirleitt leik- ur aðeins mikið, hefur hvorki fyrr né síðar leikið betur. ★ ★ ★ Vi Stöð2 ►15.00 Sumarbúðir fyrir ungar fitubollur eru sögusvið gaman- myndarinnar Hlunkarnir (The He- avyweights, 1994). Maltin segirað húmorinn faili ekki að boðskap mynd- arinnar en gefur ★ ★ ogsama gera Martin ogPotter (af fimm). Leikstjóri Steven Brill en í aðalhlutverkum eru Ben Stiller (Reality Bites), Tom McGowan ogAaron Schwartz. Stöð2 ►21.05Fyrstablökku- mannaflugsveit Bandaríkjahers þurfti ekki aðeins að beijast við hina opin- beru óvini í heimsstyijöldinni síðari, heldur hroka og hleypidóma heima fyrir og meðal yfírmanna. Þetta er hið áhugaverða viðfangsefni kapal- myndarinnar Flugsveitin (The Tuskegee Airmen, 1995) en það er leikur Laurence Fishburne, Cuba Go- oding o.fl. sem er hins vegar aðals- merki hennar. Leikstjóri Robert Markowitz. ★ ★ Vi Stöð 2 ►22.55 Antonio Banderas, spænska kyntröllið sem erfiðlega hef- ur gengið að sanna leikhæfileika sína eftir að hann fór að leika í Ameríku, nær ekki að sanna eitt eða neitt í spennumyndinni Feigðarboð (Never Talk to Strangers, 1995), nema það að kvenkyns glæpasérfræðingur, leik- inn af Rebecca DeMomay, ætti ekki að láta spænsk kyntröll draga sig á tálar. Miðlungsafþreying en afar ótrú- verðug. ★ ★ Stöð 2 ►0.20 Fyrirsætumorðin (The Cover Girl Murders, 1993) e r lummulegur reyfari um hóp af fyrir- sætum sem falla í valinn ein af ann- arri fyrir morðingjahendi á hitabeltis- eyju. Agatha Christie gerði þetta bet- ur en James A. Contner er leikstjóri. ★ Sýn ►21.00Jacker 12áraogbýr í hálfgildings draugahúsi ásamt létt- gölnum föður sínum (Danny DeVito í fínu formi), sem stýrir hryllings- myndasýningum í sjónvarpi og næsta nágrenni er heldur ekki sérlega hag- stætt fyrir hamingjuríkan uppvöxt. Kvikmynd Marshalls Herskowitz Pabbi er bestur (Jack The Bear, 1993) er óvenjuleg og kostuleg þroskasaga, sem þó gengur ekki alveg upp. ★ ★ V-i_____________________ Sunnudagur Sjónvarpið ►14.40 Sænska myndin Leyndardómar neðanjarðar (Únd- erjordens hemlighet, 1992) segir frá sambandi og uppátækjum tveggja stráka sem kynnast á sjúkrahúsi. Ekki vandamálamynd heldur vönduð, vel gerð og skemmtileg. Leikstjóri Claes Lindberg. ★ ★ ★ Sjónvarpið ► 22.35 Francisco J. Lombardi er einn helsti leikstjóri Perú ogþví er fengur að sýningu myndar hans Án miskunnar (Sin Compasión, 1994), sem er samframleiðsla heima- lands hans, Mexíkó og Frakklands. Hér sviðsetur hann sígilt meistarverk Dostojefskís Glæpur og refsing í Líma, þar sem ungur heimspekistúdent myrðir leigusala sinn út úr fjárkrögg- um en með heimatilbúinni heimspeki- legri réttlætingu. Úrvinnslan er nokk- uð frumstæð, en efnið er áhugavert, kynt með hita og ástríðu. ★ ★ ★ Stöð2 ►23.15 Kona hverfur (The Disappearance of Christina, 1993) á skemmtisiglingu ásamt eiginmanni og kunningjahjónum þeirra og eiginmað- urinn er grunaður um morð. Miðlungs- reyfari með nokkrum frískum vend- ingum. Leikstjóri Karen Arthurogí aðalhlutverkum eru John Stamos, Kim Delaney, CCH Pounder og Robert Carradine. ★ ★ Sýn ►23.20 - Sjá umfjöllun í ramma. Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.