Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 57
MYIMDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚJVARP-SJÓIMVARP
Pizzur og alfræðiorðabækur
ÚRSLITIN í Gettu betur, spurninga-
keppni framhaldsskólanna, verða í
beinni útsendingu í Sjónvarpinu í
kvöld kl. 21.15. [9073624] Það eru
lið Menntaskólans í Reykjavík og
Menntaskólans við Hamrahlíð sem
keppa til úrslita. MR hefur fimm
sinnum hreppt verðalaunagrip
keppninnar, Hljóðnemann, en MH
aldrei.
Inga Þóra Ingvarsdóttir er í liði
MH, en það eru vanalega ekki marg-
ar stelpur sem taka þátt í keppn-
inni. Að sögn hennar var hún plötuð
til að taka þátt í keppninni í fyrra
og gæti vel hugsað sér að halda
áfram þátttöku en hún er á öðru ári
í skólanum.
Aðspurð hvaðan hún hefði allan
sinn fróðleik sagði Inga Þóra að hún
hefði haft gaman af því að lesa al-
fræðiorðabækur sem krakki og
reyndist það henni vel núna. Inga
Þóra sagði að úrslitakeppnin legðist
vel í sig. „Við undirbúum okkur eins
vel og við getum og tökum síðan
því sem kemur,“ sagði hún að lokum.
Gettu betur hófst árið 1986 og
árið eftir kom verðlaunagripur Rík-
isútvarpsins, Hljóðneminn, til sög-
unnar. MR sigraði fyrst árið 1988
og síðan 1993 hafa þeir setið einir
að Hljóðnemanum. Að sögn Þórarins
Óla Ólafssonar, Inspeetor scolae MR,
er mikil stemmning í skólanum.
Keppnin er það sem er efst á baugi
og nemendur ólmir í að vinna. Reynt
verður að hvétja sem flesta til að
mæta og styðja liðið enda lið MH
gott að sögn Þórarins.
Lið MR æfir mikið og til þess að
það haldi baráttuþrekinu hefur
skólafélagið staðið straum af flat-
bökuáti þess. Þórarinn sagði að eng-
inn nemi sæi eftir því að gefa liðinu
að borða og það væri meira í gamni
að sagt væri að keppendur yrðu að
endurgreiða þessa risnu ef liðið tap-
aði.
„Þetta verður eftirminnilegt
kvöld. Markmiðið er að vinna en
þetta er ekki barátta upp á líf og
dauða heldur leikur," sagði Þórarinn
að endingu.
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Sunset liðið
(Sunset Park) ★ 'h
I móðurleit
(Flirting with Disaster) ★ ★ ★
Banvænar hetjur
(Deadiy Heroes)
Dauður
(DeadMan) ★
Frú Winterbourne
(Mrs. Winterbourne) ★ ★ 'h
Frankie stjörnuglit
(Frankie Starlight) ★ ★ 'h
Dagbók morðingja
(Killer: A Joumal ofMurder) 'h
Klikkaðl prófessorinn
(The Nutty Professor) ★ ★ ★
Eyðandinn
(Eraser) ★ ★ 'h
Sporhundar
(Bloodhounds) ★
Glæpur aldarinnar
(Crime of the Century) ★ ★ ★ ‘A
Próteus
(Proteus) ★
Svaka skvísa 2
(Red Blooded 2) ★ 'h
Bardagakempan 2
(Shootfighter 2) ★
Ast og skuggar
(OfLove and Shadows) ★ ★
Stolt Celtic - liðslns
(Celtic Pride) ★ ★ 'h
Töfrandl fegurð
(Stealing Beauty) ★ ★ ★
Eyja Dr. Moreau
(The Island ofDr. Moreau) ★ 'h
.1 hefndarhug
(Heaven’s Prisoner) •k'h
Skriftunin
(Le Confessional) ★ ★ ★ ★
Margfaldur
(Multiplicity)'k ★ 'h
KEPPNISLIÐ Menntaskólans í Reykjavík: Sverrir Guðmundsson
Arnór Hauksson, og Viðar Pálsson.
KEPPNISLIÐ Menntaskólans við Hamrahlið: Inga Þóra Ingvars-
dóttir, Björn Grétar Stefánsson og Oddur Þórir Þórarinsson.
MH-ingar styðja sitt lið í undanúrslitakeppninni.
Kynning í apótekinu Smiðiuvegi
í dag kl. 14-18
Skemmtileg sumartaska með þremur lúxusprufum
fylgir kaupum á nýja kreminu Lift Activ eða
ef keypt er fyrir kr. 2000 eða meira *
VICHYI
lAIORATOIkES
HEILSULIND HÚÐARINNAR
F.vst eingöngu i apótekum
Skíði og skíðabúnaður á tilboði
Svigskíöapakkar unglinga/fullorðins
trá kr. 19.900, stgr. 18.905
Skíöafatnaöur, góð tílboðsverö.
kr. 9.900, stgr. 9.405
Oartpílur 3 st. frá kr. 640.
Dartskífur frá kr. 990
Tjöid
Göngutjald, 2 manna, 2 kg. kr. 8.900, stgr. 8.455
Kúlutjald, verð aðeins kr. 3.900, stgr. 3.705
Tjald 2 manna, Camoflage, kr. 3.900, stgr. 3.705
Billiardborð með kúlum, kjuðum,
skortöflu og krít.
4 fet Pool kr. 13.900, stgr. 13.205
6 fet snooker kr. 24.900, stgr, 23.655
Alvöru sportvöruverslun - ótrúleat vöruúrval
| Verslunin |
liiipvln